Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 50
22. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR26
Vegna gífurlegrar aðsóknar
Lau. 26. nóv. kl. 14
Sun. 27. nóv. kl. 14
Miðar í síma 511 4200 og á www.kabarett.is
EKKI MISSA AF KABARETT!
Allra síðustu sýningar
25. nóv. kl. 20 (aukasýning)
26. nóv. kl. 20 ALLRA ALLRA SÍÐASTA AUKASÝNING
2X5_Kabarett 19.11.2005 16:13 Page 1
��������
�������
��
��������������������� � � �
����������������������������������������������������������������������� �����������
������������ �������������� �� �����������
���������������� ���������� ��
����������������������������������
���������������������������������������������������������������������
�������������������������������������������� ������������������������������������
���������������������������
�����������������������������������
�������������������������������������������������
����������������������� ����������������������������������
������������������������������������������������
Stóra svið
Salka Valka
Fi 24/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20
Su 4/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20
Mi 28/12 kl. 20
Woyzeck
Lau 26/11 kl. 21 Su 27/11 kl. 21
Þr 29/11 kl. 20 UPPS Fi 1/12 kl. 20
Fö 2/12 kl. 20 Mi 7/12 kl. 20 UPPS
Fi 8/12 kl. 20 Fö 9/12 kl. 20
Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21
Kalli á þakinu
L au 26/11 kl. 14 Su 27/11 kl. 14
Su 4/12 kl. 14 Su 11/12 kl. 14
Má 26/12 kl. 14
Id - HAUST
Wonderland, Critic ´s Choice?
og Pocket Ocean
Mi 23/11 kl. 20
ATH síðasta sýning!
Nýja svið/Litla svið
Lífsins tré
Fö 25/11 kl. 20 Lau 26/11 kl. 20
Fö 2/12 kl. 20 Lau 3/12 kl. 20
Þr 27/12 kl. 20
Alveg brilljant skilnaður
Su 27/11 kl. 20 UPPSELT
Má 28/11 kl. 20 UPPSELT
Su 4/12 kl. 20 UPPSELT
Fi 29/12 kl. 20 AUKAS. UPPSELT
Fö 30/12 kl. 20 AUKAS. UPPSELT
Síðustu sýningar!
Manntafl
Fi 24/11 kl. 20 Mi 30/11 kl. 20
Mi 28/12 kl. 20
GJAFAKORT
GEFÐU EFTIRMINNILEGA
UPPLIFUN
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA
ENDALAUST
Landsbankinn er stoltur
bakhjarl sýningarinnar.
MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700
ÉG ER MÍN EIGIN KONA
Næstu sýningar:
fim. 24.11 kl. 20 ósóttir miðar í sölu
fös. 25.11 kl. 20 uppselt
lau. 26.11 kl. 20 ósóttir miðar í sölu
sun. 27.11 kl. 20 ósóttir miðar í sölu
Ath. ósóttar pantanir seldar viku f. sýn.
BÓKMENNTIR
[UMFJÖLLUN]
Steinunn Sigurðardóttir er höf-
undur tregans í íslenskum bók-
menntum. Hún skrifar ástarsögur,
en ekki um ástina því hún er ekki
fréttnæm fremur en hamingjan.
Hún skrifar um ást sem bíður ósig-
ur, um söknuðinn, tregann og eftir-
sjána. Og henni tekst að gera það
vel, skrifa tilfinningaríkan texta
án tilfinningasemi, viðkvæman án
væmni.
Nú eru nítján ár síðan braut-
ryðjendaverk hennar á þessu
sviði, Tímaþjófurinn, kom út.
Stóra bókin um ástarsorgina þar
sem Steinunn ferðaðist óhrædd
milli prósa og ljóðs til að lýsa og
fylgja eftir skapsveiflum og hug-
arástandi aðalpersónunnar, Öldu.
Og það eru tíu ár síðan Hjartastað-
ur kom út, bókin sem færði henni
Íslensku bókmenntaverðlaunin
og fjallaði á svo eftirminnilegan
hátt um samband mæðgna og ótal-
margt annað.
Þessar bækur eru nefndar því
nýja skáldsagan hennar, Sólskins-
hestur, fjallar um þetta efni: um
ástina og um mæðgnasamband.
Lilla, sú sem söguna segir, hefur
átt bernsku með vel stæðum for-
eldrum sem þó eru tæpast for-
eldrar; Haraldur og Ragnhildur
hafa öllu öðru að sinna en börnum
sínum Lillu og Mumma. Lilla kynn-
ist umkomulausri ógæfumann-
eskju í nágrenninu sem fékk ekki
að hafa dóttur sína hjá sér. Örlög
dætranna, sem í vissum skilningi
eru báðar móðurlausar, speglast:
„Þú ert nú enginn sólskinshestur,“
segir Halla í mjólkurbúðinni við
Lillu.
Inn í söguna er ofinn annar
þráður, um æskuást Lillu sem allt
í einu snýr aftur og gerbreytir lífi
hennar. Á sínum tíma tókst henni
ekki að halda í ástina, hún höndlaði
ekki hamingjuna sem orðið hafði á
vegi hennar: „Hamingjan í skæru
litunum sem ég kunni ekki á og
hrinti þeim frá mér svo litleysið
mætti ríkja eitt.“ En nú hefur hún
skyndilega fengið nýtt tækifæri og
það er líkt og hún sjái bernsku sína
og líf í nýju ljósi, „gömul sæla var
um það bil að taka sig upp“.
Það er engin ástæða til að rekja
þennan þráð frekar en lesandinn
finnur strax að hér er höfundurinn
aftur á heimavelli; bókin er skrif-
uð af miklu öryggi í máli og stíl.
Steinunn kann þá list að hrífa les-
andann með sér með stuttum, ein-
földum setningum eins og þessu
kaflaupphafi: „Ég hrasaði ekki
um þröskuldinn á Mokka. Ég gekk
beint til þín.“ En hún leyfir sér
líka tilraunir með stíl, leikur sér
með hástafi og leturbreytingar og
kemst upp með það. Eins og stund-
um áður verður textinn fyrirvara-
laust að eins konar prósaljóði, hug-
hrifin taka við af frásögninni. Með
þessum hætti kemst lesandinn nær
persónunum. Steinunni þykir vænt
um persónur sínar, varnarleysi
bernskunnar er henni alvörumál,
líkt og varnarleysi ástarinnar. En
fínlega háðskur húmor textans
skapar nauðsynlega fjarlægð frá
hvers konar tilfinningavellu; svo
segir til dæmis þegar faðirinn
deyr: „Það tekur oftast nær sama
tíma að deyja endanlega og það
tekur að skúra þrjú gólf, með því
að líka sé farið í horn.“
Fyrirvari minn er eiginlega
bara þessi: Hér er lagt upp í stærra
verk, hér er sú tilfinningaólga og
það drama milli persóna sem ber
uppi mikla skáldsögu. En Steinunn
takmarkar sig, gefur í skyn, breið-
ir ekki úr frásögninni. Hún skrifar
nóvellu um efni sem hefði staðið
undir stærri bók. En þá reynir á
sköpunarmátt lesandans.
- Halldór Guðmundsson
Höfundur tregans
SÓLSKINSHESTUR
Höfundur: Steinunn Sigurðardóttir
Útgefandi: Mál og menning 2005
Niðurstaða: Lesandinn finnur strax að hér
er höfundurinn aftur á heimavelli; bókin er
skrifuð af miklu öryggi í máli og stíl.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
NÓVEMBER
19 20 21 22 23 24 25
Þriðjudagur
■ ■ KVIKMYNDIR
20.00 Kvikmyndasafn Íslands
sýnir nokkrar heimildarmyndir
Ásgeirs Long vélfræðings og
kvikmyndagerðarmanns í Bæjarbíói
í Hafnarfirði. Myndirnar sem sýndar
verða eru Sjómannalíf, Labbað
um Lónsöræfi, Virkjun og Saga
um lágmynd og eru þær gerðar á
árunum 1951-1970.
■ ■ TÓNLEIKAR
17.00 Bandarísku tónlistarmennirnir
Drekka og Vollmar leika fyrir gesti
og gangandi í Gallerí Humar eða
frægð.
20.00 Árvissir kvöldlokkutónleikar
Blásarakvintetts Reykjavíkur og
félaga verða í Fríkirkjunni í Reykjavík.
20.00 Ellen Kristjánsdóttir
syngur í Neskirkju ásamt Eyþóri
Gunnarssyni og Þorsteini
Einarssyni.
■ ■ FYRIRLESTRAR
12.10 Þorsteinn Vilhjálmsson
vísindasagnfræðingur flytur erindi í
fundaröð Sagnfræðingafélags Íslands
í Þjóðminjasafni Íslands.
7.00 Nanne de Rue, arkitekt frá
Hollandi, flytur fyrirlestur er nefnist:
„Keep it real“ í LHÍ í Skipholti 1, stofu
113.
■ ■ FUNDIR
09.00 Íslenska óperan efnir til
málþings um framtíð Íslensku
óperunnar á degi tónlistarinnar.
■ ■ BÆKUR
20.00 Kristjón Kormákur Guðjónsson
og Þráinn Bertelsson lesa upp á
Skáldaspírukvöldi í Iðu.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.