Tíminn - 16.05.1976, Qupperneq 10

Tíminn - 16.05.1976, Qupperneq 10
10 TÍMINN Sunnudagur 16. mai 1976. Jón Óskar ÉG HEF lengi vitaö, að islenzkir bókmenntafræðingar svonefndir væru ekki miklir fyrir sér, að þeir ljómuðuekki beinlinisaf glöggum skilningi og göfugri réttlætis- kennd, en þó kemur stundum fyr- ir að mér blöskrar hve lágkúru- legur getur orðið málflutningur þeirra, ef eitthvað er blakað við þeim. Ég gerðist svo djarfur fyrir skömmu að senda Timanum „Nokkrar athugasemdir vegna bókm enntaskrifa Gunnars Stefánssonar”, og birtust þær i blaðinu 13. april sl., eftir að hafa legið hálfan mánuð eða uppundir það hjá ritstjórn blaðsins. Titill- inn á skrifi minu gat ekki verið hógværari, og öll var grein min á rökum reist, en þegar efíir birt- ingu hennar skrifar Gunnar Stefánsson reiðilegt svar og velur grein sinni titilinn „Frumhlaup Jóns Óskars”, fær hana svo birta á góðum stað i Timanum, og er ekki sparað stórt letur á fyrir- sögnina, svo allir megi nú reka augun i það, að Jón Óskar hafi hlaupið á sig. Ég geri það nú til gamans að setja hliðstæða fyrir- sögn á þessa svargrein mma og vænti þess að hún verði prentuð með jafnstóru letri á jafnáber- andi stað og grein Gunnars. Þvi miður hefur Gunnari Stefánssyni láðst að lesa athuga- semdir minar gaumgæfilega og hugsa áður en hann skrifaði svar- grein sina, svo úr verða gönu- hlaup hjá honum sjálfum. Ég skal nú rekja helztu firrurnar i grein hans. Hann segir: „Óneitanlega er það nokkuð kynlegt að maður sem skrifar bókmenntasöguleg heimildarrit skuli kvarta undan þvi að bók hans sé notuð og til hennar vitnað i umræðu um bókmenntir sam- timans”. Ég hef ekkert við þvi að segja, þótt vitnað sé i bækur minar, enda hefur það oft verið gert áður en Gunnar Stefánsson gerði mér þann heiður. En ef vitnað er i þær á þann hátt, að villt sé um hvað stendur i bókum minum og það siðan notað til árása á heiðarlega höfunda sem islenzk menning á þakkir að gjalda, þá tel ég það ó- vefengjanlegan rétt minn að á- telja það, án þess að ég sé sakað- ur um að vilja meina mönnum að vitna i bækur minar, og það var einmitt þetta sem ég átaldi i grein minni, að Kynslóð kalda striðsins skyldi höfð að yfirvarpi óvand- aðra bókmenntaskrifa. Ég hefði feginn viljað að bækur minar yrðu notaðar til endurmats á bók- menntunum, einnig þeim bók- menntum,sem Gunnarogfélagar finna vartneina smiðagalla á hjá yngri höfundum sem þeim þykir hæfa að lofsyngja, en endurmat á verkum höfunda, sem eiga að baki sér margvisleg bókmennta- störf um áratugaskeið krefst þekkingar og rannsókna á ferli höfunda, uppeldi þeirra og að- stöðu i lifinu, menntun þeirra og lifsviðhorfum sem og hræringum og smekk samtimans. Það verður ekki gert i einni blaðagrein sem skrifuð er af skyndingu. Út úr slikum vinnubrögðum koma ekki annað en sleggjudómar, hvort sem Gunnari Stefánssyni likar það betur eða verr, að ég skuli leyfa mér að benda fólki á þennan sannleika. Gunnari Stefánssyni er það sýnilega mikið i mun að sanna að ég hafi farið niðrandi orðum um Kristján frá Djúpalæk og Þor- stein Valdimarsson i bók minni Kynslóðkalda stríðsins.Þá skilst betur til hvers leikurinn var gerð- ur, þegar hann vitnaði i bók mina um leið og hann var að reyta fjaðrirnar af skáldunum. Hann segist hafa verið nýbúinn að lesa bók mina, og hefur þá trúlega fengið hana i hendur til að skrifa um hana ritdóm, þótt hann hafi ekki gert það, þvi ekki veit ég annað en útgefandi minn hafi sent Timanum bókina eins og öðrum blöðum. En þótt Gunnar hafi, að þvi er virðist, ekki mikið álit á bókinni, hefur hann engu að siður notfært sér hana i ritdómi um aðrar bækur, og þá á þennan ein- kennilega hátt sem virðist, eftir svargrein hans að dæma, ekki hafa verið af vangá. Það hefur ekki farið framhjá mér að Gunnar Stefánsson liggur mér m jög á hálsi fyrir að ég skuli ekki hafa skrifað nógu virðulega um islenzka bókmenntafræðinga i bókum minum, og nú þykist hann liklega vera að hefna félaga sinna með þvi að sýna fram á að ég fari einnig niðrandi orðum um rithöf- unda. Til að sanna það, að ég hafi farið niðrandi orðum um Kristján frá Djúpalæk og Þorstein Valdi- marsson i bók minni tekur Gunn- ar upp úr henni tvær nokkuð lang- ar klausur, og er það vel, þvi þar sésthvaðhannhafðiihuga, þegar hann þóttist hafa fundið niðrandi ummæli sem honum gætu i hag komið. 1 annarri klausunni, sem Gunn- ar tilfærir, hef ég getið þess að Kristján frá Djúpalæk hafi hlotið verðlaun fyrir ljóð á listamanna- þingi 1951 og verið talinn efnileg- astur meðal ungra ljóðskálda á þeim tima, ennfremur að hann hafi verið mikils metinn meðal sósialista. (Kristjáni finnst sjálf- um að svo hafi ekki verið, en ég skrifa vitanlega um hlutina eins og þeir komu mér fyrir sjónir). Hvað er nú niðrandi i þessu? Ekki eitt orð. í hinni klausunni, sem tilfærð er úr bók minni, segi ég, að Sósial- istaflokkurinn (sem alltaf gerði sér far um að halda fram sérstök- um skáldum) hafi á þeim tima komið sér upp ljóðskáldi sem hafa skyldi það hlutverk að vera efnilegasta ungt ljóðskáld á Is- landi, en það hafi ekki verið Kristján, svo sem vænta hefði mátt, heldur Þorsteinn Valdi- marsson, þar sem hann hafi að þvi leyti verið aðgengilegri fyrir menntaðri hluta flokksins að hann hafi verið fjölbreytilegri i bragarháttum og getað sýnzt ný- stárlegur, þótt hann hafi ekki ver- ið það nema að takmörkuðu leyti, en með þessu hafi menntamenn- irnir i flokknum og kringum flokkinn getað talið sér trú um að þeir væru ekki afturhaldssamir gagnvart nýrri ljóðagerð (atóm- kveðskapnum), þó það hafi ein- mitt verið sönnun um afturhalds- semi þeirra, „þvi fátt orkaði jafn máttvana og vandræðalega á þeirri tið og þjóðkvæðastill Þor- steins og fleiri”. (Þ.e. á undir- ritaðan, að sjálfsögðu.) Ég tilfæri siðustu setninguna orðrétt, þvi það eru einu orðin i klausunni sem Gunnar gæti túlk- að á þann veg, að ég væri að lasta Þorstein. En vitanlega er það ekki annað en útúrsnúningur. Ég er hér einungis að lýsa skoðun minni á ákveðnum ljóðstil, þjóð- kvæðastil, sem var alls ekki einkamál Þorsteins, heldur tiðk- uðu hann fleiri, eins og beint kemur fram i orðunum „og fleiri” i tilvitnuninni hér að framan, og skal ég nefna i þvi sambandi Jó- hannes úr Kötlum, úr þvi bók- menntafræðingurinn hefur ekki áttað sig betur en raun ber vitni. Ég legg engan dóm á kveðskap Þorsteins Valdimarssonar. Það sem ég segi þarna um Sósialista- flokkinn mætti hins vegar telja flokknum til niðrunar, eftir þvi hvað hverjum finnst, en á engan hátt Þorsteini Valdimarssyni. Sjálfur hefur Gunnar Stefánsson borið brigður á, að þarna hafi verið um afturhalddssaman bók- menntasmekk að ræða (orðalag hans). Það kemur mér siður en svo á óvart, en um það mun ég ekki þrátta við greinarhöfund. Siðustu skrif hans um bókmenntir (t.d. hugmyndir um „módernismann”) benda ekki til þess að slikt karp yrði neinum gagnsamlegt. Fyrst þyrfti hann að læra meira og lesa betur. Þegar Gunnar Stefánsson reyn- ir að bera það af sér, að hann hafi ráðizt á Kristján frá Djúpalæk af þvi að hann hafi ort smáljóð, sem hann taldi spé um tiltekinn bókmenntafræðing, er svar hans á þessa leið: „Ekki reynir Jón Óskar á nokk- urn hátt að andmæla mati minu á þeim kvæðum Kristjáns sem ég taldi misheppnaðan, og raunar alls engan skáldskap”. Ég hélt það væri ljóst, að ég skrifaði athugasemdir minar til þess að finna að slæmum vinnu- brögðum, og ekki til annars. Ég get fullvissað Gunnar Stefánsson um það, að ég læt mér i léttu rúmi liggja hvað hann telur „mis- heppnaðan skáldskap” eða „alls engan skáldákap”. En ritdómur hans og sérstaklega skætingur hans út af fyrrgreindu ljóði bar vott um þess konar niðurrifs- starfsemi sem islenzkir bók- menntafræðingar hafa tiðkað af hvað mestum belgingi á siðari ár- um, og timi er til kominn að kveða niður. Hann getur valið um það sjálfur, hvort hann vill taka sér þá til fyrirmyndar sem lengst hafa gengið i slflcum vinnubrögð- um. Þá segir bókmenntafræðingur- inn eftirfarandi: „Niðurlagsorð min um þessi skáld, að heimspekileg undir- staða skáldskapar þeirra sé veik, virðist koma sérlega illa 'við Jón Óskar”. Hvað á Gunnar Stefánsson við? Hvers vegna ættiþaðaðkoma illa við mig hvað hann imyndar sér um heimspekilega undirstöðu skáldskapar? Mér stendur hjart- anlega á sama um hugmyndir hans. En að sletta slikum hug- myndum fram i ritdómi, án þess að skýra á nokkum hátt hver sé þessi veika heimspekilega undir- staða sem átt er við, það er hundavaðsháttur, og að þeim vinnubrögðum fann ég, en Gunn- ar virðist ekki einu sinni hafa skilið um hvað grein min f jallaði. Þá er ekki von að vel gangi að skilja heilar bækur. 1 svargrein sinni reynir Gunnar að útskýra hvað hann hafi átt við með þvi að heimspekileg undirstaða skáld- skapar höfundanna væri of veik. En hver er þessi heimspekilega undirstaða sem er svona veik? Um það er lesandinn engu nær af svarinu. Gunnar segir, að hann hafi átt við það að ljóð þessara tveggja skálda næðu ekki lengra, þegar bezt léti, en vera fallegar lýriskarstemmningar, án þess að lesandinn finni að „heilstæð lifs- skoðun” eða „heimspekilegt við- horf” liggi að baki. Sem sé, orð bókmenntafræðingsins voru ekki annað en þvaður, tillærður frasi, sem átti að lita út eins og mæli- kvarði á ljóðagerð, en er ekki annað en loftbóla sem springur við fyrsta blástur. Það var þetta, sem ég kallaði sleggjudóm, og ekki batnar hann við útskýring- una. Ef menn hafa fengið ákveðna formúlu i skóla eða útbúið sér sjálfir slika formúlu geta þeir fellt hvaða skáld sem er i duftið. Það væri enginn vandi að búa til stóra sýnisbók af ljóðum Matth. Jochumss. og dæma sið- an heildina á þá lund að Matthias stæði eftir berskjaldaður og rúinn skáldfrægð sinni. En þeir sem skilja Matthias og samtið hans dæma hann eftir beztu kvæðum hans, en fjargviðrast ekki um öll þau litilfjörlegu kvæði sem eru meginhluti verka hans. Bæði Kristján frá Djúpalæk og Þor- steinn Valdimarsson hafa ort prýðisgóð kvæði, sem þeim er sómi að. Eftir þeim ber að meta þá, þegar horft er yfir verk þeirra, en ekki að klifa á þvi sem miður hefur tekizt, þótt vitanlega megi á það benda. Það er ekki hægt að taka slika höfunda eftir margra áratuga starf þeirra og ætla að kenna þeim eins og skóla- krökkum. Til þess er Gunnar Stefánsson ekki fær. Það getur hann verið viss um. Ég tók það fram i athugasemd- um minum aðég hefði ekki hug á að karpa við Gunnar um bók- menntir. 1 tilefni þessa segir hann. að þá sé vandséð hvaða er- ^ ‘ 15:0 DANMARK ^ HOLGER PHIUPSEN di Otto Bache: Et Kobbel Heste udenfor en Kro CZESLAW SLANIA sc HAFN1A76 ÍHllWM Ámmi DANMARK HAFNIA 76 FYRSTA ALÞJOÐLEGA FRIMERKJASYNINGIN I DANMÖRKU SYNINGARBLOKKIN: Sýningarblokkin, er eins og sýnt er að ofan. Hún er til sölu frá 17. júní, 1976, og fram á siðasta sýningar- dag 29. ágúst 1976. Verðið er 15,00 danskar krónur, sem innifelur aðgöngumiða að sýningunni. Blokkina er aðeins hægt að kaupa ásamt aðgöngu- miða. Blokkin er prentuð i 6 litum i stál- stungu og myndefni er mynd Otto Bache frá um 1876 „Lest af hestum fyrir utan krá.” Frímerkiö er póst- maðurinn. Blokkin er 80x102 mm á stærð, en merkið sjálft 40,4x23,6 mm. A útgáfudaginn, 17. júni, verður fyrstadagsstimplun á POSTENS FILATELI. Pantanir ásamt greiðslu sendist til: POSTENS FILATELI Raadhuspladsen 59 DK-1550 Köbenhavn V Danskan póstgiróreikning: 3 02 14 83 og póstá visanir má einnig nota. Sé óskað eftir fyrstadagsbréfum, þarf pöntunin að berast POSTENS FILATELI siðasta 10.6. 1976. VELKOMIN Á HAFNIA 76 HAFNIA 76 Fyrsta alþjóðlega frimerkjasýn- ingin i Danmörku, HAFNIA 76, stendur dagana 20.-29. ágúst 1976. Tækifærið er 125 ára afmæli dönsku frimerkjanna, en útgáfa þeirra hófst 1. april 1851. Sýningin hefir vernd F.I.P. og samanstendur af 4,500 römmum. 54 lönd taka þátt i samkeppnideild og 138 lönd i opinberri deild. Sýningin er haldin i Bella Center, nýrri sýningarhöll og nútímalegri 73.000 fermetra stórri. HAFNIA 76 notar 32.000 fermetra af þvi. i höll- inni eru öll nútimaþægindi, o.s.frv. Agústmánuður er bezti timi ársins fyrir ferðamenn að gista Dan- mörku og Kaupmannahöfn býður uppá mörg ævintýri, sem hafa gert borgina heimsfræga, sem alþjóð- lega ferðamannaborg. Ef þér óskið itarlegri upplýsinga um HAFNIA 76, þá skrifið: HAFNIA76 Postboks 362 DK-1503 Köbenhavn V 0 VELKOMIN MERKUR. TIL DAN-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.