Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 24. október 1976 TÍMINN 13 Hallur Hermannsson, skrifsi.ofustjóri. var minni þörf fyrir tvö stór far- þegaskip. — Við völdum Glasgow fyrst, þar eð Gullfoss sigldi á austur- strönd Skotlands til Leith og Edinborgar. Glasgow er stærri borg, milljónaborg og mikil verzlunarhverfi og þá var vöru- skortur á Islandi. Menn vildu gjarnan skreppa i eins konar innkaupaferðir til Glasgow, og svo komu enskir ferðamenn með skipinu i íslandsferðir. Þessu var skipt til helminga, svona nokkurn veginn. En svo fór vöruúrval að aukast hérheima og menn misstu áhugartn á Glasgowferðunum. En það varö ekki vart við neina veru- lega aukningu á ferðamanna- strauminum til Islands með skipinu, og þá var fariö i Norðurlandaferðir i staöinn, og gaf það góða raun. Komið var við i Færeyjum, Noregi og Sviþjóð, endahöfnin var Kaupmannahöfn. Var talsverð sókn i þessar ferðir, og við fengum ferðamenn frá Norðurlöndunum hingað meö skipinu. Að þvi dró eigi að siður, aö þessar feröir lögðust af. Flug- samgöngurnar hafa tekið við þessu að mestu leyti og er óþarft að rekja það nánar hér. — Millilandaferöirnar borguðu sig, en svo var það hinn hluti árs- ins, þá gekk ekki eins vel. Orðug- leikar voru á rekstrinum, að hann gæti staðið undir sér að verulegu leyti sjálfur. Þetta voru 15-16 milna skip með svefnplássi fyrir á fjórða hundrað manns. Þessi skip þurftu að leggjast að bryggj- um I ófullkomnum höfnum allan ársins hring, og þá urðu þau fyrir tjóni á bolnum þrátt fyrir stöðuga viöleytni til þess að forðast tjón. Reksturskostnaður var mikill og nú bættist þaö viö, að þjóðvega- kerfið .fór að batna, heiðar voru mokaðar og menn komust leiðar sinnar á bilum lengur en áður og flugið tók i vaxandi mæli við sjálfum farþegaflutningunum. Norðurlandaferöunum var hætt árið 1966, og HEKLA var seld úr landi sama ár. Skipalaust skipafélag — Nú dregur að þvi, að þær breytingar, sem oröiö hafa á far- þega- og vöruflutningum innan- lands kalla óhjákvæmilega á breytingu á skipastóli skipaút- gerðarinnar. Mér varð snemma ljóst, aö ef farþegaflutningar með skipum áttu að heppnast i samkeppni við flugvélar og bila, þá þyrfti að að- skilja farþegaflutningana að mestu frá vöruflutningunum, og það varð aðeins gert með breytt- um skipastóli, og þegar árið 1960 fór ég upp á eindæmi að kanna það, hvað myndi verða hægt að fá fyrir gömlu skipin á erlendum markaði. Þetta gerði ég til þess að hafa á reiðum höndum svör um það, þegar að þvi kæmi, að rikisstjórn og alþingi væri það ljóst, að það þyrfti að breyta skipakostinum. Það var þvi miöur skoðun yfir- valda, að unnt væri að bæta af- komuna með breyttum rekstri á þessum skipum (þ.e. Herðu- breið, Skjaldbreið, Esju og Heklu). 1 það fór meiri timi, en ég hefði taliðæskilegt. Fe'ngnir voru erlendir sérfræðingar og fleira var gert, en svcr kom i ljós, að þetta var ekki til neins, þetta var eins og að setja bót ofaná bót á gatslitna flik, og þá kom að þvi, að mönnum varð ljóst, að það varð að breyta skipakostinum, ef hagkvæmni átti að nást, og öllum var það ljóst, að stjórnvöldin yrðu að halda þessari þjónustu áfram. Arið 1966 var svo Hekla seld. Höfðu stjórnvöld ákveðið i sam- ráði við skipaútgerðina að selja tvö skip, SKJALDBREIÐ og ESJU. Mér tókst hins vegar að koma þvi svo fyrir aö það var HEKLA sem var seld. ESJA var 27 ára gamalt skip og örðugt að afla tilboða i hana, en HEKLA var á hinn bóginn nýrri og seldist hún fyrir sæmilegt verö. ESJA kom að fullum notum fyrirokkur. ESJA var svo seld 1969. Ný skip Arið 1967 var gerð smiðalýsing af strandferðaskipum (núverandi HEKLU og ESJU), sem væru vöruflutningaskip, sem tækju 12 Sverrir Hermannsson, yfirverkstjóri Ríkisskip. Sverrir var áður um árabil bátsmaður á ESJU og HEKLU. farþega eins og heimilt er I lögum um vöruflutningaskip, og leitað var tilboða i smiði tveggja skipa. Við fengum mörg tilboöi smiðina, innlend og erlend, 4 innlend tilboð og 19 erlend, og ákveðið var að semja um smiðina við Slippstöð- ina á Akureyri til þess aö styöja innlendan skipasmiðaiðnað. Þetta var mjög ánægjulegt að vissu leyti, en hins vegar var það mjög bagalegt fyrir okkur, hversu langan tima það tók að smiða skipin. ESJA var seld 1969, en nýja HEKLA kom ekki fyrr en i árs- byrjun 1970 og ESJA ekki fyrr en 1971 i mái. Þennan tima var ástandið þvi ekki gott i strand- ferðunum. — Var ekki verið með leigu- skip? — Jú á árunum 1966-68 vorum við með færeyska skipið BLIKUR Unniö við útskipun I HEKLU. Vörugeymslur skipaútgeröarinnar eru ekki til fyrirmyndar, enda hefur útgeröin ávallt búiö viö fjár- skort á öllum sviðum. Nú mun hins vegar standa til aöreisa nýjar vörugeymslur. á leigu, en að leigutíma loknum vildu þeirstórhækka leiguna fyrir skipið, m .a. vegna tjóna, sem það hafði orðið fyrir, og við urðum að sleppa þvi. — Þarna skapaðist mikill öldu- dalur, sérstaklega eftir að við misstum BLIKUR. Við vorum með ESJU til 1969 en eftir þaö að- eins með HERÐURBREIÐ og ERJÓLF. En svo komu nýja HEKLA til starfa og nýja ESJA, og siðan hefur þetta verið með eðlilegri hætti og farþegaflutn- ingar og vöruflutningar jukust úr 25.000 tonnum árið 1969 og far- þegaflutningar i um 15.000, en höfðu fallið niður fyrir 10.000 árið 1969. Herjólfur til Vestmannaeyja og Hornafjarðar — HERJÖLFUR er kapituli útaf fyrir sig i sögu strandferð- anna. Frá striðslokum og fram á siðari hluta fimmta áratugsins, höfðu það einkum verið tveir mótorbátar, sem önnuðust flutn- ing á vörum, farþegum og mjólk milli lands og Eyja. Þetta voru frumstæðir flutningar og mjög örðugir, þvi þetta er mjög erfiö siglingaleið sem allir vita. Skipa- útgerðin afgreiddi annan bátinn, en Skallagrimur hf. hinn, að mig minnir. Þessir bátar höfðu ekkert farþegarými. — Það var árið 1957, að alþingi veitti fjárveitingu til undirbún- ings smiði skips til Vestmanna- eyjaferða. Eysteinn Jónsson var þá sam- gönguráðherra og fól mér þetta undirbúningsstarf. Ég fékk Alborg Værft i Danmörku, sem hafði smiðað fyrir okkur og unnið margt, til þess að gera teikningu og smíðalýsingu af sliku skipi, og siöan var leitað tilboða á breiðum grundvelli. Mörg tilboð bárust, þar á meðal 5 frá Hollandi, sem voru hagstæðust. Ég tók mér ferð á hendur og skoðaði þessar hollenzku stöðvar, hvort þær væru i alla staöi hæfar til þess að smiða skipiö. Mér leizt vel á þetta, og svo var ákveðið að láta smiöa skipið i Hollandi, sem reyndist frábærlega vel. Þeir skiluðu þessu verkefni af hinni mestu prýði og vildu, aö allt færi sem bezt, hvað þaö gerði. Skipiö reyndist vel og hið hæfasta sjó- skip, sem ekki veitti nú af á þess- ari erfiðu leið. HERJÓLFUR kom til landsins 1959, og nú hefur hann verið leystur af hólmi af nýrri bil- ferju sem allir vita. Verður hann nú seldur. Aðstaða Eyjamanna gerbreytt- ist við komu skipsins, en þar var aðstaða fyrir allt aö 32 farþega, eða svefnpláss, og skipiö hafði sérstakan mjólkurkæli og fl. Ég vil þó skjóta þvi hér inn, aö fyrstu árin, eða allt frá des. 1957 þar til ESJA og HEKLA komu i gagnið þá sigldi Herjólfur einnig . til Hornafjarðar, þar eö Horna- fjörður varö oft og einatt útundan mefi flutninga, þar sem hann var 'seraasta Austfjaröahöfnin. HERÐUBREIÐ var oft orðin full- lestuð af vörum og varö aö skilja eftir vörur á Hornafirði vegna þessa. Hornafjörður var einangr- að byggðarlag, og við svo búið mátti ekki standa, og var HERJÓLFUR notaður til þess að bæta þjónustuna viö Hornfirð- inga, sem hann gerði með ágæt- um þar til nýju skipin tóku við þessu verkefni. Var HERJÓLF- UR eftir það einvörðungu I Vest- mannaeyjaferðum, eða sigldi milli Reykjavlkur og Eyja, en seinustu árin sigldi skipiö einnig mikið til Þorlákshafnar. Stuðningur á alþingi við smiði HERJÓLFS var á sinum tima bundinn við, að skipið þjónaði einnig Hornafirði, en nú hefur sum sé verið brugðizt við þessu á nýjan hátt með bilferju til Eyja frá Þorlákshöfn og með strand- ferðaskipunum nýju, sem hafa meira farmrými en áður. Horn- firðingar slepptu þá tilkalli til ferða HERJÓLFS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.