Tíminn - 07.03.1976, Qupperneq 14
14
TíMINN
Sunnudagur 7. marz 1976.
Endurskoðun vinnulög-
gjafarinnar er aðkallandi
Þing Norðurlandaráðs var haldið i Kaupmannahöfn fyrir skcmmstu. Það er okkur mikill stuðningur i
baráttunni um umráð eigin fiskveiðilögsögu, að forsætisnefndin á þinginu skyldi taka eindregna afstöðu
með málstað okkar. Myndin er af Norræna húsinu i Reykjavik og myndlistarverki sem við það stendur
og á að tákna samstöðu Norðuriandaþjóðanna. Timamynd Gunnar.
Vinnufriður
tryggður
Vafalitið fagna menn þvi yfir-
eitt, að samkomulag hefur náðst
hinum viðtæku kaupdeilum og
ið vinnufriður hefur verið
;ryggður á annað ár. Margir hafa
iagt hönd á plóginn til þess að ná
þessum árangri, en þó engir
meira en sáttasemjari og sátta-
lefndin, sem rikisstjórnin skipaði
rionum til aðstoðar. Með skipan
sáttanefndarinnar átti rikis-
stjórnin góðan þátt i þvi sam-
Komulagi, sem nú hefur náðst.
Aður hafði hún lagt grundvöll að
lausn sjómannadeilunnar með
viðtækum lagabreytingum á
sjóðakerfinu. Þá studdi hún einn-
ig að lausn hinnar almennu kaup-
deilu með jákvæðri afstöðu til lif-
eyrissjóðsmálsins og húsnæðis-
málsins. Rikisstjórnin hefur
þannig átt stóran og góðan þátt i
lausn kaupdeilunnar.
Þann vinnufrið, sem nú hefur
verið tryggður, þarf að nota vel.
Ef vel ætti að vera, þyrfti að taka
allt efnahagskerfið til rækilegrar
endurskoðunar, og vinna að lag-
l'æringum á þvi. Areiðanlega er
pað ósk almennings, að rikis-
stjórnin hafi hér myndarlega for-
ustu, likt og hún gerði beint og
óbeint i sambandi við lausn kaup-
deilunnar og vikið er að hér á
undan.
Byrði atvinnu-
fyrirtækjanna
Það er áreiðanlega öllum ljóst,
að hinir nýju kjarasamningar
leggja þunga byrði á atvinnufyr-
irtækin. Hjá þvi verður ekki kom-
izt, að kauphækkunin fari meira
eða minna út i verðlagið. Það
mun þvi verða veruleg verðbólga
hérlendis á þessu ári, en vonir
standa þó til, að hún verði nokkru
minni en á siðastl. ári, og þannig
verði byrjað á þvi, að feta sig
niður verðbólgustigann. Það mun
að sjálfsögðu ráða miklu um
framvinduna nú eins og endra-
nær, hver þróun viðskiptakjar-
anna verður. Vonir standa til
þess. að þau fari heldur batnandi,
og þvi verði komizt hjá erfiðum
aögerðum, sem oft hafa fylgt i
kjölfar kjarasamninga, sem hafa
haft miklar hækkanir i för með
sér.
Vaxtalækkun sú, sem rikis-
stjórnin hefur gefið fyrirheit um,
ætti að geta bætt að nokkru að-
stöðu þeirra atvinnufyrirtækja,
sem mest þurfa á lánsfé að halda.
Einnig er óhjákvæmilegt, að at-
vinnufyrirtækin fái aúkið rekstr-
arfé i samræmi við hina nýju
kjarasamninga.
Endurskoðun
vinnulög-
gjafarinnar
Þótt farsælt sáttastarf á vegum
rikisvaldsins ætti góðan þátt i þvi,
að verkföllin stæðu ekki lengur,
eru þau eigi að siður visbending
um, að þörf er mikilla umbóta á
tilhögun vinnulöggjafarinnar.
Sáttastarfið þarf að byrja miklu
fyrr. Raunverulega fóru aðilar
vinnumarkaðarins ekki að talast
við i alvöru fyrr en eftir að verk-
fallið hófst, og sennilega hefði
þetta dregizt enn lengur,ef miðl-
unartillaga sáttanefndarinnar
hefði ekki komið til sögunnar.
Það er orðið óhjákvæmilegt að
taka til rækilegrar endurskoðun-
ar öll þau atriði vinnulöggjafar-
innar, sem eiga að tryggja það,
að sættir séu reyndar til hins ýtr-
asta áður en til verkfalls kemur.
Þaö á að sjálfsögðu að vera verk-
efni aðila vinnumarkaðarins að
koma sér saman um breytingar i
þessum efnum, en takist þeim
það ekki, verður löggjafinn að
skerast i leikinn.
Jafnhliða þessu verður að leita
að leiöum til að koma i veg fyrir
tið verkföll smáhópanna. Það er
mikill kostur við kjarasamning-
ana nú , að þeir eru mjög viðtæk-
ir. Forustumenn verkalýðssam-
takanna hafa bersýnilega góðan
skilning á að verkalýðshreyfingin
standi að samningum sem ein
heild. Þess vegna þarf að leita að
leiðum i samstarfi við þá til að
koma i veg fyrir skæruhernað
smáhópanna, sem oft á tiðum er
ekki sizt skaðlegur fyrir verka-
lýðshreyfinguna og áhrif hennar.
Þetta mál ætti þvi að mega leysa i
góðu samstarfi við leiðtoga henn-
ar.
Tillaga Jóns
Ármanns
Það er svo sérstakt vandamál
bændasamtakanna og verkalýðs-
hreyfingarinnar, að finna leiðir til
lausnar á þvi vandamáli, að verk-
föll valdi ekki bændum meira
tjóni en öðrum stéttum á þann
hátt, aö þeir þurfi að hella niður
mjólk i stórum stil, eins og nú átti
sér stað. t ályktun, sem búnaðar-
þing hefur gert um þetta mál, er
lagt fyrir stjórn Búnaðarfélags
tslands, að beita sér fyrir viðræð-
um við verkalýðssamtökin um
þetta efni. Hér er vissulega stigið
spor i rétta átt.
Það ætti að vera góðs viti um
lausn þessa máls, að einn af þing-
mönnum Alþýðuflokksins, Jón
Ármann Héðinsson, hefur lagt
fram i efri deild frumvarp um að
bjarga mjólk frá eyðileggingu. t
frumvarpinu er lagt til, að for-
stöðumanni mjólkurbús sé
heimilt að láta vinna mjólkina i
smjör, ost og undanrennu, þrátt
fyrir verkfall, og varði þungum
sektum að hindra það. 1 greinar-
gerð Jóns fyrir tillögunni segir
m.a., að mjólkin hafi frá önd-
verðu bjargað þúsundum manna
frá hungri og dauða, og þvi gangi
það „glæpi næst að standa þannig
að kjarabaráttu, að mjólk sé hellt
niður að óþörfu”.
Bezt væri, ef hægt væri að ná
um þessi mál friðsamlegu sam-
komulagi milli bænda og verka-
lýðssamtakanna. Annars kæmi
leið Jóns Armanns mjög til at-
hugunar.
Yfirlýsing Norður-
landaráðs
Það er Islendingum tvimæla-
laust mikill stuðningur i land-
helgisdeilunni við Breta, að for-
sætisnefndin á þingi Norður-
landaráðs skyldi taka jafn ein-
dregna afstöðu með islenzka mál-
staðnum og raun varð á. Fyrir-
fram áttu Islendingar ekki von á
slikri yfirlýsingu, þar sem venja
er, að Norðurlandaráð taki ekki
afstöðu til umdeildra millirikja-
mála. Það var hins vegar vitað,
að margir fulltrúanna á þinginu,
voru hlynntir málstað tslendinga,
en eigi að siöur kom á óvart, að
yfirlýsing forsætisnefndarinnar
skyldi njóta stuðnings allra full-
trúanna, nema tveggja danskra
ihaldsmanna. Þetta kom á óvart
sökum þess, að vitað er um nor-
ræna stjórnmálamenn, sem eru
fylgjandi annarri stefnu i hafrétt-
armálum en tslendingar.
Þessi eindregni stuðningur,
sem málstaður tslpnds hlaut á
þingi Norðurlandaráðs, stafar
vafalaust mest af þvi, að fulltrú-
um hefur verið ljós hin algera
sérstaða tslendinga. Engin þjóð
er meira háð fiskveiöum. tslend-
ingar verja fiskimiö sin ekki af
neinni meinbægni við aðra heldur
af lifsnauðsyn.
Kynningin
Sá aukni skilningur, sem mál-
staður tslands nýtur nú hvar-
vetna, er ekki sizt árangur af
margháttaðri kynningu, sem
utanrikisráðherra hefur haft for-
ustu um. Þá hefur þátttaka okkar
i Atlantshafsbandalaginu haft
verulega þýðingu i þessum
efnum, m.a. vegna þess, að
erlendir fréttamenn hafa velt þvi
fyrir sér, hvort þorskastriðið
kynni að leiða til breytinga á
utanrikisstefnu tslands.
Fyrir tslendinga er það mikil-
vægt að þeir eiga vaxandi skiln-
ingi að mæta, svo að segja hvar-
vetna. t engri fyrri landhelgis-
deilu hafa þeir notið jafn al-
mennrar samúðar. Samúðin ein
tryggir að visu ekki skyndisigur,
en hún styrkir menn I baráttunni
og eykur sigurvilja og sigurtrú.
Areiðanlega fer hún heldur ekki
fram hjá Bretum, og mun stuðla
að þvi, að þeir láta undan og gef-
ast upp, þrátt fyrir .allan sinn
þráa.
Hinn siðferðilegi stuðningur,
sem þing Norðurlandaráðs hefur
veitt tslendingum, mun verða
þeim mikil hvatning um að halda
baráttunni áfram þar til sigur
vinnst.
Ummæli Jóns
Skaftasonar
Rétt er að vekja sérstaka at-
hygli á eftirfarandi kafla úr ræðu
Jóns Skaftasonar á fundi Norður-
landaráðs:
„Ástandið á tslandsmiðum fer
nú dagversnandi og hvenær sem
er geta mannslif tapazt.
Brezkir togarar ösla um á al-
friðuðum svæöum, á hrygningar-
og uppeldisstöðvum, og róta upp
smáfiski, sem þeir svo moka i
milljónavis dauðum i sjóinn.
Ásiglingar brezkra herskipa og
dráttarbáta á hin litlu varðskip
okkar verða æ alvarlegri. Þeir
leitast við að laska þau og hindra
þannig i gæzlustörfum. En
hvenærsem er getur þetta leitt til
þess að þau farist og mannslif
tapist.
Almenningur á tslandi fylgist
með þessum ójafna leik og and-
úðin á brezkum stjórnvöldum fer
dagvaxandi. Enginn mannlegur
máttur getur komið veg fyrir, aö
ofbeldi Breta i okkar garð hafi sin
áhrif á stefnu íslands i utanrikis-
málum. A tslandi telja nú æ fleiri,
að haldi Bretar uppteknum hætti,
sprengi þeir tsland út úr NATO og
fleira muni fylgja á eftir. Þetta er
staðreynd, sem ég vil benda
ykkur á, kæru félagar, og á hana
legg ég áherzlu''
Mikilvægt mól
Eitthvert merkasta málið, sem
nú liggur fyrir Alþingi, er stjórn-
arfrumvarpið um rannsóknarlög-
reglu rikisins. Tildrög þess eru
þau, að haustið 1972 skipaði Ólaf-
ur Jóhannesson dómsmálaráð-
herra fjóra lögfræðinga i nefnd,
sem skyldi athuga hvernig hraða
mætti afgreiðslu dómsmála i
héraði. Áðurnefnt frumvarp er
samið af þessari nefnd. Aöalefni
þess er, að komið verði á fót sér-
stakri stofnun, rannsóknarlög-
reglu rikisins. Yfirmaður þessar-
ar stofnunar nefnist rannsóknar-
lögreglustjóri, sem þykir heppi-
legra orð en rannsóknarstjóri.
Ljóst er, að embætti rannsóknar-
lögreglustjóra rikisins verður
mjög þýðingarmikið. Þykir þvi
eðlilegt, að það heyri beint undir
dómsmálaráðherra, enda þarf
rannsóknarlögreglustjóri að hafa
jafna aðstöðu gagnvart öllum lög-
reglustjórum á landinu stöðu
sinnar vegna. Hann verður að
sjálfsögðu að hlita fyrirmælum
rikissaksóknara lögum sam-
kvæmt eins og aðrir lögreglu-
stjórar.
Breytt tilhögun
Stofnun rannsóknarlögreglu
rikisins hefur þá breytingu m.a. i
för með sér, að yfirsakadómarinn
i Reykjavik verður ekki lengur
yfirmaður rannsóknarlögregl-
unnar i Reykjavik, svo sem nú
er. Er þar með stigið spor i þá átt
að aðskilja dómsvald i opinber-
um málum og lögreglustjórn, þó
að ekki þyki fært að stiga það
skref til fulls. Tæplega verður um
það deilt, að rétt sé að fylgja for-
dæmi annarra þjóða um slikan
aðskilnað.
Frumvarpið gerir ráð fyrir, að
starfandi verði sérstök rannsókn-
arlögregludeild við lögreglu-
stjóraembættið i Reykjavik, er
rannsaki til fullnustu vissa flokka
brotamála, þar á meðal brot á
umferðarlögum, sem er einn um-
fangsmesti málaflokkurinn
a.m.k. að þvi er málafjölda
varðar. Þegar er starfandi sér-
stök umferðardeild hjá lögreglu-
stjóraembættinu i Reykjavik. Má
ljóst vera, að það verður kostnað-
arminna fyrir rikissjóð og veru-
legt hagræði fyrir almenning, að
slik brot séu rannsökuð til fulln-
ustu á sama stað i stað þess sem
nú er, að frumrannsókn fer fram
hjá lögreglustjóraembættinu,
sem siðan sendir málin til rann-
sóknarlögreglu til áframhaldandi
rannsóknar.
Réttarfarið styrkt
Rannsóknarlögreglu rikisins er
aftur á móti ætlað að rannsaka
meiri háttar afbrot, svo sem brot
á hegningarlögum. Ætlazt er til,
að hún hafi á að skipa hinum hæf-
ustu mönnum, sem völ er á, sér-
fróðum á ýmsum sviðum rann-
sókna. Ekki er sizt nauðsynlegt,
að þar séu menfi sérfróðir um
bókhaldsrannsókn, en rannsókn
mála dregst oft úr hófi fram, þeg-
ar bókhaldsrannsókn þarf að
framkvæma. Rannsóknarlög-
reglustjóri á að geta sent sérfræð-
inga sina til aðstoðar lögreglu-
stjórum hvar sem er á landinu,
þegar þörf krefur. Einnig er eðli-
legt, að rannsóknarJögregla rikis-
ins hafi með höndum rannsóknir i
þeim málum, sem spanna yfir
mörg lögsagnarumdæmi, svo
sem oft er t.d. i smyglmálum.
I greinargerð frumvarpsins er
bent á, að þessi nýskipan mála
kunni að hafa nokkurn aukinn
kostnað i för með sér, enda þótt
jafnframt yrði komið á ýmsum
skipulagsbreytingum, sem gætu
leitt til sparnaðar. Enginn mun þó
telja slikan kostnaðarauka eftir.
Aðalatriðið er að styrkja réttar-
farið og tvímælalaust verður stig-
ið stórt spor i þá átt með þeirri
nýskipan, sem hér er fyrirhuguð
— Þ.Þ.