Tíminn - 13.06.1976, Page 21

Tíminn - 13.06.1976, Page 21
Sunnudagur 13. júni 1976 TÍMINN 21 hljóöi. Ég held, aö ég hafi ekki veriö nema eitthvað tólf eöa þrettán ára, þegar ég varö fyrst aö lesa upp á fundi. Ég man, aö ég valdi mér gamla blaöagrein, sem heitir Aktaskrift. Þar er sagt frá litils háttar deilu, sem mun hafa orðiö á milli Jóns Sigurössonar forseta, og að mig minnir Jóns Ólafssonar, sem var skrifari á Alþingi. Forseti haföifundiö aöþvi, aö skriftin hjá þingritaranum væri alltof gisin og gleiö, og sagt, aö hann fengi alls ekki fullt kaup fyrir slfka skrift. Þá svaraöi hinn: „Þetta er akta- skrift.” — Mér er þessi gamla grein mjög minnisstæö, ekki sizt vegna þess, aömér finnast marg- ir i þjóöfélagi okkar nú á dögum stunda „aktaskrift.” — Baðstofumenningin hefur auövitaö veriö enn viö lýöi á upp- vaxtarárum þinum? — Já, hún entist fram á mina daga. A kvöldvökunum vorulesn- ar sögur, en lestrarfélag var i sveitinni, og mikið lesið á flestum eöa öllum bæjum. Ég var látinn lesa fyrir fólkið, þvi aö hvort tveggja var, aö ég varö snemma læs og ég haföi gaman af aö lesa. Stundum las ég svo lengi i einu, aö loks fóru linur bókarinnar all- ar á hreyfingu, svo ég varö aö hætta, en oliuljósið var vist stund- um helzt til dauft og ófullkomiö. Liklega hef ég eitthvaö skemmt sjón mina á þessum árum, þvi aö ég þurfti snemma að fara aö nota gleraugu. Húslestrar voru alltaf lesnir, og á heimili foreldra minna var Vfdalins-postilla lesin alla sunnu- daga. Flestir vita, aö lestrarnir þar eru nokkuö langir, enda þótti mér svo, þegar ég var látinn lesa lesturinná barnsárum minum, og vitaskuld var bókin öll meö gotneska letrinu. En viö þessu fannég uppráö, ekkimjög óskyld þvi sem séra Sigvaldi er látinn nota i Manni og konu, þar sem hann segir, aö hér megi þá svo sem vera amen. Ég tók upp á þvi aö fletta tveimur blööum, en ég gætti þess vandlega að stanza viö punkt, eöa helzt greinaskil, áöur en ég fletti, og byrja svo aftur viö greinaskil, þar sem ég tók til á næstu, — eöa öllu heldur næst-næstu-opnu. Ekki held ég að neinn hafi tekið eftir þessu, aö minnsta kosti fékk ég aldrei nein- ar athugasemdir, hvab þá snupr- ur fyrir lesturinn. Og ég held, aö þetta hafi engan sakað. Samgöngur voru erfiðar — Voru samgöngur ykkar viö umheiminn ekki fremur á landi en sjó? — Hvort tveggja var til. Þegar ferðazt var á landi, var hesturinn eina farartækið, og svo hestar postulanna, sem liklega hefur verið algengast. Kaupstaðarleið- in var yfir Skersfjall, og er þriggja til fjögurra klukkutima lestaferö. En svo þurfti lika aö fara á sjó frá Hvalskeri, út Pat- reksfjörðinn, noröur yfir hann og út i kaupstaöinn. Þetta gátu oröiö vondar feröir, sérstaklega aö vetrinum, þegar veöur voru vond, og menn komu oft hraktir og sjó- blautir aö Hvalskeri á heimleiö. Var þá ekki um ánnaö aö ræöa en aö leggja gangandi á fjalliö og bera á bakinu þá vöru, sem keypt haföi veriö i kaupstaönum. En sú var bót I máli, aö á Hvalskeri bjó frábærlega gestrisiö og hjálp- samt fólk, Kristján Björnsson og Bergljót Sigurðardóttir. Þaö var engu lfkara en að þau hjón væru foreldrar Rauösendinga, þannig tóku þau á móti þeim. — Þetta hafiö þiö unglingarnir veriö sendir, eins og aðrir? — Já, og viö þvi var ekkert aö segja. Þaö gat meira aö segja verið gaman aö sumrinu, þegar veöur var gott. En þaö voru aörar feröir, sem mér þóttu ekki eins fýsilegar, þótt þær kæmu margoft I minn hlut. Þegar 'farið var aö róa á vorin úti i vikunum, Kolls- vilc, Breiðuvik og Látrum, þá þurfti aö senda alla þessa leib, sem var um þaö bil sjö til átta klukkustunda lestagangur. Þetta vorum viö unglingarnir láthir fara, þegar viö þóttum færir til þess, og ég fór þaö oft einn, aub- vitað riöandi og meb tvo i taumi. En vegurinn var ekki glæsilegur. Sums staöar var algerlega veg- laust, og yfir uröir aö fara, sem i rauninni voru ekki neinn hesta- vegur, þótt farnar væru. Ungmennafélagið gerbreytti andrúmsloftinu — Langaöi þig ekki til þess aö veröa bóndi á æskustöövum þin- um? — Aö lokinni fermingu, langaði mig ákaflega mikiö til þess að geta haldið áfram námi, og leiddi ekki einu sinni hugann aö búskap. En þaö voru blátt áfram ekki nein tök á sliku, meöal annars vegna þess, aö eldri bræöur minir voru farnir aö heiman, ég var næstur að aldri, og þvi kom þaö af sjálfu sér aö f minn hlut kæmi aö hjálpa foreldrum okkar. Ég komst ekki að heiman. Þetta sveið mér afar sárt. Aö visu þótti mér lika gam- an að búskap, og ég hef alla ævi unað mér bezt i svát, en mennta- þráin togaði fast á móti. Annars er þaö athyglisvert, aö strax og ungmennafélagiö haföi fest rætur i sveitinni, var eins og nýr andi færöist yfir unga fólkiö þar. Þaö fylltist af menntunar- þorsta, fjölmargir fóru aö heiman til náms, og engu siöur frá fátæk- um heimilum en þeim sem betur voru stæö, enda munu fæstir þessara unglinga hafa veriö búnir neinum teljandi fararefnum, heldur unnu þeir fyrir sér, og stunduöu nám, meira eöa minna, eftir aö þeir voru farnir aö heim- an. — Var ekki góö barnafræösla i sveitinni? — Jú, það var farskóli, og Eyjólfur Sveinsson, sem ég nefndi hér aö framan, var kenn- arinn. Skólinn var meöal annars I Króki.hjá Guömundi fööurbróöur minum. Þar var einn nemandinn dr. Kristinn Guömundsson fyrrv. ambassador, en við erum bræðrasynir. Ekki stóö kennslan nema fáeinar vikur hverju sinni. Þar var lögö áherzla á lestur, skrift, islenzku, reikning, og svo nokkrar lesgreinar. En þegar fermingin nálgaðist, var fariö aö leggja kapp á kristindóms- fræösluna. Ég lærði bibliusögur og þótti það gaman. Hins vegar gegndi öðru máli um kveriö hans Helga Hálfdánarsonar, sem ég var látinn læra. Þaö er aumasta námsbók, sem ég hef komizt i kynni viö um dagana. Mér gekk illa aö tileinka mér kenninguna um heilaga þrenningu, upprisu holdsins, og siðast en ekki sizt út- skúfunarkenninguna. Mér er enn i minni þessi klausa: „Eftirdauð- ann hreppa þeir, sem með vantrú og þrjózkuhafa hafnaö guös náö, eilifan dauöa eöa eilifa glötun. Lif þeirra veröur ævilangt kvalalif I sambúö við illa anda, endalaus angist og örvænting án allrar vonar um frelsun. Þetta er kallað hinn annar dauöi.” — Já, þetta vorum við börnin látin læra. Og áttum sjálfsagt aö trúa þvi, þótt éggeröi þaö aö visu ekki. Og satt aö segja veit ég ekki, hve mörg okkar hafa trúaö þessari þokka- legu kenningu. Lenti i hreppsnefnd — þvert gegn vilja minum — Nú, og svo komst þú á skóla- bekk, þótt sjálfsagt hafi þaö oröiö seinna en þú heföir kosið? — Já, ég notaði fyrsta tækifær- iö, sem bauöst, þegar ég þurfti ekki lengur aö hjálpa foreldrum minum. Ég læröi eins mikiö og ég gat, jafnframt þvi að vinna fyrir mér og sjá um mig sjálfur. Eftir að ég var orðinn kennari I Ólafsvik, komst ég ekki hjá þvi aö hafa einhver afskipti af félags- málum, og dróst inn I þau, eigin- lega án þess aö vita af þvi. Ég haföi aðhyllzt stefnu Framsókn- arflokksins frá þvi aö ég var i Samvinnuskólanum og kynntist Jónasi Jónssyni. A þeim árum var allt aö vinna fyrir þá sem gengu þessari stefnu á hönd. En flokkaskipting var ósköp rugl- ingsleg hér á landi, þangaö til lok- ið var sjálfstæðisbaráttunni 1918. — Var pólitfkin fjörug i ólafs- vik um þetta leyti? — Þar fór fljótlega að bera á Alþýðuflokksmönnum, en viö höföum nána samvinnu i þeim umbótamálum, sem viö beittum okkur fyrir, og við unnum svo vel saman, aö flokkarigur á milli Al- þýöuflokksmanna og Framsókn- armanna i Ólafsvik var óþekktur á þessum árum. Og ýmsu komum viö til leiöar, ekki er þvi að neita. Arið 1931 var heimskreppan aö dynja yfir, og lifskjör fólks voru bágborin, svo i ólafsvik sem ann- ars staðar. Þetta ár þurfti aö kjósa einn mann i hreppsnefnd i Ólafsvik, en hreppsnefndarkosn- ingar fóru jafnan fram á vorin, á hreppsskilaþingi, og voru munn- legar. Hreppstjóri var Finnbogi Lárusson kaupmaöur.en svo vildi til.aðhann þurftiað fara suöur til Reykjavikur og nú hringdi hann til min frá Reykjavik og baö mig um aö halda hreppsskilaþingið fyrir sig. Ég vissi varla hvaö hreppsskilaþing var, en lofaöi samt aö gera þetta. Aður en kosn- ingin á þinginu skyldi hefjast, komu nokkrir kunningjar minir til min og báöu mig aö taka sæti i hreppsnefndinni, þvi að þeir ætl- uöu aö kjósa mig. Ég haröneitaöi, og þeir fóru viö svo búið. Fátt var á hreppsskilaþinginu, þvi að margir voru fjarri heimil- um sinum, sumir á sild, en kven- fólk að fiskvinnu suöur i Reykja- vik. Þó komu nokkrar hræöur á fundinn, en þegar fariö var að kjósa, kom i ljós, aö atkvæðin skiptust nokkuö jafnt á milli min og Halldórs Steinssonar, þáver- andi alþingismanns. Þegar komin voru átján atkvæöi, vorum við Framhald á bls. 23. Stakkadalshyrna er beint upp af bænum Stakkadal. rfHún sér að sér samt... rr segir Sigurvin Einarsson, fyrrverandi alþingismaður í þessu viðtali, þar sem hann ræðir um fortíð og nútíð í Iffi íslenzku þjóðarinnar og lætur að lokum í Ijós þó von, að hún eigi bjarta framtíð fyrir höndum. Sigurvin Einarsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.