Fréttablaðið - 06.11.2005, Síða 69
FRÉTTIR AF FÓLKI
Pete Doherty, forsprakki hljómsveitarinnar
Babyshambles, segist
ekki hafa myndað nokkur
tengsl við síðari plötu
hinnar gömlu hljóm-
sveitar sinnar, The
Libertines. „Þegar
hún kom út
var ég mjög
fjarlægur henni.
Ég kom hvergi
nálægt umslaginu
og var bara hættur í
hljómsveitinni. Það
var mjög skrítið,“ sagði
hann. Doherty segist
samt sem áður fíla fyrstu
plötu Libertines, Up
the Bracket.
Rokksveitin Green Day hrifsaði til
sín tvenn verðlaun á
Evrópsku MTV-tón-
listarverðlaunun-
um á dögunum.
Annars vegar var
hún verðlaun-
uð fyrir bestu
plötuna,
American
Idiot, og
hins vegar
fyrir að
vera besta
rokkhljóm-
sveitin.
Fjölmargir tónlistarmenn munu leggja Michael Jackson lið í nýjasta
lagi hans sem brátt verður tilbúið. Á
meðal þeirra sem
nýlega bættust í
hópinn eru Lenny
Kravitz, Wyclef
Jean og Missy
Elliott. Áður
höfðu þau R
Kelly, James
Brown,
Snoop Dogg,
Mariah Carey og
Jay-Z boðið
fram krafta
sína. Ekki
amalegur
hópur þar á
ferð.
Mike Love hefur höfðað mál á hend-
ur frænda sínum og fyrrum félaga
úr The Beach Boys, Brian Wilson.
Love sakar Wilson um að hafa
kynnt plötu sína Smile á mjög óvið-
eigandi hátt. Hann hafi misnotað lög
Mikes Love og vörumerkið Beach
Boys og sjálfa Smile-plötuna. Þrátt
fyrir lögsóknina segir lögfræðingur
Love að það sé ekkert persónulegt
á bak við hana. „Mike þykir mjög
vænt um Brian og samband þeirra
er gott,“ sagði lögfræðingurinn.
„Það er samt greinilega eitthvað
athugavert við það hvernig Brian
hefur kynnt plötuna. Þeir eru engu
að síður ennþá ættingjar og stofn-
uðu saman eina af mikilvægustu
hljómsveitunum í sögu rokksins.“
The Beach Boys lauk aldrei
við Smile á meðan sveitin var enn
starfandi. Platan var talin týnd
klassík allt þar til Wilson ákvað að
ljúka við hana. Platan fékk mjög
góðar viðtökur og blés nýju lífi í
feril Wilsons.
Brian Wilson lögsóttur
BRIAN WILSON Lítið er um góða strauma á
milli Mike Love og Brian Wilson.