Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 54
T
ilb
o
ð
in
g
ild
a
ti
l 2
9.
11
. 2
00
5
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
·
3
0
0
7
5
L’ORÉAL MEN EXPERT
Nýja herralínan frá L’Oréal.
Langvarandi rakagjöf sem
styrkir húðina.
Nýi tveggja skrefa maskarinn frá L’Oréal.
Gerir augnhárin þín 12 sinnum þykkari en
þú átt að venjast.
L’ORÉAL VOLUME
SHOCKING
15%15% 20%
Mig vantar góðar snyrtivörur fyrir mig og kallinn!
KARBAMÍÐ RAKAKREM
Húðvörurnar frá Gamla apótekinu eru án
viðbættra litar- og ilmefna. Þær eru góður
kostur fyrir alla, ekki síst fyrir þá sem þola
illa aukaefni í kremum.
Nýtt
Nýtt
Aðdáendur Harrys Potters héldu sig
ekki heima um helgina því Harry
Potter og eldbikarinn laðaði að
langflesta bíógesti vestur í Banda-
ríkjunum um helgina og halaði inn
alls rúmlega 101 milljón dala, sem
samsvarar tæplega 6,3 milljörð-
um íslenskra króna. Annars staðar
í heiminum hefur myndin þegar
þénað tæpa fimm milljarða króna.
Engin fyrri myndanna um
galdrastrákinn hefur fengið jafn
mikla aðsókn fyrstu sýningarhelg-
ina og er aðeins fimmta myndin
í sögunni til að græða hundrað
milljónir eða meira um frumsýn-
ingarhelgi. Myndin slæst þar með
í hóp Spiderman 1 og 2, Star Wars:
Episode III – Revenge og the Sith og
Shrek 2.
Þetta er fjórða myndin af sjö um
ævintýri galdrastráksins. Daniel
Radcliffe, Rupert Grint og Emma
Watson eru öll á sínum stað í hlut-
verkum Harrys, Rons og Hermiones.
Breski leikstjórinn Mike Newell
leikstýrir að þessu sinni. J.K. Row-
ling, höfundur bókanna, kveðst
hæstánægð með útkomuna og ósk-
aði Newell og leikurunum innilega
til hamingju að lokinni frumsýn-
ingu. Næstu mynd, Harry Potter
og Fönixreglan, leikstýrir enginn
annar en David Yates, sem leiks-
týrði sjónvarpsmyndinni The Girl
in the Café sem var að miklu leyti
tekin upp hér á landi.
Harry Potter og eldbikarinn
verður frumsýnd hér á landi föstu-
daginn 25. nóvember en forsala
miða hófst í gær. Alls verður selt
í 27 þúsund sæti. Myndin verður
sýnd í Sambíóunum Álfabakka,
Kringlunni, Keflavík og á Akur-
eyri, Háskólabíói, Selfossbíói og
Ísafjarðarbíói.
Harry halar inn
hundrað milljónir
FJÖR Á FRUMSÝNINGU Mike Newell, Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint voru
kampakát á frumsýningu í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY IMAGES
Kelly Osbourne talar ekki fallega
um nýja kærastann hennar Paris
Hilton og segir hann hafa eyðilagt
21 árs afmælið hennar í Las Vegas.
Kelly hélt veislu í svítu á Hard Rock
hótelinu en yfirgefa þurfti hótelið
eftir að bátaerfinginn og kærasti
hótelerfingjans, Stavros Niarchos,
rústaði herbergi einu nokkrum
hæðum neðar. Byrjaði það víst með
koddaslag sem fór úr böndunum og
á endanum fóru vatnsúðarar í loft-
inu á fullt og þar af leiðandi þurftu
allir að yfirgefa hótelið.
„Heimski kærastinn hennar
Parisar eyðilagði afmælið mitt,“
sagði Kelly. „Þetta var svo ósann-
gjarnt. Hótelstjórinn reyndi að
láta mig borga fyrir skaðann sem
hljóðaði upp á 60 þúsund dollara
en ég vildi ekki sjá það. Ég sagði
honum að gleyma því vegna þess
að ég gerði þetta ekki. Stavros
olli skemmdunum svo hann getur
borgað, hann á nóga peninga,“
sagði Kelly reið.
Ósátt við kær-
asta Hilton
KELLY OSBOURNE Hún er ekki ánægð
með nýja kærastann hennar Paris Hilton
og segir hann hafa eyðilagt 21 árs afmæli
hennar.
Robbie Williams hefur nokkrum
sinnum talað um það hversu illa
honum hafi liðið þegar hann var
í hljómsveitinni Take That en nú
hafa hinir Take That-gæjarnir
gert lítið úr þeim yfirlýsingum.
Gary Barlow og Jason Orange
segja Robbie hafa stórlega ýkt
sögusagnir um þunglyndi ein-
ungis til þess að bæta ímynd
sína sem sólóartista.
„Þegar Robbi segist ekki
hafa haft gaman af dögunum í
Take That er hann einfaldlega
að ljúga,“ sagði Barlow sem nú
er vinsæll lagasmiður. „Ég á
sannanir fyrir því að hann hafði
gaman af þessum tíma. Ég á
fullt af myndum og myndbönd-
um af Robbie að knúsa okkur
og hlæja. Þetta er allt læst í
öryggisskápnum mínum,“ sagði
Barlow og Orange bætti við: „Ég
þoldi ekki það sem Robbie sagði
eftir að hann hætti í Take That,
mikið af þessu var lygi og það
tók mig mörg ár að fyrirgefa
honum. Ég er ekki að segja að
hann eigi ekki að þurfa að takast
á við erfiðleika. En ég held að
Robbie sé klár og viti hvað hann
á að segja og viti hvernig hann
á að vera dramadrottning og fá
þannig athygli.“
Robbie var að ljúga
ROBBIE WILLIAMS Hann hefur oft talað um hversu illa honum hafi liðið á Take That árun-
um en nú segja aðrir fyrrverandi meðlimir sveitarinnar að hann hafi verið að ljúga.
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Þetta var hið fullkomna frí þangað
til þau fundu fjársjóðinn!
Sjóðheit spennumynd með
ofurtöffaranum Paul Walker og
hinni stórglæsilegu Jessicu Alba.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 8 og 10.40 B.i. 12 ára
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára
Sýnd í Lúxus kl. 8 og 10.40
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára
���
-MMJ Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.20
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY
ROSE ER ÓHUGNANLEGRA
EN NOKKUÐ SEM ÞÚ
GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR
���
- HJ MBL
Þau eru góðu vondu gæjarnir
Frá höfundi Buffy the Vampire Slayer.
Ótrúlegar brellur og svöl átakaatriði.
���
- SK DV
SÍMI 551 9000
400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára
���
“Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar
þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið”
-MMJ Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Þetta var hið fullkomna frí þangað
til þau fundu fjársjóðinn!
Sjóðheit spennumynd með
ofurtöffaranum Paul Walker og
hinni stórglæsilegu Jessicu Alba.
Sýnd kl. 6 og 8
Ný íslensk
heimildarmynd sem
hefur farið sigurför
um heiminn“MEISTARASTYKKI” H.E. Málið
����
DV
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY
ROSE ER ÓHUGNANLEGRA
EN NOKKUÐ SEM ÞÚ
GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR
���
„Nokkurs konar Beðmál í Borginni í
innihaldsríkari kantinum.“
„...leynir víða á sér og er rómantísk
gamanmynd í vandaðri kantinum.“
- HJ MBL
���
- SK DV