Fréttablaðið - 06.11.2005, Síða 80

Fréttablaðið - 06.11.2005, Síða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Hingað til hef ég aldrei tekið endanlega afstöðu í stjórn- málum. Snemma á lífsleiðinni ákvað ég að það kæmi mér betur að vera hlutlaus. Fyrir nokkrum dögum rann upp fyrir mér að þetta væri veikleikamerki og að ég yrði að þora að hafa skoðanir. ÉG var að hlusta á útvarpið í bíln- um á leiðinni heim til mín. Þar var viðtal við Vilhjálm og Gísla Martein um prófkjör sjálfstæðismanna. Ég hlustaði af athygli og ákvað í fram- haldinu að taka afstöðu. Þegar ég kom heim tilkynnti ég frúnni að ég ætlaði að skrá mig í Sjálfstæðis- flokkinn og kjósa í prófkjörinu. Í einfeldni minni hafði ég haldið að hún yrði bara ánægð með að ég hefði með þessu sýnt af mér kjark og þor, en í staðinn þurfti ég að svara fyrir þessa ákvörðun mína. HVERSVEGNA hafði ég ákveðið að gerast sjálfstæðismaður? Mér varð fátt um svör. Þetta var svo nýtilkomin ákvörðun og hafði komið mér gjörsamlega í opna skjöldu. Í örvæntingu minni reyndi ég að vitna í Davíð Oddsson en í miðri setningu áttaði ég mig á að þetta var brandari úr Spaugstofunni. Ég bölvaði Erni Árna í hljóði. Trúverðugleiki minn var á þessu andartaki jafn traust- ur og happdrætti á vegum Ástþórs Magnússonar. ÞAR sem ég lá uppi í rúmi þetta sama kvöld fór ég í huganum yfir þessa ákvörðun og bar hana lauslega saman við aðrar ákvarð- anir sem ég hafði tekið á lífsleið- inni. Hversu ígrundaðar höfðu þær verið? Það var eins og mig rámaði í að hafa haldið með litlum skjeggjuðum karli undir svipuð- um kringumstæðum fyrir nokkr- um mánuðum. Ég mundi samt ekki hversvegna ég hafði haldið með honum, fannst hann sennilega bara krúttlegur. ÉG sé núna að það kæmi mér ekki vel að skrá mig í stjórn- málaflokk að svo stöddu. Ég ætla bara að halda mig við Tottenham í ensku knattspyrnunni í bili. Ég þekki vel til þar og get hæglega réttlætt stuðning minn án frek- ari eftirmála. Ég sé einnig gildi þess að konan mín láti mig standa frammi fyrir ákvörðunum mín- um. Heimurinn er örugglega full- ur af spilltum stjórnmálamönnum sem komust til valda með atkvæð- um einhleypra karlmanna sem þurftu hvergi að útskýra afstöðu sína. Ég vil ekki hafa það á sam- viskunni. Ég ætla að bíða. Ákvarðanir VERNHARÐS ÞORLEIFSSONAR BAKÞANKAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.