Fréttablaðið - 06.11.2005, Síða 32
8
ATVINNA
6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR
Sigurður Margeir Magnússon gröfu-
maður, annar eigandi SM-verktaka,
segist oft vinna frameftir kvöldi.
„Ég vakna venjulega klukkan sjö og er
mættur í vinnuna klukkan hálf átta. Í dag
var ég að vinna við nýja Morgunblaðs-
húsið við Hádegismóa við að taka hæðir
inni í sökkli,“ segir Sigurður Margeir
Magnússon gröfumaður en hann er ann-
ar eigandi SM-verktaka, fyrirtækis sem
hann rekur ásamt föður sínum. Þeir
feðgar sérhæfa sig í lagningu frárennsl-
islagna ásamt því að leggja hitaveitu og
raflagnir í jörðu. Fyrirtækið rekur fimm
gröfur og tvo vörubíla.
Sigurður Margeir segir að dæmigerð-
ur vinnudagur standi oft fram á kvöld
hjá sér og gjarnan með viðkomu á
nokkrum stöðum. Að lokinni vinnu við
sökkulinn um fimmleytið lá til dæmis
leiðin hjá honum að Hallsvegi í Grafar-
vogi þar sem hann þurfti að lækka
brunna í stíg sem verða seinna meir
teknir upp í malbik.
„Því var lokið um klukkan hálf sjö og
þar með var mínum vinnudegi lokið,”
segir Sigurður sem játar að hann vinni
oft lengi frameftir á kvöldin og að þessi
dagur hafi í raun verið með styttra móti.
Hann viðurkennir að hafa mikið að gera
og fagnar því. „Eins og staðan er í dag er
nóg um verkefni og vonandi heldur það
bara áfram.“
„Eins og staðan er í dag er nóg um verkefni og von-
andi heldur það bara áfram,“ segir Sigurður Margeir.
Fréttablaðið/E.Ól.
Hefur miki› a›
gera og fagnar flví
Meginhlutverk skólastjóra er að:
stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri
skólans
veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og
þróunar í skólastarfi
Leitað er að umsækjanda sem:
hefur kennaramenntun, og er með framhalds-
menntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslu-
fræði æskileg
hefur stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun
hefur reynslu af kennslu og vinnu með börnum og
unglingum
er lipur í mannlegum samskiptum
Staða skólastjóra Engjaskóla
Reykjavíkurborg leggur áherslu á þróun skóla í átt til einstaklingsmiðaðs náms, samvinnu nemenda,
sterka sjálfsmynd þeirra og skóla án aðgreiningar. Auk þess er lögð áhersla á að styrkja tengsl skóla við
grenndarsamfélagið og sjálfstæði skóla.
Grunnskólar
Reykjavíkur
Engjaskóli í Reykjavík er heildstæður grunnskóli
með 350 nemendum.
Skólinn var byggður 1997 og er með íþróttahúsi,
fullkomnu eldhúsi og ríkulega búinn tölvum og
öðrum kennslugögnum.
Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og gott
samstarf við foreldra og hefur skólinn verið
móðurskóli í foreldrasamstarfi.
Mikil og fjölbreytt listgreinakennsla er í skólanum og
mikil samvinna innan árganga og stiga.
Jafnframt er lögð áhersla á góð samskipti nemenda
og starfsfólks og stöðuga símenntun alls starfsfólks.
Staðan er laus frá og með 1. janúar 2006 en þó er mögulegt að viðkomandi hefji störf síðar samkvæmt nánari samkomulagi.
Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og störf og gögn er varða frumkvæði á sviði skólamála, greinargerð um hugmyndir
umsækjenda um framkvæmd skólastarfsins, auk annarra gagna er málið varðar. Umsóknarfrestur er til 5. desember 2005.
Umsóknir sendist Menntasviði Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Upplýsingar gefa Ingunn Gísladóttir,
starfsmannastjóri, netfang: ingunn.gisladottir@reykjavik.is og Anna Kristín Sigurðardóttir, skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu,
anna.kristin.sigurdardottir@reykjavik.is í síma 411 7000.
Laun eru skv. kjarasamningi LN og KÍ.
Járniðnaðarmenn
Hamar ehf óskar eftir að ráða vélvirkja ,vélstjóra
og Stálsmiði einnig er möguleiki á að taka inn
nema á vélaverkstæðin á Eskifirði, Kópavogi og
Akureyri. Mikil og fjölbreytt vinna.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Davíð Þór
Sigurbjartarson í GSM 660 360 david@hamar.is.
eða Eskifjörður Sigurður Kristinn Lárusson
GSM 660 3613 siggil@hamar.is
Aðstoðarverkstjóri
Byggingafélag Gylfa og Gunnars auglýsir eftir
aðstoðarverkstjóra. Starfið felst í umsjón á
byggingarstað. Aðstoðarverkstjóri starfar undir
stjórn byggingastjóra.
Nánari uppl. veitir Guðjón í síma 562-2991.
Hjá okkur er virkt starfsmannafélag
og góður aðbúnaður.
Við leitum eftir fólki á öllum aldri.
Veislan veitingaeldhús óskar eftir að ráða
starfsmann í 100 % starf, góðan og ábyrgan
aðila sem getur séð um borðbúnaðardeild
Veislunnar ásamt ýmsu öðru.
Óskum eftir duglegri konu til að sjá um þrif á
skrifstofum og fl. í Veislunni 2 í viku, vinnutími er
samkomulag, þarf að geta byrjað sem fyrst.
Við tökum við glæsilegum sal Ferðafélags Íslands
í Mörkinni 10 nóvember, þurfum að bæta við okkur
starfsfólki, það er þjónar, aðstoðarfólk í smurbrauð,
eldhús og uppvask.
Áhugasamir vinsamlega komið á Austurströnd 12,
Seltjarnarnesi eða hafið samband í síma 561-2031
einnig hægr að senda póst á arny@veislan.is
100%
Vegna forfalla er laust hlutastarf
íþóttakennara við Hamarsskóla í
Vestmannaeyjum.
Einnig er laust til umsóknar 50% starf þroskaþjálfa
við sama skóla.
Upplýsingar fást hjá Halldóru Magnúsdóttur skóla-
stjóra og Sigurlási Þorleifssyni aðstoðarskólastjóra í
síma 481-2644.
Vestmannaeyjabær auglýsir einnig eftir talkennara
til starfa við grunn- og leikskólana í bæjarfélaginu .
Áhugavert og fjölbreytt starf sem miðar að því að
samhæfa þjónustu við börn á tveimur skólastigum.
Upplýsingar hjá Ernu Jóhannesdóttur fræðslufulltrúa
í síma 488-2000.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja
Amma óskast
Erum að leita eftir barngóðri konu
til að aðstoða við heimilisstörf og
annast 5 ára strák.
Upplýsingar í síma 893 2628 eða 893 2632.
25-36 og 45-42 (01-20) Rað-augl 5.11.2005 16:02 Page 8