Tíminn - 19.09.1976, Side 6

Tíminn - 19.09.1976, Side 6
6 TÍMINN Sunnudagur 19. september 1976. v „Iönó”, Búnaöarfélags- og Iönskólahúsiö 20/11 1974. Ingólfur Davíðsson: y,x DyggTog di jr 1 J JIO 140 i gamla aa ga „Iönó” viö Vonarstræti 12/3 1976. Búnaöarfélagshúsiö og Iönskólinn gamli (21/6 1976). Iþaka 5/7 1976 (Byggö 1866). A mótum Lækjargötu og Vonarstrætis i Reykjavlk stendur mikil brúnleit sam- stæða timburhúsa, meö turni á götuhorninu. Löng rauöbrún hlið meö mörgum þakglugga- kvistum veit aö Lækjargötu. Dyr eru bæöi Tjarnar- og Vonarstrætismegin. Þetta eru tvö tvilyft sambyggö hús, meö eldvarnarvegg á milli, þ.e. hús Búnaðarfélags tslands aö sunnan, en hús Iðnaðarmanna- félagsins (Iönskólinn gamli) aö noröan. Lágur steinkumbaldi tengir nú hús Iön'- aöarmannafélagsins viö leikhúsiö „Iönó”, sem er leir- ljóst aö lit, meö himinblómalit á þaki og tvær burstir. Steinkumbaldinn snýr dimm- rauðri hliö aö Vonarstræti, en svartri hvlttiglóttri bakhliö aö Tjörninni. Flettum aöeins upp I sögu þessara myndarlegu, báru- járnklæddu timburbygginga. A fundi I Iönaöarmannafélaginu 1891 bar formaður Matthlas Matthiasson verzlunarmaður fram tillögur um að félagið reisti samkomuhús fyrir sig — og var það samþykkt. Leyfi fékkst til að gera uppfyllingu út I Tjörnina fyrir húsiö. Magnús Benjamlnsson úrsmiöur baröist siöan fyrir þvi aö þetta yröi stórhýsi — samkomuhús og leikhús, er orðiö gæti menningarmiöstöö. Geröur var út sendimaöur til Noregs (Sveinn Jónsson snikkari) og keypti hann tilhöggvinn efniviö. Fjárhagsöröugleikar voru mikl- ir, en húsiö var reist og hélt fé- lagið fyrsta fund I þvl 29. desember 1896. t lýsingu Reykjavikur um aldamótin seg- ir Benedikt Gröndal: „Úti viö Tjörnina er hiö mikla og fagra hús Iðnaðarmannafélagsins, meö skrautlegum sal og stórum herbergjum. Þar eru haldnir dansleikar og þar er nú hiö helzta sjónleikahús Reykjavlk- ur”. Iönó var um langt skeiö aöalsamkomustaöur Reykvlk- inga, og enn sýnir Leikfélag Reykjavlkur margan sjónleik I húsinu”. Á fundi I desember 1904 var samþykkt að félagiö skyldi reisa nýtt hús handa Iönskólan- um sem þá var nýstofnaöur. Fékkst leyfi fyrir nýrri uppfyll- ingu I Tjörninni og bygging haf- in siðsumars 1905. Gat Iðnskól- inn flutt inn haustiö eftir. Félag- ið seldi Iönó 1918 og haföi þá engan fundasal. Þá var til bragös tekið aö gera hina sér- kennilega fögru baðstofu I ris- hæð skólans. Skreytti Rikharöur Jónsson hana með útskuröi. Nokkrir skólar hafa verið leigjendur I húsinu. Gagnfræða- skóli Reykjavíkur hóf þar starf- semi slna áriö 1928, og var þar til 1945 (og aftur 1965-1969). Ariö 1955 flutti Iönskólinn I hiö mikla hús sitt á Skólavörðuholti og var þá gamla húsiö leigt Reykja- vlkurborg fyrir gagnfræöa- skóla, báöar hæöirnar og viö- byggingin fyrrnefnda fram að Vonarstræti, en hún var gerö 1944 (2 kennslustofur). Iönaöar- mannafélagiö hefur þó aögang aö baöstofunni. Hús Búnaöarfé- lagsins var reist 1905 og var fé- lagið þar til 1963, er þaö flutti i Bændahöllina. Búnaöarfélagið átti stóra lóö og seldi Iönaöar- mannafélaginu noröurhluta hennar undir hús sitt. Eiga þessi hús sannarlega sina sögu og fjölda margir hafa þar um garöa gengiö og margvlslega fræðslu fengiö. Geta má þess aö gömul tækni kom I ljós, þegar sprungur komu undir tröppum I Iönaöarmannahúsinu, þ.e. reyr- motta er sementi haföi veriö strokið á. Var settur krossviöur yfir og undir honum varöveittist reyrmottan gamla. Steingrlmur Guömundsson var trésmiöa- meistari hússins. Skólahúsiö var teiknaö á teiknistofu Rögn- valds Ólafssonar, en yfirsmiöur var Einar J. Pálsson. Lltum á myndirnar. Ein er tekin i júni siöastl. og sýnir framhliö sambyggingarinnar viö Lækjargötu, þ.e. hús Búnaðarfélagsins t.v. og Iön- skólahúsiö meö turninum t.h. Onnur er tekin 20/11 1974 og sýnir sömu byggingu og ennfremur Iönó t.v. Þaö er aö leggja Is á Tjörnina, endur kúra á isnum, en bæöi endur og álftir synda I vökinni. Viröast sumar sækja brauö og fræöslu til Búnaðarfélagsins, en aörar ætla á leiksýningu I Iönó! Á þriöju myndinni (12. marz 1976) blasir Iðnó viö meö fánann uppi Vonarstrætismegin. Hinum megin Lækjargötu sést hin gamla bókhlaöa Mennta- skólans uppi á brekkunni, hvit- kölkuð og viröuleg á svip. Búiö er aö mjókka lóöina vegna breikkunar Lækjargötu, og af- marka með hlöðnum steinvegg. Þar situr stúlka og les blaöiö sitt og biöur eftir strætó, en málm- grindarmyndverk Ásmundar hreykir sér I brekkunni. Bók- hlaðan var byggð á árunum 1866-67. Gaf brezkur auðmaður fétil að reisa hús handa bóka- safni skólans. Ariö 1879 var stofnaö lestrar- félag skólapilta og nefnt tþaka. Hefur nafn þess færzt.yfir á hús- ið. Þaö geymir bækur skóla- bókasafnsins og er notað til fé- lagsstarfsemi nemenda.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.