Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 22. nóvember 2005 3 Hollráð Sölva Fannars Hvort erum við að brenna fitu eða kol- vetnum? Líkaminn brennir tveimur orkuefn- um við þjálfun, kolvetnum og fitu, í ákveðnum hlutföllum sem ráðast aðallega af þjálfunarálagi. Eftir því sem þjálfunarálagið eykst brennum við meira af kolvetnum á kostnað fitu. Því hefur lengi verið haldið fram að til þess að brenna fitu þurfi að halda hjartslættinum á frekar litlu álagi. Nýlegar rannsóknir benda til þess að það sé ekki spurning um hvort hitaeiningum sem brennt er komu úr fitu- eða kolvetnaforða líkamans heldur hversu mörgum er brennt. Það veldur ákveðinni líffræðilegri keðjuverkun og auknum efnaskipta- hraða sem leiðir til fitutaps. Hins vegar var birt niðurstaða rannsóknar árið 2004, sem sýndi að þeir sem stunduðu úthalds- og fitubrennsluþjálfun af hóflegri ákefð náðu sama árangri eftir eitt ár og þeir sem gerðu það af mikilli ákefð! Enn ein ástæðan fyrir því að fara rólega af stað og komast frekar alla leið í mark... Þumalputtareglan um úthaldsþjálfun er að hreyfa sig ekki með meira álagi en svo að hægt sé að halda uppi samræðum á meðan. Í fljótu bragði er hægt að setja upp þrjár mismunandi aðferðir til að brenna: 1) Mikið álag til skemmri tíma, ca. 80% af hámarkspúls. Dæmi um tegund þjálfunar: synda hratt, hlaupa, spinning eða hraður þolfimitími 2) Minna álag til lengri tíma, ca. 60% af hámarkspúls. Dæmi um tegund þjálfunar: ganga, synda eða hjóla rólega 3) Breytilegt álag, ca. 50-80% af hámarkspúls. Dæmi um tegund þjálfunar: synda hratt og hægt til skiptis eða skipta bringu-/skriðsund, stuttir hlaupasprettir og svo ganga, fótbolti, badminton, sem og fjölmargar aðrar íþróttir Með þessu er nær tryggt að líkaminn er alltaf að bregðast við nýrri tegund álags auk þess sem æfingarnar verða skemmtilegri vegna fjölbreytileikans. Nú fer að líða að jólum og við eig- inlega neyðumst til þess að fara að huga að forvörnum fyrir jólin, meira um það síðar... Gangi þér vel! Þetta og önnur hollráð er að finna á vefsvæði Heilsuráðgjafar www.heilsur- adgjof.is Dregur úr nýsmiti í mörgum löndum. Í nýrri skýrslu frá Alnæmisstofn- un Sameinuðu þjóðanna kemur fram að þeim fjölgi stöðugt sem eru með HIV-veiruna í líkam- anum. Upplýsingar í skýrslunni benda hins vegar til þess að það dragi úr nýsmitun í mörgum löndum og þykja það góð tíðindi. Talið er að um 39 milljónir ein- staklinga séu smitaðar af alnæmis- veirunni en ekki nema hluti þeirra sé með sjúkdóminn virkan í sér. Flestir nýsmitaðir eru í Mið- og Austur-Asíu og Austur-Evrópu. Í skýrslunni segir enn fremur að meirihluti nýsmitaðra sé konur í vanþróaðri löndum sem ekki geti krafist smokkanotkunar af kyn- lífsfélögum sínum en konur eru almennt taldar líffræðilega ber- skjaldaðri gegn veirunni en karl- ar. Í skýrslunni er að auki bent á nauðsyn þess að skerpa á forvörn- um um heim allan, einkum vegna þess að ekki er hægt að lækna sjúkdóminn þegar smit hefur átt sér stað þó hægt sé að halda honum niðri með kostnaðarsöm- um og erfiðum lyfjameðferðum. HIV-smituðum fjölgar Alnæmissjúklingum fjölgar hraðast í Mið- og Austur-Asíu. Aukin áfengisneysla hefur valdið hraðri aukningu í munnkrabba- meinstilfellum, að sögn krabbameinssérfræð- inga í breska heilbrigð- iskerfinu. Krabbamein í munni veldur nú dauða fleiri Breta en leghálskrabba- mein og krabbamein í kynfærum karla sam- anlagt. Auðvelt er að koma í veg fyrir krabbameinsmyndun í munni með því að hætta tóbaksneyslu og drekka áfengi í hófi en mjög fáir eru meðvitaðir um að á eftir tóbaki er alkóhól líklegast til að valda munnkrabbameini. Dregið hefur úr reyk- ingum á Bretlandseyjum undanfarin ár en áfengis- neysla hefur farið vaxandi að sama skapi. Áfengi veldur krabba Neysla áfengis hefur farið vaxandi í Bretlandi undanfarin ár. auglheilsa 17.5.2005 12:26 Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K NÝTT Í HEILSUHÚSINU! • Spatone hentar afar vel eldra fólki. • Spatone er kjörið fyrir þá sem eru að jafna sig eftir veikindi. • Spatone er laust við öll aukaefni. • Spatone veldur ekki óþægilegum aukaverkunum. Spatone, algerlega náttúrulegt fljótandi járn. Spatone er litlum skammtapokum og nægir einn á dag til að fullnægja járnþörf kvenna og stúlkna. Konur turfa járn 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.