Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 34
Langar þig ekki að njóta hátíðanna með ástvinum
þínum í öðruvísi umhverfi undir Snæfellsjökli.
Verið velkomin í H-Hús á Arnastapa,
í Stykkishólmi og í Ólafsvík.
Gsm: 8949284 • Fax: 4366924 • E-mail: hhusin@simnet.is
■■■■ { vesturland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Safnasvæðið á Akranesi hefur skap-
að sér ákveðinn sess í menningarlífi
Akurnesinga á þeim stutta tíma sem
það hefur verið starfrækt. Að sögn
Jóns Allanssonar, forstöðumanns
safnasvæðisins, byrjaði þetta allt
árið 1959 með stofnun Byggðasafns
Akraness og nærsveita. „Árið 2001
var safnaskálinn tekinn í notkun og
þá má segja að Safnasvæðið hafi
opinberlega verið opnað. Síðan hefur
verið mikil uppbygging á svæðinu.“
Á Safnasvæðinu eru rekin fimm
söfn. Þau eru, auk Byggðasafnsins,
Íþróttasafn Íslands, Landmælinga-
safnið, Steinaríki Íslands og Hval-
fjarðargangasafn. Að sögn Jóns,
sem hefur verið umsjónarmaður
svæðisins frá upphafi, kennir marg-
ra grasa á svæðinu.
„Við erum með ýmsa góða gripi
hér. Þar má nefna gömul hús sem
sum hver hafa verið endurgerð og
önnur sem á eftir að gera upp. Svo
erum við líka með Kútter Sigurfara
sem er eini varðveitti kútter sem eftir
er á landinu. Einnig er á safninu gott
úrval sjóminja. Þar má nefna skipslík-
ön, fallbyssu af varðskipi og togvír-
aklippur úr þorskastríðum Íslendinga
við Breta.“
Safnasvæðið er opið allan árs-
ins hring og segir Jón að aðsókn
hafi aukist ár hvert. „Í fyrra komu
á safnið rúmlega 26.000 manns
og eru um fjörutíu prósent þeirra
útlendingar.“ Spurður hvað af safn-
gripunum dragi til sín mesta athygli
vill Jón meina að Steinaríkið og
Byggðasafnið séu þau söfn á svæð-
inu sem höfði helst til útlendinga.
„Við fáum einnig mikið af skóla-
krökkum til okkar og hjá þeim er
Íþróttasafnið langvinsælast þannig
að smekkur manna er misjafn.“
Safnið er opið alla virka daga frá
klukkan 10-17 á sumrin og frá 13-17
á veturna.
Einstakir munir og
merkileg saga
Þeir sem keyrt hafa í gegnum Akra-
nes hafa vafalaust tekið eftir þeim
framkvæmdum sem nú fara fram á
Íþróttasvæði Akurnesinga. Þar rýs
nú stærðarinnar fjölnota íþróttahús
í fullri stærð á því svæði sem gamli
malarvöllurinn stóð áður.
Að sögn Harðar Jóhannessonar
rekstrarstjóra íþróttamannvirkja á
Akranesi hafa framkvæmdir gengið
nokkuð vel.
,,Fyrsta skóflustungan var tekin
3. júní og þetta hefur gengið nokkuð
vel. Reyndar tók grunnurinn lengri
tíma en menn héldu vegna þess hve
langt niður þurfti að grafa. Bygging-
araðilar eru á fullu þessa dagana að
vinna við steypuframkvæmdir. Það á
eftir að ganga vel svo lengi sem það
frýs ekki að neinu ráði. Heildarstærð
hússins verður 9.000 fermetrar. Fót-
boltavöllurinn verður um 7.000 fer-
metrar en síðan er fjögurra brauta
hlaupabraut öðru megin í húsinu og
þar eru einnig áhorfendabekkir sem
hægt verður að draga út og koma
fyrir um 500 manns“.
Hörður segir að kostnaður við
húsið sé töluverður. ,,Við tókum til-
boði SS-Verktaka sem hljóðaði upp
á um 370 milljónir. Vonandi gengur
það eftir.“ Húsið verður að öllu leyti
í eigu bæjarins og munu tímarnir í
húsinu verða seldir íþróttafélögunum
á svæðinu.
Hörður nefnir einnig að stefnt sé
að frekari uppbyggingu á íþrótta-
mannvirkjum Skagamanna á næstu
misserum. ,,Meiningin er að á næstu
fimm til sex árum verði byggt knatt-
spyrnuhúsið sem nú er byrjað á.
Einnig verður farið í framkvæmdir á
átta brauta innisundlaug sem verð-
ur staðsett við endann á núverandi
sundlaug. Einnig er stefnt að því að
byggja svokallaða tengibyggingu
sem myndi tengja saman knatt-
spyrnuhúsið annars vegar og það
íþróttahús sem nú er til staðar hins
vegar. Í þessari tengibyggingu yrði
því eins konar anddyri fyrir iðkendur
íþróttasvæðisins hvort sem þeir væru
að koma til æfinga í knattspyrnuhúsi,
íþróttahúsi eða sundlaug. Þá myndi
byggingin einnig gegna hlutverki
aðkomusvæðis fyrir aðra gesti sem
væru að koma að sjá fótboltaleiki á
sumrin eða aðra viðburði. Einnig eru
búningsklefar og líkamsræktarstöð
inni í þessari byggingu.“
Á þessu er ljóst að með komu
þessara húsa mun hið fjölbreytilega
íþróttamannlíf Akurnesinga blómstra
en frekar.
Uppbygging íþróttamannvirkja á Skaganum
■ Bókaútgáfan Uppheimar á
Akranesi stendur fyrir bókakynn-
ingu í bókabúðinni Iðu í Reykja-
vík 26. nóvember næstkomandi.
Til stendur að kynna bók Ara
Trausta Guðmundssonar, Leiðin
að heiman, og mun Ari Trausti
lesa upp úr bókinni. Þá kemur út
bókin Fólkið sem gat ekki dáið
í þýðingu Gyrðis Elíassonar og
mun hann lesa úr þýðingu sinni.
Einnig les Bragi Ólafsson, bas-
saleikari og rithöfundur, upp úr
bók kollega síns, Paul McCartn-
ey, sem nefnist Uppi í skýjunum.
Hefst kynningin kl. 14.
■ Sunnudaginn 27. nóvember
mun skólahljómsveit Fjölbrauta-
skóla Vesturlands Akranesi
halda kaffitónleika í skólanum.
Leikin verða djass- og popplög
auk jólalaga í tilefni aðventunn-
ar. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og
innifalið í verðinu er kökuhlað-
borð, drykkir og tónlist. Tónleik-
arnir hefjast kl. 15.15.
■ 4. desember verða útgáfu-
tónleikar Kristjönu Stefáns-
dóttur söngkonu og Agnars
Más Magnússonar. Þau gáfu á
haustmánuðum út diskinn Ég
um mig, sem inniheldur sígild
popplög í eigin djassútsetning-
um. Platan var hljóðrituð í New
York fyrr á árinu og með þeim
á plötunni spila þeir Drew Gress
bassaleikari og John Hollenbeck
trommuleikari. Tónleikarnir fara
fram í Tónlistarskólanum á
Akranesi og hefjast kl. 20.
■ Eftir langar og strangar samn-
ingaviðræður mun Bíóhöllin
á Akranesi vera með sérstakar
forsýningar á nýju Harry Potter-
myndinni: Harry Potter and the
Goblet of Fire. Sýningarnar verða
haldnar 23. og 24. nóvember.
Nánari miðasala verður auglýst
síðar. Bíógestir verða að bregð-
ast fljótt við þessum fregnum
þar sem miðar munu væntanlega
rjúka út eins og heitar lummur.
Á döfinni á
Vesturlandi
Knattspyrnuhöll í byggingu á Akranesi. Að sögn Harðar Jóhannessonar hafa framkvæmdir á svæðinu gengið vel.
8
Jón Allansson hefur umsjón með safnasvæðinu á Akranesi.