Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 24. október 1976 Gerður Steinþórsdóttir: KVENNAFRI Hugleiðing að ári í dag, 24. október, er ár liöiö siðan þúsundir islenzkra kvenna lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnu- framlags sins. Með þeirri aðgerð viðurkenndu þær, að konur væru beittar kynferðis- legu misrétti, þrátt fyrir mikil lagaleg réttindi. Fundurinn á Lækjartorgi er öllum ógleymanlegur, sem hann sóttu, stemningin gifurleg. Sungið var fagnandi: í augsyn er nú frelsið, og fyrr það mátti vera, nú fylkja konur liði og frelsismerki bera. Stundin er runnin upp. Tökumst allar hönd i hönd Hjúkrunarfræðingur óskast tii starfa við sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Upplýsingar gefur yfirlæknir, og á skrif- stofunni. u]Q]G]E]E]G]G]E]E1E]G]E]E]E]G]E]G]G]G]G]G]G1G]G]G]E]G]E]E]E]E]G] 7/yO EIGUM NU NOKKRA Universal traktora á mjög hagstæðu verði! TRAKTORARNIR ERU MED HÚSI, VÖKVASTÝRI OG ÝMSU ÖDRU og höldum fast á málum þó ýmsir vilji aftur á bak en aðrir standa i stað, tökum við aldrei undir þaö. En þori ég, vil ég, get ég? Já ég þori, get og vil. Kvennafriið vakti heims- athygli og miklar vonir voru bundnar við þessa aðgerð. Konur gætu orðið voldugt afl, stæðu þær saman. Bréf og heila- óskaskeyti streymdu til isl. kvenna frá erlendum kyn- systrum þeirra. Hér fer á eftir sýnishorn, bréf frá ameriskri konu. Það hljóðar svo i lauslegri þýðingu: „Ég hef unnið mörg láglauna- störf um dagana og veit þess vegna hvilika dirfsku þurfti til þess, sem isl. konur hafa gert. Það kunna að liða mörg ár, þar til þið komist aö raun um hvilikar vonir þrekvirki ykkar hefur vakið viða um heim. Framlag hverrar konu er litið, en hversu stórkostlegt verður það, þegar margar leggja saman. Ég hélt, að slikt gæti ekki gerzt nú á dögum. Barátta ykkar var mér ókunn þar til i dag, en fyrir þann sóma, sem þið hafið veitt okkur öllum, stend ég i ævarandi þakkar- skuld við ykkur.” Það er sagt, aö vitundar- vakning kvenna sé grundvöllur þess, að raunverulegt jafnrétti náist. Sú umræöa, sem hér hefur fariö fram frá 1970 náði vissulega hámarki á kvennaári, og almenn viðurkenning á mis- réttinu náðist 24. okt. ’75. Hins vegar komu ekki fram neinar kröfur um úrbætur. Þær áttu aö verða siðara tima verkefni og kraftur samstöðunnar átti að verða leiðarljós i þeirri baráttu. Jafnréttisnefnd Háskóla Islands sendi frá sér dreifibréf 24. okt., „Dömufri” þar sem segir m.a.: „Já, nú kætast konur, segir bragur dagsins. Hvers vegna kætast konur? Er það vegna þess, að þetta kvennaár S.Þ. hafi bætt stöðu þeirra þannig, að nú sé raunverulegt jafnrétti framundan? Hefur verið leyst úr barnaheimilisva nd- ræðunum? Hafa konur rétt til að ráða sjálfar hvort þær ala barn? Hafa konur sömu laun og karlar? Er litið á þær sem fullgilda þátttakendur i atvinnulifi þjóöarinnar? Svarið er NEI við öllum þessum spurningum.” Staða kvenna og útifundurinn á Lækjartorgi hefur oröið Ragnheiöi Jónsdóttur efni til listrænnar túlkunar, en nýlega er lokið glæsilegri grafik- sýningu hennar i Norræna húsinu. Heilmyndröð fjallar um þetta efni. Um þessar myndir segir Olafur Kvaran m.a.: ,,En konan er ekki einungis frjósemisgyðja, heldur á hún sér einnig baráttumál, og útsýnismynd frá kvennadags- fundinum á Lækjartorgi er brugðið upp... En mannhafið verður i augum listakonunnar ekki samsafn lifandi einstaklinga, heldur umbreytt i mosavaxna breiðu — mosavaxin minning. Hún rýnir einnig I mannhafið, dregur fram samnefnara þess, er verður Geröur Steinþórsdóttir. táknmynd um félagslega stöðu konunnar. Þá koma jafnframt fram á ný ýmis tákn, eins og stóltáknið, sem nú hefur verið hengd á svunta, skirskotun til félagslegrar einangrunar konunnar og geymslustað.” (Myndlist, Þjóðviljinn, 17. okt.) Viö þetta vil ég bæta, að stólarnir á „24. október” eru hressilegir, svunturnar blakta, tákn nvs tima. Þáttur Alþingis og dómstóla I dag er 24. okt. 1976 og tilefni tilað lita um öxl, kanna hvar viö stöndum. Verður vikið að þætti Alþingis og rikisstjórnar og hlut dómstólanna til að sjá hvað hefur opinberlega áunnizt i jafnréttismálum. Kvennaárið hafði ekki runnið sittskeið, þegar Alþingi breytti lögum um dagvistunarheimili frá 1973 á þann veg, að felldur var niöur styrkur til reksturs dag vistunarheimila. Með breytingunni missti þessi mála- flokkur þann forgang, sem hann hafði haft. Uppbygging þessara heimila hefur gengið alltof hægt, svo að algjört neyðar- ástand rikir i þessum málum um nær allt land. Nauösynlegt er að breyta um stefnu og hraða uppbyggingu þessara heimila. Ýmsirhóparog félagasamtök hafa fordæmt þessa laga- breytingu, t.d. ráöstefna um kjör láglaunakvenna i mal, s.l. og aðalfundur Kvenréttindafé- lagsins I júni s.l. Á Kvennaársráðstefnunni i Mexikó i júni 1975 var samþykkt 10 ára framkvæmdaáætlun til að vinna að jafnrétti karla og kvenna um heim allan. Hefur áratugurinn hlotið nafnið þróunaráratugur. í þvi skyni voru send bréf til allra rfkis- stjórna og þær hvattar til að stuðla aö jafnrétti á öllum sviðum. Hér á landi voru sam- þykkt á Alþingi 18. mai 1976 lög um jafnrétti karla og kvenna og féllu þá úr gildi lög frá 1973 um Jafnlaunaráð , sem átti að tryggja kynferðislegt jafnrétti i atvinnulifinu, þótt ráðið hefði hvorki skrifstofu né starfsmann! Jafnréttisráði hinu nýja er ætlaður stór hlutur i lögunum. í 10. grein, 3. lið, segir um verkefni ráðsins, aö það skuli „Fylgjast með þjóðfélags- þróuninni sem m.a. varðar þetta lagaefni, og gera tillögur til breytinga til samræmis við Tlniversal 550 - 60 HESTAFLA Hjólbarðar 600x16 og 14,9/13x28 VERÐ KR. 1.288.000 Kaupiélögin UM ALLTIAND Tiniversai 445 - 50 HESTAFLA Hjólbarðar 600x16 og 12,4/11x28 VERÐ KR. 1.196.000 Samband íslenzkra samvmnufelaga VÉLADEILD Ármula3 Reykjavik simi 38900 E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]G]E]E]E]E]G]E]E]E]G]E]E]E]E]E]E]G]E]E]

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.