Tíminn - 16.05.1976, Qupperneq 1

Tíminn - 16.05.1976, Qupperneq 1
I Leiguf lug— Neyöarf lug: HVERT SEM ER, HVENÆR SEAA ÉR FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122 — ,11422 SLONGUR BARKAR TENGI C 107. tölublað — Sunnudagur 16. mai—60. árgangur Landvéíar hf - v,:.- Fornminjauppgreftir í sumar: GRAFIÐ í RÚSTIR AF SÖGUALDARBÆ LOKIÐ VIÐ UPPGRÖFT MIÐALDABÆJAR OG BÆNAHÚSS Á MÝRDALSSANDI SJ-Reykjavík Ekki er búiö að taka endanlega ákvöröun um hvar og hvaö unniö veröur aö uppgreftri fornminja á vegum Þjóöminjasafns tslands f sumar og takmarkast framkvæmdir. af fjárskorti. Aö sögn Þórs Magnússonar þjóöminjavaröar þyrfti aö gera meira af aö grafa upp gamlar minjar en gert hefur veriö. 1 viö- tali viö Timann sagöi Þór, aö hann geröi ráö fyrir aö ráöizt yröi f aö grafa á einum nýjum staö i sumar, en þaö yrðu ekki fram- kvæmdir af stærra taginu. Hann vildi ekki gefa upp hvaöa staður væri helzt til umræöu meöan máliö væri ekki fullákveöiö, en sagöi aö viöfangsefniö, sem um væriaö ræöa virtist við fyrstu sýn vera rústir af bæ frá söguöld. I sumar er ætlunin aö lokiö veröi viö rannsóknir á miöaldabæ austast á Mýrdalssandi I Alfta- veri. Gisli Gestsson safnvörður hefur stjórnaö uppgreftri þar undanfarin sumur og svo veröur enn i sumar. 4-5 menn hafa venju- lega unniö aö uppgreftrinum. Þetta hefur veriö mikiö verkefni, þar sem bærinn er ákaflega stór og seinlegt var aö eiga við rann- sóknirnar, staöurinn er slæmur, úti á sandi og umflotinn vatni. — 1 sumar ætlum við að athuga Ylræktarver nánar ýmsa hluti, sagði Gisli Gestsson. — Siöast grófum viö upp kirkjurúst aö þvi er viö telj- um. Hana munum viö rannsaka nánar og athuga hvort þarna hefur veriðkirkjugaröur. Eftir er aö grafa upp eina tóft og rann- saka sitthvaö smávegis. Ég fer austur eins fljótt og ég get sagði GIsli, en þaö veröur varla fyrr en I júli, þaö er venju- lega lakara að vera þarna i júni, en þaö er stormasamt þarna niöur undir sjónum. — Þaö er mjög varasamt aö fullyröa nokkuð um þessar minj- ar aö svokomnumáli, sagöi Gisli. — En viö höldum aö þarna hafi verið stór sveitabær á fjórtándu öld, og liklega kirkja, kapella eöa bænhús. Heilmikið hefur fundizt af mun- um i og við rústirnar, en er þaö flest heldur lltilfjörlegt, aö sögn Gisla. Þó hafa fundizt leirskálar og brot úr ýmsum búsáhöldum. Einkum hafa menn af Reykja- vlkursvæöinu unniö að þessum rannsóknum meö Gisla, en þó stundum heimamenn. Fleiri sérfræöingar heföu mátt vera við uppgröftinn, en þeir hafa verið uppteknir viö verkefni hér I höfuðborginni. Betra en ekki hefur veriö aö stúdentar i fom- leifafræði og sögu hafa verið i hópi aöstoðarmannanna. Eitt helzt verkefni Þjóöminja- safnsins i sumar veröa endur- bætur og viögerðir á gömlum byggingum. í fyrra var byrjað aö gera viö gamla bæinn á Keldum og veröur nú haldið áfram að gera viö skemmu og útihús þar. I Selinu I Skaftafelli I öræfum hafa staðið yfir endurbætur á gömlum bæ og er ætlunin að reyna að ljúka þvi I sumar. Þar hefur Gisli Gestsson haft hönd i bagga. Að sögn Þórs þjóöminjavaröar þarf aö taka til hendinni á fleiri stööum svo sem i Viöimýrar- kirkju þar sem talsveröra viö- geröar er þörf, I Sjávarborgar- kirkju, sem komá þjóöminjaskrá fyrir fáum árum. 1 gamla bænum I Laufási þarf aö hlaða upp veggi og gera viö þök. — Þaö er sama sagan meö þessa torfbæi, þaö þarf sifellt aö endurnýja og gera við þá, sagöi þjóömiönjavöröur. GIsli Gestsson nefndi Núpsstað, að þar væri viögeröa þörf. Auk þess eru ýmsar smærri viögerðir ogalltaf kemur eitthvaö upp á, sem ekki er vitað um fyrirfram, aö sögn Þórs Magnússonar. Fornminjauppgreftri I Reykja- vlk er lokiö að sinni. Hér hefur Else Nordahl, sem starfar viö þjóðminjasafniö i Stokkhólmi, Þessi útskorna tréplata sagöi Gisli Gestsson aðhefði fundizt I búrinu á bœnum i Alftaveri og hún er mjög óvenjuleg, þannig aö ekki er hægt aö átta sig á til hvers hún hafi verið notuð. Gaman væri ef lesendur gætu komiö meö einhverjar tillögur eöa getgátur um til hvers hlutur þessi hafi verið notaöur. Timamynd G.E. stjórnað uppgreftri fyrir Reykja- vikurborg á slóðum fyrstu Reyk- vikinganna viö Aöalstræti, Tún- götu og Suöurgötu. Nokkur biö veröur á þvl að skýrsla komi frá Else um niðurstööur þessara rannsókna, sem ýmsir Islenzkir námsmenn hafa unniö aö auk hennar. Tilboð Hollendinganna til athugunar: Rekstrarafkoman ekki nógu glæsileg — segir forstöðumaður Rannsóknastofnunar landbúnaðarins Garðyrkjuróðunautur ræðir við erlenda sérfræðinga um mólið SJ-Reykjavik. óii Valur Hansson garöyrkjuráöunautur Búnaöar- félags tslands er nú staddur i Danmörku og Sviþjóö, þar sem hann ber tilboö Hollendinga um aö koma hér upp ylræktarveri tU græölingaframleiðslu undir sér- fróöa menn. óli Vaiur ræöir m.a. tUboöiö viö sérfræöinga i markaösmálum og rekstrarhag- fræöi viö garöyrkjuháskólann i Alnab nálægt Malmö I Sviþjóö. Vries, fyrirliöi hollenzku sendi- nefndarinnar, sem kom hingaö á dögunum, var hér i annaö sinn I. byrjun mánaöarins, og kom þá meö tilboö I smáatriöum um 3 1/2 hektara gróöurhús meö fullkom- inni lýsingu, ásamt áætlun um rekstrarkostnaö versins. HoUendingarnir bjóöast til aö koma upp ylverinu og lána okkur allan kostnað viö þaö, og veröur 85% af lánunum til framkvæmd- anna á mjög hagstæöum kjörum, aö þvi er dr. Björn Sigurbjörns- son forstöðumaður Rannsókna- stofnunar landbúnaöarins skýrði Timanum frá, — en HoUendingar vilja styöja viö útflutning frá landi sniu. — Nú er sem sagt veriö aö kanna tUboöiö, sagöi Björn Sigur- björnsson, athuga rekstrar- og tekjuUöi, og hvernig eignaraöild veröur háttaö. Vries ræddihér við aöila frá Orkustofnun, Lands- virkjun, iönaöar- og land- búnaðarráöuneytum, Rann- sóknastofnun landbúnaöarins, Garöyrkjuskóla rikisins og Búnaðarfélagi Islands . Nú er starfandi samstarfshópur á veg- um þessara sömu aðila til aö kanna þessi mál. Könnun óla Vals er I tengslum viö starf hóps- ins, enhannræöir Iferösinni m.a. viö prófessor Morten Carlsson, sem hingað kom fyrir rúmu ári sem sérfræðingur Sameinuöu þjóöanna tU aö aðstoða okkur viö uppbyggingu ylræktar hér á landi, Sagði Björn aö Voskamp og Vrijland, sem er stærsta gróöur- húsaf ram le iðslufy rirtæki Hollendinga, og rafmagnsfyrir- tækiö Philips, bjóöasttU að leggja fram og eiga 25% af hlutafénu eða ca 35 milljónir króna en vUja ekki eignaraöild, nema rekstur fyrir- tækisins standi á sléttu. — Mér finnst áætlunin um rekstrarafkomu ylversins ekki nógu glæsileg, sagöi Björn Sigur- björnsson. Ef ekki væri 12% toUur tU Efnahagsbandalagslandanna kæmi reksturinn út nokkurn vegin sléttur. Þaö þarf aö kanna alla Uöi áætlunarinnar betur, svo sem flutningskostnað og verðlag á græölingunum. Okkur finnst Hollendingarnir ekki bjóöa nógu hátt verö fyrir þá, og viö vitum, aö greitt er hærra verð fýrir þá annars staöar. Það skal tekiö fram, að þótt rekstur ylræktar- vers stæöi á sléttu, væri þaö hag- kvæmt fyrir okkur þvl I áætluni inni er allt reiknað meö: orku- sala, afskriftir, vextir og laun. Þótt reksturinn stæöi á sléttu, eöa væri jafnvel aöeins undir núlli, hefðum við tekjur af orkusölu, laun til starfsfólks o.s.frv., og all- ar þessar tekjur væru I erlendum gjaldeyri. I dag Sjóminja- og byggðasafn í Hafnarfirði Bls. 20-21 Um zetuna Bls. 16 Hvers vegna glæpa þjóð? Bls. 7 Skilin að borði og sæng Bls. 16-17 Geir Hallgrímsson, forsætisróðherra: Grundvallarskilyrði að her skipin fari úr lögsögunni FJ-ReykjavIk. Þaö er algjört grundvallarskilyröi fyrir nýjum viönæöumviö Bretí aö þeir dragi herskip sin út úr lögsögu okkar. Geri þeir þaö, er ég reiöubúinn til viöræöna um þaö, hvort frek- ari möguleikar eru nú á sam- komulagi en var i vetur, en til þess þurfa Bretar aö hafa komiö niður á jöröina I sinum hugmyndum , sagöi Geir Hallgrimsson, forsætisráö- herra, I viötali viö Tímann Forsætisráöherra kvaöst ekki vilja segja til um þaö, hvort vaxandi gagnrýni á brezku stjörnina heima fyrir leiddi til þess, aö hún kysi aö opna mögu- leikana á frekariviöræöum. Til þess þyrftu herskipin aö hverfa úr íslenzkri lögsögu ogbrezku togararnir aö hlýöa tafarlaust fyrirmælum varöskipa um aö hifa inn vörpuna. Aöspuröur um þaö, hvort varöskipin myndu þá ekkert frekara aöhafast gegn brezkum togurumvisaöi forsætisráöherra til þess sem verið heföi I vetur og sagöi: —Ég gef engin loforö um griö, en ef brezku togararnir myndu hlýöa mótþróalaust er þaö hugsanlegt aö þeir yröu ekki fyrir frekari aögeröum i nokkra daga, ef á annaö borö viöræöur væru i gangi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.