Tíminn - 13.06.1976, Qupperneq 23
Sunnudagur 13. júni 1976
TÍMINN
23
© Sigurvin
Halldór jafnir. Ég reyndi að
teygja fundinn, ef vera kynni að
einhver kæmi, sem kysi Halldór,
því að ég vildi ekki fyrir nokkra
muni ná kosningu. Jú, loksins
kom einn, sem kaus Halldór, og
þar með var hann búinn að fá .
nítján atkvæði. Nú ætlaði ég að
slita fundinum, en rétt i þvi •
snaraðist maöur inn á fundinn og
kaus mig, hátt og snjallt. Nú vor-.
um við aftur jafnir, og enn reyndi*
ég að draga fundinn á langinn.
Loks kom maður á fundinn og •
kaus Halldór, og alveg á hæla
honum annar, sem kaus mig!
Ennþá einu sinni vorum við Hall-
dór Steinsson jafnir: Tuttugu at-
kvæði á móti tuttugu. Fleiri komu
ekki á kjörfundinn, hvernig sem
ég beið og beiö. Þaö var þvi ekki
um annaö aö ræða en aö slita
fundinum og láta fara fram hlut-
kesti. Og ekki var aö spyrja aö
þvi: Minn hlutur kom upp, ég var
kosinn i hreppsnefndina meö
hlutkesti.
Þegar skóli var úti, þurfti ég að
fara til Reykjavikur i atvinnuleit,
eins og önnur sumur, en kom aft-
ur heim i ólafsvik að áliðnu
sumri. Þá var haldinn hrepps-
nefndarfundur, og nú kusu póli-
tiskir andstæöingar minir mig
fyrir oddvita. Þá leiztmér ekki á
blikuna, þaö segi ég satt. Um
þetta hef ég í rauninni ekki fleira
að segja, nema að ég fluttist al-
farinn frá Ólafsvik árið eftir!
Hættan af hersetunni
er geigvænleg
— Þú hefur getaö tekið þér i
munn llnur úr kvæði eftir Þor-
stein Erlingsson: „í þjóðmáiin
steyptist ég þvi miður brátt/og
þar varð ei hleypt undan
blaki....”
— Ég veit ekki, hvort þetta á
sérstaklega viðmig, þvi aö ég fór
aldrei neitt djúpt i þjóömálin, þótt
ég fylgdi Framsóknarflokknum
að málum og ynni dálitið fyrir
hann. Ég tel ekki aö ég færi i
framboð fyrir flokkinn fyrr en ár-
ið 1949, og var þá orðinn 49 ára
gamall. Ég bauð mig þá fram i
Barðastrandasýslu á móti gisla
Jónssyni, hinum ágæta og dug-
lega þingmanni. Framboð mitt
bar ekki árangur tvö fyrstu skipt-
in, en árið 1956 var ég kosinn á
þing. — Það fór vel á meö okkur
Gisla Jónssyni. Liklega hef ég
stundum verið dálitið striðinn, en
ekki var rifrildiö hjá okkur. Ég
held, að okkur hafi verið vel hvor-
um við annan.
Eftir að kjördæmabreytingin
var komin á, varð miklu erfiöara
að halda lifandi sambandi við
kjósendur sina. A meðan ein-
menningskjördæmin voru við
lýði, hafði ég sama sið og Gisli
Jónsson, að ég heimsótti hvert
heimili i sveitum Baröastranda-
sýslu á hverju ári. Þótt þetta væri
dálitið erfitt, þótti mér það alltaf
ánægjulegt, og ég held að það sé
mjög mikils virði að þingmenn
haldi uppi sem nánustu sambandi
við kjósendur sina. Það er allt
annað að hitta menn heima hjá
sér en á opinberum fundum.
— En hvað var þér nú efst i
huga, — fyrir hverju vildir þú
berjast, — þar sem þú varst nú
kominn inn á Alþingi?
— Auðvitað átti ég mér mörg
áhugamál, eins og aðrir menn, en
þaö voru lfka á ferðinni mál, sem
ég vildi berjast gegn. Þar vil ég
fyrst og fremst nefna hersetu i
landiokkar. Ég tók þátti samtök-
um gegn hersetunni, strax og hún
átti sér stað, og hef fylgt þeim
málstað siðan. Ég held að ekki
fari á milli mála, að það hafi ver-
ið mjög mikill óhappaatburður,
þegar herinn kom hingað. Ég lft
svo á, aö hernum hafifylgt andleg
og e&iahagsleg sýking, jafnvel
ekki ólik þvi, þegar berklarnir
voru að leggja undir sig landið á
sinum tima. Reyndar held ég að
fólk sé nú loksins að byrja að sjá
það, aö þessi her er hér ekki i
þágu íslendinga, — og hefur
aldrei verið það. Það hafa meöal
annars landhelgisdeilurnar sann-
aö. Herinn er sannarlega hættu-
legur á friðartimum, en á ófríðar-
timum er hann beinlinis geigvæn-
legur sem skotmark fyrir kjam-
orkusprengjur. Þrjátiu og fimm
ára herseta hefur mengaö is-
lenzkt andrúmsloft, — og hvernig
verður það andrúmsloft orðið, ef
hersetan varir i niutiu og niu ár,
eins og Bandarikin kröfðust, og
ýmsir Islendingar virðast stefha
að?
Baráttan við
Bakkus
— Fleira mun þaðhafa verið en
hersetan, sem þú vildir gjarna
berjast gegn?
— Já, rétt er það. Ég hef lika
alltaf viljað berjast gegn áfengis-
neyzlunni i landinu. Ég ólst upp á
bannárunum og tel það mikla
hamingjufyrirmig. Þegar ég var
aö alast upp, þekktist ekki
drykkjuskapur i minni sveit, og
þar sást aldrei vin á nokkrum
manni.
Þegar ég var kominn á þing,
myndaðist fljótlega samstaða á
milli min óg þingmannanna
Péturs Ottesens og Alfreös Gisla-
sonar læknis, sem þá sátu xáðir á
Alþingi, um að vinna saman að
umbótum I áfengismálunum.
Fýrsta málið sem ég flutti á Al-
þingi, fjallaði um áfengismál, en
það var auðvitað kolfellt. £vo
hurfu þeir af þingi, Alfreð og Pét-
ur. Nokkru siöar kom áfengi bjór-
inn til umræðu á Alþingi, þvi að
ýmsum var hugleikiö að fá hann
bruggaðan og seldan hér. Ég
barðist af alefli gegn þeim hug-
myndum, og svo fór, aö þessar
tillögur náðu ekki fram að ganga,
þótt þær værú bomar fram ár eft-
ir ár, en tæpt stóð það siðast, þvi
að þá var tillaga um þetta efni
felld i neðri deild meö eins at-
kvæðis mun. — Mér lízt ekki á
ástandið i þessum efnum, eins og
það er núna, og ekki myndi það
batna, ef áfengur bjór bættist við
allt það flóð sem fyrir er.
— Er ekki áfengi oft haldið að
þingmönnum, til dæmis í opinber-
um veizlum?
— Arið 1958 fór ég ásamt nokkr-
um öðrum alþingismönnum til
Rússlands i boöi Æðsta ráðsins.
Áður en lagt var af stað, segir
einn þingmaður við mig: „Nú
verður þú að drekka vodka i
Rússlandi.” „Nei, það geri ég
ekki”, svaraði ég. ,,Þú verður til
neyddur,” sagði hann, „annars
verður þú drepinn, og Rússar eru
nú ekki að tvinóna við það.”
Þegar til Rússlands kom, voru
móttökur hinar glæsilegustu. Eitt
sinn vorum við á mikilli útisýn-
ingu i Moskvu. Þar voru bomar
fram veitingar, þar á meðal
vodka. Þá dró ég mig út úr hópn-
um,settist afsiðis á bekk og borð-
aði ávexti. Brátt kom forseti
æðsta ráðsins, sem með okkur
var, til min með flösku og staup
og bauö mér hressingu, sem ég
afþakkaði. Hann leitaði þá
fastara á, en afþakkaði enn. Samt
vildi hann ekki láta sig. Nú er
komið að aftökunni”, hugsaði ég.
Greip ég þá til þess ráðs, að ég tók
upp tóbaksdósir minar, fékk mér
i nefið og bauð honum með mér.
Jú, hann þáði það, en þá fékk
hann ofsalegan hnerra, greip um
nefið og hélt á brott. — Þarna
taldi ég mig hafa sigrað Sovétrik-
in!
Sýnum þjóðinni rétta
mynd af Alþingi
— En hvernig var hið daglega
lif á Alþingi. Voru menn ekki
beztu vinir og gáfu hver öðrum i
nefið, um leiö og þeir höfðu lokiö
viö að deila hver á annan?
— Jú, mörgum stjórnmálaand-
stæðingum minum hef ég gefiö i
nefið, og yfirleitt er persónulegt
samkomulag manna gott og
skemmtilegt á Alþingi. Hvað það
snertir tek ég samflokksmenn
mina ekkert fram yfir and-
stæðingana. 1 öllum flokkum
fyrirfinnast ljómandi skemmti-
legir menn og hinir beztu drengir.
Hinu er ekki að neita, að oft var
hart deilt, og var ekki verið að
klipa utan af þvi, sem and-
stæðingarnir voru látnir heyra.
En þetta var gagnkvæmt, og ekk-
ert við þvi að segja. Svo, þegar
komið var út úr dyrunum, var allt
slétt og fellt, eins og viö værum
hásetar á sama báti, — sem við
lika vorum.
A þessum árum fengust lika
ýmsir þingmenn við yrkingar, og
man ég þar sérstaklega eftir
Skúla Guðmundssyni, Karli
Kristjánssyni og Jóni Pálmasyni.
Sú skoðun er talsvert útbreidd,
aö á Alþingi sitji menn sem hat-
ast, og aö þar logi allt i illvigum
deilum. Þetta er hinn mesti mis-
skilningur. Enn fremur halda
sumir, að aðalstarfið séu um-
ræðufundirnir, en þaö er ööru
nær. Aðalvinnan eru nefndastörf-
in, og þar var oft unnið vel, enda
ermest undir þvi komið.aðþar sé
ekki slegið slöku við.
1 þessu sambandi vii ég taka
það fram, að ég álit, að enginn al-
þingismaður eigi að hafa neitt
annað starf með höndum en þing-
mennskuna. Ef hann gegnir ein-
hverju öðru embætti jafnhliða,
verður útkoman venjulega sú, að
hann vanrækir þau bæði. Þing-
mennska er alveg fullkomið starf,
— á meðan þing situr, — og á
sumrin þarf þingmaðurinn að
ferðast um landið, kynna kjós-
endum sinum þau mál, sem á döf-
inni eru, og kynna sér óskir og
þarfir kjósendanna.
Sumt fólk dæmir Alþingi eftir
útvarpsumræðum, jafnvel þegar
vantrauststillögur eru á dagskrá.
Slikter bláttáfram fáránlegt. Ég
held aö það yrði til mikilla bóta,
ef sá háttur yrði upp tekinn aö
sjónvarpa beint frá Alþingi, þeg-
ar engar deilur eiga sér stað, þvi
að það er langsamlega algengast,
og þannig fengi fólkið i landinu
sannasta mynd af löggjafarsam-
komu sinni.
— Þú ert þá væntanlega and-
stæður þeirri hugmynd, sem er
furðu lifseig, að þeir sem gefa sig
að stjórnmálum, séu oftast hálf-
gerðir gallagripir, úlfar eða refir,
eöa helzt hvort tveggja?
— Ég held þeir næðu varla
kosningu, ef þeir væru það.
Stjórnmálamenn eru eins og fólk
er flest, auðvitað misjafnir, en
upp og ofan, hvorki verri né betri
en allur almenningur. Hinu neita
ég ekki, að á feröum minum um
landið hef ég kynnzt fjölda
manna, sem eru ekki siður hæfir
til þingmennsku en þeir sem ég
kynntist á Alþingi. Viða um
byggðir landsins er að finna stór-
gáfaða menn, sem fylgjastprýði-
lega með, en láta þvi miður litið á
sér bera.
Enn langar mig að nefria eitt,
sem ég er ekki ánægður með i
okkar stjórnskipulagi. Ég vil að
ráðherrar séu ekki þingmenn, —
eða að þingmenn séu ekki ráð-
herrar, ef menn vilja heldur orða
það þannig. Þegar þingmaður
verður ráðherra, á hann að leggja
niður umboð sitt, og varamaður
hans að taka við. Og ef ráðherra
leggur niður embætti sitt á kjör-
timabilinu, á hann að taka við
þingmennskunni aftur. Það fylgir
þvi veruleg freisting að vera ráð-
herra og hafa mikil völd, jafn-
framt þvf að vera þingmaður
kjördæmis sins. Og mér finnst
engin ástæöa til þess að freista
manna þannig til þess að skara
eld að sinni köku.
Afkomendahópurinn
er orðinn stór
— Við höfum nú rætt hér tals-
vert mikið um afskipti þln af
opinberum málum. En ég'mætti
ef til vill spyrja þig svolitið að
lokum um fjölskyldu þfna og
einkahagi?
— Já, það er velkomið. Eins og
ég held ég hafi minnzt á hér að
framan, þá gekk ég i hjónaband
árið sem ég útskrifaðist úr
Kennaraskólanum.Konan min er
skólasystir min og hafði útskrif-
azt úr skólanum einu ári á undan
mér. Hún heitir Jörina Jónsdóttir
og er frá Blönduholti i Kjós. Hún
var kennari i ólafsvik siðustu
fimm árin sem við vorum þar, og
eftir það stundaði hún nokkuð
kennslu hér i Reykjavik. Við
eignuðumst sjö böm, og sex
þeirra náöu fullorðins aldri, þau
eru nú öll orðin fullorðið fólk fyrir
löngu. Elzta barnið er komið yfir
fimmtugt, og barnabörnin eru
oröin tuttugu og sex, svo þetta er
oröinn all stór hópur, þegar
barna-barnabörnineru talin með,
en þau eru þegar orðin nokkur.
Ég neita þvi ekki, að framan af
árum var hinn fjárhagslegi róöur
talsvert þungur, en það lagaöist
smám saman, og seinna, þegar
ég hafði um nóg störf að velja, þá
gekk þetta allt miklu greiðlegar.
Heilsa min hefur verið góð, þang-
að til núna fyrir fjórum árum, en
nú erum við hjónin bæði oröin
gamalmenni. Ég er oröinn sjötiu
ogsex ára gamall. Ég er búinn að
lifa tvær heimsstyrjaldir, og nú
finnst mér ég vera aö lifa mikla
erfiðleikatima i lifi þjóðar minn-
ar. Ég hlýt að játa, að mér lizt
ekkert á útlitið, eins og það er
núna, og hræddastur er ég þó viö
skuldasöfnunina við útlönd. Ég
veit ekki hvernig þjóðir fara að
þvi að glata efnahagslegu sjálf-
stæði sinu, ef ekki með þvi aö
safna skuldum erlendis i óhæfi-
legum mæli. Fleira mætti nefna,
en ég ætla að sleppa þvi að sinni.
— Já, vfct hefur gengið á ýmsu
á liðnum árum ogáratugum, það
vitum við báðir. En hvernig er
þér nú i hug, þegar þú lítur yfir
starfsdaginn?
— Ég er ánægður með lif mitt,
það hefur lang oftast verið bjart i
kringum mig og fólk mitt. Og
þegar ég lit á heildina, blasa við
framfarir og umbætur i miklu
stærri stil en mig heföi nokkurn
tima getað órað fyrir, þegar ég
var ungur maöur, þótt þá væri
vissulega vor i lofti i þjóölifinu.
Ég virði fyrir mér börnin, sem ég
mæti á förnum vegi núna. Þau
eru glöð, hraustleg og vel klædd.
Allt fas þeirra og útlit ber vott um
góða liðan og sæmilegan, ef ekki
góðan, efnahag foreldra þeirra.
Þau búa að minnsta kosti viö
miklu betri kjör en við, þegar við
vorum ung, ég og jafnaldrar min-
ir.
Ég lit björtum augum til fram-
tiðarinnar. Ég efast ekki um aö
þjóðin muni sigrast á þeim erfið-
leikum sem nú ganga yfir. ís-
lendingar eru vel gefin þjóð, og
kjarninn i þeim er góður. Ég leyfi
mér þess vegna aö trúa þvi, að
þeir muni sigrast á áfengisbölinu,
hætta að sóa gjaldeyri eins og
óvitar, og — að þeir muni af-
greiða hallalaus fjárlög I framtið-
inni. Vel má vera að þetta lagist
ekki á minum dögum,þvi' að þeim
fer nú að fækka, en ég efast ekki
um, að það muni lagast. Það get-
ur hæglega tekið þjóðina dálitinn
tima að sjá að sér, en hún sér að
sér samt. —VS.
FAIASftÁfAft
Skrifborðs-
sett
allar stærðir
Svefnbekkir
Toddy-
sófasettin
STÍL-HÚSGÖGN
miiurL L'i i n t-:»a*. r\r>
skókerslun
PETURS
/4NDRÉSON4R
er fluíf aó
LMJGAVEGI
Kvenskór, brúnir
Verö frá kr. 3.990
Karlmannaskór
Verð frá kr. 2.900
Póstsendum.
Erum fluttir
á Rauðararstíg 1
sími 2o8 2o
Seljum stöðluð eyðublöð,
skrifstofuvörurr umslög og pappír
í miklu úrvali.
Sjáum um
hönnun og prentun eyðublaða.
J EYÐUBLAÐATÆKNIL