Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 11
Pálmi Loftsson, forstjóri Skipaút- gerðarinnar frá stofnun 1929 til dauðadags 1953. br. tonn),sem fórst fyrir Mýrum i janúarmánuði 1881, Laura (1049 br. tonn), Thyra (828 br. tonn) og Botnia (1326 br. tonn). Arin 1896-97 leigði landssjóður skip og gerði út til strandferða. Var það gufuskipið „Vesta” (1015 br. tonn), eign „Sameinaða” og fylgdi þvi áhöfn. Gisli rekur siðan annála strandferða, ýmsa samninga og örðugleika. Segir frá ýmsum skipum, er komu við sögu, s.s. VESTA, sem var eign Sam- einaöa, CERES og ISLAND frá sama félagi. Arið 1909 var samiö viö annað gufuskipafélag um strandferðir, en það var Thore-félagiö, og lét það smiöa tvö litil strandferða- skip, AUSTRA og VESTRA, en félagið átti einnig hið fræga skip STERLING. Hér á landi er ekki mótuð stefna í flutn- ingum út um landið. Vöru- bílar aka að vild sinni, en skipafélögin greiða hó vörugjöld „Eimskipafélag íslands var stofnað 1914, og fyrstu skip þess, Gullfoss (1414 br. tonn) og Goða- foss elzti, (1374 br. tonn), komu hingaö til lands, nýsmiðuð, vorið 1915. Tók það að sér strandferð- irnar 1916, en treystist eigi til aö halda þeim áfram. Varð það þá úr, að rikissjóður keypti á árinu 1917 þrjú gufuskip, Willemoes (siðar Selfoss), Borg og Sterling, og var hið siðastnefnda i strand- ferðum á rikiskostnað til 1922. Sterling var fyrsta strandferða- skip i eigu rikisins. Það var 1040 br. tonn að stærð og hafði rúm fyrir rúml. 40 farþega, smiðað i Leith árið 1890. Ganghraði 11 sjó- milur á klst. Gtgerðarstjórn fyrr- nefndra rikisskipa var falin Eim- skipafélaginu, en Borg var seld 1923 og Willemoes 1928. Sterling strandaði við Brimnes i Seyðisfirði 1. mai 1922. Var þá horfið að þvi ráði, að rikið léti smiða skip til strandferðanna. Þetta skip, „gamla” Esja, var smiðuð hjá skipasmiðastöðinni „Flydedokken” i Kaupmanna- höfn, og var fyrsta skipið, sem Is- lendingar létu gera sérstaklega til að annast strandferðir hér við land. Gamla Esja kom hingað til lands á sumardaginn fyrsta (19. april) 1923 og var strandferðaskip i rúml. 15 ár. Lýsing skipsins er á bls 3 i riti þessu. Eimskipafélag- inu var falin útgeröarstjórn henn- ar á árunum 1923-29. Kaup Sterlings og smiði Esju voru merkilegur áfangi I sam- göngusögu landsins. Þá loks eignuöust Islendingar skip, sem eingöngu voru ætluð til strandferða, en ekki þurftu að sinna millilandasiglingum, nema sérstaklega stæði á. Það er sjálf- sagt engin tilviljun, aö þessum áfanga tókst að ná um svipað leyti og Island varð fullvalda riki —eins og hinar fyrstu strandferö- ir hófust þegar eftir að Alþingi fékk löggjafarvald. En næsta skrefið var stigið seint á þriöja tug þessararaldar, erstofnuð var Skipaútgerð rikisins og skipa- kostur aukinn til strandferð- anna.” Stofnun Skipaútgerðar rikisins Skipaútgerð rikisins tók til starfa rétt fyrir áramótin 1929. 1 starfsskýrslu útgerðarinnar fyrir áriö 1930 segir á þessa leið: sbr. sömu heimild: hafði verið stýrimaður á skipum Eimskipafélagsins, en nýlega hafði tekið við stjórn strandferða- skipsins Esju. Skrifstofustjóri var ráðinn Guðjón F. Teitsson. Hafa báðir þessir menn starfað hjá út- gerðinni óslitið siðan, og svo er raunar um fleiri, eins og nánar verður getið siðar. Skrifstofan var fyrst i húsi Ellingsens við Hafnarstræti, en fluttist i Arnar- hvol, skrifstofuhús rikisins, sumarið 1930 og vorið 1934 i Hafnarhúsið. Vörugeymsla var fyrst i Nýborg, birgðahúsi Afengisverzlunar rikisins, en haustið 1931 fluttist hún i vöru- geymsluhús S.I.S. við höfnina og hefur verið þar siðan. — A skrif- stofunni störfuðu fyrstu árin sex manns, auk framkvæmdastjóra, en tveir fastir menn við vöruaf- greiðslu.” * Rætt við Guðjón Teits- son Sem fram kemur hér að fram- an, þá á saga strandsiglinga sér langa sögu, og aðeins hluti þeirr- ar sögu er saga Skipaútgerðar rikisins.Margirmenn hafa komiö við sögu, en sá sem lengst hefur starfað að málefnum Skipaút- gerðar rlkisins er án efa Guöjón Teitsson, núverandi forstjdri út- gerðarinnar, en hann var skrif- stofustjóri útgerðarinnar frá stofnunogforstjórifrá árinu 1953. Við hittum Guðjón Teitsson aö máli i skrifstofu hans i Hafnar- húsinu i Reykjavik og báðum hann að segja okkur af starfi skipaútgerðarinnar og þá fyrst tildrögum til þess, að hann réðst þangað til starfa. Hann haföi þetta að segja: Ég kom til starfa við þetta til- tölulega ungur. Ég lauk gagn- fræöaprófi frá Flensborgar- skólanum árið 1923 og brottfarar- prófi frá Samvinnuskólanum árið 1926 og fór siðan utan til þess að kynna mér skipaútgerö. Vann veturinn 1928-1929 á skrifstofunni hjá Bornholms Dampskibssel- skab i Kaupmannahöfn, en var siöan um stund við verzluna'rnám i Edinborg hjá Skerry’s College. Ég hafði þvi dálitla reynslu i út- gerð skipa, þegar ég tók við starfi i dómsmáiaráðuneytinu í tið Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem þá fór meö dómsmálin hér. Eimskipafélag íslands tekur við strandferðunum Arið 1914 urðu þáttaskil i strandferðum hér á landi, en þá* tók Eimskipafélag Islands við strandferðunum. Um þetta segir á þessa leið i bók Gisla Guömundssonar sem áður var vitnað i: HEKLA strandferðaskipið.sem smiðaðvar og tekiöí notkun 1948. stjóri hjá Skipaútgerðinm um árabil. Fyrst á SKJALDBREIÐ siðan á ESJU og HEKLU. Strandferðaskipið ESJA sem kom hingaö I byrjun strfðsins, og kom að ómetanlegum notum við flutninga á strfðsárunum. ,,A árinu 1929 ákvað lands- stjórnin aö setja á stofn sérstaka skrifstofu undir stjórn fagmanns, sem heföi á hendi útgerðarstjórn allra rikisskipanna. Var þessi ákvörðun mjög gerð með tilliti til þess, að ákveðiö var að bæta við öðru strandferðaskipi á næsta ári.” Framkv.stjóri var Pálmi Loftsson skipstjóri, sem lengi Asgeir Sigurðsson skipstjóri og Ingvar Kjaran, skipstjóri. Þeir stjórn- uðu skipum Skipaútgerðarinnar um árabil. Þeir eru nú báðir látnir. Brauð- og flotamála- ráðherra — Þú tókst þá við „ráðherra- embætti" af Eysteini Jónssyni segja sumir i gamni. — Já gamansemi var mikil á þeim árum og ekki verið að klipa utan af þvi. Svo var mál meö vexti, að Eysteinn Jónsson, siðar ráðherra, var þá fulltrúi i dóms- málaráðuneytinu hjá Jónasi frá Hriflu. Hafði Eysteinn með reikningshald varðskipanna aö gera, og einnig hafði hann með að gera útboð áf ýmsu tagi, þjónustu og vörum fyrir varðskipin og rikisstofnanir. 1 þá daga trúðu menn, eins og nú, á tilboð, og leit- að var tilboða til þess að reyna að halda kostnaði niðri. Þessar stofnanir voru t.d. skólar og sjúkrahús. Meðal annars var þarna Utboð á kolum og brauðum, svo eitthvað sé nefnt, og gárungarnirkölluöu Eystein brauð- og flotamálaráð- herra landsins. Vitaskipið HERMÓÐUR (eidri), en skipaútgerðin gerði vitaskipið út þar tileftir styrjöldina, er nýttskip kom til landsins með sama nafni og þá tók Vitamálaskrifstofan við rekstrinum. SKJALDBREIÐ á siglingu, en hún og Herðubreið, systurskipið voru f ferðum milli hafna árum saman og leystu mikinn vanda. Þetta voru smá skip en góð i sjó að leggja. Oiíuskipið ÞYRILL, sem Bandaríkjamenn „gleymdu” I Hvalfirði í striðslokin. Það voru norskir vélamenn, sem sáu um skipið og þeir gleymdu að tappa sjónum af vélinni, þegar þeir yfirgáfu það og tals- verðar frostskemmdir urðu á vélinni. Olfufélögunum, BP og SHELL var boöið skipið, en þeir höfnuðu, og það varð úr að skipaútgeröin tók að gera það út árið 1947. Skipiö reyndist prýöilega eftir að það hafði veriö tekið I gegn, og varahluta haföi verið aflað. Það lækkaði flutningsgjötdin á leldsneyti milli hafna verulega frá þvl sem veriö haföi. ÞYRILL var geröur út til ársins 1965, er hann var seldur fyrir 5 milljónir króna til Bolungavikur, þar sem honum var ætlaö að flytja sild. Þótti mörgum það einkennileg ráðstöfun, að eina skip útgerð- arinnar, sem skilaði hagnaði — þvi það gerði ÞYRILL oftast, skyldi selt I „sparnaðarskyni.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.