Tíminn - 19.09.1976, Síða 31

Tíminn - 19.09.1976, Síða 31
Sunnudagur 19. september 1976. TÍMINN 31 2 Peter Frampton ■ 1 Fleetwood Mac .................. 3 Jefferson Starskip — Spitfire... 4 George Benson — Breezin’......... 5 Boz Scaggs — Silk Degress....... Linda Ronstadt — Hasten Down The Wi Lou Rawis —All Things In Time Wild Cherry....... C'hicago X........ John Denver — Spirit 19 War—Greatest Hits 7 Wings At The Speed Of Sound 6 NeilDiamond — Beautiful Noise 16 Barrv Minilow —This One’s For You 15 Aerosmith — Rocks '7 Helen Reddy — Music.Music 11 Steve Miller Band — Fly Like An Eagit 20 Commodores — Hot On The Tracks 22 Diana Ross Greatest liits 21 Eagles — Their Greatest Hits 1971-1975 Hljómplötudómar NÚ-TÍMANS Gylfi Ægisson — Gylfi Ægisson Gimsteinn hf. ★ ★ ★ GYLFI Ægissonbyggir á öftrum tóniistargrunni en velflestir þeir, sem leggja stund á popp- tónlist hér á landi — og að min- um dómi er út í hött að ætla sér að bera Gylfa t.d. saman við strákana i Paradfs oghans plöt- ur saman við þeirra. Tónlist Gylfa er af öðrum toga spunnin og sett fram á allt annan hátt. Það er kannski móðgandi fyr- ir Gylfa, en ég vil leyfa mér að halda þvi fram, að plötur hans eru skemmtiplötur öðru fremur. Alla vega get ég ekki annað en litið svo á. Þær eru kannski ekki slæmar tónlistarlega séð, en þær eru engan veginn unnar út frá þvi markmiði, að þær eigi að vera i háum tónlistarlegum gæða- flokki. A hinn bóginn getur eng- inn haldið þvi fram, að Gylfi sé slæmt tónskáld. Tónlist er augljóslega Gylfa i blóð borin, og hann þarf, að þvi er manni virðist, ekki að hafa mikið fyrir þvi að semja lög. Gylfi er ekki tónlistarmenntað- ur ogþviertónlisthans alltöðru visi en þeirra, sem lagt hafa stund á tónlistarnám og hafa það til að styðjast við. Þvi er ekki að leyna, að Gylfi hefur ekki mjög viðan sjón- deildarhring i sinni tónlistar- sköpun, og hygg ég, að það muni i framtiðinni — ef Gylfi heldur áfram að gefa út plötur — standa honum nokkuð fyrir þrif- um. A þessari ný ju plötu hans er of mikið um endurtekningar frá fyrri plötu hans, og kveður svo rammt að þessu, að við liggur, að þekkja megi sömu lögin á báðum plötunum. Ekki má þó álykta sem svo út frá þessum orðum, að ekkert nýtt eða frumort sé að finna á plötunni, þvi á henni eru nokkur lög, sem eru sannkallaðar Gylfa-perlur, ef svo má að orði komast, t.d. „Bátsmanns glanni”, sem á áreiðanlega eftir að verða mjög vinsælt, ef að lfk- um lætur. Einnig má nefna i þessu sambandi lögin „Vest- mannaeyjabrag” og „Kalla bónda”. Gallinn við plötuna er þvi einkum sá, að efni hennar er mjög misjafnt að gæðum og gildir þetta einnig um textana. Þeir hitta að visu margir beint i mark, t.d. textinn við „Vest- mannaeyjabrag” og „Möllu Gvend”, en Gylfi segir oft sögur i sfnum textum, og eru það oft spaugilegar lýsingar á viður- eign karlmanna við kvenþjóð- ina. Bragfræðingar og fagurkerar i ljóðagerð eru sennilega ekki hrifnir af textum Gylfa, enda er mikið af hortittum i þeim. Hins vegar segja þessir textar, að mi'num dómi, meira um Gylfa sjálfan en nokkuð annað, og sizt af öllu vildi ég missa af þeim, þvi án þeirra myndu plötur Gylfa vera aðeins svipur hjá sjón. Hljóðfæraleikur á plötunni er unninn eftir sömu formúlu og no tuð var á fyrri plötu Gylfa, og hygg ég, að það hafi verið rétt stefna. Þetta er að visu ekki sér- lega burðugur hljóðfæraleikur, en fellur vel að efninu og gefur Gylfa gott svigrúm til þess að tjá sig. Til annars þarf ekki að ætlast af hljóðfæraleiknum. Þó skal þess getið, að Rúnar Júliusson sýnir athyglisverða leikni á gitarinn, en hann leikur einnig óaðfinnanlega á bassann. G.S. Námskeið fyrir píanókennara Félag Tónlistarkennara gengst fyrir námskeiði, fyrir pianó- kennara dagana 20., 21., og 22. sept. næstk. Hingað kemur próf. Hans Ley- graf, pianóleikari og tónskáld, sem er að góðu kunnur, frá nám- skeiði er hann hélt hér haustið 1973 við ágæta aðsókn. Próf. Leygraf er mjög þekktur erlendis sem afbragðs kennari og leiðbeinandi, jafnframt þvi að hann starfar einnig sem einleik- ari. Þá má geta þess að tveir nemendur hans sigruðu i nor- rænni pianó keppni, sem fram fór hér i Reykjavik fyrir nokkrum árum. Einn isl. nemandi hefir stundað nám hjá próf. Leygraf um nokk- urt skeið. Námskeiðið verður haldið i húsakynnum Tónlistarskólans i Reykjavik, og er þegar fullskip- að. Frá Hofi Þingholtsstræti 1 Ef þú ætlar peysu að prjóna, húfu, hanska, leppa i skóna. Fyrir það þú hlýtur lof, enda verzlar þú I Hof. Halogen-ljós fyrir J-perur - ótrúlega mikið Ijósmagn PERUR í ÚRVALI NOTIÐ (AÐBESTA Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa SKODA # NEST SELDI BILL Á LANDINU SNOM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.