Tíminn - 13.06.1976, Side 7
Sunnudagur 13. júni 1976
TÍMINN
7
HELGARSPJALL
Kristjdn Benediktsson
Alþingi
Skammt er slöan Alþingi lauk
störfum. Þingiö i vetur var hiö
97. i rööinni frá þvi þaö var end-
urreist um miöja siöustu öld.
Nú I seinni tiö hefur meira
veriö rætt og ritaö um störf Al-
þingis, völd þessog viröuleik, en
dæmi munu um áöur. Margt af
þvi, sem sagt hefur veriö og
skrifaö, hefur veriö i litlum vin-
semdartón gagnvart þessari
æöstu stofnun þjóöarinnar.
Vissir aöilar viröast næstum
hafa haft þaö sem aöalstarf aö
skrifa niörandi um Alþingi, og
geralitiö úr þeim mönnum, sem
þar sitja og störfum þeirra.
Hafa sum af dagblöðum okkar
verið óspör á rúm undir skrif af
þessu tagi.
Vitanlega má benda á eitt og
annaö, sem betur mætti fara i
störfum Alþingis, og vissulega
eru þingmennirnir misjafnir,
enda varla viö ööru aö búast,
þar sem þeir eru spegilmynd af
þjóöinni sjálfri.
Gagnrýni er
nauðsynieg
Gagnrýni er ekki aöeins æski-
leg heldur nauðsynleg stofnun
eins og Alþingi. En þvi aöeins
gerir hún gagn, aö hún sé mál-
efnaleg, sanngjörn og jákvæö.
Gagnrýniafþvitagi.sem hér er
fjallað um, getur aldrei oröiö til
annars en ills eins.
Þeir sem i alvöru halda þvi
fram, aö Alþingisé hin mesta ó-
þurftarstofnun og alþingis-
mennirnir hafi það helzt sér til
dundurs aö finna nýjar og nýjar
leiðir til aö skattpina almenning
og gera honum lifiö sem leiöast,
og séu nánast samsafn ónytj-
unga og misindismanna, eru á
alvarlegum og hættulegum
villigötum. Slikur og þvilikur
málflutningur þjónar ekki öðr-
um tilgangi en þeim, að rýra
traust fólksins i landinu á þess-
ari æðstu og nauðsynlegustu
stofnun þjóðarinnar og þeim
mönnum, sem kjörnir hafa ver-
ið i frjálsum almennum kosn-
ingum til þess að halda þar um
stjórnvöl.
Verter fyrir þá, sem vilja viö-
halda hér lýöræöi og þingræöi
meö frjálsum kosningum aö
gera sér grein fyrir, hvaö ætti
aö koma i staö Alþingis, þegar
búiö væri aö sverta þaö svo f vit-
und fólks, og rýra þaö áliti og
trausti að það væri ekki lengur
færtum aðgegna hlutverki sinu
i þjóöfélaginu. Ósanngjörn og
neikvæö niöurrifsgagnrýni á Al-
þingi og störf þess miöar aö þvi
aö veikja þaö stjórnkerfi, sem
viö búum viö og fæst okkar vilja
raunar missa, þrátt fyrir allt.
Alþingi tómiátt
Þeim sem þetta ritar, finnst,
aö Alþingi sjálft hafi veriö furöu
tómlátt að svara þeim árásum,
sem þaö heiúr oröiö fyrir.
Þd hefur forseti þingsins As-
geirBjarnason tekiö upp mynd-
arlega málsvörn bæöi I útvarpi
og sjónvarpi og hiö sama má
segja um fyrirrennara hans i
forsetastóli , Eystein Jónsson.
Báöir þessir menn, fyrrverandi
og núverandi forsetar samein-
aös Alþingis, gera sér auösjá-
anlega grein fyrir mikilvægi
þess, aö Alþingi skipi viröuleg-
an sess I vitund þjóöarinnar og
störf þess séu metin aö veröleik-
um og dæmd af réttsýni og
sanngirni.
Kristján Benediktsson.
Umræður utan
dagskrár
Þvi verður hins vegar ekki
meö neinni sanngirni neitaö, aö
alþingismenn sumir hverjir
eiga allmikla sök á þeirri vægö-
arlausu gagnrýni, sem beint
hefur veriö aö störfum Alþingis.
Þeir san fýlgdust meö þing-
störfum sl. vetur komust ekki
hjá aö veita þvi athygli, hve
sumir þingmanna eyddu mikl-
um tima i langar umræður utan
dagskrár, oft af litlu tilefni.
Einkum voru talsmenn
stjórnarandstööuflokkanna
slæmir meö þetta og komu þá
gjarnan i ræðustólinn allir þrfr
og fluttu nánast sömu ræöuna
oft á tiöum.
Þessar umræöur tóku stund-
um allan fundartimann þann
daginn og stundum næsta dag
einnig, þótt á hinni prentuðu
dagskrá væri fjöldi mála sem
biöu eftir afgreiöslu.
Viöurkennt skal, aö stundum
áttu þessar umræöur utan dag-
skrár rétt á sér og geröu gagn,
en langoftast virtist vera um aö
ræöa einskonar málfundaæf-
ingu og keppni milli foringja
stjórnarandstööuflokkanna, aö
eiga frumkvæöi aö umræöun-
um, og halda lengstu ræðuna.
Frá afrekunum var svo greint i
æsifréttastil i flokksblaöinu
næsta dag.
z.
Þá er enginn vafi á þvl, aö all-
ur málatilbúnaðurinn i sam-
bandi við stafsetninguna og um-
ræöurnar um Z-una vörpuöu
verulegri rýrö I augu almenn-
ings á Alþingi sem heild, þótt
ekki ættu nema nokkrir þing-
menn þar sök á. Einmitt um þaö
leyti, sem haldnir voru mara-
þonfundir daglangt og náttlangt
{ þingsölum og rifizt um, hvort
taKa skyldi aö nýju upp Z i is-
lenzku ritmáli, var um fátt
meira rætt utan veggja Alþingis
en nýjustu fréttir af mikilli
skuldasöfnun erlendis og slæmri
fjárhagsstööu rikissjóös.
Mun mörgum, sem utan
veggja voru, hafa fundizt, aö
alþingismönnum stæöi nær aö
reyna aö finna úrræöi til aö
bregöast viö þeim vanda, en aö
deila nótt og dag um þaö, hvort
hefja skyldi aö nýju aö kenna
„heldri manna stafsetningu” I
skólum landsins.
Löggjöf og
landhelgissamningar
Aö sjálfsögöu eru alþingis-
menn mannlegir og sum mál
þeim hugleiknari en önnur eins
og gengur. Þótt hér hafi verið
drepiö á tvennt ámælisvert I
störfum siöasta þings, fer þvi
víðsfjarri að störf Alþingis I
heild veröi dæmd út frá sliku. A
siöasta þingi voru sett mörg
merk lög og fjallaö aö nokkru
um mikinn fjölda frumvarpa,
sem ekki hlutu endanlega af-
greiöslu og biöa næsta þings. f
þeim flokki eru nokkur þeirra
frumvarpa, sem dómsmálaráð-
herra, Ólafur Jóhannesson flutti
um endurbætur og nýskipan
dómsmálanna. Þau mál hafa
verið mikiö til umræöu aö und-
anförnu og réttmæt gagnrýni
komiö fram um, hve afgreiðsla
dómsmála sé seinvirk. Sann-
leikurinn er hins vegar sá, aö
þaö sem vantar er fyrst og
fremst meira starfssviö til þess
aö hraöa megi afgreiöslu dóms-
mála og gera réttarkerfiö skil-
virkara en þaö nú er. Þetta
kostar hins vegar aukin fjárút-
lát. Er þar e.t.v. aö finna skýr-
inguna á þvi, aö Alþingi sam-
þykkti ekki sum af frumvörpum
dómsmálaráöherra. En varla
veröur ráöherrann sakaöur um
aö hafa ekki gert sitt til að fá
fram nauðsynlegar breytingar á
réttarf arsk erf inu.
Annað, sem mjög setti svip
sinn á þingstörfin sl. vetur voru.
samningar um landhelgina, en
gerðir voru samningar viö Vest-
ur-Þjóöverja, Norömenn, Fær-
eyinga og Belgiumenn, sem
staöfestir voru af þinginu. Þá
setti deilan viö Breta vissulega
svip sinn á störf Alþingis. Aug-
ljóst er, aö mikið starf hefur
hvilt á herðum utanrikisráö-
herra Einars Agústssonar
vegna allra þessara samninga,
nú siöast samning viö Breta i
Osló. Sá samningur markar
þáttaskil og hlýtur þaö aö vera
okkur tslendingúm fagnaöar-
efni, aö deilan viö Breta skuli
hafa leystst á svo farsælan hátt.
Hallbjörg efnir til málverkasýningar
Allir vita, aö Hallbjörg syngur.
Færri hefur grunaö, aö hún málar
lika. Fyrir nokkrum árum missti
hún röddina (sem jafnaði sig þó,
guöi sé lof, innan tiöar), og þá fór
hún fyrst aö mála af kappi. Og nú
efnir hún til málverkasýningar i
Casa Nova, og sýnir alls þrjátiu
og tvö verk. Sýningin hefst nú i
byrjun vikunnar og stendur til
mánaöamóta.
Hallbjörgu Bjarnadóttur er
sem sé ekki fisjað saman, og þaö
verður hreint ekki sagt, að hún sé
viö eina fjölina felld, þótt kunnust
sé hún af söng sinum. Ævintýri
hennar eru orðin mörg — einu
sinni rugluðust Sviar á nafninu
Bjarnadóttir og Bernadotte og
veittu henni viðtökur i samræmi
viö þaö. Enda hefur hún sennilega
verið jafnvel að viöhöfninni kom-
in og þó þaö heföi veriö greifinn
þeirra.
Og nú er hún sem sagt komin
heim meö málverkin sin. Þau
eiga hér lika heima eins og nöfnin
bera meö sér: Kaupakona,
Kaupamaður, Bliöa vor, Viö ána,
Kýr á heimleiö, Heysátur, Siöustu
beðin. Þau eiga áreiðanlega að
meira eða minna leyti ætt að
rekja á Skagann, þar sem Hall-
björg sleit barnsskónum og hafði
ekki hugboð um, að hún átti eftir
að verða fræg.
Islendingarnir í
5. og 11. sæti
— íalþjóðlegri keppni unglinga á
reiðhjólum og léttum bifhjólum
—hs-Rvik. Dagana 20. og 21. maf
sl. fór fram i Vin I Austurriki al-
þjóöleg keppni á reiöhjólum og
léttum bifhjólum. Fjórir Islenzkir
þátttakendur voru I hvorri keppni
og lentu þeir i 11. sæti af 18 I reiö-
hjólakeppninni en 5. sæti af 12
möguiegum i bifhjóiakeppninni.
_ Sigurður Agústsson hjá Um-
ferðarráði sagði, að megintil-
gangur keppninnar væri að verð-
launa sigurvegara i landskeppn-
unum, sem væru undanfarar al-
þjóöakeppninnar, og auka þannig
þátttökuna, sem vonandi leiddi til
aukinnar umferöarfræöslu.
Keppnunum var þannig hagaö,
aö fyrst voru fræöilegar spurn-
ingar um umferö og farartæki, en
siöan voru verkleg hæfnispróf i
sérstökum umferðargarði. Þeir
sem tóku þátt i keppninni fyrir Is-
landshönd voru: Sveinbjörn Dúa-
son, Akureyri, Egill Einarsson,
Kópavogi, og Þorkell Guðmunds-
son og Tryggvi Þ. Egilsson úr
Reykjavik á reiöhjólum, en Þórö-
ur Bogason, Magnús Guömunds-
son og Jón Sigurður Halldórsson
úr Reykjavik og Ólafur Hlöövers-
son úr Garöabæ á léttum bifhjól-
um.
Til þess að mæta umframeftirspurn í orlofsbúðum verkalýðsfélaganna býð
ferðaskrifstofa okkar upp á viku eða lengri dvöl á eftirtöldum stöðum á
kostakjörum: Laugarvatni, Nesjaskóla, Hallormsstað, Reykjahlíð, Flókalundi
og Víðar. Hægt er að fá hálft eða heilt fæði. Skipuleggjum einnig ferðir
á fyrrgreinda staði á hagkvæman hátt. Einnig geta viðskiptavinir farið
á eigin bílum, Sums staðar verða skipulagðar skoðunarferðir
um nágrennið, svo sem á Nesjaskóla, sem ætti að gera dvölina
skemmtilegri og gagnlegri.
Kynnið ykkur kjörin og dragið ekki að panta, þar
sem takmarkað gistirými er á hverjum stað.
LANDSÝN-ALÞÝÐUORLOF
Ferðaskrifstofa launþegasamtakanna
SKÓLAVÖRÐUSTlG 16 SlMI 28899