Tíminn - 19.09.1976, Page 39
Sunnudagur 19. september 1976.
TÍMINN
39
flokksstarfið
Aöalfundur Framsóknarfélags Isfiröinga ver&ur haldinn á skrif-
stofu félagsins, Hafnarstræti 7 sunnudaginn 19. september kl. 17.
Steingrimur Hermannsson alþingismaöur mætir á fundinum.
Stjórnin.______________________________^
-----------------------------------------
Framsóknarfólk Húsavík
Framsóknarfélag Hiisavikur efnir til félagsfundar I Félags-
heimili Húsavikur fimmtudaginn 23. september klukkan 21.00.
Gestir fundarins veröa Steingrimur Hermannsson, alþingis-
maður og Þráinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Fram-
sóknarflokksins.
Þeir munu einnig veröa til viðtals á flokksskrifstofunni Garöar
sama dag milli klukkan 18,00 og 19.00.
Stjórnin.
Húsavík
Dvalarheimili aldraðra
Eitt það stærsta, sem við erum
með i félagi vi aðra, er bygging á
dvalarheimili aldraðra. Viö
stofnuðum i vetur félag um þessa
byggingu, og nær þaöyfir svæðiö
frá Raufarhöfn og vestur I Ljósa-
vatnsskarö. Við stefnum að þvl,
að fyrsti áfanginn verði byggöur
hér á Húsavlk i tengslum viö
sjúkrahúsið, og síðan verði stefnt
að þvi, að dvalarheimilið fái að-
stööu á öðrum þéttbýlisstöðum á
svæðinu.einsog t.d.á Raufarhöfn
eða Kópaskeri.
Fyrsta skóflustungan var tekin
siðast iágúst. Hanatók Sigtrygg-
ur Hallgrlmsson bóndi að Litlu
Reykjum i Reykjahreppi. Fyrsti
áfangi dvalarheimilisins veröur
10 þúsund rúmmetrar, en I honum
verða 16 ibúðareiningar, sem
geta rúmað allt að 44 vistmenn.
Þá verður þarna föndur- og þjón-
ustuaðstaða, bæði fyrir vistmenn
og fólk utan úr bæ. Komið veröur
upp þvottahúsi, en gert er ráð fyr-
ir samnotkun á þvottahúsi
sjúkrahúss og dvalarheimilisins,
og auk þess er gert ráð fyrir, að
eldhús sjúkrahússins verði jafn-
framt notað fyrir dvalarheimilið.
Eru þessar byggingar tengdar
saman með gangi.
Formaður bygginganefndar
dvalarheimilis aldraðra heitir
Egill Olgeirsson, en fram-
kvæmdastjóri byggingarinnar er
Jón Armann Arnason. Þegar er
búið aö ganga frá grunni, og verið
var aö slá upp fyrir sökklum um
miðjan september. Meiningin er
að steypa kjallara hússins upp I
haust. Þegar eru farin að berast
framlög frá öldruöu fólki til þess-
arar byggingar, og við treystum
á, að mikill áhugi fólks veröi á
henni.
Heilsugæzlustöðin
Stöðugt er veriö að vinna við
sjúkrahúsiö, og árleg framlög
koma frá bænum til þess. Nýlega
höfum við stofnað hér formlega
heilsugæzlustöð, og nær hún yfir
átta hreppa i Suður-Þingeyjar-
sýslu og Húsavik. Aður hafði
Húsavlkurbær rekið heilsugæzlu-
stöðina einn, en nú er þetta komið
i samræmi við læknishéraöið eins
og það er i dag eftir nýju lækna-
skipunarlögunum. Stærsta fram-
kvæmdin, sem stendur fyrir dyr-
um i heilsugæzlustöðinni, er að
koma upp aðstööu fyrir þrjá tann-
lækna. Stefnum við að því, að það
verði gert I vetur og verði tilbúiö
til notkunar næsta vor.
Togaraútgerð
Annað stórvirki sem unnið er I
samvinnu við aðra, er togaraút-
gerðin. Við stofnuðum I vetur fé-
lag, sem heitir Höföi hf. og hefur
það togaraútgerð að markmiði.
Við vorum mikið búnir að reyna
að fá að flytja inn togara frá Nor-
egi, en þaö tókst ekki vegna
svörtu skýrslunnar, eðaaðgeröa I
kjölfar hennar. Slðan komumst
við inn I kaup á togara, sem verið
var aö smlða á Akranesi fyrir
Bessa sf. i Vestmannaeyjum.
Var hann sjósettur i byrjun
september. Togaranum var gefiö
nafn lO.ágúst sl. og er það Július
Havsteen ÞH 1. Þaö var Hannes
Hafstein, sem gaf togaranum
nafn, og fjölmenntu ættingjar
Júllusar heitins Havsteen til
Akraness til þess að vera við-
staddir. 1 þvi tilefni gáfu þeir
skipinustóra ljósmynd af Júliusi
Havsteen sýslumanni á Húsavik
og með henni var áletruð silfur-
plata. Einnig gáfu ættingjarnir
peninga i minningarsjóð, sem
stofnaður'hafði eitt sinn verið til
minningar um móður þeirra,
Þórunnar Havsteen, en hún lézt
árið 1936. Sjóðurinn hafði verið
stofnaður á vegum Kvenfélagsins
á Húsavik. Eigendur togarans
eru Fiskiðjusamband Húsavikur,
sem er nær helmingsaðili, Húsa-
vikurbær, Kaupfélag Þingeyinga
og nokkrir einstaklingar, en þetta
er almenningshlutafélag, sem
menn geta keypt hlut i, og enn eru
laus hlutabréf I félaginu. Stjórn-
arformaður er Tryggvi Finnsson
framkvæmdastjóri, skipstjóri
verður Benjamin Antonsson frá
Akureyri. Ahöfn togarans, að
undanteknum skipstjöra og öðr-
um stýrimanni, er öll frá Húsa-
vik.
Hafnarframkvæmdir
A árinu 1972 var gert likan að
Húsavikurhöfn hjá Straumfræði-
stofnun Orkustofnunar. A grund-
velli þeirra tilrauna, sem þar
voru geröar, var gjörbreytt hafn-
armannvirkjum á Húsavik. Siöan
erbúiðaðbyggja90metra langan
þvergarð á suðurgaröinn svokall-
aöa, og I sumar hefur veriö unnið
að þvl að steypa þekjuna á þann
garð. Þær upplýsingar, sem feng-
ust með tilraunum viö ltkaniö,
hafa fullkomlega skilað sér, og
þessi þvergarður hefur sýnt, aö
Ukanið leiddi okkur á rétta braut.
Nú er unnið aö þvi aö koma
vatni og lýsingu á þvergarðinn,
og verður þvi verki lokið nú
seinna i haust. Miklar fram-
kvæmdir standa fyrir dyrum við
höfnina. Viö vonumst eftir að fá
að lengja svokallaðan norður-
garð, sem er öldubrjóturinn, á
næsta ári, og þá fyrst er höfnin
fyllilega farin aö þjóna þvi hlut-
verki, sem henni er ætlað.
Við stefnum að þvi aö stofna
hér hlutafélag um byggingu og
rekstur verbúða á hafnaruppfyll-
ingu. Framkvæmdir hefjast
reyndar ekki i haust, en þetta eru
verkefni, sem unniö verður að I
vetur, og framkvæmdir ættu að
hefjast næsta vor. Einnig stefnum
við að þvi að koma upp aðstöðu
fyrir skipasmiöi, en hér er fjöldi
litilla trébáta, sem þurft hefur að
fara með úr plássinu til viöhalds.
Við höfum haft samband við
skipasmiði, sem hafa haft uppi á-
form um að flytjast til Húsavikur,
en verði ekki úr þvl munum við
leita fyrir okkur annars staöar til
þess að fá slika menn hingað.
Hitaveitan
Viðlukum lagningu dreifikerfis
árið 1974 i bænum, en hitaveitan
tók til starfa áriö 1970. Við þurf-
um aö styrkja dreifikerfið með
stofnlögn upp i Suðurbæinn, svo
kallað Þverholt, og meiningin er
að gera það i haust. Einnig höfum
við veriö að gera úttekt á flutn-
ingsgetu aöveituæðarinnar frá
Hveravöllum i Reykjahverfi, þar
sem viðfáum vatnið. Vegna hug-
mynda um að nýta heita vatniö til
þurrkunar I heykögglaverksmiöj-
unni, sem er verið að byggja
hérna i Saltvik, og vegna vaxandi
byggðar I bænum, geröi Orku-
stofnun viönámsmælingar hér
sunnan viö bæinn til þess aðleita
að heitu vatni. Niðurstööur voru
heldur neikvæðar, þannig að við
reiknum frekar með að þurfa aö
sækja vatnið að Hveravöllum á-
fram. Við vorum svo héppnir aö
ráðast i hitaveituframkvæmdir
rétt áður en olian varð að vopni,
og farið var að veröleggja hana i
samræmi við það, og er hagnaöur
Húsvikinga af hitaveitunni alveg
ómetanlegur.
Vatnsveitan
Ég heyrði fyrirnokkru, að vatn
væri yfirleitt slæmt á Norður-
landi. Hér á Húsavik höfum við
um langan aldur haft vatn, sem
tekið er undan fjallinu, og kemur
aldrei undir bert loft. Vatnið er
mjög gott, og vatnsveitan, sem
komið var upp i kringum 1960,
hefúr enn nægt, en við þurfum að
fara að huga að aukningu. Við
höfum hér gnægð af góöu vatni,
svo að það á að verða áfram i
lagi.
Rafveitan
Við vinnum nú að þvi aö byggja
hér nýja aðveitustöð fyrir Raf-
veituna. Núverandi aðveitustöð
er komin inn i byggðina, og hefur
það skapað okkur vandræöi. Við
gerum ráð fyrir aö taka þetta
verk i tveimur áföngum. Nýja
spennistöðin verður byggð austan
við bæinn, og verður hún tekin i
notkun næsta sumar. Húsið
verður hins vegar byggt í haust.
Jafnframt erum viö að styrkja
háspennulagnir um bæinn i þeim
tilgangiað geta hringtengt.þannig
að þótt einhvers staöar fari há-
spennustrengur höfum við samt
straum um hann allan. Það gerir
rafmagnið hér i bænum miklu
öruggara. Við horfum með gleði
til fra mtiðarinnar, þegar farið
verður aö framleiða meira raf-
magn með tilkomu Kröfluvirkj-
unar, og vonumst til þess að tak-
ist að stofna Norðurlandsvirkjun
alveg á næstunni.
Samgöngu- og ferðamál
Við opnuðum hér nýtt hótel
sumarið 1973, og er það með 68
rúmum. Húsavik er þegar oröinn
þekktur ráðstefnustaður, og t.d.
hafa hér verið haldnar ráðstefnur
á vegum Norðurlandaráðs.
Bærinn er stærsti aðili að
hótelinu, en Kaupfélagið á einnig
stóran hlut i þvi, auk fyrrverandi
hótelstjóra, og nýlega geröust
Flugleiðir hluthafar i hótelinu.
Hótelstjóri nú er Einar Olgeirs-
son, sem áður vann á Hótel Sögu.
Mönnum er nú orðið ljóst, að
Húsavik er ákjósanlegur staður
sem miðstöð skoöanaferöa um
Þingeyjarsýslu, og hefur tilkoma
hótelsins auðveldaö mönnum
slikar ferðir hér um nágrenniö.
Það hefúr lengi verið útbreiddur
misskilningur, aö ekki sé mikið
annað að skoða i Þingeyjarsýsl-
um en Mývatnssveit. Þegar t.d.
erlendum ferðamönnum hefur
veriðsýnt þetta héraö, hefur það
verið gert með eins dags ferðum
frá Akureyri i Mývatnssveit og til
baka aftur sömu leið, en nú er
þetta að breytast, og menn eru
farnir að koma hingaö til Húsa-
vikur og fara svo héðan um
héraðið, og skoða þá gjarnan
austurhluta þess, og fara svo
aftur til baka og til Akureyrar.
Hér er búiö að setja upp bila-
leigu, og nú erum við aö berjast
fyrir auknum flugferðum hingaö.
Tii skamms tima voru ekki nema
fjórar ferðir hingaö, en i sumar
voru fastar ferðir alla daga og
næsta ár er gert ráð fyrir, að
ferðir verði tvisvar á dag, suma
daga. Þegar sú skipan verður
komin á, og jafnvel tvær ferðir
alla daga, þá ættum við að geta
farið að beina ferðamanna-
straumnum hér um austanvert
Norðurland.
Byggðastefna i reynd
Undanfarin ár hefúr mikið
verið sótzt eftir aö flytja til Húsa-
vikur. Hér hefur atvinna veriö
góð, ogmeðaltekjur ibúa með þvi
hæsta, sem þekkist á landinu.
Hlutur giftra kvenna i atvinnu-
lifinu er mjög mikill, en láta mun
nærri, að um 90% giftra kvenna
hafi einhverjar atvinnutekjur á
almennum vinnumarkaði. Húsa-
vik er fallegur staöur i örum
vexti, og hér er veöurfar sólrikt
og gott. Til þess aö geta tekiö á
móti þeim, sem hingaö vilja
flytja, t.d. af Reykjavikursvæð-
inu, en mér þykir nú alltaf betra,
að þaðan flytjist menn, vegna
þess að ég vil ekki aö gangi á
sveitirnar hérna, þarf húsnæði,
og fjölbreyttara atvinnulif.
Bygging leiguibúðanna eitt
þúsund, sem ljúka átti 1978, var
spori rétta átt i húsnæðismálum.
Lögin voru hins vegar mein-
gölluö, þar sem byggingarsjóði
rikisins var einungis heimilt,ven
ekki skylt, að lána til þessara
framkvæmda, andstætt þvi, sem
gilt hefur um hliðstæöar
byggingaframkvæmdir f Reykja-
vik. Þvi hafa framkvæmdir
dregizt. Nú hefur veriö bætt úr
þessum galla á lögunum, en jafn-
framt hefur timinn til þess að
byggja þessar 1000 leiguibúðir
verið lengdur verulega. Fyrsta
skilyrði raunhæfrar byggðastefnu
er að tryggja framboð á ibúöar-
húsnæði út um hinar dreifðu
byggöir landsins.
Undanfarið hefur verið rætt um
að koma upp ylræktarveri i sam-
vinnu við Hollendinga. A Hvera-
völlum i Reykjahverfi er gængð
jaröhita, og staðurinn meöal
hinna sólrikustu á landinu.
BæjarstjórnHúsavikur hefur gert
samþykktir um að Hveravellir
veröi valdir fyrir ylræktarverið.
Þrátt fyrir mikinn áróður heima-
manna, litur út fyrir að þessu
nýja atvinnufyrirtæki verði val-
inn staöur IReykjavik, eða næsta
nágrenni.
Annaö skilyröi reunverulegrar
byggöastefnu, og liklega engu
ómerkara en framboö á fbúöar-
húsnæöi, er aö dreifa atvinnu-
fyrirtækjum um landiö. Með þvi
eraukin fjölbreytni atvinnulifsins
á íámennum stöðum, sem um leiö
örvar byggð og eflú-. Ég bið
stjórnvöld landsina aö minnast
þessara tveggja atriöa, sem ég
leyfi mér að kalla byggðastefnu i
reynd.
Framkvæmdastjóri
Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar h.f. óskar
að ráða framkvæmdastjóra.
Umsóknir um starfið skulu sendar Sól-
mundi Jónssyni skólastjóra Stöðvarfirði
eða Guðmundi Malmquist, Lálandi 5,
Reykjavik, sem veita allar nánari upp-
lýsingar. Umsóknarfrestur er til 10. októ-
ber n.k.
Bjóöum alls konar mannfagnaö velkominn.
Vistleg salarkynni fyrir stór og smá samkvæmi.
Veisluföng og veitingar aö yöar ósk.
Hafiö samband tímanlega.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR símí 22322