Tíminn - 07.03.1976, Blaðsíða 25
Sunnudagur 7. marz 1976.
TÍMINN
25
• •
HUOMPLOTUDOMAR
NÚ-TÍMANS
★ ★ ★ ★ ★ +
Countryttínlistin hefur eignazt
nýjan fulltrúa, sem nú er aðal-
lega I þvi þessa dagana að færa
harðsnúna rokkflytjendur skrefi
nær Countrytónlist. Bandariska
söngkonan EmmyLou Harris er
nú loksins að öðlast frægð eftir
margra ára baráttu fyrir viður-
kenningu. Hún vakti fyrst at-
hygli er hún söng með Gram
Parsons á fyrstu sóltíplötu hans
GP (1973), og svo verulega at-
hygli gagnrýnenda er hún söng
með Parsons á seinni plötu
hans.Grievious Angel (1974). Sú
plata kom út nokkrum mánuð-
um eftir dauða Parsons og
ákvað plötufyrirtækið að aug-
lýsa EKKI plötuna, til þess að
græða ekki á dauða Parsons, —
þar með rann fyrsta tækifæri
EmmyLou til frægðar út í sand-
inn.
Siðan fréttist ekkert af
EmmyLou i eitt og hálft ár, eða
þar til hún gaf út sina fyrstu
sóltíplötu siðast liðið sumar
„Pieces Of The Sky” — og viti
menn! Platan varð blaðamatur
tónlistarblaða um heim allan og
brezkir gagnrýnendur kusu
hana Countryplötu ársins 1975.
Þvi verður ekki neitað, að
Pieces Of The Sky er meistara-
verk og átti skilið allt það lof,
sem hún hlaut, enda ein vandað-
asta og tónlistarlega fullkomn-
asta plata sinnar tegundar.
Meðal þeirra sem heilluðust af
plötunni var Bob Dylan, og það
varð úr að hann fékk EmmyLou
til liðs við sig. Hún fer meþ stórt
hlutverk á Dylan plötunni
„Desire” og á sinn þátt i stór-
fengleik þeirrar plötu. Látum
þetta þá nægja í bili um fortið-
ina. (Grein um EmmyLou er i
uppsiglingu), og snúum okkur
að nútiðinni og nýju plötunni
Elite Hotel.
A Elite Hotel blandar Emmy-
Lou saman gömlum og nýjum
country og country-rokk lögum,
plús einu Bitlalagi. öll lögin
eiga það sameiginlegt að vera i
eðli slnu góð, en I meðförum
EmmyLou eru þau ekki lengur
góð, heldur stórkostleg eða frá-
bær. Tökum t.d. lag Buck
Owens, „Together Again”, sem
EmmyLou syngur af mikilli
innlifun og fágun, þannig að
maður fær álit á Buck Owens
sem lagasmið (eins og það er nú
annars fráleitt), eða þá hið gull-
fallega lag Don Gibsons, „Sweet
Dreams”, sem neglir mann
fastan við sætið og maður gerir
sér grein fyrir hvað countrytón-
listin býr oft á tiðum yfir mikilli
fegurð. EmmyLou gerir meira
en að hitta mann beint I hjarta-
stað — hún sýnir lika mikið hug-
EmmyLou Harris, banda-
rlska countrysöngkonan,
hefur verið nefnd drottning
countrytóniistarinnar, en á
sl. ári voru flestir hljóm-
plötugagnrýnendur sam-
mála um, að plata hennar
„Pieces Of The Sky” væri
bezta countryplata ársins.
EmmyLou hefur nú kveðið
sér hljtíðs á ný — og hvar-
vetna hlýtur platan lofsam-
lega dtíma, m.a. hér i
Nú-timanum,eins og sjá má.
rekki með þvi að flytja tvö Bur-
ritolög og eitt Bitlalag.
Af fyrstu plötu The Flying
Burrito Brothers, The Gilded
Palace og Sin (Mesta meistara-
verki countryrokksins), flytur
hún lögin „Sin City” og
„Wheels”, bæði eftir Gram Par-
sons og Chris Hillman. Emmy-
Lou slær að visu ekki út Burrito
i lögunum, enda ekki hægt að
ætlast til þess af henni né nokkr-
um öðrum. Hún flytur þau eins
vel og hægt er (að þeim undan-
skildum), enda held ég að engin
manneskja hafi skilið, né skilji,
Gram Parsons og tónlist hans.
Bítlalagið er „Here, There
And Ewerywhere” af Revolver,
og finnst mér EmmyLou taka
Bítlana i smá kennslustund i
hvernig rólegt ástarlag verður
há rómantlskt, — enda flutt hér
af mikilli innlifun.
Þannig væri hægt að halda
áfram nærri endalaust, þvl að
öll lögin eru frábær, og vel það.
Það er ekkert á Elite Hotel, sem
ekki er fullkomlega úthugsað,
hvert smáatriði gengur full-
komlega upp. Það er að visu eitt
atriði sem finna mætti að, hún
flytur lagið „Jambalaya” (að
vísu „live” ásamt tveim öðrum
lögum), og er það flutt á óað-
fi.nnanlegan en hefðbundinn
hátt.
Allur hljóðfæraleikur er I al-
gerum sérflokki, enda
ekki neinir viðvaningar þar á
ferðinni. Uppistaðan eru menn
úr hennar eigin hljómsveit, The
Hot Band, og má þar nefna git-
arsnillinginn James Gurton,
Glen D. Hardin pianó, Jaon
Ware trommur, Emoiy Gordy
bassi, Hank Divito stál gltar, og
ýmsa vini eins og Bernie
Leadon, Byron Berline, Lindu
Ronstadt og Herb Pedersen.
Hljóðfæraleikur þessara
kappa er eins og áður sagði I al-
gerum sérflokki, og er það helj-
ar stúdia, hvernig þeir flétta
leik sinn saman og skjóta inn
stuttum sólóum með hinum
ýmsu hljóðfærum á hárréttu
augnabliki, eða þegar þeirra er
sizt von.
Að lokum vil ég segja það, að
ég held að það sé á móti öllum
náttúrunnar lögmálum að
kunna ekki að meta Elite Hotel.
Ef Desire er rokkplata ársins,
þá er Elite Hotel countryplata
ársins og ef Desire er j'afnfrámt
bezta plata ársins, er eiúu
ósanngjarnt að Elite Hotel sé sú
næstbezta. Þetta eru stór orð i
byrjun árs, en einhvern veginn
hef ég það á tilfinningunni, að
þessar tvær plötur séu hápunkt-
urinn á þessu ári — G.G.
r 11
stærdum GLUGGAR
GLUGGA- OG HURÐAÞÉTTINGAR
mecí innfræstum ÞÉTTILISTUM
GUNNLAUGUR MAGNÚSSON (Dag- og kvöldsimi).
húsasmidam. SIMI 165 59
Bifvélavirkjar
Óskum að
ráða bifvélavirkja
TEKKNESKA
BIFREIÐAUMBOÐID
Á ÍSLANDI H.F.
AUÐBREKKU 44-6 SIMI 42600 KÓPAVOGI
i
Norrænir
iðnfræðslustyrkir
Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs
og Svlþjóðar munu á þessu ári veita nokkra styrki
handa tslendingum til náms við iðnfræðslustofnanir i
þessum löndum.
Er stofnað til styrkveitinga þessara á grundvelli
ályktunar Norðurlandaráðs frá 1968 um ráðstafanir til
að gera islenzkum ungmennum kleift að afla sér sér-
hæfðrar starfsmenntunar á Norðurlöndum. Styrkirnir
eru einkum ætlaðir
1. þeim, sem lokið hafa iðnskólaprófi eða hliðstæðri
starfsmenntun á tslandi, en óska að stunda fram-
haldsnám I grein sinni,
2. þeim, sem hafa hug á aö búa sig undir kennslu I iðn-
sktílum, eða iðnskólakennurum, sem leita vilja sér
framhaldsmenntunar, og
3. þeim.sem öska að leggja stund á iðngreinar, sem
ekki eru kenndar á íslandi.
Varðandi fyrsta flokkinn hér að framan skal tekið
fram, að bæði koma til greina nokkurra mánaða
námskeið og lengra framhaldsnám fyrir þá, er lokið
hafa sveinsprófi eða stundað sérhæfð störf i verk-
smiðjuiðnaði, svo og nam við listiðnaðarskóla og hlið-
stæðar fræðslustofnanir, hins vegar ekki tæknifræði-
nám. Hugsanlegt er, að i Finnlandi yrði styrkur veittur
til náms i húsagerðarlist, ef ekki bærust umsóknir til
náms á þeim sviðum, er að framan greinir.
Styrkir þeir, sem I boði eru, nema I Danmörku 10.000
d.kr., i Noregi 8.100 n. kr., i Sviþjóð 6.000 s.kr. og i
Finnlandi 6.000 mörkum, og er þá miðað við styrk til
heils skólaárs. Sé styrkur veittur til skemmri tima.
breytist styrkfjárhæðin I hlutfalli við timalengdina. Til
náms i Danmörku eru boðnir fram fjórir fullir styrkir,
þrir I Finnlandi, fimm i Noregi og jafnmargir i
Sviþjóð.
Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til
menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik,
fyrir 10. april n.k. I umsókn skal m.a. skýrt frá náms-
og starfsferli og tekið fram, hvers konar nám umsækj-
andi hyggst stunda, hversu lengi og viö hvaða náms-
stofnanir. Fylgja skulu staðfest afrit prófskirteina og
meðmæli. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.