Tíminn - 19.09.1976, Page 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 19. septeniber 1976.
LEITIN AÐ
KYRRÐINNI
MIKLU
— bar til um klukkan fimm
komu bólur upp á yfirboröið — til-
kynntu menn, sem höfðu verið að
dóla á gúmmibáti á stöðuvatni, —
en eftir það var engin hreyfing
sjáanleg. — A þeirri sömu stundu
létu tveir piltar lifið niöri i
vatninu. Annar var Hans Nowak,
nitján ára nemandi, og hinn
Michael Wolter, tuttugu ára lög-
regluþjónn. Báðir voru i kafara-
búningi meö súrefnisgeyma á
bakinu.
Ekki er með fullu ljóst, hvað
það var sem varð þeim að fjör-
tjóni, — aöeins hvers vegna:
Hans og Michael, sem báðir voru
byrjendur i köfun, höfðu i hyggju
að kafa niður á fjörtiu metra dýpi
án kennara og án nokkurra
öryggisráöstafana.
Dauði þessara ævintýramanna
er ekkert einsdæmi i sögu kafara.
— Maður fer inn i verzlun, kaupir
kafaraútbúnað og stuttu siðar
getur hann veriö dauður. — segir
Willy Mangold formaður Posei-
don-Nimrod félagsins, sem hefur
yfirumsjón með öllum köfunar-
stöövum I heimi.
Köfun er iþróttagrein sem nýt-
ur sivaxandi vinsælda al-
mennings og er árleg aukning i
henni yfir 20%. Fólk lætur auð-
veldlega lokkast, er það heyrir,
að það er auðveldara að læra aö
kafa en synda. 1 kringum tiu þús-
und kafarar eru innan vébanda
klúbba og félaga og njóta leiö-
sagnar en allt að 70000 kafa upp á
eigin spýtur. Þeir fara til Eystra-
saltsins, Miðjaröarhafsins, og
karabiska hafsins. Þeir leita að
leirkerum I Rauöa hafinu, ljós-
mynda neðansjávarhella i At-
lantshafinu og elta karfa i Kyrra-
hafinu.
Þyngdarleysistilfinningin.ikyrrö-
in, einveran hin stórfeng-
lega litadýrö og ævmtyraandinn,
sem fylgir þessu allt þetta dregur
fólk aö i hrönnum. Fólkið steypir
áer i djúpiö i leit að nýjum heimi,
sem þaö i sumum tilfellum á ekki
afturkvæmt úr. Samkvæmt upp-
lýsingum frá strandgæzlunni i
Wilhelmshaven i V-Þýzkalandi,
urðu i kringum 200 Þjóðverjar
eftir niöri i djúpinu á siðasta ári.
Þetta er ekki i samræmi við
upplýsingar Sam'bands þýz'Kra
áhugakafara, sem ekki vill viður-
kenna nema i hæsta lagi 30
fórnarlömb Alveg jafnreikandi og
tölur um slysatilfelli, eru og laga-
ákvæði um undirbúning og ör-
yggi.Hversem vill stinga höfðinu
undir vatnsyfirborðið getur gert
það alveg afskiptalaust, jafnvel
þótt hann skorti allan nauðsyn-
legan undirbúning eöa kennslu.
Það er ekkert fylgzt með þvi. 1
hvaöa sportvöruverzlun sem er
má kaupa súrefnishylki, lungna-
vélar, blýbelti og þrýstiútbúnað
sem að vísu fagmenn kunna aö
nota, en geta verið lifshættuleg
fyrir leikmenn. I Austur- Þýzka-
landi má aðeins selja þeim, sem
geta sannað, að þeir hafi lokiö
undirbúningsnámskeiði i köfun,
kafaraútbúnað. A hinn bóginn er
ekki einu sinni eftirlit meö köf-
unarkennurunum í Vest-
ur-Þýzkalandi. Hver sem er getur
kallað sig köfunarkennara og
opnaö skóla þar að lútandi. — Það
er fyrir neðan allar hellur, hvaö
þetta er laust i reipunum, og al-
veg óforsvaranlegt, að hver sem
ergeti kallað sig köfunarkennara
og beinlinis rekið fólk i dauðann,
— segir dr. Klaus Seemann,
skipslæknir og yfirmaður læknis-
stofnunar flotans i Kiel. Yfirvöld
skipta sér ekkert af þessu, en
Samband þýzkra áhugakafara
hefur gengizt fyrir þvi að fá sam-
þykkt lög um undirbúning sem
gilda eiga um allt Þýzkaland.
Samt óttast félagið, að of mikil
stjórn geti skaðað viðskiptin.
Jens-Peter Paulsen, varaformaö-
ur heimssambands kafara, segir
að það séu afar margir á þeirra
vegum, sem hugsi fyrst og fremst
um það að græða.
Sá fyrstisem gerði það að raun-
veruleika, var Hans-Joachim,
fyrrverandi sundkáppi. Hann
stofnaði fyrirtækið Barrakuda,
sem til að byrja með framleiddi
sundfitjar, kafaragrimur og
öndunarpipur. Siðan stofnaöi
hann fyrsta kafaraklúbbinn
fyrsta timarit kafara og fyrsta
kafaraskólann og aö lokum Sam-
band þýzkra áhugakafara.
(VDST).
Fyrirtækið færði smám saman
út kviarnar og varð brátt alls-
ráðandi á markaðnum. Hans-Jo-
achim er núverandi formaöur
VDST. Samkvæmt lögum félags-
ins, ber þvi fyrst og fremst að
hugsa um hag heildarinnar og á
formaður þess að sjá til þess að
þvi verði framfylgt En þar vill nú
vera misbrestur á, þvi að þetta
stangast á við hugmyndir hans
sem forseta auðfyrirtækisins
Barrakuda — ég vil selja eins
mikiö af^vörum og mögulegt er.
Og viðskiptin ganga eins og bezt
verður á kosið.
Eftirspurnin eykst og ganga
framleiðendur á lagið, og stöðugt
koma fleiri vörur og ný tæki á
markaðinn. Svo þegar fólk hefur
keypt sér þennan útbúnað, þykist
það fært i flestan sjó og vill oft
gleymaþvi,að köfunerekki bara
t kafarabúningnum er beinagrind manns, sem I marga mánuði hefur legiö á botni Norðursjávarins. Hann varö fórnarlamb iþróttar, sem er
jafn vinsæl og hún er hættuleg.
Tveir dauðir áhugakafarar, sem ætluðu sér að kafa niður á 40 metra dýpi án þess að hafa minnsta undirbuning.