Tíminn - 13.06.1976, Síða 16

Tíminn - 13.06.1976, Síða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 13. júni 1976 Rif á Snæfellsnesi, þar sem nú er höfn og þorp. Hellissandur á Snæfeilsnesi, þar sem slysiö varö. mig,” eins og áöur er getið. Aðrir fundust ekki. Ég var við jarðarför hans og lagði svo af stað gangandi til Stykkishólms-og Bergsveinn með mér. Við komum laugardag fyrir páska til Flateyjar, en það var erfið ferð, þvi ég var svo lasinn, bringubeinið brotið, sagði læknir, og stórlega marinn á báðum hlið- um. Það var einu sinni eftir aö ég var nýlega kominn heim, aö ég var á gangi úti við mér til skemmtunar, þvi vinnu þoldi ég ekki fyrst um sinn. Þá mætir amma min mér, horfir fast á mig og segir: ,,Það, sem nú er fram komið, var það, sem hann Torfi sagði fyrir andlát sitt. Þetta sá hann allt og sagði frá þvi i óráð- inu. En ég áleit ekki rétt að segja frá þvi, fyrr en þaö kæmi fram, enda hefi ég oft óskaö, að það væri tóm markleysa.” Eftir þetta man ég aldrei eftir þvi, að amma varaði mig við sjónum. En áöur en ég skil algjörlega viö þennan þátt, vil ég geta þess, er kom fyrir i Flatey, sama dag og á sömu stundu dagsins og ég var að velkjast i brimgarðinum undir Jökli. Ingimundur Jónsson I Fiatey kom þennan sama dag undan Jökli, hafði róið þar um veturinn, en fór heim fyrir páskana, til Flateyjar. En er hann var á leið heim til sin frá sjónum, verður honum litið þar út á bótina, og rekur uppóp nokkurtog biður guð að hjálpa sér, og var nær fát á honum. Hann segir: „Þarna er hann Snæbjörn að farast með öll- um mönnum sinum. Ég horfi á það, sjáið þið þetta ekki?” segir hann við þá, sem viðstaddir voru. Þetta horfði hann á örlitla stund, þar til sýnin hvarf. Ég hefi oftar Húnvetningar Reykjavík Aðalfundur Húnvetningafélagsins i Reykjavik, verður haldinn i félagsheimili þess að Laufásveg 25, þriðjudaginn 22. þessa mánaðar, og hefst kl. 20,30. Dagskrá: Aðalfundastörf. Stjórnin. 9S FERÐASKRIFSTOFA RÍKISIAS Snæfellsnes og Vestf irðir Kynnist náttúrufegurð Snæfellsness og Vestfjarða. Ferðaskrifstofa ríkisins efnir til 7-daga hringferða um Snæfellsnes, Breiðafjörð, Barðaströnd og Vestfirði til ísafjarðar; heim um Djúpveginn nýja, Laxárdalsheiði og Borgarfjörð. Kunnugur leiðsögumaður verður með í förinni, gist á hótelum. Verð kr. 54.900 á mann, allt innifalið. Brottför 20. og 27. júní, 4., 11. og 25. júlí. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, Reykjanes- braut 6, simar (91) 1.1 5.40 og 2.58.55. " Bifreiðaeigendur Eigum mikið úrval af sóluðum hjólbörð- um á góðu verði. Einnig nýja hjólbarða i flestum stærðum Sendum í póstkröfu Fljót afgreiðsla Gúmmívinnustofan Skipholti 35 — Simar 31055 og 30360 en einu sinni spurt Ingimund um þeitaog hefirhann alltaf sagt eins frá. Þessum fyrirburöi eða sjón Ingimundar var ha.'dið leyndri. En þó kom grunur með vöruskipi, er kom til Flateyjar næstu daga. Norðmenn sögðu manntjón undir Jökli. Dagana eftir gat Ingimundur þess til, að ég mundi lifandi, þótt slys hefði orðið á mönnum héöan. Ég spurði hann siöar, af hverju hann hefði dregið það. Hann sagði, að eftir sýnina hefði hann ekki minnzt þess, að hafa séö mig með hinum er voru að farast. Vaka eða víma Um hvað á að fræða? Hvað er hlægilegt við drykkjuskapinn? Svo var spurt i Lesbók Morgunblaðsins nýlega. Og svo er sjálfsagt spurt viðar. Einhver kynni að vilja svara þessu sem svo að stundum séu drukknir menn hlægilega vit- lausir... Þó mununú flestir hafa þá reynslu af drykkjuskap ein- hverra, sem þeim er ekki sama um, að þeim sé fremur I hug annað en hlátur þegar rætt er um drykkjuskap. Þaö þarf held- ur ekki mikla ölvun til þess að deyfa og sljóvga þá eiginleika sem einkum greina mann frá skepnu. t Lesbókargreininni kom fram mikil trú á fræðslu um á- fengismál. Auövitaðer fræðslan góð — og I þeim efnum er margt vanrækt. En um hvað þarf helzt að fræða? Vissulega vita það allir sem sjá mannllf þessa lands opnum augum að drykkjuskapur getur veriö ljótur og hættulegur. Það vissu ógæfumennirnir áður en þeir byrjuðu. Hitt hafa þeir e.t.v. ekki vitað hversu mikill hluti þeirra sem snerta áfengi á annað borð veröa ógæfumenn. Þeir hafa ef til vill ekki vitaö að i landi þar sem aögangur að áfengi er jafn auöveldur og hér og tilefhi til drykkju jafn mörg verður 1 af hverjum 10 áfengis- neytendum það sem læknar kalla áfengissjúklingur áður en lýkur. Þaö eru ekki templarar sem hafa talið þetta saman og reikn- að út. Það hafa læknar gert. En templarar hafa reynt að fræöa menn um niöurstööurnar. Þeirhafa e.t.v. ekki vitaö það heldur aö verulegur hlijti þeirra sjúklinga hefur allt til þessa reynzt ólæknandi hvar sem er i veröldinni. Þeim hefur ef til vill ekki heldur veriö bent á það, að sam- kvæmt þessu vinnur bindindis- hreyfing, sem heldur þúsund mönnum frá þvl að drekka fyrsta staypið, það mann- bótastarf að vernda 200 manns frá vandræðum, skömm og skaða, vegna áfengisneyzlu sjálfra sin og fækkar jafnframt áfengissjúklingum þjóðarinnar um eitt hundrað. Þessi sannindi eru þeim húlin sem tala um áhrifaleysi bind- mdishrey fingarinnar. Þeir vita ekki aö bindindi er björgunarstarf. Þó aö bindindishreyfingin nái ekki að móta að sinum smekk nema einn mann af hverjum 10, dugar það þó til þess að fækka islenzkum ógæfumönnum um tvö þúsund samkvæmt athugun- um þeirra lækna, sem einkum sérhæfa sig á þessu sviði. 1 þessu sambandi er rétt að minna á að um það bil hálf þjóö- in er innan við 25 ára aldur og þvi eiga tölurnar um sjúklinga- fjöldann ekki við I dag en við sjáum að hverju fer. Ógæfumennirnir, áfengis- sjúklingarnir eöa hvað sem þeir eru kallaðir, vissu það fyrir- fram, að sumir fara illa af á- fengisnautn. Þeir hafa vanmet- iðáhættuna. Þeimhafa brugðizt vonirnar aö verða sjálfir I þeim fjórum fimmtu hlutum áfengis- neytenda, sem hafa vald á drykkjuhneigö sinni. Þeir von- uðu aö það yrðu bara einhverjir aðrir, sem drykkju sér til skaða. Eða vonuðu þeir að það yrðu alls engir. Fræðslan er góö. En við skul- um gera okkur grein fyrir þvi um hvað á að fræða. H.Kr. CONCERTONE Fyrsta flokks .. " CO^L t )1 amerIskar „KASETTUR" ó hagstæðu verði: C-90 kr. 515 C-60 kr. 410 Sendum gegn postkröfu hvert ó land sem er * ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.