Tíminn - 26.03.1976, Side 13

Tíminn - 26.03.1976, Side 13
Föstudagur 26. marz 1976 TÍMINN 13 nina eri að fletta ofan af spillingu, til þess að leggja grundvöllinn að raunverulegum kærleika meðal manna, en nóg um það. Leikur- inn er settur upp i raunsæisstil, hvert smáatriði fylgir þeirri linu, baráttan verður að fara fram innan þessa sviðs, sama hvort gefið er púrtvin og þegar borið er lik af ungri stúlku. Pétur Einarsson túlkar hinn taugaveiklaða kaupmannsson i samræmi við þessa stefnu. Hann skapar taugabilaðan, flausturslegan mann, og frá sjónarmiði þeirrar stefnu er tekin var, er leikur Péturs mjög áhrifamikill. Hvort mismæli eru hluti af leiknum, eða vegna tak- markaðra æfinga veit ég ekki. Steindór Hjörleifsson leikur Hjálmar Ekland, ljósmyndara, sem er liklega aumkunarverð- asta persóna leiksins. Steindór hefur ekki verið betri i öðru hlutverki hvað ég man. Sama er aðsegja um Margréti ólafsdótt- ur, en telja verður, að hún hafi skilið sina stöðu rétt. Jón Sigur- björnsson leikur Werle, stór- kaupmann af reisn og virðu- leika, og Guðmundur Pálsson lifgar upp á sýninguna með lif- andi og skemmtilegri túlkun á Ekdal gamla. Þá var frammistaða þeirra Helga Skúiasonar og Jón Hjartarsonar ágæt. Að lokum skal svo minnzt á leik Valgerðar Dan, sem gerði þessu annars einhliða hlutverki ágæt skil, og hún hefur nú losað sig við ýmsa galla, sem hana hafa hrjáð i málhreimi. Sviðsmynd úr Villiöndinni. Leikmynd Jóns Þórissinar var ágæt, og hefur sjaldan verið rýmra um fólk á hinu þrönga sviði i Iðnó. 1 tramhaldi af þessu langar mig til þess að vikja ögn að framsögn i leikhúsum almennt. Það á ekki við þessa sýningu fremur en aðrar. Svo virðist sem leikarar okkar séu að kom- ast á eitthvert muldurstig hvað framsögn snertir. Mýkt i leik og tali á fullan rétt á sér, menn þurfa ekki alltaf að leika sterkt, en áheyrenda vegna þarf það þó að heyrast hvað sagt er, — eða öllu heldur að skiljast. Það má ekki leika aðeins fyrir fremsta bekk. Aftar i húsinu er lfka fólk, sem gjarnan vill fylgjast með. Eg held að leikarar ættu að taka þetta til athugunar, og gera átak vegna öftustu bekkjanna. Ef til vill á sjónvarps- og kvik- myndaleikurhérnokkra sök. Að hann geri leikarana að ,,mikra- fónsöngvurum ”. Sviðsleikur krefst framsagnarlistar. Að lokum er ekki annað eftir en að þakka Leikfélagi Reykja- vikur fyrir enn eina ágæta sýn- ingu i vetur. Jónas Guðinundsson Bandalag kvenna ályktar: Skipulögð verði þjónusta fyrir heimili, þar sem ofdrykkja er vandamál Aðalfundur Bandalags kvenna i Reykjavik, sem haldinn var i febrúar sl. ályktar: 1. Aðalfundurinn telur nauðsyn- legt að drykkjumannahælið i Vifilsstaðalandi, sem staðið hefur fullbúið til notkunar siðan i júli s.l., verði tekið i notkun og full nýting verði þar svo fljótt sem mögulegt er, og að á þessu hæli verði jöfn aðstaða fyrir konur sem karla. 2. Aðalfundurinn beinir þeim tilmælum til Alþingis að veita aldrei minna fé árlega i gæzlu- vistarsjóð en sem nemur 2% af ágóða Áfengis- og tóbaksverzlun- ar rikisins, til þess að sjóðurinn geti staðið undir þeim kostnaði við uppbyggingu nauðsynlegra stofn- ana, sem lög kveða á um. 3. Aðalfundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til Borgar- stjórnar Reykjavikur að hún hlut- isttil um það, að skipulögð verði hið bráðasta þjónusta, sem veiti vernd og skyndihjálp þeim heimilum, sem þjökuð eru af völdum ofdrykkju. Fundurinn vill leggja áherzlu á, að súþjónusta,sem hér um ræðir er orðin mjög aðkallandi. 4. Aðalfundurinn skorar á alla þá aðila, sem hafa með áfengis- og fikniefnamál að gera, að láta einskis ófreistað til þess að upp- ræta sölu áfengis og fiknilyfja til unglinga og að þeir, sem gerast sekir um slikt, hljóti þung viður- lög. 5. Aðalfundur Bandalags kvenna i Reykjavik telur afnám áfengisveitinga i opinberum veislum mikilvægan stuðning i baráttunni gegn áfengisbölinu, þar sem slikt mun draga úr áfengisneyzlu. í þessu efni hvetur fundurinn Alþingi til að sam- þykkja bann við áfengisveiting- um i samkvæmum á vegum hins opinbera. ALMENNUR BORGARAFUNDUR í RANGÁRVALLASÝSLU Almennur borgarafundur um atvinnumáþi Rangárvallasýslu. Verkalýðsfélögin i Rangárvalla- sýslu, sveitarstjórnir og sýslu- nefnd Rangárvallasýslu hafa i sameiningu ákveðið að halda al- mennan borgarafund um at- vinnumál i héraðinu laugardag- inn 3. april nk. kl. 14.00. Fundurinn verður haldinn i Hellubiói. Frummælendur verða Sigurður Óskarsson, fulltr. Verkalýðsfélagsins Rangæings, og Jón Gauti Jónsson, sveitar- stjóri á Hellu. Fundarstjórar verða Hilmar Jónasson, form. Verkamannadeildar Rangæings, og Ólafur Guðmundsson, bóndi Hellatúni. Félagsmálaráðherra mun mæta á fundinum, og sérstaklega hafa verið boðaðir til fundarins þingmenn Suðurlandskjördæmis og fulltr. Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Kirkjuhljómleikar í Borgarnesi TÓNLISTARFÉLAG Borgar- fjarðar gengst fyrir Kirkjuhljóm- leikum i Borgarnesi n.k. laugar- dag kl. 21. Eru hljómleikar þessir haldnir i samvinnu við Félag isl. hljómlistarmanna. Einleikarar verða Árni Arinbjarnarson orgel- leikari og Sæbjörn Jónsson trompetleikari ásamt 8 manna flokki málmblásara, en hann skipa: Jón Sigurðsson trompet, Kristján Kjartansson, trompet, Ellert Karlsson, trompet, Christina Tryk, horn, Sandra Carlile, bariton, Reynir Guðna- son, básúna, Daði Einarsson, básúna, Brian Carlile, túba. A efnisskránni verður m.a. verk eftir J.S. Bach, H. Purcell, J. Pezel, E. Grieg, O. Lindberg og J. Staden, Mozart og Páll Isólfsson. Tónlistarfélag Borgarfjarðar var stofnað i janúar 1965 og var aðalhvatamaður að stofnun þess Ásgeir Pétursson sýslumaður. Tónlistarskóla stofnaði félagið árið 1967 og hefur Jón Björnsson verið skólastjóri hans frá upphafi. Kennarar skólans eru fimm og stunda 125 nemendur nám við skólann. Kennt er á 4 stöðum á félagssvæðinu. Tónlistarlif i Borgarfirði hefur staðið með blóma þrátt fyrir erfið skilyrði og hafa að meðaltali verið haldnir fernir hljómleikar á ári, m.a. tók tónlistarfélag Borgarfjaðar annað tveggja á móti norsk-islenzku ungmenna- sinfóniuhl jómsveitinni á s.i. sumri. Þess má geta að fá tónlistarfé- iög hafa fengið Sinfoniuhljóm- sveit Islands jafn oft i heimsókn. Stjórn félagsins frá stofnun hafa skipað Friöjón Sveinbjörns- son sparisjóðsstjóri. Borgarnesi. Hjörtur Þórarinsson skólastjóri Kleppjárnsrevkjum og Jakob Jónsson. bóndi Varmalandi. (Fréttatilkynning frá F.t.H.) Arni Arinbjarnarson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.