Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 37
Jólaundirbúningurinn er í fullum gangi á Akranesi eins og víða um land. Á meðal þeirra sem standa í slíkum undirbúningi er hópur eldri borgara sem hittast tvisvar sinnum í viku og föndra allt á milli himins og jarðar. Júlía Baldursdóttir er umsjónar- maður hópsins, sem er starfrækt- ur af Akranesbæ. Hún segir að ýmis námskeið séu í boði, þar á meðal í leir- og glerlist. Einnig getur fólk stundað perlusaum, kertamálningu, kortagerð og jólakúlugerð. Kúlurnar, sem eru hengdar upp í glugga, eru ætlaðar til jólagjafa en ekki til almennr- ar sölu. „Þetta byrjaði fyrir yfir tuttugu árum síðan og er ennþá að þróast. Við vorum til marg- ra ára á Dvalarheimilinu Höfða, þangað til fyrir þremur árum. Þá fengum við félagsaðstöðu Félags eldri borgara við Kirkjubraut 40,“ segir Júlía. „Við hvetjum fólk líka til að koma með sína eigin handavinnu til að fá félagsskap- inn. Við bjóðum upp á kaffi og með því á vægu verði og ágóð- ann notum við til að kaupa ýmis tæki, til dæmis mót fyrir gler- bræðslu og ýmislegt í sambandi við kortagerð. Við erum mjög vel útbúnar í hvað sem er og kaffi- salan hefur hjálpað mjög upp á,“ segir Júlía. Hún bætir því við að konurnar sem mæti á námskeiðin hjálpi henni líka við að leiðbeina hinum. „Ég kemst ekki yfir allt og þær styðja hvor aðra. Það er skemmtilegt andrúmsloft hvað þetta snertir og þær gera þetta með glöðu geði.“ Föndra jólakúlur og stunda perlusaum Jólakúlurnar fallegu sem eldri borgararnir föndra eru ætlaðar til jólagjafa. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { vesturland } ■■■■ Sauðkindin hefur verið stór hluti af lífi Íslendinga frá því að fyrstu landnámsmennirnir stigu fæti á íslenska jörð. Þessu gera Borgnes- ingar sér grein fyrir og á undan- förnum tveimur árum hefur verið haldin í bænum svokölluð Sauða- messa þar sem íslenska sauðkindin er vegsömuð og dáð. Gísli Einarsson dagskrárgerðar- maður hefur haldið utan um skipu- lag þessarar hátíðar, sem hann segir hafa heppnast einstaklega vel nú í október. „Þannig var nú mál með vexti að við fórum að ræða það hvernig við gætum blásið frekara lífi í Borgarnes merð uppákomum af einhverju tagi. Við komumst síðan að þeirri niðurstöðu að sauð- kindinni, sem hefur haldið lífinu í þjóðinni í gegnum aldirnar, hefði ekki verið gert nógu hátt undir höfði. Því ákváðum við að fagna sauðkindinni með ýmiss konar sauðshætti,“ segir Gísli og hlær. Hann segir undirtektirnar hafa verið nokkuð góðar og menn séu jafnvel jákvæðir á því að endurtaka herlegheitin að ári. „Reyndar hefur gamla mjólkursamlagshúsið, sem við höfum notast við seinustu tvö ár, verið tekið undir aðra starfsemi. Það stendur hins vegar til að bygg- ja reiðhöll í bænum og með tilkomu hennar verðum við síður háðir veðri og vindum. Þessi hátíð hefur verið mjög vel sótt og á seinasta ári voru gestir um fimm þúsund tals- ins. Aðstaðan varð hins vegar allt of lítil með öllum þessum fjölda. En ef reiðhöllin verður komin upp fyrir næsta haust held ég að það verði engin spurning um að við höldum Sauðamessu að ári.“ Sauðamessa afar vinsæl í Borgarnesi Gísli Einarsson dagskrárgerðarmaður vill veg sauðkindarinnar sem mestan. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.