Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur 24. október 1976 TÍMINN 15 Arni Benediktsson. Verðlag fiskafurða hefur hækkað verulega á erlendum mörkuðum á þessu ári og veitti ekki af. Verðlag hefur áður hæst orðið i ársbyrjun 1974, en féll síðan verulega. Verðlag er nú aftur farið að nálgast það sem það varö hæst. I sumum tilfell- um er það orðið hærra, en f öðr- um lægra. Það er allerfitt að meta verðið nákvæmlega vegna breyttrar framleiðslusamsetn- ingar, en i heild má ætla að ekki muni miklu á núgildandi verði og verðlagi i ársbyrjun 1974. Þetta lftur mjög vel út á papp- irnum og er sannarlega ástæða Árni Benediktsson: VEIZLUKOSTURINN til að fagna. Hins vegar eru nú hafðar uppi miklar fyrirætlanir um að skipta þessum bætta árangri, þó að honum hafi öllum verið skipt löngu fyrirfram. Rætterum það,að þvi er virðist i fullri alvöru, að Alþingi þurfi aðhækka kaupgjald með lögum og fleira i þeim dúr. Formaður BSRB tætir útúr sér yfirlýs- ingar í Muhammed Ali stil um það hvernig nú skuli leika þjóð- félagið. Sjálfsagt gætu allir un- að þvi að fá hærri laun og væri ekkert nema gott um það að segja, ef efni stæðu til. En hverju er að skipta? Þvi miður ekki þvi sem ætla mætti af blaðalestri. Þó að verðlag sé nú orðið þvi sem næst eins hátt og i ársbyrjun 1974 segir það ekki alla söguna. Sú erlenda mynt, sem viö notum i viðskipt- um okkar og til viðmiðunar hef- ur stórlækkað að kaupmætti vegna stöðugrar verðbólgu. tslenzkar fiskafurðir þyrftu að hækka nálega um 25% frá þvi sem nú er til þess að ná kaup- mætti 1974 verðsins. Frá árs- byrjun 1974 hefur framfærslu- visitala hér á landi hækkað um 178,4. Almenn vinnulaun hafa hækkað um 150% og ýmis ann- ar tilkostnaður miklu meira, t.d. olia. Fiskafurðir hafa hækk- að miklu minna i isl. krónum, freðfiskur hefur t.d. hækkað um 126,6%. Til þess að brúa þetta bil kostnaðarhækkana og af- uröaverðhækkana fær frysti- iðnaðurinn nú 12% greiðslu úr tómum verðjöfnunarsjóði, með ábyrgð rikissjóðs. Það er þetta misræmi á milli kostnaðar og tekna, sem veldur þeim sifellda viðskiptahalla, sem við er að striða. Þó að verðlag fiskafurða hækkaði frá þvi sem nú er um 12% i islenzkum krónum, þá er ennþá engu að skipta. Þegar vitað er að nú þegar er búið að skipta upp fyriríram eftir næstu áramót a.m.k. 6%, mætti öllum vera það ljóst að þetta bil verð- ur ekki brúað með verðhækkun- um erlendis. Það þarf mikið til ef hægt á að vera að halda uppi þeim lifskjörum sem nú eru og er það engan veginn auðleyst verkefni. Veizla sú, sem boðað hefur verið til, til þess að skipta á milli sin hækkuðu afuröaverði, getur þvi ekki orðið. Það er þeg- ar búið að skipta upp öllum veizlukostinum og meiru til. Eggjaframleiðendur Úrvals fallegir 2 mánaða hænuungar af hinu viðurkennda varpkyni frá Teigi, tii afgreiðslu nú þegar. Tryggið ykkur unga hið allra fyrsta. Alifuglabúið Teigur. Mosfellssveit. Simi: 91-66130. Vörubílar til sölu Scania Vabis 76 — árgerð 1966. Merces Benz 1920 — árgerð 1967. Bilarnir eru til sýnis og sölu hjá Ford-um- boðinu, Sveini Egilssyni h.f., Skeifunni 18. Simi 85-100. Hin rétta ákvörðun er að velja sænsku Naval SJÓNVARPSHATTANA á bátinn eða skipið - 8 ára reynsla hérlendis - Sendum í póstkröfu um allt land BENCO HF. Bolholti 4 - Reykjavík Sími (91) 2-19-45 Ostur er byggingarefni. Hann hefur meira af kalki en flestar aðrar fæðutegundir. Hvort sem þú ert að byggja hús, fyrirtæki eða þjóðfélag, þarftu urnfram allt að byggja sjálfan þig upp, athafnavilja, kjark, hæfni og umfram allt, rjóm- V ann út á lífið ... hæfi- j - ' leikann til að brosa. * * S/VIJÖBS^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.