Tíminn - 26.03.1976, Qupperneq 3

Tíminn - 26.03.1976, Qupperneq 3
Föstudagur 26. marz 1976 TÍMINN 3 Fengsæl hörpudiskmið fundin í Húnaflóa Mó- Reykjavik — Eitt sam- felldasta skelfisksvæðið. sem nú er þekkt hér við land er i Húna- flda við Skagann vestanverðan. bar er mikill hörpudiskur á 12 milna svæði allt innan frá Blönduósi eða skammt þar fyrir norðan og út á móts við Króks- bjarg. Rannsóknaskipið Dröfn var þar við rannsóknir nýlega og fengust þar 550 kg af hörpudiski i 15 minútna togi. 1 þorpunum við Húnaflóa er nú verið að kanna möguleika á að hefja hörpudisk- vinnslu, og er vonast til að slik vinnsla geti bætt atvinnuástand i þorpunum verulega. Hrafnkell Eriksson fiski- fræðingur sem var leiðangurs- stjóri á Dröfn, sagði i viðtali við blaðamann Timans að þessi mið væru miklu meiri en þeir hefðu búizt við og þar mætti örugglega taka mikinn afla án þess að um hættu á ofveiði væri að ræða. Hugmyndir hafa verið uppi um að Húnaflóasvæðið þyldi um 500 lesta ársafla, en eftir þennan leiðangur taldi Hrafnkell ekki óliklegt að það magn mætti tvö- falda og jafnvel meir, þó á þessu stigi væri ekki hægt að fullyrða um slikt. Auk miðanna við Skagann fannst allmikið magn af hörpu- diski viðar um Húnafóa. Þar á meðal nokkurný mið. T.d. fannst hörpudiskur beggja vegna við Vatnsnes. A móts við Valdalæk fengust 100 kg. af Hörpudiski i 15 minútna togi og 150 kg. fengust á sama togtima norðan við Skarðs- vita. Þá voru miðin á vestanverðum Flóanum einnig könnuð, og á Ófeigsfirði fengust 100 kg. i 15 min. togi og svipað aflamagn fékkst á Steingrimsfirði. Einnig fékkst falleg skel út af Bjarnar- firði en þar fengust ekki nema 75 kg. í 15 min togi. Svæðið i Reykja- fjarðarál var ekki kannað, en reiknað er með að þar sé ástand einnig allgott. Jón Kristinsson sveitarstjóri á Hólmavik sagði i viðtali við blaðamann Timans i gær, að Hólmvikingar væru nú að kanna hvort ekki væri hægt að hefja skelfiskvinnslu á nýjan leik. Þar hefur slík vinnsla legið niðri um nokkurra ára skeið, enda verðlag á fiskinum mjög lágt. Hins vegar telja margir að verðlag á skel- fiski sé nú stigandi og þvi ástæða að hefja vinnslu. Jón sagði að ávallt væri at- vinnulif mjög dauft á Hólmavik frá þvi að rækjuveiðum lyki og þar til handfæraveiðar hæfust um eða eftir miðjan júni. 1 ár lýkur rækjuvertiðinni nú i vikulokin og væri þvi mjög gott ef hægt væri að vinna skelfisk þennan tima. Jón Jónsson stjórnarformaður rækjuvinnslunnar á Skaga- strönd sagði, að þar lyki rækju- vertiðinni nú i vikulokin, og hefði mikið veriðum það rætt á Skaga- strönd að hefja veiðar á hörpu- diski. 1 vetur tók Rækjuvinnslan á Skagaströnd i notkun nýtt hús- næði, og þar er ágæt aðstaða til að vinna hörpudisk. Þá hefur Rækjuvinnslan á Skagaströnd fengið vélar til niðursuðu og niðurlagningar. Hugmyndin er að þar verði soðin niður rækja og einnig hefur verið rætt um að leggja niður skelfisk og jafnvel gera kaviar. Hugmyndir uppi um að hefja skelfisk- vinnslu á ný Kristján Thorlacius formaður BSRB: Vongóður um að samningaviðræur hef jist á ný gébé Rvik — — Ég er vongóður um að samningaviðræður hefjist á ný, sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB í gær. Ekki sagö- ist Kristján þó geta sagt til um hvenær þær viðræður gætu hafizt. Nú er tæp vika til stefnu, en ég tel að ef viðræður hefjist nú, verði hægt að ná samningum, sagði Kristján — auðvitað verður það mikið verk, en ætti að takast ef timinn er vel notaður. Það er mín von að komizt verði hjá vinnu- stöðvun, þvi það er ekki það sem við sækjumst eftir, heldur samninga r. Kristján vildi ekki ræða nein efnisatriði samninga- viðræðnanna á þessu stigi, en kvaðst myndu senda út fréttatil- kynningu til fjölmiðla þegar að þvi kæmi. Timanum barst i gær ályktanir frá fundum starfs- manna BSRB iKópavogi, Kjósar- sýslu, Hafnarfirði og Akureyri. Fjölmennur fundur kennara i Kópavogi og Kjósarsýslu var haldinn nýlega og lýsti yfir fyllstu andúð sinni og andstöðu gegn þvi athæfi stjórnvalda að bregða fæti fyrir þær tilraunir til sam- komulags, sem virtust vel á veg komnar, og einnig krafðist fund- urinn þess að opinberir starfs- menn fái undanbragðalaust sama' samningsrétt og sömu aðstöðu til að semja um kjör sin og aðrir launþegar i landinu. Aðalfundur Starfsmannafélags Hafnarfjarðarkaupstaðar skórar á rikisstjórnina að standa við þær tillögur, sem samninganefnd Fjármálaráðuneytisins hefur lagt fram og jafnframt að tekið verði tillit til ábendinga BSRB um end- urskoðunarrétt aðalkjarasamn- ings. Almennur fundur var haldinn á Akureyri á vegum BSRB og Starfsmannafélags Akureyrar- kaupstaðar. Segir i ályktun þeirra m.a.: Fundurinn skorar á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sina og vinda bráðan bug að samningum. Komi ekki fram við- unandi viðbrögð i þessum efnum, hlýtur BSRB að ihuga vel öll hugsanleg úrræði til að knýja á um úrslit. A.S.I. mót- mælir verð- hækk- unum Timanum barsti gær eftir- farandi frá miðstjörn ASÍ: Miðstjórn Alþýðusam- bands Islands mótmælir harðlega þeim verðlags- ákvörðunum stjörnvalda, sem teknar hafa verið að undanförnu og sem hafa i för með sér gifurlegar hækkan- ir, einkum á verði opinberr- ar þjónustu og landbúnaðar- afurða, en einnig ýmissa vörutegunda. Miðstjórnin bendir á, að aðeins litill hluti þessara verðhækkana á rætur að rekja til nýlega gerðra kjarasamninga, heldur til þess, að rikisstjórnin hefur horfið frá nauðsynlegu að- haldi i verðlagsmálum, jafn- skjótt og kjarasamningar höfðu tekizt. Ennfremur tel- ur hún stórlega vitavert að verðhækkanirnar eru yfir- leitt miklum mun meiri en spár Þjóðhagsstofnunar og Hagstofu Islands gerðu ráð fyrir, meðan kjarasamning- ar stóðu yfir, en þær spár vom að verulegu leyti for- senda samninganna. Miðstjórnin telur þá stefnu rikisstjórnarinnar i verð- lagsmálum, sem verð- hækkanaákvarðanir hennar sýna, vera beina árás á lifs- kjör almennings og auk þess háskalega fyrir efnahags- þróunina i heild. Krefst mið- stjórnin þvi þess, að þessar ákvarðanir verði endur- skoðaðar þegar i stað, og að upp verði tekin virk aðhalds- stefna i verðlagsmálunum. Rit um land- helgismálið "200 miles" SJ-Reykjavik. Út er komið rit á ensku um landhelgismálið, „200 miles”, sem Landhelgisfélagið gefur út. Fjölmörg viðtöl við áhrifamenn eru i ritinu. í forystu- grein segir Borgþór Kjærnested, að tilgangurinn með útgáfunni sé að greina frá ástandi fiskstofn- anna við tsland með þvi að túlka viðhorf verkalýðsleiðtoga, for- ystumanna og starfsmanna i sjávarútvegi, verzlun og iðnaði og kynna þannig eins fjölbreytt sýnishorn og hugsanlegt er af við- horfum fólks hér til fiskveiðideil- unnar, sem valdið hefur svo mikl- um ágreiningi milli brezku rikis- stjórnarinnar og þeirra r islenzku. Ennfremur segir, að von ritstjóra „200 miles” sé sú, að ritið verði ómetanlegt uppsláttarrit um landhelgismálið, þar sem fáist skýringar á stefnu og aðgerðum Forsiða rits Landhelgisfélagsins islenzku stjórnarinnar siðustu ár- in. Ritstjóri „200 miles” er Ásgeir Hannes Eiriksson, Borgþór Kjærnested hefur ritað viðtölin, sem birt eru, en J. Meldon D'Arcy þýtt þau á ensku. Uppsetningu annaðist Halldór B. Kristinsson. teikningar gerði Gunnlaugur S.E. Briem, fjöldi ljósmynda er i rit- inu.sem er prentað i Blaðaprenti. Ýmis fyrirtæki, félög, stofnanir og einstaklingar hafa staðið straum af kostnaði við útgáfuna. en ritinu er dreift ókeypis. KOSID í STJÓRN VIÐLAGASJÓÐS AÞ-Reykjavik. — i gær fór frani kosning sjö inanna i stjórn Viðlagasjóðs og jafnmargra til vara. Gildir kosningin til næstu áramótá. Aðalmenn voru kjörnir Guð- laugur Stefánsson framkvstj., Helgi Bergs bankastj., Gisli Gislason forstj., Vilhjálmur Jónsson forstj. Reynir Zoega vélstj., Garðar Sigurðsson al- þm., og Tómas Þorvaldsson framkvstj. Varamenn voru kjörnir: Jó- hann Friðfinnsson kaupm., Sig- urður Markússon framkvstj.. Björn Guðmundsson útgerð- arm., Bogi Hallgrimssson, Jón Hallgrimsson framkvstj.. Ólaf- ur Jónsson. Kópavogi og Helgi S. Þórðarson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.