Fréttablaðið - 06.11.2005, Page 25
[ ]
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL
Arcadia Ísland óskar eftir að
ráða innkaupafulltrúa til starfa.
Hæfniskröfur:
*Reynsla af innkaupum
og verslunarrekstri
*Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
*Frumkvæði og metnaður
*Hæfni í mannlegum samskiptum
*Mjög góð ensku- og tölvukunnátta
*Brennandi áhugi á tískuTOPSHOP TOPMAN
Umsóknir sendist til
Hildar Björgvinsdóttur,
starfsmannastjóra, í netfangið
hildurb@hagar.is
Umsóknarfrestur rennur út
mánudaginn 14. nóvember nk.
Starfssvið: Umsjón með vöruflæði í verslanir okkar,
samskipti við erlenda birgja og umsjón með rekstri
deilda okkar í Hagkaupum. Um framtíðarstarf er að ræða.
Sjúkraliðar
Öryggisverðir
Kennarar
Verkefnastjóri
Sölustjóri
Ráðgjafi
Smiðir
Lögfræðingar
Verslunarstjóri
Bílvélavirki
Þjónar
Lyfjafræðingur
Afgreiðslufólk
Framkvæmdastjóri
Aðstoðar rekstrarstjóri
Vaktstjóri
Bókunarstjóri
Veitingastjóri
Innkaupafulltrúi
Fræðslustjóri
Iðjuþjálfi
STÖRF Í BOÐI
SMÁAUGLÝSINGAR
SÍMI: 550 5000
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
Jón Erlendsson hefur starfað hjá Land-
helgisgæslu Íslands í átta ár. Hann
segir að íslenskir sjómenn séu senni-
lega betur undirbúnir þegar slys beri
að höndum en sjómenn annars staðar í
heiminum.
Jón er menntaður flugvirki en vinnur bæði
sem flugvirki og spilmaður hjá Landhelg-
isgæslunni. „Ég er yfirspilmaður núna þar
sem ég er með hæsta starfsaldurinn en
spilmaður stjórnar spilinu sem er utan á
þyrlunni. Það er vír sem fer upp og niður
og hífir upp fólk og vörur og sigmennina
okkar,“ segir hann. Jón segir að spilmenn-
irnir séu fjórir hjá Landhelgisgæslunni
og þeir séu á vöktum í eina viku í mánuði
hver og fylgi þá þyrlunni í öll útköll. „Hinar
þrjár vikurnar í mánuðinum vinn ég sem
flugvirki og geri við flugvélar og þyrlur hjá
Landhelgisgæslunni.“ Jón segir að honum
finnist flugvirkjastarfið mjög skemmtilegt
og svo auki það líka fjölbreytnina að vera í
áhöfninni á þyrlunni sem spilmaður og fara
í útköll og annað.
Jón segir að það sé misjafnt eftir árs-
tíðum hversu tíð útköll séu en Landhelgis-
gæslan fari á æfingar í hverri viku. „Við
förum á æfingar með björgunarsveitum,
lögreglunni, slökkviliðinu og sjómönnum.
Við tökum þátt í námskeiði sem Slysavarn-
arskóli sjómanna er með fyrir sjómenn og
þeir fá að kynnast því hvernig er að láta
hífa sig um borð í þyrlu. Íslenskir sjómenn
eru örugglega einna best þjálfaðir í heimin-
um og ef eitthvað kemur upp á og þeir þurfa
að fara um borð í þyrlu vita þeir alveg hvað
þeir eiga að gera.“
Jón segir að á þeim árum sem hann hafi
verið hjá Landhelgisgæslunni hafi hann
farið í fjölda útkalla þar sem mannslífum
hafi verið bjargað. „Það er góð tilfinning að
taka þátt í ferðum sem skila árangri og sjá
fólk sem hefur verið í háska komast í faðm
ættingja sem hafa beðið eftir því.“
emilia@frettabladid.is
Góð tilfinning að
bjarga mannslífum
Jón Erlendsson á æfingu hjá Landhelgisgæslunni og slökkviliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Samningur hefur verið gerður
um sameiningu Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur og Verslunar-
mannafélags Vestmannaeyja. Í
honum er gert ráð fyrir viðamiklu
samstarfi félaganna og samein-
ingu eftir tveggja ára reynslutíma.
Samningurinn var samþykktur
með öllum greiddum atkvæðum
á félagsfundi Verslunarmanna-
félags Vestmannaeyja þann 1.
nóvember 2005.
30.000 starfsmönnum Deutsche
Telekom verður sagt upp á næstu
árum. Ástæðurnar eru sagðar
sparnaður vegna vaxandi sam-
keppni en fyrirtækið var áður með
einokunarstöðu á þýska síma-
markaðnum. Þó er fyrirhugað
að búa til 6.000 ný störf á sama
tíma svo stöðugildum fækkar
í það heila um 24.000 sem eru
um tíu prósent starfsmanna fyr-
irtækisins. Verð á hlutabréfum
fyrirtækisins hækkaði um rúm
þrjú prósent í kjölfar fréttarinnar.
Atvinnuleysi í Þýskalandi minnk-
aði nýlega um 0,2 af hundraði og
er nú ellefu prósent.
Barnaþrælkun er útbreitt vanda-
mál í Bólivíu samkvæmt nýrri
úttekt Alþjóðasambands frjálsra
verkalýðsfélaga á ástandi þar í
landi. Talið er að um 800 þúsund
börn séu í vinnu, flest í landbún-
aði og byggingariðnaði. Jafnframt
er talið að um 120 þúsund börn
vinni við lífshættulegar aðstæður
í námaiðnaði. Þá er barnavændi
útbreitt. Í Bólivíu eru rétt-
indi verkafólks
og annarra
launþega lítil
sem engin.
Til dæmis er
þeim bann-
að að bind-
ast samtök-
um á borð
við stéttar-
félög.
LIGGUR Í LOFTINU
[ATVINNA]
Góðan dag!
Í dag er Í dag er sunnudagur 6.
nóvember, 310. dagur ársins 2005.
Reykjavík 9.27 13.11 16.55
Akureyri 9.23 12.56 16.28
Fræðslustjóri
Laus er til umsóknar staða
fræðslustjóra við Hrafnistuheimilin.
Hrafnista óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í stöðu
fræðslustjóra frá 1. desember 2005. Hrafnistuheimilin
samanstanda af dvalar- og hjúkrunarheimilunum Hrafn-
istu í Reykjavík og Hafnarfirði og hjúkrunarheimilunum
Víðinesi og Vífilsstöðum
Helstu verkefni:
• Umsjón og skipulag fræðslu starfsfólks
• Samskipti og tengsl við menntastofnanir
• Umsjón með RAI-mati
• Vinna við gæðamál
Hæfniskröfur:
• Próf í hjúkrunarfræði og æskilegt að viðkomandi hafi
viðbótarmenntun
• Góð tölvukunnátta
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar veitir Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir,
hjúkrunarforstjóri, sími 585 9400,
netfang: thyri@hrafnista.is. Umsóknir ásamt ferilskrá
óskast sendar hjúkrunarforstjóra fyrir 18. nóvember nk.
Hvernig verður maður
tamningamaður
bls. 6
Sigurður Margeir Magnússon
er gröfumaður
bls. 8