Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 10
10
HMINN
Sunnudagur 24. okUber 197«
Skipaútgerð ríkisins
Ritað um Skipaút-
gerðina og rætt við
Guðjón F. Teitsson
forstjóra
Enn veröur um sinn lialdiö
áfram aö kynna islenzk fyrirtæki
i helgarblööum Timans, svo sem
veriö hefur um nokkurt skeiö,
meö hléum. Aö þessu sinni kynn-
um við SKIP AtlTGERÐ
RtKISINS og áttum m.a. samtai
viö Guöjón Teitsson, forstjóra,
sem gegnt hefur forstjórastarfi
viö útgeröina i aldarfjóröung, en
hefur annars starfaö þar siðan
áriö 1929, er hann var fyrst skrif-
stofustjóri Skipaútgeröarinnar.
Þaö veldur á stundum nokkrum
erfiðleikum við kynningu fyrir-
tækja, aö ekki er ótakmarkaö
rúm i blaðinu, og er ekki timinn
heldur ótakmarkaður hjá blaða-
mönnum. Verður þvi að stikla á
stóru og oft aö fara hratt yfir
mikla sögu i atvinnugrein og
starfi. Svo fer einnig hér. Saga
Skipaútgerðarinnar, saga strand-
feröanna er orðin löng meö þjóð-
inni og til þess að stytta leiðina
munum við reyna að segja örstutt
ágrip af sögu strandferðanna og
vitnum þá til merkilegrar bókar,
er Gisli heitinn Guðmundsson,
alþingismaður skráöi þegar
Skipaútgerð rikisins var 20 ára,
en þaö var áriö 1949.
bó er hér aðeins rakinn einn
þáttur útgeröarinnar, en fyrstu 23
árin rak skipaútgeröin einnig
varöskipin, en þau voru á hinn
bóginn sett undir sérstaka stjórn
áriö 1952.
Upphaf strandferða
1 áöurnefndu riti sinu segir
Gisli Guðmundsson á þessa leiö
um upphaf strandferða:.
„Telja má, að reglubundnar
strandferðir við tsland séu
nokkurnveginn jafngamlar lög-
gjafarvaldi hins endurreista
Alþingis tslendinga.
A fyrsta löggjafarþinginu,
sumarið 1875, var flutt i neðri
deild svohljóðandi „uppástunga
til ályktunar um komustaði hins
Islenzka póstskips. Frá Tryggva
Gunnarssyni, 1. þingmanni
Suður-Múlasýslu:”
„Neöri deild Alþingis ályktar
að fara þess á leit við stjórnina,
aö hún sjái svo fyrir, að þaö verði
gert að ófrávikjanlegri reglu,
meöan ekki komast á reglulegar
gufuskipaferðir kringum strend-
ur tslands, aö hið is-
lenzka póstskip komi við i
þremur sumarferðum þess fram
ogtilbaka á Seyðisfirðiog i Vest-
mannaeyjum, en ekki Djúpavogi,
eða i hið minnsta, að þvi sé skylt
að biða þrjú dægur til að komast
inn á Seyðisfjörð og eitt dægur viö
Vestmannaeyjar, nema ofveður
eða önnur slik óviöráöanleg atvik
banni.” .
Tillaga þessi, sem samþykkt
var á hinu fyrsta löggjafarþingi,
bregður upp einkennilegri en
sannri mynd úr samgöngumálum
tslendinga eins og þeim var fyrir
komið I bernsku þeirra, sem nú
eru um áttræðisaldur. „Hið is-
lenzka póstskip” var gufuskipið
Diana, gert út til 7 lslandsferða á
ári á timabilinu 1. marz til 30.
nóv. á vegum dönsku stjórnarinn-
ar og á hennar kostnaö sam-
kvæmt ákvæðum „Stöðulag-
anna” frá 1871. Eini fasti við-
komustaður þess hér á landi var
Reykjavik, en svo hafði veriö „til
tekið,” aö skipið kæmi i þrem
ferðum á Djúpavog „þegar
kringumstæður leyföu”. Þetta
hafði þó „margoft brugðizt”, og
höfðu farþegar, er til Austurlands
ætluðu, stundum lent til Kaup-
mannahafnar af þeim ástæöum.
En þetta voru einu skipakomur á
islenzkar hafnir, að opinberri til-
hlutan.
Póstskipaferðir til íslands á
vegum dönsku stjórnarinnar hóf-
ust árið 1778, en gufuskip komu
ekki i notkun fyrr en löngu siðar.
Siðasta seglskipiö, sem þessar
póstferðir annaðist, var Sæijónið
(Sölöven), 108 tonn aö stærð, eða
álika og hinir stærri vélbátar
fiskiflotans nú á timum (1949).
Það fórst með allri áhöfn i ofsa-
veöri út af Snæfellsnesi áriö 1857,
og kom þá gufuskip I þess stað.
Gufuskip þetta hét Arcturus472
br. tonn að stærð, eöa nokkru
stærra en Herðubreiö og Skjald-
breiö, en minna en Súðin.
Auk tillögunnar um viökomu-
stað póstskipsins samþykkti
Alþingi 1875 „uppástungu til
ályktunar um gufuskipaferöir
meðfram ströndum Islands” og
veitti til þeirra nokkurt framlag á
hinum fyrstu fjárlögum, er það
afgreiddi samkvæmt stjórnar-
skránni, en ætlazt var til, að póst-
sjóöurinn danski hefði með hönd-
um framkvæmdir og bæri kostn
ESJA, fyrsta strandferðaskipiö, sem smlðað var fyrir tslendinga 1923.
Skipið var gert út til 1938er nýja ESJA var smfðuð.
Guðjón F. Teitsson, forstjóri Skipaútgeröar rlkisins er fæddur 14. febrúar árið 1906 að
Grimarsstööum I Andakilshreppi i Borgarfirði og voru foreldrar hans þau Teitur Slmonarson,
bóndi þar og kona hans Ragnheiður Danielsdóttir, Fjeldsted.
Að aflokinni skóiagöngu hér heima og erlendis varð hann fulltrúi I dómsmálaráðuneytinu árið
1929og var siöan faliðað stofna Skipaútgerð rikisins ásamt Pálma heitnum Loftssyni. Var Pálmi
forstjóri, en Guðjón skrifstofustjóri útgerðarinnar. Guðjón F. Teitsson tók við forstjórastarfi hjá
Skipaútgerðinni árið 1953, en hafði þá gegnt starfinu I um eins árs skeiö I forföllum Pálma Lofts-
sonar, er andaðist árið 1953.
Guðjón hefur auk þess að vera forstjóri skipaútgerðarinnar, sinnt margvfslegum trúnaðar-
störfum fyrir það opinbera og er kunnur maður af störfum slnum og merkilegum greinum, er
hann hefur ritað f blöö- og þá einkum um samgöngumál landsbyggðarinnar.
Guðjón F. Teitsson, lætur nú af störfum viö útgerðina fyrir aldurs sakir.
að, er umfram yröi framl. lands-
sjóðs. Hófust siðan strandferöir
áriö 1876, og voru tvær á þvi ári,
en þrjár á árinu 1877, og viðkomu-
staöirsex. „Diana”, sem fyrr var
nefnd, annaðist strandferðir
þessar, og fór auk þess milli
landa, en þar aö auki sá Sam-
einaða gufuskipafélagiö um 7
millilandaferðir á ári, með við-
komu i Reykjavik og Vestmanna-
eyjum.
Sem vænta mátti þóttu slikar
strandferðir engan veginn full-
nægjandi, og kom það fram á
Alþingi á næstu árum. En danska
stjórnin var mjög treg til að
fjölga feröum þessum, og virðist
ekki hafa haft trú á, að þær yrðu
til frambúðar.
Ennfremur þetta:
„Á árunum 1880-95 hélt
„Sameinaða” uppi strandferðum
með skipum sinum, samkvæmt
samningi viö stjórnina og með
nokkrum styrk frá Alþingi.
Munu strandferðir (hringferðir)
þá flestar 5-6 á ári, en stundum
ekki nema 3-4. Skipin voru gerð út
i Danmörku og hófu ferðimar
þaðan, og voru millilandaferöim-
ar raunar ávallt mun fleiri en
strandferöirnar. Ýmsir muna enn
skip, sem i förum voru á þessum
árum, enda er þeirra allviða get-
iö. Hin Helztu þeirra vom Arctur-
us, sem fyrr var nefndur, Valde-
mar (821 br. tonn), Phönix (721
Hiðfræga skip Súðin, sem af mörgum var talið eitt sterkbyggðasta skip
i heimi.
Byrjaði sem
,,brauð- og
flotamálaráð-
herra" í tíð
Jónasar frá
Hriflu
Jónas frá
Hriflu lét full-
trúa sinn opna
póst sinn og
hélt sérstök
„bréfakvöld".
AAenn skrifuðu
Jónasi um
alla heima
og geima
Þormóðsslysið
varð til þess
að flýta fyrir
endurnýjun
skipaflota
Skipaútgerðar
ríkisins