Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 12
 22. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Ég hef það alveg ágætt, heilsan er svona þolanleg,“ segir Anna Marta Guðmundsdóttir, bóndi á Hesteyri í Mjóafirði. „Ég er þó það léleg í fótunum að ég get lítið farið um svo ég er frekar mikið inni við. Ég horfi svolítið á sjónvarpið og svo á ég nokkuð af vídeóspólum sem mér hefur verið gefið. En það er gaman frá því að segja að það er hérna maður hjá mér í heimsókn þessa dagana og hann hjálpar mikið til hérna og er hinn skemmtilegasti félagsskapur.“ Hver sem spjallar við Önnu Mörtu verður þess fljótlega var að þar fer mikil ljóðakona og oft bregður hún fyrir sér heilu ljóðaerindunum til andsvara. „Já, ég les nokkuð mikið af ljóðum og man þau jafnvel utanbókar enda var ég alin upp við mikinn ljóðalesur. Það vill nú svo vel til að þessi gestur minn er engu verr að sér í ljóðum en ég svo við getum hálfpartinn kveðist á. Svo hefur hann gaman af því að ég lesi fyrir sig og svo les hann jafnvel fyrir mig við önnur tækifæri. Svo er náttúrlega góður félagsskapur af dýrunum mínum, ég hef verið með nokkrar tamdar mýs í búri en ég á orðið erfitt með að sinna fuglunum mínum vegna heilsunnar sem er svona og svona.“ Þegar Anna Marta er spurð að því hvort hún hafi fugla í búri svarar hún því neitandi, því hún þoli illa að vita af fuglum fangelsuðum í búri og því til nánari útskýringar þylur hún ljóð eftir Hannes Hafstein. „Ó, vesalings, vesalings fangar/ ég veit hversu sárt ykkur langar...“ Eftir að ljóðið er þulið minnist hún nokkurra réttindamála sem hvíla þungt á hjarta henn- ar. „Mér finnst að fangar eigi að fá hreint vatn þegar þeir eru látnir dúsa í fangageymslum, það á að vera krani í hverjum klefa og svo er tími til kominn að eyða launamisrétti kynjanna, og hana nú!“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ANNA MARTA GUÐMUNDSDÓTTIR Kveðist á í Mjóafirði Þar fór það „Kynlíf er aðaláhættuþátt- urinn hjá mörgum þeirra kvenna sem fá blöðrubólgu aftur og aftur.“ Baldvin Kristjánsson, læknir í Morgunblaðinu, um tengsl kynlífs og blöðrubólgu. Vonbrigði „Því miður fundust engar beinagrindur.“ Árni Johnsen í Fréttablaðinu um framkvæmdir í Herjólfsdal í Vest- mannaeyjum. „Mér líst mjög vel á þetta, ekki síst þar sem ég bý í Hlíðunum,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnar- skólans í Reykjavík og umsjónarmaður þáttarins Allt í drasli á Skjá einum, um hugmyndir sem uppi eru um lagningu Miklubrautar frá Grensásvegi að nýju Hringbrautinni í stokk. Margrét vill raunar ganga lengra og láta stokkinn ná yfir nýju Hringbraut- ina að Umferðarmiðstöðinni. „Það myndast algjör tappi undir nýju brúnni klukkan fjögur á daginn og það tekur mig korter að komast þaðan og heim til mín,“ segir Margrét. Aðalverktakar hafa stungið þeirri hugmynd að borgaryfirvöldum að fyrirtækið annist framkvæmdir og fái í staðinn að reisa hús á því landi sem verður til í kringum og ofan á stokknum. SJÓNARHÓLL MIKLABRAUT Í STOKK MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR SKÓLASTJÓRI OG SJÓNVARPSKONA Börn í grunnskólum Reykja- víkur, með raddir sínar og borðbúnað að vopni, geta búið til jafn mikinn hávaða og rokkhljómsveit gerir með rafmagnshljóðfærum og öflugu hljóðkerfi. Það sýnir athugun Umhverfis- sviðs borgarinnar. Athugunin náði til mötuneyta fimm grunnskóla Reykjavíkurborgar og þar sem niðurstöðurnar þykja ógn- vekjandi verður ástandið kannað í öllum 42 grunnskólum borgar- innar. „Hávaðinn er slíkur að við ætlum að skoða þetta alls staðar og ráðast í einhverjar úrbæt- ur í framhaldinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Umhverf- isráðs Reykjavíkur, en athuganir Umhverfissviðs voru kynntar á fundi ráðsins í gærmorgun. Hún segir það í raun vera magnað hversu mikinn hávaða grunnskólanemar geta framkall- að. „Á köflum mælist hávaðinn í mötuneytunum jafn mikill og á rokktónleikum,“ segir Katrín og bendir um leið á að slíkt eigi aðeins við um hæstu hljóðbil sem vara í nokkra sekúndur í senn. „Sumar byggingarnar endurvarpa miklum hávaða og svo eru krakkar þannig gerðir að þeir brýna bara raustina eftir því sem hávaðinn er meiri.“ Katrín segir hægt að grípa til ráðstafana, til dæmis sé hægt að setja hljóðgildrur á veggi og loft. „Það er hægt að laga þetta með því að dempa hávaðann. Við höfum gert það í leikskólum borgarinnar og höfum því reynslu af þessu,“ segir Katrín en niðurstöðurnar komu henni ekki á óvart þar sem hún þekkir ágætlega til stöðu mála í mötuneytum grunnskólanna í Reykjavík. Umhverfissviðið kannaði líka hávaða á líkamsræktarstöðv- um og komst að því að þar eru hljómtækin stillt hóflega. „Menn bjuggust við að það kæmi eitthvað svakalegt út úr þeirri athugun en svo var ekki. Líkamsræktarstöðv- arnar komu vel út og meira að segja var lítill mælanlegur hávaði í spinningtímum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. bjorn@frettabladid.is RÓLEGT OG GOTT Þessir krakkar taka því rólega í hádegisverðinum en víða er hávaði í mötuneytum grunnskóla borgarinnar slíkur að hann jafnast á við það sem gerist á rokktónleikum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hávaðinn í skólamötuneytum jafn mikill og á rokktónleikum Hinn 74 ára Sri Chinmoy lyfti nýlega 116 kílóa þungum lóðum með úlnliðsvöðvum vinstri hand- ar. Sri er hugleiðslumeistari og hefur tekið upp á ýmsu um ævina til að vekja athygli á möguleikum mannskepnunnar. Hann segir að aðeins þurfi að hafa viljann að vopni og vill með afrekum sínum sýna fram á að andinn sé efninu yfirsterkari. Sri hefur nokkrum sinnum komið til Íslands, síðast fyrir tveimur árum en þá hóf hann tólf alþingismenn á loft. Á þriggja daga friðarhátíð sem Sri hélt í New York á síðasta ári lyfti hann samtals 130 tonnum. Sri Chinmoy setur enn eitt metið: Lyfti 116 kíólum með úlnliðnum MARÍNERAÐ HÖFRUNGAKJÖT 800 gr. höfrungakjöt 1 stk. Víking bjór (Pilsner) 1 stk. laukur saxaður 2 stk. gulrætur saxaðar 12 stk. sveppir saxaðir 2 tsk. tómatpúrra 1 tsk. paprikuduft 1 tsk. pressuger 1 tsk. sítrónusafi Kjötið er látið liggja í bjórnum og gerinu í ca. 6-8 kls. Laukur, gulrætur og sveppir léttsteikt á pönnu og geymt. Kjötið tekið upp og þerrað, steikt á pönnu, salti og pipar stráð yfir. Soðið í litlu vatni ásamt tómatpúrru, paprikudufti og smá kjöt- krafti í ca. 20 mín. Grænmetinu er síðan bætt út í og þykkt með maisenamjöli og gott er að bæta smá rjóma út í sósuna. „Höfrungakjöt er engu líkt, það er betra en hrefnan og er algjört hnossgæti,“ segir Halldór Þórðar- son, lionsmaður á Patreksfirði, en hann og félagar hans í Lionsklúbbi Patreksfjarðar selja höfrungakjöt til fjáröflunar nú í aðdraganda jólanna. „Úr sjónum,“ svarar Halldór sposkur þegar hann er spurður hvaðan höfrungurinn kemur en höfrungaveiðar eru stranglega bannaðar. „Þetta slæðist í veið- arfæri og við búum til pening úr þessu frekar en að henda því.“ Halldór lætur svo eina upp- skrift fylgja. Lionsmenn á Patreksfirði: Höfrungakjöt er hnossgæti Gott mál SRI CHINMOY Hefur lóðin á loft. KATRÍN JAKOBS- DÓTTIR Formaður Umhverfisráðs Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARTRÖÐ FEGURÐARDROTTNINGAR AF SVEFNNAUÐGARA „STEFÁN KÝLDI MIG ÞEGAR ÉG SAGÐI NEI“ DV2x15 21.11.2005 20:22 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.