Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 24. október 1976 menn og málefni Ríkisstjórnin hefur enn ekki rætt um álbræðslu við Eyjafjörð Engin ákvörðun Nokkar umræöur hafa fariö fram undanfariö vegna oröróms um aö semja ætti við norskt stór- fyrirtæki, Norsk Hydro, um bygg- ingu álbræöslu viö Eyjafjörö. Öhætt er að segja, aö það sé meira en oröum aukiö, aö einhver ákvörðun hafi veriö tekin um þetta. Hiö norska fyrirtæki hefur aö visu látiö i ljós, aö þaö gæti hugsað sér aö reisa álbræöslu á íslandi, ef samkomulag næðist um þaö, og aö það teldi vel koma til greina aö staösetja slika verk- smiöju viö Eyjafjörö. Þetta sjónarmið sitt munu forráöa- menn norska fyrirtækisins hafa kynnt nefnd þeirri, sem hét stór- iðjunefnd I tið viðreisnarstjórnar- innar, en hefur siöan i tiö vinstri stjórnarinnar veriö kölluö viö- ræðunefnd um orkufrekan iönað. Af hálfu þeirrar nefndar hafa ekki verið teknar upp neinar formlegar viöræður viö hiö norska fyrirtæki, enda hefur mál- ið enn ekki borið á góma i ríkis- stjórninni, en vitanlega tekur hún endanlega ákvörðun um, hvort slikar viðræður verða hafnar eða ekki. Hins vegar munu talsmenn norska fyrirtækisins hafa rætt eitthvað um þetta viö ráðamenn á Akureyri, en vitanlega eru það al- veg óformlegar könnunarviðræö- ur. Mál þetta er þvi enn ekki kom- ið á formlegt viöræöustig, og alls ekki vist, að það komist það nokk- urn tima. Það er þvi fjarri öllu lagi, að einhver ákvörðun hafi verið tekin um þetta mál Gefum okkur góðan tíma Á undanförnum árum hefur all- mikiö verið rætt um hugsanlega stóriðju hér á landi og rök verið færð bæði meö henni og móti. Þeir, sem ákafast hafa mælt meö stóriðju, hafa aö vissu leyti byggt það á vantrú á þeim höfuðat- vinnuvegum, sem þjóöin stundar nú, sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði. Reynslan hefur þó sýnt, að þessi vantrú er ekki á rökum reist. Þessir atvinnuvegir eru vel færir um að tryggja þjóðinni góða og batnandi afkomu, ef rétt er bú- ið að þeim. Þá hefur þvi verið haldið fram, að ekki sé hægt að fullnýta ork- una, sem býr i fallvötnum oe iðr- um landsins nema komið sé upp meiri eða minni stóriðju. Þetta atriði þarfnast þó áreiðanlega nýrrar athugunar með tilliti til þess, að þjóðin þarf i vaxandi mæli að nota orkuna til hitunar og annarra þarfa, sem gera hana sem óháðasta innflutningi á oliu. Verðhækkun oliunnar, sem hefur orðið siðan 1974, hlýtur að breyta mjög viðhorfum manna i þessum efnum. Allt veldur þetta þvi, að nauð- synlegt er að taka viðhorfin til hinnar svonefndu stóriðju, sem krefst mikillar orku, til endur- skoðunar og gefa sér til þess góð- an tima. Ekkert rekur heldur á eftir þvi, að þjóðin flýti sér I þess- um efnum. Við þetta bætast svo umhverfismálin, og er það ekki minnsti þátturinn. Island má enn heita hreint land og öll skil- yrði eru fyrir hendi til þess að halda þvi hreinu áfram, ef nægi- legrar varúðar er gætt. Varhugaverð reynsla Það ýtir svoundir það, að menn rasi ekki um ráö fram i þessum efnum, að ekki hefur fengizt góö reynsla af þeim erlendu stórfyrir- tækjum, sem við höfum samiö viö. Svissneski álhringurinn hef- ur þvingað okkur til að selja raf- Alverksmiöjan i Straumsvfk. orkuna alltof lágu verði. Að visu fékkst nokkur hækkun á orku- verðinu á siðastliðnu ári, en þó alltof litil. Þá hefur svissneski ál- hringurinn sýnt okkur þá óvirð- ingu, að vilja ekki lúta Islenzkum lögum og knúði fram sérstaka undanþágu i þeim efnum. Við slika niðurlægingu mega Islend- ingar aldrei sætta sig aftur. Ame- riska stórfyrirtækið Union Car- bide, sem Magnús Kjartansson hóf viðræður við, rauf við okkur nýgerðan samning um byggingu og rekstur járnblendiverksmiðju og myndi hafa skapaö okkur mik- inn vanda, ef ekki hefði náðst samningur við annað fyrirtæki. Þessi tvö dæmi sýna, að ekki er hollt að treysta of mikið á erlent framtak til að byggja upp at- vinnurekstur og atvinnu i land- inu. Enn ætti þjóðinni lika aö vera i fersku minni hafnfirzka ævin- týrið, þegar brezkt togaraút- gerðarfyrirtæki tók að sér að tryggja næga útgerð i Hafnar- firði, en hætti rekstrinum, þegar verst gegndi. Þéttbýli við Eyjafjörð Það ber þvi allt aö sama brunni. Við þurfum að gæta okkar vel I samningum við erlend stór- fyrirtæki. Þar verðum við að fylgja vel reglunni að flýta sér hægt og horfa vel til allra átta. Með þessu er þó ekki sagt, að aldrei komi til mála að semja við þau eða hafa samvinnu við þau, en vafalaust er þó bezt, að þá sé ekki um mjög stór fyrirtæki að ræða, likt og járnblendiverk- smiðjan verður, en hún krefst ekki nema um eitt hundrað manna starfsliðs. En komi til, að samið verði um slikan atvinnu- rekstur, er það eðlilegt, að reynt sé að dreifa honum um landiö og treysta þannig byggðajafnvægið. Þá kemur það ekki sizt til greina að efla þéttbýlissvæöið við Eyja- fjörð. Það er áreiðanlega hollt þéttbýlinu við Faxaflóa, að þétt- býlið við Eyjafjörð geti veitt þvi nokkurt mótvægi, m.a. i menn- ingarlegum efnum. Þannig var áreiðanlega heppilegra fyrr á öldum að hafa ekki aðeins Skál- holt, heldur einnig Hóla. En til þess að svo verði, þarf Akureyri og nágrenni hennar að eflast. Þvi þarf engan að undra, þótt Akur- eyringar og Eyfirðingar hafi hug á, að meiri háttar fyrirtæki risi við Eyjafjörð. En fleira getur komið til greina en álbræðsla. íslenzku fram- taki má treysta Þeir, sem vantreysta núver- andi atvinnuvegum þjóðarinnar og islenzku framtaki, ættu ekki að þurfa annað en skyggnast til sið- ustu tveggja ára til þess að sjá, að vantrú þeirra er ekki á rökum reist. Hvarvetna i nálægum lönd- um hefur verið mikið atvinnu- leysi, nema I Noregi, sökum rikj- andi kreppuástands I heiminum. Hér hefur hins vegar ekki verið neitt atvinnuleysi. Þeir atvinnu- vegir, sem þjóðin býr við i dag, hafa reynzt einfærir um að tryggja næga atvinnu. En þar hefur lika islenzkt framtak komið til sögunnar. Félög og einstakl- ingar, sem hafa haft atvinnu- rekstur með höndum, hafa yfir- leitt mætt erfiðleikunum með ein- stökum dugnaði og ekki aðeins tryggt næga atvinnu, heldur hald- ið áfram mikilli uppbyggingu á mörgum sviðum. Það hefur vit- anlega hjálpað til, að rikisstjórn- in hefur reynt að greiða fyrir þeim eftir getu. Þó er ástandið þannig, að islenzkur atvinnu- rekstur, og þó einkum iðnaðurinn, býr viö lakari aðstöðu að ýmsu leyti en keppinautarnir erlendis. Þvi meira ber að virða framtak þeirra og möguleika núverandi atvinnuvega þjóðarinnar, þegar rétt er á málum haldið. Of stuttur að- lögunartími Eins og vikið er að hér á undan, vantar mikið á, að islenzkur iðn- aður búi við svipaða aðstöðu og keppinautar hans i öðrum lönd- um. Iðnaðurinn naut áður fyrr verulegrar tollverndar, en með samningnum, sem gerður var við Efta, var stefnt að þvi að draga smám saman úr henni unz hún félli niður með öllu.t staðinn var iðnaðinum lofað, að sam- keppnisstaða hans væri bætt. Framsóknarflokkurinn taldi að- lögunartimann, sem iðnaðinum var ætlaður samkvæmt Efta- samningnum, of stuttan og þyrfti lengri tima til að fullnægja áður- greindum loforðum við hann. Af þessum ástæðum vildi flokkurinn ekki greiða atkvæði með samn- ingnum, þótt hann væri honum meðmæltur að öðru leyti. Fram- sóknarflokkurinn sat þvi hjá við atkvæðagreiðsluna. Það er nú komið á daginn, að Framsóknar- flokkurinn hafðirétt fyrir sér. Að- lögunartiminn er að verða búinn, enmikiðvantar enn á, að iðnaðin- um hafi verið sköpuð sú sam- keppnisstaða, sem lofað var. Þvi er það nú orðin krafa iðnaðarins, að unnið verði að þvi að fá aðlög- unartimann lengdan. Bréf til alþingismanna t bréfi, sem öllum alþingis- mönnum hefur borizt frá ts- lenzkri iðnkynningu, er vikið að þessu máli á athyglisverðan hátt. Bréf þetta er undirritað af Birni Bjarnasyni, formanni Landssam- bands iðnverkafólks, Davið Sch. Thorsteinssyni, formanni Félags isl. iðnrekenda, Eysteini Jóns- syni, formanni Sambands isl. samvinnufélag, og Sigurði Krist- inssyni, formanni Landssam- bands iðnaðarmanna. 1 bréfinu er bent á, að eigi islenzkur iðnaður að verða fær um að taka við þús- undum manna i ný störf á kom- andiárum, verði hann að búa við sömu kjör og erlendir keppinaut- ar. Mikiðskorti nú á, að svo sé. Siðan segir i bréfinu: , ,Til þess að svo sé, þarf m ,a. að fella niður aðflutningsgjöld af öll- um aðföngum iðnaðarins og ann- að hvort breyta söluskattslögun- um þannig, að þau hygli ekki beinlinis innfluttum varningi og dragi úr möguleikum á útflutn- ingi, eins og nú er, eða taka upp nýtt kerfi. Við viljum ennfremur benda á, að auk þess, sem islenzkur iðn- aður býr við mikinn rekstrarfjár- skort, greiðir hann að meðaltali miklum mun hærri vexti af rekstrarlánum en aðrir fram- leiðsluatvinnuvegir og hærri vexti en erlendir keppinautar. Iðnaðurinn verður að fá að njóta möguleikanna á lágu raf- magnsverði hérlendis og má ekki þurfa að greiða rafmagnið hærra verðien tiðkast i helztu viðskipta- löndum okkar. Meðan búið er við þessi skil- yrði er erfitt um vik með fram- farir i iðnaði, enda er vöxtur is- lenzka iðnaðarins alltof litill mið- að við þarfir þjóðfélagsins. Island má ekki verða láglauna- svæði. Með þvi að láta islenzkan iðnað njóta sanngirni verður skapaður grundvöllur betri kjara.” Höfuðmálið I lok áðurgreinds bréfs er svo bent á, að óhjákvæmilegt sé að sækja um lengri aðlögunartima að Efta og liðstæðar breytingar á samningnum við Efnahags- bandalagið, sökum þess dráttar, sem hafi orðið á þvi að gera aö- stöðu islenzks iðnaðar sambæri- lega við erlendra keppinauta. Af hálfu rikisstjórnarinnar mun nú unnið að undirbúningi þessa máls og mun mega vænta nánari frétta af þvi eftir áramótin. Al- þingi má ekki ljúka svo, að þessu máli hafi ekki verið gerð full skil áður. Þótt það sé æskilegt út af fyrir sig, að fá aðlögunartimann lengd- an, má ekki lita á það sem sjálft höfuðmálið. Höfuðmálið er, að staða iðnaðarins sé bætt og hon- um sköpuð sem likust staða og i samkeppnislöndum. Lenging að- lögunartimans getur aldrei orðið meira en bráðabirgðalausn. Höf- uðmálið er að gera iðnaðinn vel samkeppnishæfan. Um það þurfa rikisvaldið, iðnrekendur og iðn- verkafólk að taka höndum sam- an. Akureyri Það var vel ráðið af Islenzkri iðnkynningu, þegar hún ákvað að efna til iðnkynningardaga viða um land, að hafa fyrsta daginn á Akureyri. Iðnaðurinn á orðiö langa og glæsilega sögu á Akur- eyri og hvergi hefur betur skap- azt hérlendis en þar, sú iðnaðar- hefð, sem er ein mikilvægasta undirstaða vaxandi iðnaðar. Þótt margir hafi átt góðan þátt I upp- hafi og vexti iönaðarins á Akur- eyri, er hlutur samvinnufélag- anna langstærstur. Iðnaðurinn á Akureyri er gott dæmi þess, hve langt íslendingar geta náð á iðn- aðarsviðinu, þegar rétt er haldið á málum. Vegna þeirrar reynslu, er vafalaust óhætt að taka undir orð hins nýja bæjarstjóra þar, Helga M. Bergs, þegar hann sagði, að hann væri „þess full- viss, að Akureyri og Akureyring- ar verði enn sem fyrr i farar- broddií nýrri sókn íslenzks iðnað- ar, þjóðinni allri til heilla.” Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.