Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 1
Auminginn í fræðsluráði og ritstjóri Dagblaðsins • bls. 3 Áætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Gjögur-Hólmavik Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 og 2-60-66 raflagnir í virkjanir— hús verksmiðjur — skip SAMVIRKI.S Ssszgr* ’te&z* Grófleg misnotkun skjaldarmerkisins! — notað til að auglýsa hermannaskyrtur HV-Reykjavik. — Þaö hefur enginn viö mitt embætti veitt heimild til þessarar furöulegu og ósmekklegu, svo ekki sé meira sagt, notkunar á merki Flugmálastjórnar, enda hefur enginn hjá okkur, hvorki ég né nokkur annar vald til aö veita slika heimild, sagöi Agnar Kofoed Hansen, flugmála- stjóri, i viötali viö Timann, þegar hann var inntur eftir þvl, hvort heimild heföi veriö gefin til notkunar merkis Flugmálastjórnar I auglýs- ingu einni sem birtist I dag- blaöi einu nú I vikunni. Auglýsing sú, sem um ræöir er frá einni af tizkuverzlunum ungs fólks i Reykjavik, og eru i henni auglýstar hermanna- skyrtur. Auglýsingin er ljós- mynd af ungri stúlku I hermannaskyrtu og hallar hún sér upp aö merki Flugmála- stjórnar, þannig að skjaldar- merki Islenzka rlkisins nemur við öxl hennar. — Ég held ég hafi bara aldrei séð annað eins, sagði flugmálastjóri ennfremur I viðtalinu, þótt maður sé orö- inn ýmsu vanur að þessu leyti. Þetta er hrein óvirðing við skjaldarmerki okkar, og erlendis — hvar sem er — myndi slik framkoma þegar I stað leiða til málaferla. Ég harma þessa dellu, en á þess- ari hippaöld okkar er vlst við öllu að búast. — Timinn leitaði upplýsinga hjá forsætisráðuneytinu varö- andi reglur um notkun skjaldarmerkisins. Þar feng- ust þær upplýsingar, að öll notkun þess væri háð sérstakri heimild ráðuneytis, hvort sem það væri i auglýsingar, á minjagripi eða annað. — Ég held að það sé alveg áreiðanlegt, að heimild hafi ekki verið gefin fyrir þessari notkun á skjaldarmerkinu okkar — ekki þessari notkun, sagði Gisli Árnason, deildar- stjóri I forsætisráðuneytinu, I viðtali við Timann. — Mér virðist full þörf á að grafast fyrir um það hvernig þetta er til komið, sagði hann, og ganga I það að stoppa slika notkun Það hefur verið sótt um það til ráðuneytisins, aö fá að nota skjaldarmerkiö á minjagripi og annaö, einkum var þaö mikið I kringum þjóðhátlðina, en mér er ekki kunnugt um aö sótt hafi verið um heimild til þessa, hvað þá heldur að heimild hafi verið veitt. — GIsli vildi ekki tjá sig um það I gær, hvort gripið yrði til aðgerða af ráðuneytisins hálfu vegna auglýsingarinnar, og mundi hann ekki fordæmi þess að mál af þessu tagi hefði komið upp. mmmMm Ávísanakeðjumálið: „Gögnin byrjuð að berast" Gsal-Reykjavik.— Gögnin, sem við höfum beðið bankana um, eru að byr ja að berast okkur, sagði Hrafn Bragason, umboðsdómari í ávísanakeðju- málinu, í samtali viö Tímann í gær. Hann sagði, að fyrstu gögnin hefðu borizt í fyrradag, en mestur hluti jseirra kæmi þó eftir helgina. Að öðru leyti kvað Hraf n ekkert nýtt að f rétta af gangi rannsóknarinnar. Reykvíkingar fagna vetri - á annað hundrað útköll hjá lögregJunni í fyrrinótt gébé Rvik — Töluvert bar á öl.vun I höfuöborginni á föstudagskvöld og þá nótt, en alls þurfti lögreglan aö sinna á annaö hundraö útköUum. Gott veöur var og geröi þaö aö verkum aö fólk var mikiö úti viö um nóttina, t.d. safnaðist saman nokkur mannfjöldi I miöborginni. Engin alvarleg slys uröu og aöeins sjö voru teknir ölvaöir viö akstur, sem þykir lítiö. Lögreglan þurfti aö hafa nokkur afskipti af drukknum unglingum, sem voru annaö hvort fluttir heim til sin eöa látið ná i þá á lögreglustöð „Það var eitthvað um pústra og meiðingar, en þaö er varla orð á hafandi, enda þykir slfkt varla fréttnæmt lengur,” sagði Bjarki Elias- son, yfirlögregluþjónn á laugardagsmorgun. Allmargir lögregluþjónar voru á aukavöktum og um tiu lögreglubifreiðar höföu varla undan að sinna útköll- unum, sem flest voru þó smávægileg. VETUR GENGINN I GARÐ NÚ er vetur genginn i garö. Náttúran er smám saman aö breyta um svip, og mannlífið einnig. Skólafólkiö er setzt á bekki sina, dagskrá útvarps- ins breytist úr sumardagskrá i vetrardagskrá, —og bókaflóö- iö er aö skella yfir. En ekki er nein ástæöa til þess aö sitja einlægt um kyrrt innan fjögurra veggja, þótt vetur riki I landi. Nú má fara aö huga aö skautum og skiö- um, og jafnvel þótt hvort tveggja þetta vanti má una sér vel utan dyra, enda er svalt vetrarloftið heilnæmt, engu siöur en sólskin sumarsins. (Timamyndir Gunnar) • Bláir eru dalir þeirra — Rætt við Sigrúnu Ingólfsdóttur - Bls. 20-21

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.