Tíminn - 07.03.1976, Side 27
Skipatjórinn »U Áma heljarhögg fyrir brjóstið.
neitt til að hjálpa við
matreiðsluna, eins og á
seglskútunni. Henni leizt
ekki á eldhúsið, sem
lyktaði af óþrifnaði og
henni geðjaðist ekki
heldur að matreiðslu-
manninum, sem var frá
Mexiko og mjög skugga-
legur i útliti. Hitinn var
óþolandi, og þeim syst-
kinunum fannst hver
dagur lengi að liða, og
þau söknuðu daganna i
Las Palmas. Vic var
þeim þó til mikillar
gleði. Þau voru alltaf
hrifnari og hrifnari af
honum. Þess vegna varð
þeim báðum mjög mikið
um, er skipstjórinn, sem
þann dag var i vonzku-
kasti, gekk að Vic og
sparkaði i hann, svo að
hann kútveltist ýlfrandi
eftir þilfarinu. Árni
kreppti hnefana og óð
beint framan að skip-
stjóranum og spurði,
hvort hann skammaðist
sin ekki fyrir að niðast
svona á varnarlausu
dýri. Svarið, sem hann
fékk, var heljarhögg i
brjóstið, svo að hann
hneig niður meðvitundar
laus út við borðstokkinn.
Berit fleygði sér niður
hjá Áma háhljóðandi.
Stýrimaðurinn kom með
vatn i glasi, en Vic
sleikti Árna i framan.
Eftir dálitla stund rakn-
aði Árni aftur við. Hann
hafði ekki meiðzt alvar-
lega, en i nokkra daga á
eftir var hann slæmur
fyrir hjarta og órór.
Hver dagurinn varð þvi
enn leiðari en sá fyrri.
Gufuskipið Rosario gekk
lika mjög illa. Varla
meira en 8 milur á
klukkustund, þótt gott
væri i sjóinn. Þótt ekkert
yrði að, tók það þvi
alltaf 10 til 12 daga að
fara frá Las Palmas til
Matadi við mynni
Kongófljóts. En ferðin
sú fór nú heldur fram úr
þeirri áætlun.
Einn morguninn,
þegar Árni kom upp á
þilfar, sá hann, að sjór-
inn hafði tekið litaskipt-
um. Áður hafði hafið
verið dimmblátt og tært,
en nú var á yfirborði
þess fyrst gulleitur blær,
og siðar varð það grugg-
ugt eins og leysingar-
vatn á vori. Árni spurði
stýrimanninn af hverju
þessi litur væri á hafinu.
Hann sagði, að það væri
framburði Kongofljóts-
ins að kenna, en það
bæri með sér feiknin öll
af leir og mold út i hafið.
Hann sagði lika, að
vatnsmagn Kongofljóts-
ins gengi næst vatns-
magni Amasonsfljóts-
ins. Flytur. Kongofljótið
75-80 þúsund smálestir
(teningsmetr a
rúmm) út i hafið á
hverri sekúndu. (Til
samanburðar má geta
þess, að Missisippi flyt-
ur fram 34 þúsund
smálestir á hverri
sekúndu, Dóná 5200, Rin
2100, Glommen i Noregi
600 og Þjórsá um 500
teningsmetra). Þegar
Kongofljótið flæðir yfir
bakka sina, þá tætir það
sundur jarðveginn og
hann blandast vatninu.
Af þessu fær hafið þenn-
an brúnleita blæ, og lit-
arbreytingin sést meir
en 400 km frá ármynn-
inu.
„En það er riú ekki
aðeins leir og mold, sem
Kongo ber með sér út i
hafið”, bætti stýrimað-
urinn við. „Feikn af
trjáviði frá skógum
Mið-Afriku flýtur á bár-
um fljótsins og öll skip,
sem nálgast ósa Kongo-
fljóts, mega gæta sin vel
að rekast ekki á
trjástofnana, sem mara
i hálfu kafi á siglinga-
leiðum”.
Um þetta var ekkert
hugsað á Rosario, og þvi
fór svo, að morguninn
eftir skall stór trjástofn i
skrúfu skipsins og mölv-
aði tvö skrúfublöðin.
Skipið hafði verið gang-
litið áður, en nú keyrði
þó um þverbak. Skipið
vann ekki á móti
straumnum og rak nú
undan stjórnlaust til
hafs. En þá rann strax
af skipstjóranum. Sýndi
hann nú hinn mesta
dugnað og kom upp
bráðabirgða seglbúnaði
og komst svo nærri landi
á seglunum, að dráttar-
bátur Var sendur frá
Matadi til að draga skip-
ið til hafnar.
Þetta óhapp hafði þó
seinkað ferðinni um þrjá
sólarhringa, og það
fyrsta, sem þau systkin-
in fréttu, er þau komu
upp á bryggjuna i
Matadi, var, að skipið,
sem þau ætluðu með til
Ameriku, hefði lagt úr
höfn daginn áður. Eng-
inn gat sagt þeim,
hvenær næst félli skips-
ferð þaðan yfir Atlants-
hafið.
Systkinunum brá
mjög i brún, er þau
fréttu þetta. Nú var
kominn miður mai.
Það var liðinn meira en
mánuður, siðan þau
lögðu upp i þessa ferð,
og enn voru þau álika
langt frá Hawaii, og þá
er þau voru heima i Nor-
egi. Hitinn var óþolandi,
þótt ekki væri komið
lengra en þetta fram á
sumarið, enda er litill
munur árstiða þarna
rétt við miðbaug. Ekki
kom til mála að halda
áfram með Rosario.
Þeim hafði alltaf leiðzt
og liðið illa eftir að þau
komu þar á skipsfjöl.
Berit var hálflasin. Hún
þoldi ekki fæðið á skip-
inu, og skipstjórinn leit
Árna aldrei réttu auga,
eftir að hann hafði leyft
sér að standa uppi i hár-
inu á honum, þótt hann
léti hann hlutlausan.
Yfirleitt hafði hann
aldrei talaö við þau
systkinin, eftir að hann
barði Árna, en þó
fremur ávarpað Berit.
Það var þvi hún, sem
herti upp hugann og fór
til skipstjórans og spurði
hann, hvað nú væri til
ráða, þegar skipið væri
farið, sem þau hefðu
ætlað að fara með. Hann
svaraði stuttur i spuna,
að það kæmi sér ekkert
við. Hann hefði komið
þeim áleiðis til Matadi,
og þar með hefði hann
uppfyllt sinn hluta af
samningnum. Þau
Framhald
Halogen-ljós
fyrir J-perur -
ótrúlega mikiö
Ijósmagn
PERUR í ÚRVALI
NOTIÐ
ÞOBESTA
H
F
Skipholti 35 • Símar:
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa
13LOSSI
Sunnudagur 7. m'arz 1976.
ar, sætar kökur. Allt var
svo likt og á hátiðlegum
stundum heima i Nor-
egi. En gleðin náði þó
hámarki, er frú Roncali
kom með einn af sinum
fallegu, vitru hundum og
sagðist ætla að gefa
Berit hann að skilnaði.
Berit réð sér ekki af
gleði og sagðist aldrei á
ævi sinni hafa séð svona
fallegan hund og með
jafn gáfuleg augu. Hún
sagðist ætla að kalla
hann Vic, til minningar
um leikbróður sinn
heima i Noregi, sem
. hafði dáið ungur.
Rétt áður en skipið
Rossario skyldi leggja
úr höfn, fylgdu hjónin
þeim Áma, Berit og Vic
hátiðlega á skipsfjöl.
Skilnaðarstundin var
sorgblandin. Systkinin
söknuðu þessara góðu
gömlu hjóna, og Signor
Roncali og kona hans
voru mjög áhyggjufull
yfir hinni löngu ferð,
sem lá fyrir vinum
þeirra, og þau söknuðu
þeirra mjög. Ef þau hjón
hefðu haft nokkurn grun
um alla þá erfiðleika og
allar þær hættur, sem á
vegi þeirra urðu i þess-
ari löngu og ævintýra-
riku för, þá hefðu þau
aldrei sleppt þeim út úr
sinu húsi.
3.
Gufuskipið Rosario
var ekki að neinu leyti
likt Titanic. Þetta var
gamalt vöruflutninga-
skip, sem flutti járn-
brautarteina frá Balti-
more i Bandarikjunum
til Matadi við mynni
Kongofljóts. Skipið hafði
komið við i Las Palmas,
til að fá gert við
sprungna gufuleiðslu,
sem þeir gátu ekki gert
við úti á opnu hafi.
Vistin á skipinu var
ekki að neinu leyti
ánægjuleg. Skipstjórinn
var reyndar myndar-
maður i sjón, en hann
var oft drukkinn og leit
illa eftir öllum hlutum á
skipinu. Þegar rann af
skipstjóranum, var
hann oft i mjög illu skapi
og fékk heiftarleg
vonzkuköst og var þá oft
beinlinis hættulegt að
vera nærri hinu þung-
henta heljarmenni.
Áhöfnin á skipinu var
marglit og frá mörgum
þjóðlöndum. Þar var
margt af svertingjum.
Oft voru áflog og
barsmiðar hjá hásetum.
Árni og Berit höfðu klefa
i skipinu nálægt klefum
skipstjóra, stýrimanns
og fyrsta vélstjóra. Mat-
urinn var mjög vondur
og illa fram reiddur.
Ekki langaði þó Berit