Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 24. október 1976 Strandferðaskipin lúta ekki viðskiptareglum — En svo vikið sé að útgerðinni almennt. Hver eru sérkenni skipaútgerðarinnar, og hefur hún sérstöðu? — Þetta er margþætt spurning. Sannleikurinn er sá, að þetta er þjónusta, sem það opinbera veitir til þess að tryggja samgöngur, einkum á vetrum. Skipaútgerðin lýtur þó ekki venjulegum við- skiptareglum. Við tökum t.d. yfirleitt sama gjald fyrir vörur á hvaða stað á landinu, sem þær fara, en á heimsmarkaði þá fer flutningsgjald auðvitað líka eftir vegalengd. Þetta er gert til þess að tryggja sem jafnasta aðstöðu út um byggðir landsins og er i rauninni pólitisk ákvörðun. Allir hljóta að sjá, að unnt er aö flytja vörur fyrir minna verð á stuttum vegalengdum en löngum. Skipa- útgerðin hefur ekki sérleyfi til flutninga og þess vegna geta önn- urskip, langferðabilar og flugvél- ar keppt við strandferðaskipin um flutningana. Vegna þessarar gjaidskrár, hefur reyndin orðið sú, að samkeppnin er mest á stuttu leiðunum. Þjón- usta okkar hefur þvi einkum tengst þeim, sem fjærst eru þess- ari allsherjar miðstöð, sem heitir Reykjavik. — Það eru lögð hafnargjöld á skipinogalltsem skipin flytja, en þessi gjöld eru ekki lögð á vörur, sem fluttar eru landleiðina. Þetta er stefnumarkandi i flutninga- málum okkar. Sjóleiðaflutningur- inn er skattlagður meira en land- leiðaflutningarnir, þrátt fyrir bágborið ástand þjóðveganna. Vörubilar i Evrópu Ef við litum á nálæg lönd, þá kemur i ljós, að þar eru i gildi meiri takmarkanir á akstri lang- leiðavörubila en hér á landi, t.d. i Þýzkalandi og i Noregi. Stjórn Vestur-Þýzkalands fór til dæmis inn á þá braut að banna vörubilaakstur á langleiðum meö vissa vöruflokka, stál, sement og kol. Rikisjárnbrautirnar voru lit- ið notaðar, meðan langleiðabilar voru að fylla hraðbrautirnar og slita þeim upp til agna. Þeir settu sérstakar takmarkanir að þessu leyti. Meö þessu töldu þeir sig vinna þrennt. Alagiðá hraöbraut- irnar minnkaði, þvi vörubilarnir töfðu umferö. Viðhald þjóðvega minnkaði og járnbrautirnar, sem ekki var 'hægt að hætta við, fengu aukin verkefni. Þetta gerðu Þjóð- verjar og eru þó rik þjóð. 1 Þýzkalandi eru 90% vörubila, sem ekki mega aka lengra en 50 km frá skrásetningarstað. Hér á landi eru engar slikar takmarkanir, nema um öxul- þunga að vori, vegna aurbleytu. Ég veitti þvi athygli i blaða- grein i fyrra, að vörubill, sem getur borið 12 lestir og ók 50.000 km i Noregi, varð að greiða 28.400 Nkr. i skatt, eða með núverandi gengi islenzku krónunnar varð hann að greiða um 950.000 isl. kr. Samsvarandi vegaskattur bils á Islandi er aðeins 275.500 kr. Þarna er um pólitiska stefnu- mörkun að ræða i Noregi, sem miðar að þvi að létta á þjóð- vegunum og beina flutningum inn á aðrar leiðir. Hér á landi hefur slik stefna ekki veriö mótuö. T.d. siglir AKRABORGIN til þess að létta umferð af Hvalfirði, en HERJÓLFUR nýi mun stór- auka álagið á þjóðveginn yfir Hellisheiöi, en yfirgnæfandi hluti flutninganna til Vestmannaeyja munu nú fara um þann veg hluta leiðarinnar. Þetta sýnir okkur, að pólitiskar ákvarðanir eru þýöingarmiklar. Viljum við beina flutningum okk- ar sjóleiðina og hlifa vegunum, þvi þungaflutningar spæna upp vegina margfalt á við venjulega farþegabila. Sami þungi af fólks- bilum slitur vegunum miklu minna en samsvarandi þunga- flutningabill. Þrátt fyrir vond vöruhús, hefur margvíslegri hagræðingu verið komið á í vöruafgreiöslu Rikisskip. Flestar vörur eru í gámum, meisum eða á vörupöllum. Sagan segir, að þegar norskir ,, sérfræðingar” voru að rannsaka Skipaútgerðina, hafi þeir lagt til að reist væri vöruskemma sem væri 2 metrar undir loft, siðan átti að trilla vörunum á handvögnum um borð. Af þessu varð þó ekki.og nútfmatækni er beitt á sem flestum sviðum. Sendibilar koma með vörurnar i vörugeymslu, og þar er þeim raðað á palia eða á annan hátt, sem tryggja á auðvelda útskipun. Guðjón Teitsson lætur af störfum. — Nú lætur þú af störfum fyr- ir aldurs sakir um næstu mánaða- mót eftir nær 47 ára starf við skipaútgerðina. Hvað er þér efst i huga og hvað tekur þú þér nú fyr- ir hendur? — Mér er efst i huga að þakka forsjóninni fyrir að ekkert af eig- in skipum skipaútgerðarinnar hefur farizt i þessum erfiðu ferð- um. Við höfum að visu orðið fyrir slysum, en þegar á allt er litið, hefur gæfa fylgt þessum skipum og hinum öruggu sjósóknurum, sem þeim hafa stjórnað. Ennfremur þakka ég samstarfs- mönnum minum fyrr og siðar fyrir ágætt samstarf. — Ég læt af störfum um næstu mánaðamót, og við tekur yngri maður, Guðmundur Einarsson, viðskiptafræðingur. Ég á einnig sæti i þriggja manna stjórnar- nefnd skipaútgerðarinnar, en ekki er enn áfráðið, hvort ég gegni þar störfum eitthvað áfram. — Hvað ég tek mér fyrir hendur erekki ráðið, en ég hefi nokkurn hugáað skrifa svolitið. Tildæmis viðauka við eftirmælin um Jónas heitinn Jónsson frá Hriflu. 1 ágæt- um minningargreinum um hann féllu tveir þættir niður, sum sé af- skipti hans af landhelgisgæzlu og strandferðum. Hvað landhelgisgæzluna varð- ar, þá var það einkum tvennt, sem vakti fyrir Jónasi, en það var að endurheimta utanrikisþjón- ustu og landhelgisgæzluna úr höndum Dana. Þeir höfðu sam- kvæmt Sambandslagasamning- um 1918 lagt til myndarleg varð- skip til gæzlu hér við land, en Jónas vildi fá innlenda land- helgisgæzlu. Hann tók við útgerð Vestmannaeyja-Þórsárið 1927, er hann varð ráðherra, og nýjum Óðni, sem var myndarlegt skip, og hann lét byggja gamla ÆGI, sem var mjög fullkomið skip og knúið með dieselvél, fyrst varð- skipanna. Það kom i ljós að þessi tiltölulega litlu varðskip voru öflugri tilgæzlustarfa en herskip- in, sem Danir sendu hingað. Nú og afskipti Jónasar i mál- efnum strandferðanna eru ekki ómerkari. Þá hefi ég einnig i hyggju að prjóna við sögu skipaútgerðar- innar, hið ágæta rit, sem Gisli heitinn Guðmundsson alþingis- maður samdi árið 1949, á 20 ára afmæli Skipaútgerðar rikisins, sagði Guðjón Teitsson að lokum. JG Heimilis ánægjan eykst með Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.