Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2005, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 06.11.2005, Qupperneq 69
FRÉTTIR AF FÓLKI Pete Doherty, forsprakki hljómsveitarinnar Babyshambles, segist ekki hafa myndað nokkur tengsl við síðari plötu hinnar gömlu hljóm- sveitar sinnar, The Libertines. „Þegar hún kom út var ég mjög fjarlægur henni. Ég kom hvergi nálægt umslaginu og var bara hættur í hljómsveitinni. Það var mjög skrítið,“ sagði hann. Doherty segist samt sem áður fíla fyrstu plötu Libertines, Up the Bracket. Rokksveitin Green Day hrifsaði til sín tvenn verðlaun á Evrópsku MTV-tón- listarverðlaunun- um á dögunum. Annars vegar var hún verðlaun- uð fyrir bestu plötuna, American Idiot, og hins vegar fyrir að vera besta rokkhljóm- sveitin. Fjölmargir tónlistarmenn munu leggja Michael Jackson lið í nýjasta lagi hans sem brátt verður tilbúið. Á meðal þeirra sem nýlega bættust í hópinn eru Lenny Kravitz, Wyclef Jean og Missy Elliott. Áður höfðu þau R Kelly, James Brown, Snoop Dogg, Mariah Carey og Jay-Z boðið fram krafta sína. Ekki amalegur hópur þar á ferð. Mike Love hefur höfðað mál á hend- ur frænda sínum og fyrrum félaga úr The Beach Boys, Brian Wilson. Love sakar Wilson um að hafa kynnt plötu sína Smile á mjög óvið- eigandi hátt. Hann hafi misnotað lög Mikes Love og vörumerkið Beach Boys og sjálfa Smile-plötuna. Þrátt fyrir lögsóknina segir lögfræðingur Love að það sé ekkert persónulegt á bak við hana. „Mike þykir mjög vænt um Brian og samband þeirra er gott,“ sagði lögfræðingurinn. „Það er samt greinilega eitthvað athugavert við það hvernig Brian hefur kynnt plötuna. Þeir eru engu að síður ennþá ættingjar og stofn- uðu saman eina af mikilvægustu hljómsveitunum í sögu rokksins.“ The Beach Boys lauk aldrei við Smile á meðan sveitin var enn starfandi. Platan var talin týnd klassík allt þar til Wilson ákvað að ljúka við hana. Platan fékk mjög góðar viðtökur og blés nýju lífi í feril Wilsons. Brian Wilson lögsóttur BRIAN WILSON Lítið er um góða strauma á milli Mike Love og Brian Wilson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.