Tíminn - 16.05.1976, Síða 24

Tíminn - 16.05.1976, Síða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 16. mai 1976. Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 54 - hafði neitað að telja ósætti þeirra undanfarna daga end- inn á sambandi þeirra. En eftir að hann hafði fundið gamla kennarann sinn aftur, hafði hann líka f undið eitt- hvað i sjálfum sér, styrk og ákveðni, sem hann hafði ekki vitað um áður. Hvert sem svar Venetiu yrði, gæti það ekki breytt áformum hans. — Viltu giftast mér, Venetia? Við erum ennþá trúlof- uð, að því ég veit bezt. — Ég var farin að velta fyrir mér, hvort þú værir bú- inn að gleyma þvi, svaraði hún beizklega. Hann laut niður og kyssti hana — f yrst blíðlega, en svo af aukinni ástriðu. Hann óskaði þess, að hún hefði ekki þessi áhrif á hann, þá væri svo miklu auðveldara að lifa án hennar. Eins og á stóð, dróst hann milli tveggja skauta... annars vegar Venetiu og ástarinnar i hennar. garð....og hins vegar þeirra áhrifa, sem Myra hafði á hann. Það var eins og hann yrði að hafa viðurkenningu Myru á öllu sem hann gerði...hvers vegna vissi hann ekki, ef það var þá ekki stolt hans, sem krafðist þess. Hann vildi ekki einu sinni viðurkenna fyrir sjálfum sér, að stolt hans hafði beðið hnekki, vegna þess að Myra hafði verið svo f Ijót að komast yf ir ást sína til hans. Venetia ýtti honum frá sér. Hún fann að hún var að byrja að linast og þótt hún hefði verið fús til þess fyrir andartaki, var hún nú bálreið vegna þess að hann hafði haft samband við Myru. — Ég þarf að vita eitt, áður en ég svara Brent. Hvað hefurðu verið mikið með Myru? Hvaða máli skiptir hún þig eiginlega?, — Engu núna, svaraði hann án þess að hugsa sig um....og gerði sér svo grein fyrir, hvað það var kjána- legt. Hann hafði ekki sagt Venetiu að hann hefði verið trúlofaður Myru, en nú kæmist hann varla hjá því. — Núna? endurtók hún og kipraði grænu augun. — Hvað áttu við með því? Hann reyndi að skjóta sér undan. — Þú svarar ekki spurningu minni, Venetia. — Og þú ekki minni! Ég vil fá sannleikann. Þú sagðir, að Myra Henderson skipti þig engu máli núna og það get- ur varla þýtt annað, en að hún hafi einhverntíma gert það. Þekktust þið áður en þið hittust hérna í París? Hann viðurkenndi það. — Ég hef ekki leynt þig neinu, Venetia. Ef þú hefðir mátt vera að þvi að hlusta um kvöldið í veizlunni hjá Estelle, hefðirðu fengið að heyra nákvæmlega, hvenær og hvernig við Myra kynntumst. — Ég man ekkert eftir því. — Nei, þú hafðir meiri áhuga á öðru fólki, en hvaða máli skiptir þetta eiginlega? — Það skiptir miklu máli. Það getur skýrt margt! Elskaðirðu hana? — Heyrðu nú, sagði hann gremjulega. — Þú aáakaðir mig einu sinni fyrir að yfirheyra þig um fortíðina. Þú sagðir, að það sem áður hefði gerzt, skipti engu máli. Ef ég man rétt, minntirðu mig meira að segja á, að þú hefð- ir aldrei spurt, hvort ég hefði átt einhver ,,ævintýri” meðan ég var við nám hér í París. Hvers vegna viltu þá vita það núna? Fallega andlitið varð þrjózkan uppmáluð. — Ég krefst þess að f á að vita það, sagði hún hvasst. — Þú sagðir sjálf, að þú byggist ekki við, að ég hefði lifað eins og munkur! — Áég aðskilja þetta þannig, að þú haf ir allt annað en lifað eins og munkur með Myru? Hann renndi f ingrunum í örvæntingu gegn um háríð. — Venetia, vertu nú almennileg. Ég skal segja þér allt, sem þú vilt vita, en í guðs bænum ekki misskilja allt, sem ég segi. Sannleikurinn er sá, að ég þekkti Myru og þekkti hana vel. Við vorum nefnilega trúlofuð. — Trúlofuð? Og þú sagðir mér það ekki? — Ég sleittrúlofuninni, þegar ég kynntist þér. Ég varð ástfanginn af þér....eða hélt að ég væri það. Henni líkaði þetta ekki. Var Brent í vafa um, að hann elskaði hana? — En hvers vegna ertu þá farinn að vera með henni aftur, ef þú elskar hana ekki lengur? spurði hún róleg. — Segðu mér það, þá skaltu fá svar mitt, Brent. Hann kærði sig ekki um þessa yfirheyrslu og hrukkaði ennið gramur. Án þess að biða svars, hélt Venetia áfram: — Hvers vegna þurfti hún að útvega okkur íbúð? Hvers vegna ætti ég að vilja búa í húsi, sem hún hefur valið? — Elsku Venetia, hún valdi það ekki. Hún vissi, að ég var að leita að vinnustof u, af því mig vantar stað, sem ég get kallað heimili mitt i París. Hún lofaði að spyrjast f yrir og konan, sem leigir henni vissi um þetta. Ég fór og skoðaði það. — En hvers vegna þrjú svefnherbergi? Við verðum ekki það lengi i París, að við fáum not fyrir gestaher- SUNNUDAGUR 16. mai 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Otdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Prelúdi'a og fúga um nafnið B.A.C.H. eftir Franz Liszt. Gabor Lehotka leikur á orgel Tón- listarakademiunnar i Búda- pest. b. Tónlisteftir Johann Sebastian Bach: Svita i C-dúr, Konsert fyrir óbó og fiðlu i c-moll og Magnificat i D-dúr. Flytjendur: Fil- harmoniusveitin i Búda- pest, Peter Pongracz, Den- es Kovacs, Livia Buday, Margit Laszló, Istvan Roz- sos, Albert Antalffy og Kodaly-kórinn i Debrecen. Stjórnandi: Andras Korodi. 11.00 Messa i Lögmannshlið- arkirkju (hljóðrituð viku fyrr). Prestur: Séra Birgir Snæbjörnsson. Organleik- ari: Askell Jónsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.55 Baldur og Hafmeyjan. Lif, störf og viðhorf áhafnar á varðskipinu Baldri. Siðari þáttur. Umsjón: Páll Heið- ar Jónsson. Tæknivinna: Runólfur Þorláksson. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Létt-klassisk tónlist. 17.00 Barnatími: Gunnar Valdimarsson stjórnar. Helga Hjörvar flytur frá- sögu eftir Gunnar Valdi- marsson: ,,1 tilefni af vor- komunni”. Ásgeir Höskuldsson segir frá þremur telpum og talar um sauðburð. Guðrún Aradóttir les ævintýrið „Surtlu i Biá- landseyjum” úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. 17.50 Stundarkorn ineð sænska söngvaranum Jussi Björling. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bein lina til Matthiasar Bjarnasonar sjávarútvegs- ráðherra. Fréttamennirnir Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristínsson sjá um þátt- inn. i 20.30 Sinfónia nr. 3 i Es-dúr op. 97 eftir Robert Schu- mann. Sinfóniuhljómsveit Berlinarútvarpsins leikur, Peter Schrotter stjórnar. 21.00 „Fermingarfötin”, smásaga eftir Brendan Bchan. Anna Maria Þóris- dóttir þýddi. Hjörtur Páls- son les. 21.20 Samleikur i útvarpssal. Robert Aitken, Gunnar Egilson, Þorkell Sigur- björnsson og Hafliði Hall- grimsson leika „Four better or worse” eftir Þorkel. 21.45 Kvæði eftir Henrik Wergeland.Þýðandinn Þór- oddur Guðmundsson les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 17. mai 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari (alla virka daga vikunnar). Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Arngrimur Jóns- son flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Birna Hannes- dóttir heldur áfram lestri sögunnar af „Stóru gæsinni og litlu, hvitu öndinni” eftir Meindert DeJong (13). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.