Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 10
10 22. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR SVÍÞJÓÐ Borgaryfirvöld í Stokkhólmi hyggjast koma á fót meðferðarheimili fyrir sænska eiturlyfjaneytendur í Riga í Lettlandi. Launakostnaður er minni í Lettlandi en í Svíþjóð og minnkar því kostnaðurinn við að reka meðferðarheimilið sem því nemur. Áður hafa meðferðaryfirvöld í Svíþjóð keypt meðferðarþjónustu erlendis, til dæmis á Íslandi, en þetta yrði í fyrsta skipti sem Svíar ættu og rækju meðferðarheimili á erlendri grund. Þetta kemur fram í vefútgáfu Dagens Nyheter.■ Fíkniefnameðferðir fluttar út: Svíar bjóða meðferð í Ríga DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli manna sem sakaðir eru um að hafa rænt ungum Bónusstarfsmanni í byrjun september og pínt til að taka peninga út úr hraðbanka, stóð daglangt í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Forsprakki hópsins er aðeins sextán ára gamall en daginn sem árásin var gerð hafði honum verið sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna annarra brota. Alls eru fimm ákærðir, en við þingfestingu málsins fyrr í mán- uðinum sögðu þeir allir ákæru á hendur sér ranga. Þrír hafa alfarið neitað sök, en tveir, þar á meðal forsprakkinn, játa að hluta. Fórnarlamb mannanna er 17 ára, þrír árásarmannanna 16 ára, einn 18 ára og sá fimmti er 26 ára. Pilturinn sem ráðist var á var píndur til að taka út rúmar 30 þús- und krónur úr hraðbanka. Hann var dreginn út úr versluninni þar sem hann vann, troðið í skott bifreiðar og ógnað með rásbyssu. Fram hefur komið að for- sprakkinn í mannræningjahópn- um taldi piltinn skulda sér pen- inga. Hann játaði að hafa hleypt af rásbyssunni nærri piltinum þar sem þeir stoppuðu í Skerjafirði til að tuska hann til áður en haldið var í hraðbankann. Dómari í málinu er Guðjón St. Marteinsson og af hálfu Ríkissak- sóknara sækir það Sigríður Elsa Kjartansdóttir. - óká Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Strákurinn sem sama dag og honum var sleppt úr gæsluvarðhaldi fór með hópi manna og rændu starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Aðalmeðferð í máli ungra mannræningja í Héraðsdómi Reykjavíkur: Ógnuðu strák með rásbyssu NÁÐIST Á ENDANUM Doris Payne, 75 ára gömul kona, hafði stundað skartgripa- þjófnað víða um heim í fimmtíu ár án þess að lögreglunni tækist að hafa hendur í hári hennar. Nú hefur hún í fyrsta sinn fengið ákæru fyrir að hafa stolið hring úr skartgripaverslun í Las Vegas. MYND/AP BYGGÐAMÁL Í nýrri skýrslu ráð- gjafafyrirtækisins Stjórnarhætt- ir segir að Byggðastofnun eigi við alvarlegan vanda að stríða. Hún sé ekki það forystuafl í mála- flokknum sem ætla mætti og sinni ýmsum grundvallarhlutverkum ekki nægilega vel. Málefni Byggðastofnunar voru rædd almennt á þingflokksfund- um stjórnarflokkanna í gær og segir Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, að málefni stofnunarinnar verði rædd á ríkis- stjórnarfundi á næstunni. „Fátt bendir til þess að fjár- mögnunarstarfsemin geti orðið fjárhagslega sjálfbær. Vafi leikur á hvort stefnan í atvinnuþróun og fjármögnun sé skynsamleg og hafi leitt til tilætlaðs árangurs,“ segir í niðurstöðum áðurgreindrar skýrslu. Eins og frá var greint í Fréttablaðinu í gær er eigið fé stofnunarinnar komið niður að hættumörkum og af þeim sökum hætti stofnunin útlánum fyrir skemmstu. Um 20 mál bíða þar afgreiðslu. Fram kemur í skýrslu ráð- gjafafyrirtækisins Stjórnhátta að eigið fé Byggðastofnunar hefði þegar árið 2003 verið orðið nei- kvætt ef ekki hefði komið til sér- stakra fjárveitinga. Í skýrslunni er jafnframt spurt hvers konar atvinnuþróun sé lík- legust til að stuðla að almennum markmiðum stjórnvalda í byggða- málum og að hve miklu leyti fyrir- tæki á landsbyggðinni þurfi á sértækri þjónustu að halda. Rök eru færð fyrir því að áhersla á nýsköpun sé vænleg leið til að stuðla að sjálfbærri atvinnuþróun á landsbyggðinni. „Ég vil samþætta betur atvinnuþróunarstarf í landinu. Þetta er of flókið og þarfnast samræmingar,“ segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sem svaraði fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, Sam- fylkingunni, um málefni Byggða- stofnunar á Alþingi í gær. Hún kvað nefnd fjalla um málefni stofnunarinnar þessa dagana. Anna Kristín taldi brýnt að tryggja starfsemi Byggðastofn- unar og spurði hvort ráðherra byggðamála ætlaði að tryggja henni fjármagn á fjárlögum. Þeirri spurningu vildi Valgerður ekki svara að svo stöddu. Össur Skarphéðinsson, flokks- bróðir Önnu, ræddi fundarstjórn, snupraði Valgerði og taldi hana koma sér undan því að svara fyrirspurn Önnu Kristínar. johannh@frettabladid.is Vandinn stórfelldur Í nýrri skýrslu segir að Byggðastofnun sinni ýmsum grundvallarhlutverkum ekki nægilega vel og hún eigi við alvarlegan vanda að stríða. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Vill ekki segja að svo stöddu hvort Byggðastofnun verði tryggt aukið fjármagn. ANNA KISTÍN GUNNARSDÓTTIR Telur brýnt að tryggja starfsemi Byggðastofnunar. MINJAVARSLA Samgöngusafninu á Skógum áskotnaðist í gær sögu- fræg bensíndæla sem verið hefur í notkun á bensínstöð Atlantsolíu á Kársnesi í Kópavogi. „Dælurnar voru reyndar tvær, en við höfum ekki pláss nema fyrir aðra,“ segir Sverrir Magnússon, framkvæmdastjóri safnsins, sem tók á móti dælunni í hádeginu í gær. Sverrir segir dælur af þessu tagi vera söguleg verðmæti. „Burtséð frá þeirri sögu þegar Atlantsolía kemur inn á olíu- markaðinn þá er þetta dæla sem er líklega nálægt því að vera 40 ára gömul. Við eigum dælu frá 1928 og þessi verður við hliðina á henni,“ segir hann. Plássleysi segir Sverrir að hái söfnum nokkuð í að huga að sam- tímasöfnun og þar sé Samgöngu- safnið á Skógum engin undan- tekning. „Við erum búin að fylla þetta hús og eigum lítið eftir að geymslum. Næsta mál hjá okkur er að byggja stórt geymsluhús- næði og við farin að undirbúa það af fullum krafti.“ - óká Samgöngusafninu áskotnast bensíndæla: Safngripur að Skógum DÆLAN AFHENT Í KÓPAVOGI Sverrir Magnússon, framkvæmdastjóri Samgöngusafnsins á Skógum (til vinstri), veitir hér móttöku forláta bensíndælu. Geir Sæmundsson, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, afhenti gjöfina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NORÐURLÖND Finnsk börn virðast þunglyndari en norsk og sænsk börn samkvæmt nýrri rannsókn. Þunglyndust allra barna í þess- um Skandinavíulöndum eru 13 ára finnskar stelpur. Þetta kemur fram í rannsókn við háskólann í Tampere og vefútgáfa blaðsins Hufvudstadsbladet segir frá. Rannsóknin sýnir að sambandið á milli foreldra og barna er verra í Finnlandi en í Noregi eða Svíþjóð og finnsku börnin hafa minna samband við aðra fullorðna. Einelti er nokkurt vandamál í Finnlandi en ekki að sama skapi í Svíþjóð og Noregi. Jafnframt kemur fram í rannsókninni að árásargirni stráka og óánægja stúlkna sé jafnframt meiri í Finnlandi en í hinum löndunum tveimur. ■ Rannsókn á geðheilbrigði: Finnsk börn þunglyndust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.