Tíminn - 19.09.1976, Page 20

Tíminn - 19.09.1976, Page 20
20 TÍMINN Sunnudagur 19. september 1976. LtKLEGA er ekki fráleitt a6 segja, aö Látrabjarg sé eitt af undrum tslands. Þar er slík mergö fugla, aö annars eins munuekki finnast dæmi viö norð- anvert Atlantshaf, og um langan aldur var þaö sjálfsagöur þáttur i lifsbaráttu fólksins, sem átti heima i i nágrenni Látrabjargs, að sækja mat i hið ótæmandi forðabúr Bjargsins. Látrabjarg hefur liklega öölazt sina frægö, enda hlaut þaö aö verða. Um þaöhefur verið skrifuð bók, þar sem dreginn er saman gifurlega mikill fróðleikur um Bjargiö, og einnig mun flestum vera i minni kvikmyndin Björg- unarafrekiö við Látrabjarg, þar sem lýst er frægu björgunaraf- reki, sem unnið var á þeim slóö- um fyrir rösklega hálfum þriöja áratug. Þrjátíu bátar á sjó á sjó Þaö, sem hér fer á eftir, veröur hvorki jarðfræðileg saga Látra- bjargs né heldur landafræði i venjulegum skilningi. Hér verður aðeins rætt við einn af mörgum mönnum, sem þekkja hinn fagra og sérkennilega útvörö Islands i vestri, — einn þeirra, sem ólust upp i nágrenni Látrabjargs, og áttu si'ðan við það margvisleg skipti á þroskaárum sinum. Hingað er nú kominn maður, sem heitir Daniel Ó. Eggertsson. Hann er ákaflega fróður um Látrabjarg og á þaðan margar minningar. Við skulum heyra hvað hann hefur að segja. — Fyrst langar mig aö spyrja þig Daniel: Hvar i nágrenni Látrabjargs var það, sem þú óist aldur þinn? — Ég fæddist á Hvallátrum i Rauðasandshreppi 10. sept. 1890. Foreldrar minir voru ættaöir þaðan úr sveitinni, — úr Rauða- sandshreppi — en hvorugt þeirra var fætt á Hvallátrum. Ég ólst svo upp á Hvallátrum, og hef eig- inl. alltaf átt þar heima, ef und- an eru skiiin tvö ár, sem ég var við nám hér i Reykjavik. Ég fór i verzlunarskóla oglauk prófi það- an. — Hverjir voru helztu bjarg- ræöisvegir manna I heimahögum þinum, þegar þú varst að alast upp? — Afkoman byggöist langmest á sjónum. Útræöi var mikið, og það var ekki einungis stundað af hreppsbúum, heldur komu menn til róðra úr Breiðafirði, af Barða- strönd og viðar að. Aðallega var veiddur steinbitur, og fiskimið okkar á Hvallátrum voru talin ein beztu steinbitsmiðin, sem völ var á þar um slóðir. — Þaö hefur þá oft veriö mann- margt i kringum ykkur á vertiö- um? — Móör min sagði mér, að um þrjátiu bátar hafi gert út frá Hvallátrum, þegar flest var. Heima á bænum var lika mann- margt. Þar voru þrir búendur, og auk þess alltaf nokkuð af lausa- mönnum, sem bjuggu i einhvers konar húsmennsku. Þeir áttu þá eitthvað af kindum, höfðu ein- hverja grasnyt og heyjuöu fyrir skepnum sinum, en stunduðu annars sjóinn og liföu aðallega á honum. Flest mun heimafólk á Hvallátrum hafa verið á milli sextiu og sjötiu manns, og eru þá allir taldir, sem áttu þar heima, á þremur búum. Svo voru það sjómennirnir. Sjó- mennskan var eingöngu dagróðr- ar, en aldrei legiö úti. I landi var dvalizti búðum, og þær voru satt að segja ekki neitt nýtizkuleg hús. Allar voru þær hlaðnar úr torfi og grjóti, þakið meö árefti og hell- um, og siðan tyrft yfir. Inni voru bálkar, hlaönir úr grjóti, og þar sátu menn og sváfu, þegar þeir voru i landi. Heldur var þar óvist- legt, einkum I rigningatið, þegar búðirnar láku. Vorvertiðin byrjaði um sumar- mál og stóð fram að tólftu viku sumars. Þá fóru menn að tinast heim með aflann. — A hvaða árum er þetta, þeg- ar þríbýli er á Látrum og yfir sex- tiu manns á bænum? — Ég hef hér i huga árin i kringum siöustu aldamót, bæði fyrir þau og eftir, en þegar dálitið kom fram á tuttugustu öldina, fór fólkinu óðum að fækka. Þá fór unga fólkið að heiman og kom ekki heim aftur til dvalar, enda var tæplega verkefni handa þvi öllu I heimahögunum, við breytt ar þjóðfélagsaðstæður. Átburðarásin varð sem sagt þar eins og viöast hvar annars staðar: unga fólkið fóriburtu, en eldrikynslóðin sat eftir. Hvallátr- ar fóru þó ekki i eyði. Þar býr nú, eins og kunnugt er, Þórður Jóns- son hreppstjóri með konu sinni, og enn fremur Asgeir Erlendsson vitavöröur, ásamt konu sinni og dóttur. Þannig eru fimm mann- eskjur á Látrum núna, og má segja, að þar hafi oft verið þrengra setinn bekkurinn. Aldrei lofthræddur — Stundaðir þú sjó, meöan út- ræði var frá Látrum? — Já, ég gerði það um langt árabil. Ég fór að róa, þegar ég var um fermingaraldur, og hélt þvi áfram þangað tíl seint á ára- tugnum 1940-50. Það mun hafa verið nálægt lokum seinni heims- styrjaldarinnar, eða rétt upp úr henni, sem ég hætti sjómennsku. — Hversu langt er frá Hval- látrum og út á Bjargtanga? — Mig minnir það vera um fimm kilómetrar. Aður varð að fara þessa leið gangandi, en nú er kominn bilvegur, svo hægt er að aka alla leið að vitanum. — Fórst þú ekhi snemma aö taka þátt i þvi aö sækja bjargræöi i Látrabjarg, eins og aö draga fisk úr sjó? — Allir strákar, sem ólust upp á Hvallátrum, fóru snemma að klifra I klettum. Sjálfsagt hafa margir þeirra gert það til þess að æfa sig og þjálfa, ef þaö skyldi eiga fyrir þeim að liggja seinna að sigai Látrabjarg, þvi áreiðan- lega var það draumur margra dreng ja að komast þangað, þegar þeir hefðu aldur til. — Þiö hafiö ekki veriö loft- hræddir þarna? — Lofthræddir? Þaö heföi nú þýtt litið. Enginn maður getur sigið I bjarg, ef hann er loft- hræddur, eða ef hann sundlar. — Uröu þá allir eins og sjálf- krafa lausir viö þetta hvort tveggja, eða voru einhverjir, sem hvorki stunduöu klifur né bjarg- sig, vegna þess aö þá sundlaöi? — Menn voru misjafnir með það eins og annaö, og sumir fóru aldrei I bjargsig eöa kletta, aö heitiö gæti. — En lofthræöslan hefur ekki kvaliö þig? — Nei, enda hefði ég þá ekki getað unnið þau verk, sem ég vann. Mig sundlaöi aldrei, og ég varð aldrei hræddur, hins vegar reyndi ég að fara eins gætilega og mér var unnt, enda geröu það all- ir. — Hvenær byrjaöir þú aö sfga i Látrabjarg? — Satt að segja man ég nú ekki lengur ártaliö, en ég mun ekki hafa verið kominn mikið yffr fermingu. Mér finnst i endur- minningunni, aö það hafi verið sem eitt sinn nu fermingarárið mitt, en ábyrgist þaö þó ekki. Hitt man ég, að fyrstu feröir minar I Bjargið fór ég fyrir pabba, þvi að hann var þá hættur að siga fyrir aldurs sakir. Sigið eftir eggjum — Hvenær hófust bjargferöir á vorin? — Þær byrjuðu venjulega upp úr miðjum mai. Þá var farið þangað til eggjatekju. Þá fóru yf- irleitt allir, sem vettlingi gátu valdið ,,á Bjargið”, bæði kvenfólk ogkarlmenn. Reynt var að leggja af stað snemma morguns, og að mörgu var aö hyggja. Það þurfti að ú tbúa nesti, ta ka til kassa, sem eggin skyldu flutt I heim og siöast en ekki sizt að hafa hesta til taks til þess að reiða heim eggin. Siðan var minnst klukkutima gangur fram á Bjargið. Þegar þangað kom, þurfti Hka ýmislegt aö athuga, áður en s jálft aðalverkið hæfist. Fyrst var tekið fram hjólið, sem vaðurinn átti aö leika um, og það látið á bjarg- brúnina, þar sem það átti að vera á meöan á verkinu stóð. Næst var vaðurinn reyndur, hvort hann væri nógu sterkur, og var þá öör- um enda hans brugðiö fyrir jarð- fastan stein, og siöan gengu margir menn á vaðinn og treystu hann. Og ef ekkert sást athuga- vert viö vaðinn á meðan á þessu stóð, var talið óhætt aö siga I honum. Þessu næst klæddust sigmenn- irnir skyrtum sinum,en ekki voru þær samkvæmt nýjustu tizku samkvæmisklæöa. „Skyrtan” var strigapoki undan rúgmjöli,en göt höföu veriö gerð á hann fyrir höf- uð og handleggi, og siðan var hon- um steypt yfir sig. Snæri var bundið um mittið, og annar spotti notaður til þess að halda „skyrt- unni” saman að ofan, svo að hún rynni ekki út af öxlunum. Nú byrjaði sigið. Sérstakur maður var hafður við hjólið á bjargbrúninni og sá um að allt færi skipulega fram. Var hann nefndur hjólmaður. Þegar sig- maðurinn var kominn niöur I bjarg, tindi hann egginn I pokann, sem hann var klæddur i, og lét þauafturfyrir bak sér, þvi að þar brotnuðu þau miklu siður. Oftast vom „skyrtumar” svo viðar i hlutfalli við manninn, sem I þeim var,að I þær mátti koma hundrað og fimrntiu til tvö hundruö eggj- um. — Var ekki óþægilegt að koma eggjunum i pokann fyrir aftan bak sitt? — Nei, það var ekkert óþægi- legt. Pokinn var svo viður um handvegina, að þar var auövelt aö komast að og láta þau svo velta aftur fyrir bak. Auðvitað kom fyrir, aö eitt og eitt egg brotnaði, en aldrei var mikið um það. Þegar komið var upp á brún, settist sigmaðurinn þar niöur og losaði af sér böndin, en annar maður tindi eggin upp úr skyrt- unni. Stundum var þá eitthvað brotíð, en það var þá þurrkað meö mosa og hreinsaö eftír föngum. Meðferð og geymsla eggja — Hvað heldur þú að margir menn hafi unnið að eggjatöku i einu á þeim tima sem þú varst mest við það riðinn? — Það var talsvert misjafnt. Venjulega voru þrir sigmenn, eða sigarar, eins og þeir voru kall- aðir. Hitt fólkið var ,,á brún”, og sá hópur var misstór, og fór eftir ýmsu, þótt flestir færu þangað sem þvi gátu við komið. — Hvernig var svo aflanum skipt? — Ef vel gekk, gat hver sig- maður tint þrjú til fjögur þúsund egg á dag. Um hádegi var boröaö og drukkiökaffi, en siöan haldið á til klukkan sex að kveldi, þá var hætt. Þá var farið að skipta eggj- unum, og það fór þannig fram, að hver maöur fékk einn hlut, nema sigmaðurinn, hann fékk tvo hluti, og var annar þeirra kallaður „hættuhlutur”. Þannig var hættuhlutur fyrir hvern vað, sem i Bjarginu var hverju sinni. — Það hafa fleiri en einn mað- ur sigið samtimis? — Já, já, það sigu iöulega þrir menn sama daginn, og voru allir i Bjarginu samtimis.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.