Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 35

Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 35
Sunnudagur 24. október 1976 TtMINN 35 r r Magnús A. Arnason Höggmyndir og málverk Magnús A. Arnason sýnir myndir sinar á Kjarvalsstöoum dagana 16.-31. október, en þar sýnir hann rúmlega 90 málverk og teikningar, en auk þess eru á sýningunni átta höggmyndir. Flestar myndirnar eru oliu- málverk, en 15 eru kaffi- og blek-teikningar, geröar á árun- um 1933 - 1934. Magnús A. Arnason er maöur háaldraöur, fæddur 28. des- ember árið 1894 i Narfakoti i Innri-Njarðvik, og voru foreldr- ar hans hjónin Árni Pálsson, bóndi og kennari þar og kona hans Sigriður Magnúsdóttir. Magnús A. Arnason settist i menntaskóla árið 1910, en hvarf frá námi þar eftir einn vetur og hóf nám i Teknisk Selskabs Skole i Kaupmannahöfn (1913 - 1914), en hélt þá til Bandarikj- anna, þar sem hann hóf mynd- listar- listnám og siðan nám i tónlistarskóla. California School of fine arts i San Francisco (1918 - 1922) og Arrillage Musical College, San Francisco, og siðan hefur hann starfað sem listmál- ari, rithöfundur, tónskáld og myndhöggvari i Reykjavik. Kona hans var Barbara Arna- son, listmálari sem nú er látin'. Myndlist í sex áratugi Sem áður sagði eru um 100 verk á sýningu Magnúsar A. Arnasonar að þessu sinni. Sum- ar myndanna eru mjög gamlar, t.d. Hólar i Hjaltadal, sem er vatnslitamynd frá árinu 1917. Aðrar eru yngri, en flestar eru málaðar árin 1974 og 1975, en þær eru 36 talsins. Höggmynd- irnar eru gamlar og nýjar, sú elzta frá árinu 1930. Sýning þessi gefur þvi allgott yfirlit yfir myndlistarstörf Magnúsar A. Arnasonar. Myndlist Magnúsar Á. Arna- sonar hefur tekið miklum breyt- ingum gegnum árin. Sveiflast úr depilstil impressionismans yfir i hreinan realisma, sem þó er ekki með öllu slitinn úr tengslum við fyrri tið. Við erum ekki öll sátt við þá þróun er varð i málverki hans og list, hefðum talið, aö skerfur hans hefði get- að orðið stærri. Mjög auðvelt er að rökstyðja þessa fullyrðingu, sum þeirra raka eru til að mynda á sýning- unni að Kjarvalsstóðum, eins og til að mynda Mansöngur, móbergsmynd frá 1954 og sitt- hvað fleira. Þá eru sumar mynda hans i „depilstil" hrein- asta afbragð, sem sanna ótvi- ræða hæfileika i málverki. Listasafnið á nýrri braut? Það vakti athygli mina er ég skoðaði sýningu Magnúsar A. Arnasonar, að Listasafn íslands hafði fest kaup á þrem mynd- um. Þetta voru litlar myndir og munu ekki hafa kostað mjög mikið. Þarna greinir maður ný viðhorf i söfnunarstarfinu þar. Yfirleitt hefur Listasafn Islands virzt sækjast eftir stórum verk- um á sýningum og þá oft mjög dýrum. Ekki fer það þó ávallt saman, og stundum er maður sammála kaupum safnsins, en stundum ekki. Ég tel þetta athyglisverða þróun. Auðvitað á listasafnið ekki að sniðganga „minni verk". Ef safnið vill verja ákveðinni fjárhæð til kaupa á mynd eftir ákveðinn listamann, á það, þegar svo ber undir að kaupa fleiri en eina — og gera góð kaup. Það hefur svo sannar- lega tekizt að þessu sinni. Sýning Magnúsar A. Arnason- ar er ekki yfirlitssýning á verk- um hans, heldur aðeins venjuleg sýning myndlistarmanns, sem hengir upp nýjustu verk sin al- menningi til fróðleiks og sjálf- um sér til könnunar á stöðunni. Eldri myndir eru siðan teknar með til að varða leiðina, sem er orðin harla lögn. Mér fellur bet- ur við eldri myndir listamanns- ins, en þær nýju, en það er svo önnur saga, og sem málara met ég hann aö verðleikum meira en marga aðra. Jónas Guðmundsson Rjúpna- skyttur, bændur og búalið, veioi- menn \ PR24 A hand- TALSTÖÐ er lausnin BENCO H.F. BOLHOLTI 4 Reykjavík Sími (9.1) 2-19-45 Magnús A. Arnason. Árgerð 1977 til afgreiðslu strax VERÐ FRÁ KR. 1530 ÞÚSUND Þú færð mikid fyrir peninginn ^z^Buiaam aaaam aaaam er með er sérlega vel barnalæsingum ryðvarinn á hurðum. frá verksmiðju. aaaai3i er með áskrúfuðum frambrettum, sem mjög auðvelt er að skipta um. aaaam er með sérbyggðum stuðqra, sem gengur inn ui/f að 6 sm áður en yfirbyggingin verður fyrir tjóni. t.....-»--—._ i-»............. BOEJOT37 Glæsilegar innréttingar og fallegt mælaborð. Auk jbess má nefna stórt farangursrými, tvöfalt bremsukerfi, einangraðan topp, færanlegt stýri og sérlega vel styrkt farþegarými. annai3i mirafiorí FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDi , Davíð Sigurðsson h.f. Síðumúla 35 Símar 38845 — 38888 <

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.