Tíminn - 13.06.1976, Qupperneq 15
Sminudagur 13. júni 1976
TÍMINN
15
\
------T
SMIDJUVEGI6 SÍMI44544 m KJÖRGARDI SÍMI16975
en þá kom óminnisdvali á mig og
hvarfmér veröldin. Höfðu þeir þá
talað um að bera mig upp, en ég
hafði svarað styggt: „Ég get
sjálfur gengið.” Sama höfðu þeir
talað um, er upp að kleifunum
kom, og ég svaraði hinu sama.
Þeir fóru með mig i búð þá, er
næst var, og er ég var að fara úr
treyjunni, hvarf dvalinn allt i einu
og ég man fyrsta orðið, sem ég
sagði: ,,Fæ ég nokkurn með mér
af piltum minum?” Þeir báðu
mig að hugsa ekki um það, og
vera rólegur, og skildi ég þá
hvernig var. Ég hafði vonað, að
einhverjum hefði kastað upp lif-
andi af þeim, sem fyrst hurfu þar
við sandinn.
Mér var sagt, að litið á fjórða
klukkutima hefði verið frá þvi að
þetta tilfelli skeði við Sandinn og
þar til ég kom á land. En Berg-
sveinn, er til Ólafsvikur fór, kom
aftur út á Sandinn á sömu stundu
og ég kom á land.
Tveim dögum siðar fannst lik
Péturs Péturssonar. Lóðarönglar
höfðu fest sig i brók hans og þvi
hefir hann kallað: „Haldið ekki i
Vegna hagræðingar og betri aðstöðu í nýjum húsakynnum að Smiðju-
vegi 6 hefur okkur tekist að lækka framleiðslukostnaðinn verulega:
Bergamo
Sófasettið hefur nú lækkað í verði um kr. 53.000
Staðgreiðsluverð í dag kr. 179.000
Bergamo er nýtízku sófasett í „Airliner’’ stíl.
Traustbyggt, afburða þægilegt og fallegt.
Meiri framleiðsla — betri vara — lægra verð
Hergilsey á Breiðafirði, þar sem Snæbjörn átti heima.
þrif til annarrar neglunnar og næ
henni úr. Við það kyrrðist bátur-
inn og hvolfdi ekki um stund. Ég
var i skutnum, og Andrés frammi
ibarka, og var þá mun hægra. Við
héldum okkur og stungum höfð-
um undir hverja báru, en drógum
andann i milli, og gátum talað
saman fá orð i bili, t.d. spurði ég
hann, hvort hann væri nú ánægð-
ur að deyja með mér, og kvað
hann já við þvi. „Ég er ánægður,
þó við fylgjumst að,” sagði hann,
„okkur hefir alltaf fallið vel.”
Svona leið nokkur timi, ef til vill
allt að hálftimi. En allt i einu, er
ein holskeflan reið yfir, heggur
báturinn niður á steini eða klett,
sem þar er á tanganum norðan
við lendinguna, og kastast um á
augabragði. Báðir komumst við á
kjölinn aftur. Reið þá jafnharð-
an önnur bára yfir, og gat ég
haldið mér föstum á kilinum, en
er hún var af gengin, var Andrés
ekki hjá mér. Hann hafði slitnað
af og sokkið.
Nú var ég eftir einn, og munu
þá hafa verið liðnir fullir tveir
klukkutfmar, að mér var sagt sið-
ar.
Ég gat litið hugsað um annað en
að reyna að bjarga lifinu meðan
hægt væri. En ég man, að hugur-
inn flaug heim til foreldra minna,
og bað ég guð að hugga þau, þvi
nú misstu þau mig, eina barnið,
er þau hefðu átt. Ég man lfka, að
ég bað guð fyrir foreldrum
hinna , er dánir voru.
Nú var ég orðinn svo þreyttur,
að engu tali tók. Hendurnar dróg-
ust eftir kilinum, þegar bárurnar
buldu á, og stundum losnaði ég
við bátinn, en náði honum aftur.
En oft fannst mér brjóstið ætla að
rifna, er ég var niðri i kafinu. Ég
átti erfitt með að komast upp, til
að ná andanum, þó ég brytist um
af alefli. Og siðan gat ég ekki,
þegar upp kom, dregið andann
nema örfáum sinnum i bili, þang-
að til bára gekk yfir aftur.
Þá var það um það leyti, að
bára sló mér á kjalarhæl bátsins
á brjóstið. Ég man ég rak upp
hljóð, þegar höfuðið kom upp úr
sjónum, höggið var svo þungt og
sárindin mikil. En þau liðu frá og
brjóstið eins og dofnaði, svo ég
gat haldið áfram að bjarga mér.
Um það bil sá ég bát koma
framan af miðum og nærri upp til
min, auðsjáanlega til að athuga,
hvort lendandi væri. Þar var
hann um stund og ég vissi, að
mennirnir sáu mig öðru hvoru.
Ég veifaði til þeirra hendinni
tvisvar, en hugsaði með mér:
„Þeir skulu ekki geta sagt, að
þessi maður, sem þeir horfa á,
hljóði til þeirra.” Þeir máttu ekki
koma til min, það var ófæra. En
þeir áttu að reyna til að bjarga,
með þvi að láta bárurnar bera
dufl á streng upp til min, i' þeirri
von, að ég kynni að ná i það. En
þeir undu upp segl og sigldu inn i
Rif. Svo frétti ég siðar, að for-
maðurinn hefði bannað mönnum
sinum að geta þess, að þeir hefði
séð neitt til min, en allt komst
upp, og það var, að formaður áleit
ómögulegt að viðhafa neinar
björgunartilraunir.
Eftir það vissi ég minna hvað
leið, en ég hafði fullt ráð á þvi að
verja andrúmið, þá er ég var i
kafinu i' hvert sinn, þó að mér
fyndist brjóstið stundum ætla að
rifna. En oft kom ég upp i þeim
svifum, er að þroti var komið. Þó
vissi ég, að kraftarnir voru að
smálamast.
Þegar svo var komið, sá ég ná-
lega engan mann koma ofan á
bakkana, og sögðu þeir mér siðar,
að þeir hefði ekki viljað láta
þennan mann, hver sem hann var
sjá sig, og margir hefði óskað, að
dauðastriði hans lyki sem skjót-
ast, úr þvi engin ráð væri til
björgunar.
En nú hefir bátinn rekið upp, þó
ég vissi það ekki, þvi eitt sinn, er
báran hafði rekið mig af bátnum
og ég kom upp svo sem faðms-
lengd frá honum og ætlaði að ná i
hann aftur, gat ég það ekki.
Næsta bára tók mig i kafið og fór
ég þá til botns, enaldreiáður. Þar
varsandur. Nú vaknaði ný lifsvon
og brauzt ég um af alefli, komst
upp og gat náð andanum meðan
næsta bára var að risa. En er hún
tók mig, kom ég aftur niður á
sand og reyndi að grafa niður
hendurnar, þegar ég fann að út
dró. „Nú er með guðs hjálp að
reyna að ná landinu,” hugsaði ég,
og gjörði það, sem ég gat fram-
ast. Það var lifsvon, sem jók mér
aflogáræði,égvissi, að nú var ég
nærri lentur, enda var það svo.
Þegar næsta bára hafði tekið mig
og dró út aftur, var ég á knjám og
höndum i sandinum á þurru landi.
Þá heyrði ég kallað fyrir ofan
mig: „Stattu ekki upp!” 1 þvi
skall næsta bára, og a§ henni lok-
inni var ég nær manninum, og
enn kallar hann: „Stattu ekki
upp!” Hann sá, að ég ætlaði að
reyna það. En þá kom siðasta
báran ogfleytti mér til mannsins.
Ég lá þá á bakinu og náði í brók
hans, og um leið náði hann hand-
festu á mér.
Þessimaður var Jóhannes, for-
maður af hinum bátnum. Hann
hafði bundið sig i vað, en aðrir
héldu i cíar, og stóð svo framar-
legasem unnt var, enda hélt hann
mér þarna meðan sjórinn flanaði
upp fyrir hann á sandinn. Leiddi
hann mig svo upp, að óhætt var,
og hleypti sjó úr brók minni.
Þar til hafði ég allt ráð og rænu,
Bændur
''O.M'-'
Til sölu hænuungar á öll-
um aldri — einnig dag-
gamlir.
Við sendum til ykkar um allt land
og nú er bezti timinn til að endur-
nýja hænurnar.
Skarphéðinn —
Alifuglabú
Blikastöðum I Mosfellssveit. Simi
um Brúarl. (91-66410).
A
BÓRNINI
SVEITINA
Heklupeysur
Heklubuxur
Denimsett
Ullarhosur
Strigaskór
Stígvél
Sfyðjum
íslenzkan
iðnað
cylusturstræti