Tíminn - 13.06.1976, Page 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 13. júni 1976
Evrópumet á sjó-
stangaveiðimóti í
Vestmannaeyjum?
gébé Rvik. — Taliö er aö nýtt
Evrópumet hafi veriö sett i sjó-
stangaveiöi á mótisem haldiö var
i Vestmannaeyjum á hvitasunnu-
dag. Þetta hefur þó ekki fengizt
staðfest ennþá. Bogi Sigurösson,
Vestmannaeyjum dró ails 491,4
kg, sem er mun meira en gamla
metiö segir til um, en þaö var sett
á Northsea-festival árið 1970, og
var 402,6 kg. Þorbjörn Pálsson,
formaöur Sjóstangaveiöifélags
Vestmannaeyja, sagði viö Tim-
ann nýlega, að beðið væri eftir
staöfestingu á meti þessu. Þor-
björn gaf Timanum einnig upp
úrslit i sjóstangaveiöimótinu og
fara þau hér á eftir.
— Mótið fór fram i bliðskapar-
veðri, sagði Þorbjörn, en þátttak-
endur voru 24, frá Akureyri,
Reykjavik, Keflavik og Vest-
mannaeyjum, ein sveit frá hverj-
um stað nema að þrjár voru frá
Eyjum. Fjórir bátar voru notaðir
viö veiðarnar, en út á miðin var
haldið klukkan rúmlega sex á
hvitasunnudagsmorgun og komið
aftureftir u.þ.b. átta tima útivist.
Bogi Sigurðsson Vestmanna-
eyjum dró mestan afla, eða 491,4
kg, en Óskar Jónsáon, frá Akur-
eyri, varð i öðru sæti með 490,3 kg
eða aðeins 1100 gr. minni afla.
Langmestveiddist af ufsa, en afli
Boga skiptist þannig: Þorskur
76,5 kg. Lýsa 0,8 kg, Ufsi 407 kg,
Karfi 1,1 kg og Keila 6,0 kg.
Aflahæsta sveitin varð sveit
Akureyringa, sem dró alls
1.363,9 kg og Keflavikursveitin
varð i ööru sæti með 1.129,8 kg.
byngsti fiskurinn sem dreginn
var, reyndist vera þorskur, slétt
10 kg, en hann dró Hjálmár Eiðs-
son, Vestm. Að öðru leyti voru
þyngstu fiskar hverrar tegundar
þessir: Steinbitur 1,6 kg sem
Halldór Jónsson Vestm. dró,
langa 2,2 kg s'em Gréta tJlfarsdótt-
ir, Keflavik dró, keila 8,0 kg sem
Þorsteinn Þorsteinsson, Vestm.
dró, karfi 2,6 kg sem Sveinn Jóns-
son Vestm. dró, ufsi 2,6 kg sem
Gunnar Loftsson, Vestm. dró,
lýsa 1,7 kg sem Vilhjálmur Þórs-
son Reykjavik dró og ýsa 2,7 kg
sem Þorbjörn Pálsson Vestm.
dró.
Tvær konur tóku þátt i mótinu,
báðar frá Keflavik, Margrét
Helgadóttir, sem dró alls 336 kg
og Gréta Úlfarsdóttir sem dró
201,3kg. Flestar fisktegundir dró
Kristinn Jóhannsson, Akureyri,
eða sjö tegundir, flesta fiskana
dró Óskar Jónsson, Akureyri eða
alls 476stykki. Alfahæsti báturinn
var Þristur VE með 2,6 tonn en
heildarafli allra keppenda á mót-
inu varð 6,1 tonn.
Um kvöldið fór fram verð-
launaafhending og siðan var
haldinn dansleikur eftir miðnætti.
Þetta er fyrsta sjóstangaveiði-
mótið sem haldið er i Eyjum eftir
gos,en Þorbjörn Pálsson sagði að
áætlað væri að halda alþjóðlegt
mót á næsta ári. Slik mót hafa oft
verið haldin i Eyjum áður. Þá er
ekki úr vegi að geta þess, að ís-
lendingar eru handhafar nokk-
urra Evrópumeta i sjóstanga-
veiði i dag, og eins og áður er get-
ið, eru sterkar likur á þvi að enn
eitt bætizt i það safn.
Kirkjuhátíð
í Glaumbæ
AS-Mælifelli. A þrenningarhátið,
sunnudag iverður minnzt 50
ára vigsluafmælis Glaumbæjar-
kirkju á Langholti. Staðar-
presturinn, séra Gunnar Gisla-
son, fyrrverandi alþingismaður
prédikar og Jón Björnsson, tón-
skáld frá Hafsteinsstöðum, leikur
á orgel og stýrir söng. Séra Agúst
Sigurðsson á Mælifelli flytur er-
indi um staöinn, en Glaumbæ sá tu
stórbændur og höföingjar fram til
siðaskipta er þar varö prestsset-
ur. Glaumbæjarprestar voru nær
allir lengi á staðnum, jafnvel allt
að 60 árum, en aðeins einn þeirra
sótti burt, séra Halldór Jónsson,
prófastur, er fór að Hofi i Vopna-
firði, nafnkenndur þjóðmála-
skörungur.
Mikil veðurbliða hefur verið i
Skagafirði i þrjár vikur og horfir
vel um gróður. Er sumarlegt i
sveitum og fólkiö bjartsýnt.
Aðalfundur banda
lags
ra leikfélaga
AÐALFUNDUR bandalags is-
lenzkra leikfélaga verður haldinn
i Félagsheimilinu á Seltjarnar-
nesi dagana 12. og 13. júni nk. og
hefstkl. 13. A fundinn mæta full-
trúar um 60 félaga alls staöar aö
af landinu.
Leiksýning verður i Félags-
heimilinu á Seltjarnarnesi laug-
ardaginn 12. júni kl. 21 I tilefni af
aðalfundinum, en er öllum opinn.
Þar sýna leikfélög Hveragerðis
og Selfoss Atómstöðina eftir Hall-
dór Laxness i leikstjórn Steinunn-
ar Jóhannesdóttur, leikmynd
eftir Gylfa Gislason.
Aðildarfélög bandalagsins eru
nú 66 og hefur fjölgað um 10 frá
siðasta aöalfundi (1974).
I vetur hafa aðildarfélögin sett
á sviö 52 leiksýningar og að með-
altali má gera ráö fyrir aö hvert
leikrit sé sýnt 8-10 sinnum þar af
4-5 sinnum i leikferöum.
Haldin hafa verið 12 námskeið i
leikrænni tjáningu, leiktækni og
látbragðsleik hjá hinum einstöku
félögum.
Samstarf atvinnuleikhúsanna
og bandalagsfélaganna hefur
aukizt mikið á árinu og hafa rúm-
lega 30 meðlimir félags islenzkra
leikara og félags leikstjóra á ís-
landi unniö með félögunum. Þar
af hafa 3 fastráðnir leikarar Þjóð-
leikhússins leikið sem gestaleik-
arar.
I fyrra hófst samstarf viö Þjóð-
leikhúsið um námskeið i tækni
leikhúss og nú eru haldin 3 nám-
skeið, þ.e. i förðun, Ijósabeitingu
og leikmyndagerð. Þátttakendur
eru 24 víðs vegar að af landinu
pg komust færri að en vildu.
Þá eru nú væntanlegir hingað
40 manns frá Norðurlöndum tii að
taka þátt I leikbrúðunámskeiði,
sem haldið verður i Reykholti
dagana 20.-27. júni. En islenzkir
þátttakendur veröa 10. Kennarar
á námskeiöinu eru frá Austurriki,
Danmörku og tslandi.
Þá var einnig haldið námskeið i
leikstjórn á siðastliðnu ári og
veröa tvö nú i sumar og verða
haldin að Hailormsstað.
Lesendur
segja:
Jóhann Jónsson:
„Gamli rokkurinn"
t gamla bæinn ég gekk að lita
góss sem var forðum mætt,
og fslenzk þjóð mátti áður nýta
við iðn sina, kúguð, grætt.
1 rökkvuðu skoti þar rokkinn eygöi
rykfallinn upp við þil.
Hið gamla, sem timinn i hljóði heygði
án harms, þvi nýja i vil.
Kembiö var brotið og hnokkarnir horfnir
á hjóiinu fulimikið kast,
fæturnir lausir og útstæðir orðnir
— ýmislegt slitið og fast.
Smalinn var farinn aö smella f pallinn
og smurningu vantaði á flest,
eliimörk sýndust mér aðalgallinn
— sem aörir má heitast úr lest.
Gamla rokkinn hún amma min átti
og á hann sitt band þvi spann,
þott sigi á vöku, og sumir hátti,
sat hún og ullina vann.
Úr bandinu prjónaði peysur og sokka
á pabba og systkini hans.
Þá urðu konur að þeyta rokka
I þágu sins heima og lands.
En timarnir breytast og týnast niður
þau tök, sem var fyrrum beitt.
Með nýjum tbna kom nýrri siður
og nú hjá þvi gamla er sneitt.
Jóhann Jónsson
(4979-9659)
Guðmundur P. Valgeirsson:
„Margt er skrýtið
í kýrhausnum"
Undarlegir eru þeir menn,
sem stjórna Morgunblaðinu og
skrifa það. — Þjónusta þess og
þeirra við erlent vald er svo ein-
stök að undrun sætir. — Þaö er
gömul og ný saga. Sönnun þess
er að finna í öllum árgöngum
Mbl. á liönum árum og næstum
dags daglega. Einkum kemur
þetta fram, þegar Islendingar
hafa I einhverju átt hagsmuni
sina að verja i samskiptum við
erlendar og sér stærri þjóðir. —
Þessi árátta blaðsins og að-
standenda þess, kemur nú enn á
ný skýrt fram þegar islenzka
þjóðin á i óviöjafnanlega haröri
baráttu viðerlenda stórþjóð um
eitthvert mesta lifshagsmuna-
mál sitt og daglega liggur við,
að lifi þeirra raanna, sem
fremstir standa i þessu varnar-
striöi okkar, sé stefnt i hreinan
voða og við stórslysum liggur og
hrein mildi aö manntjón hefur
ekki orðiö. Að ekki sé talaö um
þá eyöileggingu á varðskipum
okkar, sem daglega á sér stað.
Meðan þessu fer fram, hrópar
Morgunblaöiö si og æ, Nato er
eini bjargvættur okkar i þessu
máli, sem viögetum reitt okkur
á. Vinir okkar innan þess eru si-
fellt að vinna fyrir okkur, i leit
aö friðsamlegri framtiðarlausn.
— En sannleikurinn er sá, að
þessar bandalagsþjóðir okkar
hafa engan hug á þvi og hafa al-
drei gert neitt, sem okkur kæmi
að gagni. Þetta er aðeins
gamalt og nýtt hugarfóstur
þeirra Morgunblaösmanna,
gert i hreinu blekkingarskyni,
gegn betri vitund. öllum ætti að
vera i minni yfirlýsingar Geirs
Hallgrimssonar frá þorska-
striðinu um 50 mflna útfærsl-
una. Nýkominn heim úr reisu
meðai þessara vina sinna, hélt
hann þvi fram þá, að tólf af At-
lantshafsbandalagsrikjunum
væru reiöubúin til stuðnings við
málstaö islendinga i þeirri
deilu. En þegar gengið var eftir
hver þessi riki væru, gat hann
ekkert þeirra nefnt.
Fyrir þessu var enginn fótur
þá og það sama er enn. I sam-
bandi við island og islenzku
þjóðina er hérstöðin á Miðnes-
heiöi það eina, sem þessar þjóð-
ir láta sig varöa. Þetta vita þeir
sem skrifa Morgunblaðiö ódcöp
vel, þó þeir haldi öðru fram I
blekkingarskyni. Það er hin
hernaðarlega þýöing lslands
fyrir þá sjálfa, sem þeir láta sig
nokkru máli skipta.
Nú þegar Einar Agústsson
utanrikisráöherra fer utan á
fund Nato og gerir tilraun til að
ná fram árangri i landhelgis-
Þótt afstaða þeirra, sem stjórna innan veggja þessarar bygging-
ar hafi ekki alltaf þótt jafnljós.
deilunni, okkur i hag, og hyggst
beita þvi eina vopni, sem bitur
og getur komið okkur að gagni,
þ.e. hótun um að lsland segi sig
úr Nato og loki herstööinni i
Keflavik, þá ærast skriffinnar
Morgunblaösins hreinlega. Dag
eftir dag keppast ritstjórar þess
og aðrir greinarhöfundar viö að
lýsa þvi yfir, af móöursýki-
kenndri ákefð, að þetta komi
aldrei til greina. Og I örvænt-
ingu sinni hrópa þeir á felu-
mennina I V.L. að láta nú málið
til súi taka og koma I veg fyrir
þessa hótun. — Þar með er þetta
vopn slegið úr hendi Einars
Ágústssonar og skoðanabræðra
hans. — Bretar geta þvi I skjóli
málflutnings Morgunblaösins
haldið áfram þeirri þokkalegu
iðju sinni, að eyöileggja varð-
skipin, ógna lifi varðskips-
áhafnanna og eyðileggja fram-
tiðarlifshagsmuni isl. þjóðar-
innar. Þvi fyrr skiljast þeir ekki
við Isl. fiskimiöin en þar verður
engan fisk að fá. — En Mbl. og
aðstandendur þeSs geta glaözt
yfir velgengni skurðgoðs sins,
Nato. Þeir menn, sem þar ráða
þurfa ekkert að óttast meöan
Mbl. fær nokkru um ráöiö.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
oft hrósað sér af þvi að hafa átt
frumkvæði að útfærslu land-
helginnar I 200 sjómilur og kast-
að hnútum að öðrum stjdrn-
málamönnum fyrir að vera ekki
ginkeyptir við þeirri hugmynd I
fyrstu, án þess viöurkenning
fengist fyrir 50 milna landhelg-
inni. Vel má vera, aö þeir hafi
orðiö fyrstir til að setja hug-
myndina opinberlega fram. Vist
er að þeir gerðu það að einu
helzta kosningamáli sinu i sið-
ustu alþingiskosningum og voru
þá ekki smátækir á loforðin.
Margt kom þar skringilegt fram
hjá þeim. Meöal annars var þvi
haldið fram af forustumönnum
þeirra, að auöveldara væri að
verja 200 milna landhelgi fýrir
erlendum veiðiþjófum en 50
milna landhelgina. Atti margur
erfitt með aö skilja þá rök-
semdafærslu og fleira i mál-
flutningi þeirra um landhelgis-
málið, fyrr og siðar. Voru menn
þvi vantrúaöir á heilindi þeirra I
þessu máli. Þetta væri herbragð