Tíminn - 16.05.1976, Page 26

Tíminn - 16.05.1976, Page 26
26 TÍMINN Sunnudagur X6. mat 1976. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — Trinity-afturför Nýja BIó: Guð fyrirgefur, ekki ég (God forgives, I don’t) Aðalhlutverk: Tercnce Hill, Bud Spencer. Terence Hilll og Bud Spencer, með öðrum orðum Trinity- bræðurnir viT)frægu hafa aldrei vakið aðdáun undirritaös á nokkurn hátt, og synd væri að segja að þeir vektu að þessu sinni nokkrarhræringar henni skyldar. Hafi einhver breyting oröið á þeim og kvikmyndastússi þeirra, þá er þaö til hins verra. Undan- tekningalaust hefur mér þótt framlag þeirra til afþreyingar- tækni mannkynsins fremur fá- fengilegt, en þeir höfbu þó til að bera nokkurt sjálfstæði, með þvi að þeir voru næsta lausir við stælingar þess, sem fyrri vestra- hetjur höföu gert. Það er nú liðin tið, og þar með brást hið eina, sem þeir höfðu sér til varnar. Þessi hnignun er greinileg þegar I upphafi myndar, þar sem Terence Hill hefur gjörsamlega skipt um yfirbragö. Hann er ekki. lengur gáfaöi hlutinn af Trinity bræörunum, ekki lengur lifsglað- ur og inni við beinið heiðarlegur óróabelgur. Hann er orðinn Iffs- leiðurogilla rökuð stæling á Clint Eastwood Ur dollaramyndunum og vfðar. Allt frá skitugri skikkjunni og vindlinum, til and- litsbrigöa og baráttuaðferöa, er hann nákvæm, en engu að slöur misheppnuð, endursköpun byssu- mannsins óræða, sem sker upp herör gegn afbrotamönnum þeim, sem eru verri en hann sjálfur. Þar fór miður, þvi þótt Trinity bræðurnir hafi aldrei getaö áunnið sér sess sem afgerandi kvikmyndahetjur, þá höfðu þeir þó til að bera nokkurt sjálfstæði, sem þeir nú hafa glatað. Efni þessarar myndar þykir ekki þörf að rekja að neinu marki, tilþess er það of fáfengilegt. Þess má þó geta, aö þeir félagar beita enn hnefunum (fótunum og öðrum llkamshlutum eftir hentugleikum), en treysta þó meira á skotvopn og eggvopn en áöur enda tilheyrir það East- wood-stælingu Terence Hill að vera handfljótasta skytta ver- aldar (fastest gun in the world). Þegar á heildina er litið er myndin fremur þunnur þrettándi, hávaðinn og lætin út af fyrir sig nægileg, en lltið annaö þar að finna og slzt af öllu nokkuð þaö, sem vestriætti að hafa til að bera. Þeir félagar sátu ekki á háum stalli, þannig að fallið af honum getur varla hafa meitt þá veru- lega, en engu að siður eru þeir nú komnir endanlega niður á jörðina, og verður að telja það llklegt, að innan skamms hætti Terence Hill (Clint Eastwood II) þjarmar að einum andstæðinga sinna. Honum fer aftur, þótt ein- hvemt&na hefði sllkt þótt ótrú- legt. Hann er greinilegt dæmi um það, þegar enginn tekur eftir þvl góða I fari manna, fyrr en það hverfur. framleiösla þeirra að sjást á hvlta tjaldinu hér. Það eina sem undirrituðum flaug I hug eftir að hafa séð þessa mynd var: Ja, ekki er öll vitleys- an eins, SEM BETUR FER. WOODY VEKUR UPP Tónabló: Uppvakningurinn (Sleeper) Leikstjórn: Woody Allen Aðalhlutverk: Woody Allen, Diane Keaton, John Beck. Þegar gengiö er inn i kvikmyndahústil þess aö sjá eina af kvikmyndum Woody Allens, þá er gengið þar inn með þaö I hug aö hlæja, hlæja hátt og mikið og skemmta sér ákaflega vel. Þetta tekst llka, I flestum tilvikum að minnsta kosti, að sumu leyti vegna þess að kvikmyndir Woody Allen eru hlægilegar, fyndnar, háðskar, og svo framvegis, en þó að mestu leyti vegna þess ein- læga vilja og ásetnings áhorf- andans að hlæja og hlæja vel. Woody Allen er um þessar mundir talinn einhver bezti gamanmyndahöfundur veraldar. Myndir hans hafa farið sigurför um kvikmyndahús stórborganna og hafa, að sjálfsögðu rakað saman fé honum til handa. Sjálf- ur þykir hann fjölhæfur gaman- leikari, frumlegur, hugmynda- rlkur, djafur, og svo framvegis. Ég vona, að enginn taki það illa upp, þótt hér verði fullyrt, að hann er ekkert af þessu. Sem kvikmyndahöfundur sækir Allen efni sitt undantekningalaust til annarra, og nýtir það auk þess aldrei til fullnustu. Honum hættir til að láta sér sjástyfir greinilega punkta I efninu, jafnframt þvl að honum hættir til að ofnota aöra þætti þess. Sem leikari er Allen einhæfur meö afbrigðum,oghefur meö öllu sannreynt að hann getur ekki leikið neitt nema sjálfan sig, tilbrigðalltið og án verulegrar innlifunar. Hann er heldur engan veginn frumlegur semleikari, ekki hugmyndaauðugur og alls ekki djafur. Um dirfsku Allen er það að segja,að hún felsteinkum i þvl að taka til meðferðar efni sem engan meiðir, gera þvl þannig skil, að það geti ekki komið við velsæmis- kennd nokkurs manns, né heldur vakið nokkurs staðar gagnrýni á viðkomandi kvikmynd, fyrir ósiðsemi eða annað. I myndum slnum talar hann gjarna um kyn- llf, og lætur jafnvel að þvl liggja, að bak við tjöldin fari fram glfur- legt stóðllf. Hann gætir þess þó vandlega að fara ekki út fyrir þau mörk sem þröngsýnar meykerl- ingar myndu setja á veldæmi. Um hugmyndaauðgi og frum- leik Allens er það að segja að hvorugum þeim eiginleika bregður fyrir hjá honum. Að vísu má segja, að i kvikmynd þeirri sem Tónabió sýnir nú, komi fram nokkuð mikiö af sæmilegum hugmyndum, en engin þeirra er meira en sæmileg, og engin þeirra er frumleg. Hvað er frum- legt við tæki sem fullnægir kyn- hvöt manna? Hvað er frumlegt við vélmenni I heimilisstörfum? Og hvað er i sjálfu sér frumlegt við byggingu heils llkama út frá einu nefi? Þessar hugmyndir eru allar sóttar til höfunda svokallaðra vlsindaskáldsagna, og það eina sem Allen bætir við þær frá eigin brjóstí er að gera þær litilvægar, allt að þvl heimskulegar. Sem sé, Woody Allen hefur hér meö verið afhjúpaður (he, he). Þessiskrif má þó ekki taka sem svo, að kvikmyndir Allens séu með öllu óalandi og óferjandi. Alls ekki. Flestir menn ráöa svo yfir viðbrögðum sjálfra sín, að þeir geta haft mikið gaman af þessari vitleysu. Þar á meðal undirritaöur, sem óneitanlega hló m.a.s. nokkuð mikið á köflum, að kvikmyndinni Uppvakningurinn. Engu að slður skal það fullyrt, að sá hlátur var og er aö mestu leyti upprunninn I áhorfendum sjálf- um. Woody Allen á ekki heiðurinn af honum nema að mjög litlu leyti. Ef þú vilt hlæja, þá farðu i Tónabíó, en geröu þér grein fyrir þvi, að skemmtunin er undir sjálfum þér komin, ekki Woody Allen. Woody Allen I hlutverki vælandi feguröardrottningar. Hlægi- legt? Já, ef húmorinn er I lagi hjá áhorfandanum, en sjálft at- riðiö hefur sáralitiö til að bera. Allen bregöur sér I gervi vélmennis, og lendir þá I villtu partli. Þaö er nú þaö. Skárri vitleysa Bart, lögreglustjórinn blakki, hinn nýi Roy Rogers. Austurbæjarbió: Blazing Saddles Leikstjórn: Mel Brooks Aöalhlutverk: Cleavon Little, Gene Wilder, Slim Pickens, David Huddleston, Liam Dunn, Harvey Korman, Madeline Kahn. Já, það verður að endurtakast, aðekkier öll vitleysan eins. Þessi er vel sæmileg, jafnvel á köflum nokkuð góð. t það minnsta er að mörgu hlæjandi I henni og verður að taka boðskap hennar sem nokkuð napran, þrátt fyrir fifla- gang I boðun hans. Vestri þessi er um margt sér- kennilegur, og er fæst af þvi til þess fallið að ræða það hér. Slík umræða myndi meira eða minna leyti skemma fyrir þeim sem sjá myndina eftír lesturinn, en þó er óhætt að minnast á fáein atriði. Mynd þessi fjallar um setningu fyrsta svertingjans i lögreglu- stjóraembætti I vilta vestrinu, at-' buröi þá sem leiða til setningar hans i embætti, svo og afleiðing- arnar. Það er smábærinn Rock Ridge, sem veröur þessa (vafasama)) heiðurs aðnjótandi, en orsökin er sú, að fyrrverandi lögreglustjóri hefur verið myrtur, og enginn hvltur maður þorir aö taka embættið að sér. Svertinginn Bart, sem tekur Setta að sér, hefst að sjálfsögöu anda um að hreinsa bæinn og losa hann við glæpalýð þann sem hrjáð hefur Ibúa hans. Honum verður ýmislegt að vopni I þeirri baráttu, en jafnframt henni verð- ur hann aö há baráttu við kynþáttafordóma og þröngsýni bæjarbúa sjálfra. Það er skemmst frá þvi að segja, að Bart tekst ætlunarverk sitt, svo sem við var að búast, en það segir þó næsta litið um mynd- ina, sem fjallar ekki nema að litlu leyti um söguþráö sinn. Sagan er einvörðungu með sem hjálpar- gagn en ekki sem aöalefni. Að meginhluta til er mynd þessi háð um kvikmyndaframleiöslu, kvikmyndagerðarmenn og kvik- myndaáhorfendur. í henni er öllu snúið við, allt afskræmt og ýkt, þannig aö úr verður ein heljarmikil flækja, sem ekki er gerð minnsta tilraun til að leysa úr. Gert er grin að flestu þvl, sem gerandi er grln að, hvort heldur eru stjórnmál, fjármál, afbrota- mál, eða annað. íbúar vestursins fá alveg sérstaka meöferð, þar sem goösögnin um hreysti þeirra og kjark erfótum troðin, en þeir I staðinn sýndir sem tiltölulega venjulegir heiglar og smáborgarar. Það sem mynd þessi hefur einkumtilaðbera.eraö vera vit- laus, en þó vitlaus á þann máta, að hægt er að hlæja að henni. Efni hennar er I sjálfu sér ekki hlægi- legt, enda er það myndin sjálf, sem hlegið er að, gerð hennar og smáinnskot, sem geta komið hlátrinum af stað. Hún er langt frá þvi að vera listaverk, og getur ekki einu sinni talizt veru- lega góð. Engu að siöur nær hún tilgangi sinum og fær þvi með- mæli sem sllk. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — j

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.