Tíminn - 16.05.1976, Page 13

Tíminn - 16.05.1976, Page 13
Sunnudagur 16. mai 1976. TÍMINN 13 Myndlistarskólinn í Reykjavík: Nemendasýning um helgina JG-RVK. Myndlistarskólinn I Reykjavik, sem er til húsa i As- mundarsal að Mimisvegi 15 (horni Freyjugötu og Mimisv.), heldur sina árlegu vorsýningu um þessa helgi. Eru þar sýnd verk nemenda sem þar hafa stundað nám i vet- ur. Nemendur Myndlistarskóláns i Reykjavik eru rúmlega 200 tals- ins, og er kennt i 12 deildum, mál- aradeildum, teiknideildum, högg- myndadeild og grafikdeild. Auk þess eru barna- og unglingadeild- ir, þar sem kennd er leirmótun, teikning og málun, auk annars. Barnamúsikskóli Kennarar i skólanum i vetur eru 9 talsins, og eru það mestan part þekktir listamenn. Skóla- stjóri er Katrin Briem. Sýningin verður opið frá kl. 14—22 á laugardag og sunnudag. Að sögn þeirra Hrings Jóhannessonar listmálara og Katrinar Briem skólastjóra hefur þetta verið ágætur vetur hvað skólastarfið snertir. Ahugi nem- enda er mikill og ástundun góð. Nemendur finna að þessu sinni upp á nýjungum til þess að vekja athygli á skóla sinum og sýning- unni. Gerðar hafa verið grimur, sem nemendur munu bera i aug- lýsingagöngu, og sérstakt auglýs- ingaplakat hefur verið gert vegna sýningarinnar. Þá hafa menn i hyggju að sýna höggmyndir á svölum hússins, sem eru mjög rúmgóðar, en það er þó aðeins unnt að framkvæma ef veður er þurrt, þar eð myndirnar eru fæst- ar úr efni sem þolir útivist i vond- um veðrum. Hafa myndirnar ver- ið varðar með sérstakri blöndu gegn regni. Þegar blaðamenn komu i húsið, var verið að leggja siðustu hönd á undirbúning sýningarinnar, en verkin munu skipta hundruðum, ef allt er talið. Ekki er að efa að fjölmenni verður á sýningu Myndlistarskól- ans i Reykjavik um helgina, ef að likum lætur. Reykjavíkur: Hvers vegna URSUS? URSUS ER STERKUR URSUS ER SPARNEYTINN URSUS ER ÓDÝR Svo ódýr, að mismunurinn jafnvel nægir til að mæta áburðarhækkuninni. Góð þjónusta og nægir varahlutir. 141 < l< SUNDABORG Klettagörðum 1 • Simar 8-66-55 £ 8-66-80 Lll Auglýsið í Tímanum 350 nemendur í skólanum - 13 útskrifuðust í vor Barnamúsikskóli Reykjavikur hélt lokatónleika sina s.l. sunnu- dag, 9. mai. Haldnir voru tvennir tónleikar þennan dag, i Austur- bæjarbiói og i félagsheimili Karlakórsins Fóstbræðra. A tónleikunum komu fram hljóm- sveit skólans, sönghópur, börn úr forskólanum og fjölmargir hljóð- færaleikarar, allt frá einleik til fjölmenns samleiks. 13 nemendur útskrifuðust úr skólanum, og fara þeir flestir i Tónlistarskólann i Reykjavik til framhaldsnáms. 1 vetur voru um 350 nemendur i skólanum, þar af um 50 i útibúi skólans i Breiðholti (Fellahelli). Skólinn er, eins og undanfarin ár, meira en fullsetinn, og hamla húsnæðisvandræði eðlilegum vexti hans. Um 20 kennárar starfa við skól- ann, og er kennt á pianó, gitar, fiðlu, selló, klarinettu, altflautu, þverflautu og hörpu. 1 vetur var starfsemi skólans mjög fjölbreytt. Fyrir utan fjöl- marga tónleika, sem haldnir voru innan veggja skólans, var farið i nokkrar tónleikaferðir i skóla borgarinnar og leikið og sungið fyrir nemendur þar. Einnig var farið i tónleikaferð til Akraness 2. mai og haldnir sameiginlegir tón- leikar með tónlistarskólanum þar. (Fréttatilkynning) VANTAR YÐUR starfsfólk? Höfum vinnufúst fólk, vant margvisleg- ustu störfum. Atvinnumiðlun stúdenta Simi 1-59-59. Að mörgu er aö hyggja, er þú þarft aö tryggja Brunar og slys eru of tíóir vióburóir í okkar þjóófélagi. Þegar óhapp skeóur er hverjum manni nauósyn, aó hafa sýnt þá fyrirhyggju, aó fjárhagslegu öryggi sé borgió. Hagsmunir fyrirtœkja og einstaklinga eru þeir sömu. SJÓVÁ tryggt er vel tryggt SUÐURLANDSBRAUT 4 -SÍMI 82500 11

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.