Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 78
6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR46
FRÉTTIR AF FÓLKI
Nýjasta skáldsaga Hallgríms Helga-sonar, Rokland, kemur út á Sauð-
árkróki næsta þriðjudag við formlega
athöfn í Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra. Mál dagsins verður að
afhenda sveitarstjóra Skagafjarðar
eintak af bókinni. Það er svo sem
ekki að undra þar sem skáldsagna-
persónan, Böddi Steingríms, er
þaðan. Böddi er dæmigerður lúði,
býr ennþá hjá móður sinni þrátt
fyrir að vera löngu orðinn fullorðinn.
Böddi bloggar í frístundum um lífið
og tilveruna á Króknum, bæjarbú-
um til mikillar hrellingar. Ýmis atvik
verða til þess að hann verður sífellt
afskiptari í bænum og að lokum
ákveður hann að flytja til Reykjavíkur.
Böddi er svona maður sem er alltaf
rangur maður á röngum tíma, of stór
fyrir Ísland. Það skemmtilega er að
Hallgrímur heldur úti bloggsíðunni
rokland.blogspot.com
þar sem hugleiðingar
Bödda fá að njóta
sín. Hallgrímur
verður þó að gæta
þess að festast ekki
í karakter því það
hlýtur að vera mun
betra að vera
Hallgrímur
Helgason
en Böddi
Steingríms.
Stelpnahljómsveitin Nylon sendir frá sér sína aðra breiðskífu á
þriðjudaginn. Undirbúningur að gerð
plötunnar hófst strax í janúar á þessu
ári og hafa stelpurnar verið inn og
út úr hljóðverum með jöfnu millibili.
Upptökur fóru fram á Íslandi og í
London. Platan hefur fengið nafnið
„Góðir hlutir“ og er hún unnin af
Óskari Páli Sveinssyni, Friðriki Karls-
syni og Richard Barraclough. Flest
lögin á plötunni eru ný en „Dans,
dans, dans“ og „Einskonar ást“ eru
endurunnin og voru þau sótt til
áranna milli sjötíu og áttatíu. Fjöldi
íslenskra og erlendra lagahöfunda
eiga verk á plötunni og ekki spillir
fyrir að Alma Guðmundsdóttir úr
Nylon fyllir nú flokk þeirra sem hafa
samið lög fyrir hljómsveitina.
Margir lögðu leið sín á Grand Rokk á föstudagskvöld þar sem valinkunn-
ur hópur reiðra skálda tróð upp. Meðal
þeirra sem fengu útrás fyrir reiði sína
á sviðinu voru Stefán Máni, Kristjón
Kormákur, Kristín Eiríksdóttir og Erpur
Eyvindarson. Hallgrímur Helgason hafði
reyndar spúð sinni reiði inn á segulband
eitthvað fyrr og var það leikið um kvöld-
ið. Samkoman fór prúðmannlega fram í
alla staði, sem gæti allt eins verið von-
brigði fyrir hina steyttu hnefa sem höfðu
komið kurteisislegum ábendingum á
framfæri í fjölmiðlum um að hvers kyns
frammíköll og óskundi væri vel þeginn.
Að öðrum ólöstuðum þótti framlag
Erps Eyvindarsonar standa upp úr en
vestfirska kraftaskáldið
Eiríkur Örn Norðdahl
sýndi og sannaði í
eitt skipti fyrir öll að
honum er ekki síður
lagið að kveða um
líkamsop af öllum
stærðum og gerð-
um en vessa.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Glæpasagan er heldur betur komin í tísku á Íslandi og forleggjarar
keppast nú við að dæla krimmunum
út á færibandi. Árni Þórarinsson, Arn-
aldur Indriðason, Ævar Örn Jósepsson,
Stella Blómkvist, Þráinn Bertelsson
og Viktor Arnar Ingólfsson eru þegar
komin á kreik með nýjar bækur og á
þriðjudag bætist Jón Hallur Stefáns-
son í hópinn með glæpasögu sinni
Krosstré sem kemur út hjá Bjarti.
Bjartsmenn búast við miklu af Jóni
Halli, kalla hann „krónprins íslenskra
glæpasagna“ og láta það fljóta með
á heimasíðu
sinni að þegar
„fyrstu 15.000
eintök bókarinn-
ar koma inn á
lager útgáfunnar
á mánudag“ séu
liðin nákvæmlega
þrjú ár frá því að
höfundur mund-
aði pennann í
fyrsta sinn til að
rita bókina.
Annað upplag bókarinnar Mynd-
in af pabba - Saga Thelmu er
uppselt. Edda útgáfa er nú að láta
prenta þriðju útgáfuna en það má
vera ljóst að bókin er fyrsta met-
sölubók þessa jólabókaflóðs.
Sigurður Svavarsson, útgáfu-
stjóri almenns efnis hjá Eddu,
var að vonum mjög ánægður með
söluna. „Bókin er að spyrjast vel
út og fólk vill kynna sér sögu
Thelmu af eigin raun,“ útskýr-
ir hann. Að sögn Sigurðar vakti
Myndin af pabba ennfremur
athygli á bókahátíð í Frankfurt.
„Það sem er svo vel gert hjá þeim
Thelmu og Gerði er að bókin
segir alltaf sögu sigurvegara,“
sagði útgáfustjórinn stoltur.
Gerður Kristný, höfundur bók-
arinnar, var að vonum í skýjun-
um yfir þessum fréttum. „Þetta
er dásamlegt og viðbrögðin við
bókinni hafa verið framar öllum
vonum,“ segir rithöfundurinn og
bætir því við að þær Thelma hafi
í upphafi rennt blint í sjóinn með
viðtökur á bókinni. Þetta hafi
enn fremur verið nýtt fyrir þær
báðar því Myndin af pabba er
fyrsta viðtalsbók Gerðar.
Rithöfundurinn staðfesti að
hún hefði heyrt af áhuga erlendra
bókaútgáfa. „Það eru aðallega
útgáfur frá Norðurlöndunum og
Þýskalandi sem hafa gefið bók-
inni gaum,“ segir hún en gerir sér
enn fremur grein fyrir því að slíkt
ferli taki langan tíma en sé í eðli-
legum farvegi. „Æska Thelmu er
þess eðlis að bókin á fullt erindi
út fyrir landsteinana.“
Thelma hefur sjálf haft í nógu
að snúast síðan bókin kom út.
Gerður segir að fólk stöðvi hana
úti á götu, vilji fá áritanir og ræða
við hana. Þá hafi Thelma ávarp-
að málþing í vikunni sem bæjar-
yfirvöld í Hafnarfirði héldu fyrir
starfsmenn sína. Hún bendir enn
fremur á að tilgangur bókar-
innar hafi fyrst og fremst verið
sá að vekja athygli á kynferðis-
ofbeldi gagnvart börnum og sýna
að þau geti náð sér að einhverju
leyti. „Fólk er svo þakklátt fyrir
það hugrekki sem Thelma hefur
sýnt með því að stíga fram,“ segir
Gerður. „Thelma bar það með sér
þegar ég hitti hana fyrst að hún
væri í góðu jafnvægi og hefði
sigrast á sínum erfiðleikum.
Það kom því aldrei til greina að
lýsa henni öðruvísi en sem sigur-
vegara.“
freyrgigja@frettabladid.is
Arna Sif Þórsdóttir í Menntaskól-
anum við Sund fékk óvænta heim-
sókn á dögunum í miðja kennslu-
stund. Kristján Freyr Halldórsson,
fulltrúi Pennans, afhenti henni
Volkswagen Fox-bíl sem hún fær
til afnota fram á næsta haust.
Bíllinn eru verðlaun í skólaleik
Pennans í samvinnu við Heklu og
VÍS. Svo skemmtilega vildi til að
Arna Sif hafði að morgni þessa
sama dags lokið bílprófi. „Ég
hafði farið í bílpróf um morgun-
inn og var einmitt næstum búin að
missa af kennslustund. Þá mæta
ljósmyndarar og maður frá Penn-
anum í tímann og spyrja um mig.
Mér brá heilmikið og var búin að
gleyma að ég hefði tekið þátt í
þessum leik,“ segir Arna Sif hlæj-
andi. „Ég var beðin að koma út
fyrir skólann og þar beið mín nýr
bíll og bíllyklar. Þetta var alveg
meiriháttar.“ Bíllinn er skreyttur
ýmiss konar skemmtilegu graffiti
sem vekur sannarlega athygli um
bæinn. „Það voru allir að horfa á
mig fyrstu dagana og ég hélt að
ég væri svona afleitur ökumaður
þar til vinkona mín benti mér á að
þetta væri bara bíllinn,“ segir hún
og skellir upp úr.
Sigurbjörn Bárðarson í Versl-
unarskólanum og Sunna Lind Pét-
ursdóttir í Verkmenntaskólanum
fengu sams konar verðlaun. Sunna
Lind var daginn áður á ferðinni á
bílasölum bæjarins með pabba
sínum í þeim tilgangi að finna not-
aðan bíl til að skrölta á í skólann.
Græddi bíl í skólann
SIGURÐUR SVAVARSSON Er að vonum ánægður með hversu góð viðbrögð Myndin af
pabba - saga Thelmu hefur fengið.
MYNDIN AF PABBA: UPPLAG TVÖ UPPSELT
Saga Thelmu hefur snert
íslensku þjóðina
Hvað er að frétta? Ferlega gott, er
massahýr.
Augnlitur: Smaragðsgrænn með hálfbláu
ívafi.
Starf: Sjónvarpsmaður.
Fjölskylduhagir: Nútímalegir. Singúll
með gommu af börnum.
Hvaðan ertu? Ég ólst upp í návígi við
óblíð náttúruöfl í Garðabænum.
Ertu hjátrúarfull(ur)? Nei, hreint ekki.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Kastljós og
Lost.
Uppáhaldsútvarpsþáttur: Þessi sem er
á Rás 2 á sunnudögum milli 13 og 16 er
frábær.
Uppáhaldsmatur: Sushi er gott. Sveittir
hammarar líka.
Fallegasti staður: Highbury.
iPod eða geislaspilari? iPod í seinni tíð.
Það eru bara nördar sem nota geislaspil-
ara í gymminu.
Hvað er skemmtilegast? Um þessar
mundir er það vinnan. Get ekki hugsað
mér skemmtilegra samstarfsfólk.
Hvað er leiðinlegast? Þegar ég dett í tuðið.
Er hreint náttúrutalent í því á köflum þótt
ég slái Eyrúnu seint út.
Helsti veikleiki: Skapið mitt, þegar ég
er illa stemmdur. Get líka verið óskap-
lega viðskotaillur áður en ég borða á
morgnana.
Helsti kostur: Það væri gaman að geta
sagt stundvísi en það væri lygi.
Helsta afrek: Er að sjálfsögðu afskaplega
montinn af börnunum mínum.
Mestu vonbrigði: Þegar Ragnhildur
Steinunn kom tvisvar í sömu fötunum í
vinnuna í einum mánuði.
Hver er draumurinn? Bara að hafa
gaman af því sem ég er að gera hverju
sinni.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Jón Gnarr
og Táta Tromsö.
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þegar
Þórhallur reynir að fá mig út að reykja á
meðan við ræðum verkefni dagsins. Jafn-
smekklegt og að bjóða upp á launaviðtal
á útikamri.
Uppáhaldskvikmynd: Life Is Beautiful er
mögnuð en annars erfitt að nefna eina.
Uppáhaldsbók: Síðustu vikur hefur saga
Thelmu hrist rækilega upp í heilabúinu.
Hvað er mikilvægast? Að Jóhanna
Vilhjálms nái að klára sykurumfjöllun sína
á næstu áratugum. Það verður tæpt en
hefst vonandi.
HIN HLIÐIN SIGMAR GUÐMUNDSSON FRÉTTAMAÐUR
Highbury er fallegastur
THELMA OG GERÐUR Hafa báðar fundið fyrir jákvæð-
um viðbrögðum eftir að bókin kom út en Gerður
segir þær hafa rennt blint í sjóinn í upphafi.
HRÓSIÐ
... fær Silja Magg fyrir að hafa
náð ótrúlega langt sem ljósmynd-
ari þrátt fyrir ungan starfsaldur.
7.04.69