Tíminn - 19.09.1976, Síða 7

Tíminn - 19.09.1976, Síða 7
Sunnudagur 19. september 1976. TÍMINN 7 HELGARSPJALL Stefán Vaigeirsson Styðjum ræktunarstarfið Nú eru liöin sjötiu ár siöan fyrsta ungmennafélagiö var stofnaö hér á landi. Hinn 7. janúar 1906 er taliö aö fyrsta ungmennafélagiö jfai veriö stofnað á Akureyri. Aö vlsu voru þá fyrir starfandi félög, er höföu sömu markmiö, en þau hétu ekki ungmennafélög, heldur eitthvaö annaö t.d. Iþróttafélög, bindindisfélög eöa æskufélög. Sá neisti sem varö þess valdandi, aö ungmennafélög voru stofnuð I flestum byggöum landsins, hefur þvl kviknað fyrir eöa um siöustu aldamót. Elzt þessara félaga, sem ég hefi spurnir af, var Iþróttafélag öxnadæla, en það var stofnaö 4. júni aldamótaáriö. En sumariö 1906 skipti félagiö um nafn, og hét þar á eftir Ungmennafélag Skriðuhrepps. Félagssvæðið var hinn forni Skriðuhreppur, er náði yfir öxnadals- og Skriðu- hreppa nú. Ungmennafélag íslands var stofnað á Þingvöllum, sumar- ið 1907 og á þvi einnig merkt afmæli á næsta ári. Stofnendur urðu aðeins þrjú félög, Ung- mennafélag Akureyrar, Ung- mennafélag Skriðuhrepps og Ungmennafélag Reykjavlkur. Ekki fer þvl á milli mála, hvaöan frumkvæöiö er komiö að þessari merku félagsmála- hreyfingu. Þeir, sem hafa kynnt sér störf ungmennafélaganna frá upphafi, hljóta að vera sér þess meðvitandi, að þau höföu strax I öndverðu djúptæk áhrif á allt þjóðlifið. Þetta var þjóö- legur félagsskapur, er setti sér og haföi háleitt takmark. Þau vildu stuðla að mannrækt, I þess orðs fyllstu merkingu, æfa og þroska hug og hönd. í þessu sambandi er fróðlegt, aö kynna sér hver var tilgangur fyrsta ungmennafélagsins eins og hann er skráður i geröabók: 1. Að reyna af alefli að vekja löngun hjá ungdómnum til þess að starfa fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð. 2. Að temja sér að beita starfskröftum slnum I félagi og utan þess.' 3. Að reyna af fremsta megni að styðja, viðhalda og efla það, sem er þjóðlegt og ramm- íslenzkt, er horfði til gagns og sóma fyrir hina Islenzku þjóð. Fyrstu áratugi þessarar aldar, höfðu unglingar litla möguleika til skólagöngu að loknum barna- skóla. En þeir gengu I ung- mennafélögin, er störfuðu flest af miklum myndarbrag og mótuðu og þjálfuðu félaga sina, og reyndist mörgum þá góður skóli. Bezti vitnisburðurinn um þann árangur, sem náðist með þessu starfi, er hvernig ung- mennafélagarnir reyndust þegar út I llfsbaráttuna kom. Þar urðu þeir vlða I farar- broddi, urðu forustumenn þjóð- arinnar á mörgum sviðum. Það er vandséð, að aðrir skólar hafi sýnt á áþreifanlegri hátt betri árangur, þótt þjóðin hafi lagt til þeirra margfalt meira fjármagn. Þjóðfélagið á þvi ungmennafélögunum skuld að gjalda og ætti að sýna það I verki að störf þeirra séu metin að verðleikum. Felagar I Ungmennafélagi ís- lands eru nú um 20 þúsund. Starf félaganna hefur breytzt I samræmi við þá framvindu, semlorðið hefur I þjóðfélaginu. Félagsstarfið fer I vaxandi mæli I iþróttaæfingar og keppnismót. 1 reynd eru þau þó vlða þrótt- mikill félagsmálaskóli eins og áður var. Ungmennafélag íslands hefur haldið landsmót þriðja hvert ár, til skiptis I landsfjórðungunum. Þessi mót eru kynningar- og keppnismót og hafa þau ætið verið félögunum til sóma, og sýnt að þau hafa náö verulegum árangri I mannræktarstarfinu, ef miðað er við aðrar hliðstæöar samkomur. 1 tilefni af sjötiu ára afmæl- inu, hefur Ungmennafélag Is- lands samþykkt að næsta lands- mót verði við Eyjaf jörð sumarið 1978. Við athugun kom i ljós, að Eyfiröingar eru vanbúnir, hvað aðstöðu snertir, að taka við sliku móti. Þrátt fyrir mikið og . fjölþætt starf Ungmennasam- bands Eyjafjarðar á liðnum ár- um, þá er aöstaöa til Iþróttaiðk- ana I lakara lagi, hvað þá að- staða til að halda slikt mót. Nú hefur það verið venja, þegar Ungmennafélag Islands hefur valið mótstað fyrir næsta landsmót, þá hefur alltaf tekizt að fá fjárveitingavaldið til að llta á nauðsynlegar fram- kvæmdir i sambandi við þau, með velvilja og veita til þeirra nauðsynlegar fjárveitingar. Þegar fjallað var um fjárlög fyrir árið 1976, lá það fyrír, að Dalvikurkaupstaður væri fús til að leggja fram fjármagn 60% af kostnaði við gerð Iþróttarvallar ef næsta landamót yrði haldið þar, en að þvl tilskildu, að tryggt væri aö rlkið leggði fram sinn hluta 40%, jafnóðum og framkvæmdum miðaði áfram. I fyrstu var áformað að byggja búnings- og hreinlætis- aðstöðu við hið fyrirhugaða Iþróttasvæði, en af fjárhags- ástæðum var frá þvl horfið, en I þess stað áformað að reyna að notfæra sér þá aðstöðu, sem skólarnir á Dalvík hafa yfir að ráða. Heildarkostnaður við gerð þeirra framkvæmda, sem óhjá- kvæmilegar eru, ef næsta lands- mót á að fara fram á þessum stað eru um 42 milljónir á verð- lagi ársins 1975. Þó allar þær staðreyndir, sem hér hefur verið bent á, lægju fyrir þegar fjárveitingarvald rikisins fjallaði um þetta mál, þá náði það ekki eyrum þeirra, er úrslitum ráða. Þar með er búið aö tefla máli þessu i tvi- sýnu. En við gerð næstu fjár- laga, reynir á það að fullu, hvort ungmennafélögunum verður gert það kleift, að minnast 70 ára afmælisins i byggðum Eyja- fjarðar, þar sem fyrstu félögin voru stofnuð. Hér er um að ræða 18 til 20 milljónir, sem gæti orðið hlutur rikisins. Er viðleitnin til að stuðla aö mannrækt og heilbrigðara félagslifi æskufólks, virkilega eins litið metin af ráðamönnum rikisins, eins og ætla mætti af þeim undirtektum, sem mál þetta hefur fengið fram að þessu. Orðugur fjárhagur rikis- ins á yfirstandandi tlma er eng- in afsökun, hér er ekki um þá fjárhæð að ræða. En það þarf skilning á þvl sjálfboðastarfi, sem þessi félagsskapur vinnur fyrir æskufólkið I landinu og þar með þjóðina alla. Er vanþörf á þvi nú, að styðja við þann félagsskap, sem vinnur gegn óreglu unglinga og heldur uppi heilbrigðu og þróttmiklu félags- lifi i flestum byggðum landsins? Ef slikt starf á ekki skilið stuðn- ing og viöurkenningu hins opin- bera, hver á þá slikt skiliö? Það yrði ekki álitshnekkir fyrir ung- mennafélögin i landinu, þótt þau verði að hætta við að halda landsmót sitt eins og stefnt er að á Dalvik 1978, en það gæti orðið álitshnekkir fyrir aðra. i F A Tl ARGERÐ 1977 131 og 132 til afgreiðslu strax í 7 7 7 'nm 127 og 128 Nokkrum bílum óráðstafað á GAMLA VERÐINU ■ ■rasw'-.t** r FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson h.f. Síðumúla 35 Símar 38845 — 38888 i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.