Tíminn - 07.03.1976, Qupperneq 7
Sunnudagur 7. marz 1976.
TÍMINN
7
HELCARSPJALL
Gunnlaugur Finnsson, alþingismaður:
Er þörf á
nýskipan
kirkjumóla?
LÖG OG tilskipanir er varöa is-
lenzku þjóðkirkjuna eru mörg
hver oröin býsna gömul. Telja
má nær hálft hundrað konungs-
bréfa, blskipana og laga, sem
orðin eru yfir 60 ára, og margt
af þvi frá 18. og 19. öld.
Unnið er nú að endurskoðun á
kirkjulegri löggjöf af nefnd,
sem skipuð var af núverandi
dóms- og kirkjumálaráðherra.
Þjóðkirkjunni er markaður á-
kveðinn sess í stjórnarskrá Is-
lands. Skipulag hennar, starfs-
hættir og raunar fjárreiður eru
þvi ákveðnar að lögum.
Eðlilegt hlýtur að teljast, að
hver sú stofnun, sem ekki vill
daga uppi i sibreytilegu þjóðfé-
lagi, krefjist ákveðinnar virkni
að þvi er snertir lög og reglur.
Ekki verður með sanni sagt,
að Alþingi hafi verið iþyngt með
umfjöllun kirkjulegra málefna
á siðustu áratugum. Mér telst
svo til, að ef undan eru skildar
ákvarðanir varðandi endurreisn
Skálholtsstaðar, þá hafi á sið-
ustu þremur áratugum verið
sett fimm lög, þ.e. að meðaltali
ein lög á sex ára fresti.
Hér er um að ræða lög um
sóknargjöld 1948, kirkjubygg-
ingasjóð 1954, kirkjuþing og
kirkjuráð 1957, kirkjugarða 1963
og skipan prestakalla og
prófastdæma frá 1970. Hér er að
sjálfsögðu aðeins um þau mál
að ræða, sem Alþingi hefur af-
greitt, en oftar hafa mál verið
flutt þar án þess að þau yrðu út-
rædd.
Kirkjuþing var stofnað aðlög-
um frá 1957. Auk þess að fjalla
ym innri málefni- kirkjunnar,
hefur það þvi hlutverki að gegna
að vera ráðgefandi stofnun um
löggjafaratriði. Að sjálfsögðu
getur það átt frumkvæði að
breytingum.
Að þessu leyti er þvi markað-
ur svipaður sess og búnaðar-
þingi og fiskiþingi, enda þótt
þau siðamefndu starfi á sviði
atvinnulifsins.
Kirkjuþing er skipað fulltrú-
um leikra manna og lærðra . Það
starfar aðeins hálfan mánuð
annaðhvert ár. Þar hefur náðst
mjög góð samstaða milli full-
trúa sóknanna og presta um
ýms mikilvæg málefni.
Samróma álit þings þjóð-
kirkjunnar varðandi málefni
hennar hefur verið sent Alþingi,
en i ýmsum tilvikum hlotið lit-
inn hljómgrunn hjá alþingis-
mönnum til þessa.
Nú vill svo til, að fyrir Al-
þingi liggja þrjú mál, er varða
þjóðkirk juna:
1. Frv. til laga um sóknargjöld.
Hér er um að ræða stjórnar-
frumvarp, en beim sem sjá
um rekstur og viðhald kirkna,
þykir eigi nóg að gert, jafnvel
að isumum tilvikum sé sporið
stigið aftur á bak. Ósýnt er
um afdrif þess frumvarps.
2. Frv. um skipun sóknar-
nefnda og héraðsnefnda,
flutningsmaður séra Ingiberg
J. Hannesson. Hér mun vera
um endurskoðun að ræða á
lögum frá 1907. Mál þetta
verður að skoða i sérstökum
tengslum við þriðja málið,
sem hér verður nefnt.
3. Tillaga til þingsályktunar um
nefnd þingmanna til að
endurskoða iög um veitingu
prestakalla. Flutningsmenn
eru sjö þingmenn úr öllum
stjórnmálaflokkum.
Þegarmál þetta var flutt i lið-
inni viku, urðu um það miklar
umræður. Skoðanir manna voru
harlá skiptar, svo sem vitað
var. Raunar snerust umræður
ekki svo mjög um tillöguna
sjálfa, heldur hugmyndina, sem
Gunnlaugur Finnsson.
af andmælendum var talin búa
að baki.
Frumvarp til laga um veit-
ingu prestakalla voru flutt tvi-
vegis á árunum 1962—1964, og
aftur tvivegis á árunum
1972—1974 i nokkuð breyttri
mynd. Kirkjuþing var upphaf-
lega ekki einhuga i afstöðu sinni
til málsins, en samþykkti með-
mæli með frumvarpinu með
yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða strax i upphafi og loks
samhljóða 1974. Svipað má
segja um prestastefnu og hér-
aðsfundi prófastsdæmanna.
Eðlilegt er að Alþingi grand-
skoði og veiti eðlilegt aðhald um
útgjöld til þjóðkirkjunnar, svo
sem til annarra stofnana.
Hitt hlýtur að teljast óeðlilegt,
að Alþingi sitji til lengdar á ósk-
um jafn sjálfstæðrar stofnunar
og þjóðkirkjan á að vera, að þvi
er varðar skipulag og starfs-
háttu, sem ekki leiðir til kostn-
aðarauka.
Ekki er þvi að neita, að finna
má kosti við núverandi kerfi, en
ókostina tel ég vega þeim mun
þyngra, að það verði ekki undan
þvi vikizt að gera breytingar
hér á.
Ég tel þetta ekki lengur
spurningu um hvort það verður
gert, heldur hvenær.
En þá er spurningin þessi:
Hvert verður hið nýja form?
Þar kemur margt tii greina. Á
að stiga skrefið lengra en ráð er
fyrir gert i þvf frumvarpi, sem
siðast var lagt fram. Eiga
prestar sem embættismenn að
lúta sömu reglum og aðrir slik-
ir, að vera settir og siðan skip-
aðir i stöður ævilangt? Sóknar-
nefndir og biskup y rðu þá aðeins
umsa gnaraðilar.
A að kjósa þá óbeinum kosn-
ingum, svo sem áðurnefnt
frumvarp gerir ráð fyrir sem
möguleika?
Ef svo er, á þá aö ákveða lág-
markstölu manna i sóknar-
nefndum eða sóknarnefnd við-
komandi prestakalls: M.ö.o.
lágmarkstölu kjörmanna sem
stæði að ráðningu.
Á að heimila þeim að ráða eða
kalla prest til starfsins án aug-
lýsingar? Ein spurning enn.
Verður e.t.v. horfið frá ævi-
ráðningu opinberra starfs-
manna, og ráðning presta þá
látin fylgja þeim reglum, sem
gilda um aðra embættismenn.
Þessi mál verða vonandi
meira til umræðu á næstunni en
verið hefur að undanförnu.
Þetta helgarspjall mitt er
ekki áróðursgrein. Það er fyrst
ogfremst ritað til þess að hvetja
þá, sem það kunna að lesa, til
umhugsunar um málið, leita
svara við þeim spurningum,
sem fram eru settar.
VERKFALLS-
STYRKUR
Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavik-
ur hefur ákveðið að veita félögum styrk út
vinnudeilusjóði.
Styrkur verður veittur fjölskyldum með 3
börn eða fleiri undir 16 ára aldri, enda
hafi framfærandi ekki þegið laun i verk-
fallinu i febrúar.
Umsóknarfrestur er til 10. marz n.k. og þurfa
umsækjendur aö framvisa félagsskirteini og sjúkrasam-
lagsskirteini eða öðru óyggjandi vottorði um fjölskyldu-
stærð á skrifstofu félagsins að Hagamei 4.
Verzlunarmannafélag Reykjavikur.
Skóladagheimili d lofti Austur
bæjarskóla
1 ,_
m
ingsmanns, að skólastjóri,
slökkviliðsstjóri og borgarlæknir
teldu ekki annmarka á þvi að
nýta loftið á þennan hátt.
FJ-Reykjavik. Fræðsluráð
Reykjavikurborgar hefur sam-
þykkt áð kanna möguleikana á
þvi að skóladagheimili verði rek-
ið á lofti Austurbæjarskólans.
Það var Elin Pálmadóttir, sem
lagði fram tillögu um þetta efni,
og kom fram hjá henni, að á lofti
skólans er um 500 fermetra hús-
næði, sem mætti nýta fyrir skóla-
dagheimili i Austurbænum. Það
kom fram i greinargerð flutn-
AUGLYSIÐ
í TÍMANUM
Eigendur
FASTEIGNA OG SKIPA
athugið!
Höfum opnað fasteigna- og skipasölu
að Vesturgötu 16, undir nafninu
HÚNANAUST S/F
Vinsamlegast reynið viðskiptin
Lögmaður: Þorfinnur Egilsson hdl.
Sölumaður: Þorfinnur Júliusson
HÚNANAUST S/F
Vesturgötu 16, s. 21920 — 22628
Pétur Sigurðsson
forstjóri
Landhelgisgæziunnar
segir:
|,,Eg hef átt Trabant
bifreið frá 1967
og aðra frá 1974.
Að minu áliti er Trabant ein bezta
smábifreið, sem ég hef ekið."
Vorum að fá sendingu
af Trabant-bifreiðum
VERÐ KR.
525.000
TRABANT UMBOÐIÐ
Innifalið i verði:
Ryðvörn og frágangur
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg, simar 84510 og 84510