Tíminn - 16.05.1976, Síða 33

Tíminn - 16.05.1976, Síða 33
Sunnudagur 16. mai 1976. galopnum augum út i næturkyrrðina. — Harry Douglas hafði haft rétt fyrir sér. Þetta var sannarlega veiðiför, sem ekki var hægt að gleyma. Allt i einu kom hann auga á höfuð á stóru dýri rétt fyrir framan sig. Liklega aðeins 10—15 metra frá honum. Þetta var ljón! „Skjóttu, meistari Árni! Skjóttu, skjóttu!” æpti Songo. Hann stóð nokkur skref að baki Árna. Árni lét skotið riða af. Til þess að hægara væri að miða rifflinum i dimmu, var á honum hvitt sigti, en drengur- inn var svo æstur, að hann hafði suðu fyrir eyrunum og gætti þess ekki, að miða nógu ná- kvæmlega, og þess vegna hitti hann ekki ljónið á milli augnanna, eins og Ibrahim hafði sagt honum að gera, en i stað þess lenti kúlan i hálsinum á ljóninu. í æs- ingnum gleymdi Árni þvi, að hann hafði annað skot i rifflinum, og skaut ekki aftur. Við sársaukann rak ljónið upp öskur og dró sig saman i hnút til stökksins. Á næsta augnabliki var Árni i dauðans greipum, en Songo sá hættuna, og á sömu stundu kastaði hann sér fram fyrir Árna og rak langa, sterka spjótið beint i op- ið ginið á ljóninu. Við það missti ljónið kraft- inn úr stökkinu, en til allrar óhamingju hras- aði Songo og féll fram yfir sig i áttina að ljón- inu. 1 þvi dundu tvö skot. Það var Abdullah, sem sendi bæði skotin úr rifflinum á örstuttu færi beint i hausinn á ljóninu. Þetta stóra rándýr steyptist fram yfir sig dauðskotið, en i dauða- teygjunum náði það að tæta Songo og særa hann miklu sári hægra megin frá herðablaði og niður eftir siðunni. Ibrahim og burðar- mennirnir komu hlaup- andi. Þeir losuðu Songo undan ljónshrammin- um, en hann engdist sundur og saman af kvölúm. Mikið blóð foss- aði úr sárinu. — Þeir höfðu hvorki með sér sárabindi eða kvalastill- andi meðul, og Ibrahim gaf þvi strax fyrirskipun um, að þeir skyldu bera Songo sem fljótast heim i þorpið. — Þannig sár eftir ljónshramm er venjulega lifshættuleg. I klónum á ljónunum, eða milli þeirra, eru oft kjöt- tægjur og önnur óhrein- indi, sem geta orsakað blóðeitrun. í flýti bjuggu þeir til börur úr bambusstengum og jurtaflækjum. Á þær lögðu þeir Songo með mikilli varúð og báru hann hina löngu og erf- iðu leið til baka. Árni var alveg eyði- lagður eftir þessa veiði- ferð. Hann áleit það sér að kenna, þetta hræðilega slys með Songo. — Guð almáttug- ur, hvað átti hann af sér að gera? Ef hann aðeins hefði verið rólegur og miðað betur eða um- fram allt munað eftir hinu skotinu, þá hefði þetta aldrei komið fyrir. Árni var alveg niður- brotinn. Ibrahim reyndi að hressa hann við og tala um fyrir honum. Hann fullvissaði hann um, að fáir menn væru svo kjarkgóðir að geta staðið augliti til auglitis x fíMínn við tryllt ljón og miðað rólega á það. Svona ó- happ gæti vel hent ágæta veiðimenn. En Árni lét ekki hugg- ast. Hann var mjög beygður og ásakaði sig stöðugt. Að hugsa sér, ef 'Songo dæi af sárum sin- um. Trygglyndi, hug- prúði Songo, sem hafði á siðasta augnabliki bjargað lifi hans og lagt sitt lif i hættu.Hvað ætli Berit hugsi? — Hræðilegt, að þetta skyldi vera hans eigin sök. Þau systkinin höfðu bæði verið svo hrifin af Songo, þessum lifsglaða, ágæta negrapilti. Aldrei brá hann skapi sinu og annaðist um þau, eins og þau væru systkini hans... Árni barðist við grát- inn. ,,Songo, Songo, — þú mátt ekki deyja,” hvislaði hann hvað eftir annað. En það var ein- mitt það, sem allir voru hræddir um. Þeir höfðu engin tæki eða þekkingu á að stöðva blæðingu og blóðtapið var svo mikið, að kraftar Songos virt- ust fjara út smátt og smátt. Hann var hálf- meðvitundariaus, en brosti þó hlýlega, þegar Árni beygði sig yfir hann og nefndi nafn hans. Að lokum náðu þeir á- fangastað. Gamli Kemal, sem eitthvað þekkti til lækn- inga, tók Songo strax að sér. Hann hreinsaði sár- ið og bjó um það eftir föngum. Hann lét hann dreypa á einhverri vin- blöndu, og ofurlitið lif virtist færast i hann. Ef til vill sigraðist Songo á þessu. Kemal sagðist hafa dálitla von um það, en aðeins veika von. En sú von brást. Undir morguninn hljóp drep i sárið og um hádegið dó Songo, og hafði aldrei fengið meðvitund, eftir að hann kom i hús Kem- 33 als. Hann var jarðsettur um kvöldið. Árni og Berit voru nú mjög einmana og sorg- mædd. — Það var þeim ekkert til ánægju, að Kemal bauðst til að út- vega þeim annan þjón. Það gat enginn komið i stað Songós. Þessi nýi þjónn var annars ágæt- ur. Hann var kurteis og hugsunarsamur, en innilegt vinarsamband kom þarna ekki til greina. Það tilheyrði að- eins minningunni um Songo. LESTU EKKI ÞESSA AUGLÝSINGU ef þú hefur engan áhuga á að vera sjálfs þín herra. Til sölu er, á tækifæris- verði, litið notaður off- setf jöJritari. Miklir möguleikar þar sem prentsmiðjur eru ekki starfandi. Upplýsingar í síma 91-35727. I I Einstakt tækifæri Fólksbíla Vörubíla Dróttarvéla og Jeppa hjólbardar á gamla verðinu, án hækkaðs vörugjalds - Takmarkaðar birgðir Sparið þúsundir - kaupið Barum í dag. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/E AUÐBREKKU 44-46 SÍM/ 42606 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ Á AKUREYRI H/F. ÓSEYRI 8. EGILSTAÐIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR. GARÐABÆR: NYBARÐI H/F GARÐABÆ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.