Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 19. september 1976. TiMINN 9 »mhb mmx Af bréfabók Guðbrands biskups borlákssonar má sjá, að árið 1581 er tekið að gjalda sokka i landskuldir og sjást þess nóg merki i reikningum umboða Hólastóls hin næstu ár (Mikla- garðsumboð, Svarfaðardals- og Urðarumboð i Eyjafjarðarsýslu og Fljótaumboð i Skagafjarðar- sýslu 1582-83, Kúluumboð i Húna- vatnssýslu 1584). Leið ekki á löngu, að talsvert þótti að þvi kveða, að bændur, liklega einkum þeir fátækari, létu vinna ull sina með þessum hætti, og sætti þetta nokkrum andróðri i fyrstu. Þann- kvartar Guðbrandur biskup yf- .r þvi 1590, að vaðmál gjaidist ekki i tiundir i Skagafirði og Eyjafirði, heldur bjóði menn hon- um „sokka, er ekki par duga”. Á næstu áratugum eykst prjónaiðn- aðurinn hraðfara, að þvi er virð- ist. Vist er það, að svo er talið i fornum skýrslum, að árið 1624 væri utan færð i verzlun 72.231 pör sokka og 12.232 pör vettlinga, en 12.251 alin vaðmáls. Nú er þess að gæta, að um þetta leyti og lengi fyrr og siðar voru mikil viðskipti höfð við erlend skip utan kaup- staða hér og þar við strendur landsins, einkum Vestfjörðu og svo norðan lands og austan, og i þessum viðskiptum, er jafnan voru ólögleg og á laun, var prjón- lesið höfuðkaupeyrir lands- manna. Einkum sóttust Hollend- ingar mjög eftir prjónlesi nyrðra og eystra, enda þótti jafnan bezt vandað prjónles i þessum lands- hlutum, einkum i Múlasýslu. Seg- ir Skúli Magnússon, er gerkunn- ugur var þessum málum, að þeg- ar tekið hafi fyrir viðskipti þessi nyrðra að miklu leyti árið 1741, og menn áttu þess litinn kost hjá þvi sem fyrr tiðkaðist að selja prjón- lessittHollendingum fyrir ýmsan varning, er þeir seldu siðan suður á land fyrir fisk og aðrar inn- lendar nauðsynjar „minnkaði eigi einasta fiskikaupið syðra, heldur og einnig tapaðist allur sá ábati, sem Norðurland haföi af þessu notið árlega frá 1620, þá sú islenzka höndlun kom til Kaup- mannahafnar, og er ein meðverk- andi orsök, hvar fyrir Norður- landi hefur svo mjög aftur farið”. Ætla má eftir orðum þessa merka manns, að hér hafi ekki verið um neina smámuni að ræða, og_ að sjálfsögðu ná engar skýrslur yfir þennan útflutning.” Vélprjón — Fyrsta prjónavélin Inga Lárusdóttir lýsir prjóni og saumaskap á þessa leið i ritgerð: — Prjón til heimanotkunar hef- ur verið með liku sniði og tiðkazt hefurtil þessa: sokkar, vettlingar, nærfatnaður. sjöl, peysur o.s.frv. Prjónað var í hendi eingöngu, þar til prjónavélar tóku að flytjast til lands á siðari hluta 19. aldar. Tilraun með prjónavél var þó gerð langt um fyrr. Langfyrsta prjónavél, sem til landsins flyzt, er vafalaust sú, er sira Jón Jóns- son að Möðrufelli i Eyjafirði út- vegaöi árið 1821. Með vélinni var fenginn danskur prjónameistari, Pilemark. Auk þess hafði Álfheið- ur, dóttir sira Jóns, sem verið haföi ytra og kom heim með Pile- mark, lært að prjóna með vélinni eftir að hún var hingað komin. Prjónameistarinn fór aftur utan, en Alfheiður og sira Jón, bróðir hennar tóku við umsjón þess, sem prjónað var. Hélt það áfram i 5 ár, en þá var vélin talin ónýt. — Var sagt, að Landsbústjórnarfé- lagið danska hefði gefið vélina. Fellur þar með sú tilraun niður og er ekki fyrr en löngu siðar, að tekið er að flytja inn prjónavélar, sem þá eru orðnar langt um full- komnari að gerð,en gera má ráð fyrir, að hin fyrsta, sem til lands- ins kom, hafi verið. Er reynslan Iðnaðarráðherra og frú skoða sýninguna. 1 fylgd með þeim er Uavið Sch. Thorsteinsson. hér hin sama, sem með fyrsta vefstólinn, og má vera, að hvort tveggja eigi þátt i að seinka frek- ari framkvæmdum. Arið 1875 fær kvenfélagið i Hegranesi i Skaga- firði sér prjónavél, iiklega þá fyrstu norðanlands. Saumaskapur og fatagerö Nálina hafa islenzkar konur handleikið, eigi siður en kynsyst- ur þeirra i öðrum löndum. Fram á 19. öld, er saumavélar tóku að flytjast til landsins, voru flikur allar saumaðar i hendi. Það gerðu konur, þvi að um klæða- saum sem sérstaka iðngrein er eigi að ræða fyrr en kemur fram á 19. öld, og þá fyrst um sinn aðeins i kaupstöðunum. Var það þá titt, að konur úr sveit færu t.d. til Reykjavikur og ynnu hjá klæð- skerum, er heim kom aftur, tóku þær efni til að sauma úr, sérstak- lega voru það karlmannaföt, kvenfatnaður var enn sem fyrr saumaður á heimilunum. Var það mikill léttir, er saumavélar tóku að flytjast til landsins, enda náöu þær fljótt svo mikilli útbreiðslu, að innan skamms tima var saumavél til, að heita mátti á hverju heimili, og á stærri heimil- um oft fleiri en ein. Samtimis þessu fjölgaði þeim konum, er lögðu fyrir sig kven- fatasaum, og eru þær nú orðnar afar fjölmenn stétt, enda eykst eftirspurn eftir vinnu þeirra stór- kostlega með hverju ári, sam- hliða þvi, er hinn innlendi hvers- dagsbúningur kvenna, peysuföt- in, þokar hröðum skrefum fyrir alþjóðlegum kvenbúningi.” Fyrstu hraðsaumastofurn- ar og fataverksmiðjurnar Eins og fram kemur hér að framan, þá fóru stúlkur að sækj- ast eftir vinnu hjá klæðskerum, sem voru auðvitað fataframleið- endur. Klæðskerasaumuð föt voru (og eru) handsaumuð, en innan klæðskerastéttarinnar rikti lengi vel rótgróin andstyggð á vélum til að létta störfin: það var i rauninni þaö sama og að svikja vöruna. Enn þann dag i dag er gerður rækilegur greinarmunur á verksmiðjusaumuðum fötum og klæðskerasaumuöum fötum, og á þessu tvennu er munur, en liklega þó minnkandi munur. Um vefn- aðar- og fataiðnað á Islandi 1941 segir á þessa leið I Iðnsögu Is- lands: „Ullarverksmiðjur eru þrjár, á Sýningarbás Guðrúnar Vigfúsdóttur á tsafiröi. A vcfstofu hennar starfa nú 12-16 manns, en fatnaður fyrirtækisins hefur vakiO mikla athygli á sýningum. LokaatriOi á tizkusýningunni. A sviOinu eru 25 manns og óhstt mun aö fullyrða, aO öll sýni ngaratriöin hafi vakiö óskipta athygli gesta. Alafossi, i Reykjavik og á Akur- eyri. Alafoss- og Akureyrarverk- smiðjan vefa dúka. Hráefniö er að mestu islenzkt, en nokkuð af ull er flutt inn til i- blöndunar. Dúkaframleiðslunni hefur fleygt fram seinustu árin. A kreppuárunum var innflutningur á þessum varningi mjög tak- markaður, þannig að verksmiðj- urnar fengu tækifæri til að auka mjög framleiðslu sina. Arið 1941 unnu verksmiðjurnar úr 329 tonnum af ull, en áriö 1931 unnu sömu verksmiðjur aöeins úr 155 tonnum. Islenzka ullariðjan er elzta og aö mörgu leyti merkileg- asta iðjugreinin. Fyrsta hraðsaumastofan var stofnsett árið 1931. Lengi vel voru tvær saumastofur af þessu tagi, en á allra seinustu árum hafa fleiri bætzt við. Þessi starfsemi hefur komið i staöinn fyrir inn- flutning af tilbúnum fatnaði, sem var mjög mikill áður fyrr. Áriö 1930 var verðmæti innflutts karl- mannafatnaðar til dæmis nærri ein milljón kr., en á árunum fyrirstrið var þessi innflutningur alveg horfinn úr verzlunarskýsl- unum. Ein verksmiðjan (i Reykjavik) framleiðir sjóklæði. Arin fyrir striö framleiddi hún þau sjóklæði, sem þörf var fyrir. 1941 var fram- leiðslan 22.700 stykki. Tvær verksmiðjur, báðar i Reykjavik, framleiða vinnuföt. Eldri verksmiðjan hóf starfsemi sina áriö 1935, og á næstu árum var alveg hætt að flytja inn vinnu- föt, en til dæmis áriö 1933 var verðmæti þessa innflutnings 314.000 krónur. Árið 1941 fram- leiddu verksmiðjurnar tvær 111.400 flikur. Fjórar verksmiðjur i Reykja- vik framleiddu árið 1941 15.655 rykfrakka og kápur. Þessi starf- semi er (eins og fatnaðariðjan yf- irleitt) tilkomin á árunum milli 1930 og 1940. Siðustu árin fyrir strið var tekið fyrir allan inn- flutning á þessari vöru. Árið 1941 framleiddu þrjár skyrtugerðir i Reykjavik 22.800 karlmannaskyrtur. Þessi fram- leiðsla er einnig tiltölulega nýtil- komin. Arið 1933 var fluttur inn linfatnaöur (aðallega skyrtur) fyrir 221.000 krónur, en 1939 var nær ekkert flutt inn undir þessum flokki, þetta hefur þó breytzt aft- ur eftir 1940. 1 Reykjavik eru starfandi fimm meiriháttar prjónastofur, sem framleiða alls konar prjónavörur, nærföt og fleira. Hráefnið er bæði islenzkt og útlent, þó mun vera notaö meira af erlendu bandi. Auk þess er ein sérverksmiðja. sem framleiðir barnanærföt úr erlendu bandi. Fjórar nærfatagerðir, þrjár i Reykjavik og ein á Akureyri, framleiða aðallega kvennærföt úr innfluttu prjónlesi. Þessi starf- semi hófst á.kreppuárunum. og á árunum fyrir strið var svo komið. að ekkert var flutt inn af fullunn- um vörum af þessu tagi. Þetta hefur eins og annað breytzt eftir 1940.” Vafalaust hefur allmargt manna haft vinnu við klæðagerð á þessum árum. Tuttugu árum fyrr, eða 1920 töldust þeir aöeins 72 á Islandi, sem höföu framfæri sitt af vinnu viö klæöaverksmiöj- ur.sbr. rannsóknir á skattskrám. Að spara gjaldeyri með saumaskap Þaö er fleira matur en feitt ket. Fleira er gjaldeyrisöflun en að fá gjaldeyri beint fyrir vörur. At- vinnuvegirnir þurfa gjaldeyri til starfsemi sinnar, það þarf að kaupa vélar og orku. lika efni og þekkingu. Enginn efi er á þvi. aö við höf-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.