Tíminn - 21.09.1975, Page 40

Tíminn - 21.09.1975, Page 40
1 ' Suiinudagur 21. september 1975. ■- SÍM113234 tíERRA ^GARÐURINN A'ÐALSTRfETI 3 SÍS-FÓmJR SUNDAHÖFN fyrirgódan mai ^ KJÖTÍÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS BYGGING HEILSU- GÆZLUSTÖÐVAR OG SJÚKRAHÚSS Á ÍSAFIRÐI HAFIN GS-lsafirði. — Sl. föstudag var tekin fyrsta skóflustungan að Heilsugæzlustöð og sjúkrahúsi hcr á Isafirði. Heilbrigðismála- ráðherra, Matthias Bjarnason, tók fyrstu skóflustunguna. Aaage Steinsson, rafveitustjóri, for- maður bygginganefndar, rakti tildrögin að byggingunni en heilsugæzlustöðin kemur til með að þjóna tsafirðiog Suðureyri, en sjúkrahúsið að nokkru Þingeyri og Flateyri, auk Súðavikur og hreppanna inni í Djúpi. Þessi nýja bygging stendur á nýrri uppfyllingu á Torfunefsbug, sem fyllt var fyrir tveimurárum. Hönnuður byggingarinnar er Jes Einar Þorsteinsson, og hefur hann notið til þess verks aðstoðar fjölmargra sérfræðinga. Viðstaddir athöfnina voru, auk þeirra, sem áður er getið, sveitarstjórar viðkomandi sveitarfélga, þingmenn kjördæmisins og fleiri, og var viðstöddum boðið til kaffidrykkju að athöfninni lokinni. Myndin til vinstri sýnir heilbrigðismálaráðherra, taka fyrstu skóflustunguna og hér til hægri sjást viðstaddir. Tima- myndir G.S. K.Sn.-Flateyri. Práttarvél var ekiö út af brúnni við Sólvelli á miðvikudag. ökumaður hafði litið um öxl til að fylgjast með múgavél, sem var aft- an i dráttarvélinni, en gætti þess ekki að hann lagði á stýrið um leið. Práttarvélin stöðvaðist svo i vegarkantinum eins og myndin sýnir, en kanturinn er snarbrattur og 8—10 metrar niður á jafnsléttu. ökumaðurinn slapp með skrekkinn. Timamynd: K.Sn. 9K I göngum á Göngur og réttir M.Ó. Sveinsstöðum. t gær og fyrradag var réttað i Vatns- dalsrétt, Víöidalsrétt og Auðkúlurétt. Af Grimstunguheiði kom safnið til byggða seint á fimmtudagskvöld og var það stærra cn nokkru sinni fyrr — vart undir 10 þúsund fjár. A heiðinni skiptust á skin og skúrir leitardagana og á Stórasandi var snjókoma — og var ekkert hægt að leita þar. Búast má við að margt fé sé eftir á afréttunum og verður mönnum þvi örugg- lega fjölgað I seinni göngum. Gamla spari- sjóðshúsið ó Akranesi rifið SJ-Reykjavfk— í gærmorgun var hafizt handa um að rifa niður gamla bankann á Akranesi, sem stóð við Skólabraut og Akratorg. Lokið var við smiði nýs banka- húss fyrir nokkrum árum og stóðu húsin hlið við hlið og þröngt á milli. Notaður var stórvirkur krani og lóð til að brjóta niður veggina, sem voru úr hlöðnum steini. Áætlað var að ljúka verk- inu á laugardag. Tvö um- ferðarslys SJ-Reykjavík. Undir tólf á föstu- dagskvöld varð umferðarslys á Bústaðavegi. Volkswagenbifreið var ekið austur Bústaðaveg, að þvi er ökumaður taldi siðar ekki á meira en 60 km hraða. Á undan fór ungur piltur á léttu bifhjóli, skellinöðru. ökumaður telur pilt- inn hafa sveiflast til á götunni. Kræktist hann i bilinn og dróst með honum út á vegarbrúnina, þar sem bifreiðin rakst á steyptan kant. Skipti það engum togum að bifreiðin valt og lenti á þakinu fyrir utan götuna. Þrir menn voru i bilnum og sluppu þeir ómeiddir. Pilturinn hlaut meiðsli en var furðu hress, hugsanlegt var talið að hann hefði fótbrotnað. Fyrr um kvöldið varð harður árekstur á Grensásvegi milli Austin Mini, sem ekið var norður götuna og Volvo, sem var á leið suður og beygði i átt að Skeifunni. Kona og telpa, sem voru i Mini- inum, méiddust, en ekki alvar- lega.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.