Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. október 1976 TÍMINN 3 Alfreð Þorsteinsson: Auminginn í fræðslu- ráði Reykjanesumdæmis og ritstjóri Dagblaðsins Þaö er ekki deilt um það lengur, að Dagbiaðið, undir stjórn þeirra félaga Jónasar Kristjánssonar ritstjóra og Sveins R. Eyjólfssonar fjármála- kappa, sé sorpblað. Menn, sem gera sjálfs- morð að söluvarningi, eru svo afvegaleiddir, að þeir ættu alla samúð skilið, ef ekki vildi þannig til, að þeir hafa einnig gerzt sérstakir málssvarar spillingar og lögbrota i landinu. Þannig hefur Dagblaðið, leynt og ljóst, varið athæfi ýmissa krataforingja, sem viðriðnir eru vafasamt skattamál, svo að ekki sé meira sagt, auk þess, sem útgáfufyrirtæki á vegum Alþýðuflokksins hefur orðið uppvist að lögbrotum. Upp- lýsingar um þessi mál, blákald- ar staðreyndir, skjalfestar, sem lagðar hafa verið á borðið, kall- ar ritstjóri Dagblaðsins mold- viðri. Það er einnig nefnt mold- viðri, þegar bent er á það og vitnað orðrétt i endurritun Sakadómsbókar Reykjavikur, að framkvæmdastjóri Dag- blaðsins, Sveinn R. Eyjólfsson, kunni að búa yfir mikilsverðum upplýsingum i Ármannsfells- málinu svonefnda. Það er einnig kallað moldviðri, þegar upplýst er um einkennilega sum- arbústaðarsölu fjölskyldu Sveins R. Eyjólfssonar til Birgis ísl. Gunnarssonar borgarstjóra, sölu, sem Sveinn R. vildi ekki kannast við á föstudegi. en neyddist til að gefa þveröfuga yfirlýsingu um á mánudegi næst á eftir. Og það er sjálfsagt moldviðri að áliti Jónasar Kristjánssonar, þegar upplýst er um tviskinnung hans gagn- vart dr. Braga Jósepssyni, hvernig ritstjórinn Jónas Kristjánsson styður einstakling i orði, en vegur að honum á borði sem formaður fræðsluráðs Reykjanesumdæmis. Sú fram- koma ber ekki aðeins vott um siðferðisbrest, heldurer hún eitt ógeðfelldasta dæmi um hræsni, sem menn hafa lengi orðið vitni að. Rétt er að skoða þetta mál ögn betur. Hinn 27. september s.l. skrifar Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaðsins, eftirfarandi: „Bragi Jósepsson er há- menntaður maöur, doktor I upp- eldisfræðum. Hann hefur góða starfsreynslu, bæði hér á landi og i Bandarikjunum, þar sem hann starfaði um tima. Og sam- kvæmt skriflegri yfirlýsingu samstarfsmanna hans I menntamálaráöuneytinu er hann þar að auki hinn þægileg- asti i umgengni á vinnustaö. Ekkert mælir þess vegna gegn ftjálsi, úháð dagblað ÚtKcfandi Dafíblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birj-ir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur HclKason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Stcinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Rcykdal. Handrit ÁsKrimur Pálsson. Blaðamcnn: Anna Bjarnason. Ásseir Tómasson. Berglind Ásgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson. Erna V. Ingolfsdöttir. CJissur Sigurðsson. Hallur Hallsson, Hclgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dottir. Katrín Pálsdóttir. Kristin Lýðsdóttir. ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir- Árni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin Pálsson. RagnarTh. Sigurðsson. Cijaldkcri: Þráinn Þorlcifsson. Dreifingqrstjóri: Már E.M. Halldórsson. Á Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. simi 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. 1 Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprcnt hf.. Ármúla 5. J Mynda- og plötugerð: Hilmir hf.. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Auminginn og einrœðisherran Skelfilegt er til þess að vita, hve margir menn reynast ómerkilegir, > | þegar á herðir. Jafnvel dagfars- prúður maður á borð við Vilhjálm Hjálmarsson menntamála- mfcjj ráðherra getur gert sig sekan um .IffiSWi svo svívirðilega framkomu, að all- ir sanngjarnir menn hljóta að standa agndofa. jónas kristjahsson þvi, að isienzka skólakerfið fái notið starfskrafta Braga. Viþ höfum ekki allt of mikið af slfk- um mönnum.” Svo eindregin er þessi stuðningsyfirlýsing Jónasar Kristjánssonar við dr. Braga, að það myndu engir trúa þvi, ef það lægi ekki fyrir skjalfest i gjörðabók fræðsluráðs Reykja- nesumdærnis. að Jónas hefði greitt öðrum manni en dr. Braga atkvæði sitt, þegar fræðsluráðið gaf umsögn um umsækjendur um fræðslu- stjórastöðu i Reykjanesum- dæmi. En það var einmitt það, sem Jónas Kristjánsson, rit- stjóri Dagblaðsins og formaður fræðsluráðs Reykjanesumdæm- is gerði. Hann greiddi Helga Jónassyni flokksbróður sinum atkvæði, en ekki dr. Braga. M.ö.o. Jónas lét flokkshagsmuni ganga fyrir, en Helgi Jónasson hefur verið i framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn i sama kjör- dæmi og Jónas býr i. Þessi afstaða Jónasar er kannski enn þá svivirðilegri fyr- ir þá sök, að ekki er óliklegt, að dr. Bragi hefði oröiö ofan á i atkvæðagreiðslu i fræðsluráð- inu, ef Jónas hefði beitt sér fyrir þvi, að hann yrði studdur. Dr. Bragi Jósepsson, Jónas Kristjánsson og Helgi Jónasson, flokksbróðir Jónasar Atkvæði féllu þannig, að Helgi Jónasson hlaut 3 atkvæði, Kristin Tryggvadóttir 2 at- kvæði, en tveir sátu hjá, en ann- ar þeirra lýsti yfir stuðningi við dr. Braga. Hefði nú Jónas haft manndóm í sér til að lýsa yfir stuðningi við dr. Braga i þessari atkvæðagreiðsiu i stað þess að Ijá flokksbróöur sinum, Helga Jónassyni, atkvæði, er allt eins liklegt, að sá, sem sat hjá, en lýsti yfir stuðningi við Braga Jósepsson hefði látið atkvæði sitt falla á Braga. Þar með hefðu þrir umsækjendur orðið jafnir með 2 atkvæði hver. Sem formaður fræösluráðs hefði Jónas i framhaldi af þvi getað beitt áhrifum sinum til að Bragi Jósepsson fengi þriöja atkvæð- ið. En til þess kom ekki. Þjónk- unin við flokkinn sat i fyrirrúmi. Þannig reyndist Jónas Krístjánsson dr. Braga Jóseps- syni. Sjálfur skrifar Jónas i leiðara eftirfarandi um Vil- hjálm Hjálmarsson mennta- málaráðherra eftir að Vilhjálm- ur hafði skipað Rögnvald Sæmundsson aðstoðarskóla- stjóra við Fjölbrautaskólann i Breiðholti: „Skelfilegt er tii þess að vita, hve margir menn reynast ónterkilegir, þegar á herðir. Jafnvel dagfarsprúður maður á borð við Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráðherra gerir sig sekan um svo svlvirðilega frantkomu, að allir sanngjarnir menn hljóta að standa agn- dofa.” Sök menntamálaráðherra var sú að skipa annan mann en dr. Braga i embættið. Og enn skrifar ritstjórinn Jón- as Kristjánsson: „Nú er nóg komið. Nú verður að skera upp herör i iandinu. Allir menn með sómasamlega réttlætistilfinningu verða að taka höndum saman um að koma cinræöisherranum úr rá ðuney tisstjóra stóli og aumingjanum úr ráðherrastóli. Framkoma þeirra er of alvar- legur blettur á samvizku þjóðarinnar, að hún fái aögeröarlaust staöið undir þvi.” Þannig er talað og þannig er skrifaö. En Jónas er ekkert að hafa fyr'r þvi að kynna fyrir þjóöinni aukastörf sin i fræðslu- ráöi Reykjanesumdæmis. Sjálf- sagt svarar Jónas á þá leið, aö þessi aukastörf hans séu ekkert á dagskrá, eins og stjórnmála- fræöiprófessorinn sagöi á fundi Samtakanna, þegar hann var spurður að þvi, hvort ekki væri eðlilegt, að hann yfirgæfi Sam- tökin strax i stað þess aö starfa fram að landsfundi, úr þvi aö hann heföi tekið ákvöröun um að ganga i Alþýðubandalagið. En það er rétt, sem Jónas seg- ir, að stundum kemur fyrir, ,,aö allir sanngjarnir menn hljóta að standa agndófa.”. —a.þ. Nýlega gaf Kivanisklúbburinn HEKLA, Reykjavik til Dvalarheimilis aldraöra sjó- manna, Hrafnistu tæki til blóð rannsókna á rannsóknarstofu meinatæknis Hrafnistu. Myndin sýnir afhendingu tækisins. Frá vinstri Arthúr Þ. Stefánsson, Axel H. Bender, Jón K. Ólafsson (forseti Heklu) Rafn Sigurösson (forstj. HRAFNISTU) og Þorsteinn Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.