Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 10
TÍMINN Föstudagur 25. júnl 1976 10 Leikendur syngja þjóðsöng Sabinu — „Viö erum ávailt einhuga þjóð”. LITLI LEIKKLÚBBURINN SÝNIR Á SUDURLANDI Litli Leikklúbburinn á Isafirði lýkur nú sinu ellefta starfsári með frumflutnjngi á nýju islenzku verki, eftir Bilddælinginn Hafliða Magnússon. Leikritið nefnist Sabina — eyjan fagra, og er þar átt við þá fögru eyju sem við búum á. Sabina er þriðja verk- efnið á þessu leikári, en i klúbbnum er mikið um ungt og áhugasamt leikfólk. . Stór hluti af texta leikritsins er i söngvaformi sem Hafliði hefur einnig samið. Er hljómlistin framreidd af þremur ungum hljómlistarmönnum og söngurinn kyrjaður af leikendum öllum i sameiningu. Mikil leikgleði rikir hjá þeim unga hópi sem tekið hefur að sér að syngja og leika i Sabinu. Sabina var frumsýnd i heima- bæ höfundar, Bildudal, og hafa siðan verið sýndar ellefu sýningar á Isafirði og viðar á Vestfjörðum. Undirtektir áhorfenda hafa-alls staðar verið mjög góðar. Vert er að geta þess að leikritið er i gamansömum tón og gerir höfundur óspart grin að þvi mannllfi sem vaxið hefur upp á Sabinu — eyjunni fögru, þó að undirtónninn sé alvarlegur og fjalli um mál sem eru i brenni- depii i dag. Leikstjóri Sabínu er Margrét óskarsdóttir frá Isafirði og er þetta fjórða verkefni hennar sem leikstjóri. Nú ætlar Litli Leikklúbburinn i leikför með Sabinu um Suður- land, með viðkomu i Búðardal. Þar sýna þau fimmtudaginn 24. júni. Næstu sýningar verða i Grindavik föstudaginn 25. júni, Keflavik laugardaginn 26. júni, Seltjarnarnesi sunnudaginn 27. júni, Selfossi mánudaginn 28.júni, og Þorlákshöfn miðvikudaginn 30. júni. Fjár- mála- ráð- herra- fundurí Álaborg Dagana 16. og 17. júnl var fundur f jár mála rá ðherra Norðurlanda haldinn I Álaborg I Danmörku. Fundinn sátu ráð- herrarnir Per Kleppe frá Noregi, Gunnar Stráng frá Sviþjóð, Esko Rekola frá Finn- landi, Knud Heinesen og Svend Jakobsen frá Danmörku. Af tslands hálfu sat Matthias Á. Matthiesen fjármálaráðherra fundinn ásamt Glsla Blöndal hagsýslustjóra, en auk ráðherr- anna tóku ýmsir embættismenn fjármálaráðuneytanna þátt I fundinum. Á ráðherrafundum þessum , sem venjulega eru haldnir tvisvar á ári, eru rædd sameiginleg máíefni á sviði rikisfjármála. Sem fyrr gerðu ráðherrarnir á þessum fundi grein fyrir efnahagsþróuninni I hverju Norðurlandanna um sig og horfum i þeim málum. Auk þess voru að þessu sinni tekin fyrir ýmis sérstök málefni, svo sem fyrirhugað rannsóknar- verkefni á vegum OECD um þróunartilhneigingar I efna- hags- og félagsmálum, norræni fjárfestingabankinn og væntan- leg starfsemi hans, norrænt samstarf við gerö þjóðhagslík- ana og tvisköttun á útgreiddum arði félaga. Ákveðið var, að næsti fundur fjármálaráðherranna yrði hald- inn I Stokkhólmi 16. og 17. nóvember n.k. James J. Blake nýr ambassador Banda- ríkjanna FB-Reykjavlk. — Frá þvi var skýrti gær, að Ford Bandarikja- forseti hefði útnefnt James J. Blake ambassador á Islandi. Blake hefur verið starfsmaður ut- anrikisþjónustu Bandarikjanna um árabil, en hann er nú að- stoðarráðherra i stjórn Banda- rikjanna og fer með mál er varða Afriku. James J. Blake, sem nú er 54 ára gamall, fæddist i New York. Hann er með BA próf frá Queens College og magisters gráðu frá George Washington Háskólanum. Isiðariheimstyrjöldinnivar hann i landher Bandarikjanna. Hann gekk i utanrlkisþjónustuna árið 1947 og hefur meðal annars starf- að i Belgiu, Indlandi og Lýbiu, og haft með höndum margvisleg þýðingarmikil störf I utanrikis- ráðuneytinu, m.a. haft með hönd- um yfirstjórn mála, er varða Norður Afriku. Árið 1969 var hon- um veitt sérstök viðurkenning ráðuneytisins, Superior Honor Award. JamesBlake erkvæntur. Útnefning Blakes sem am- bassadors á lslandi er með þeim skilyrðum, að öldungadeild Bandarikjaþings samþykki hana. Ekki er enn vitað, hvenær ambassadorinn er væntanlegur hingað, en hann tekur hér við störfum Frederick Irvings am- bassadors, sem fór héðan 21. april siðastliðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.